Fálkinn - 12.12.1952, Page 45
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 41
arkabalinn þinn, góðan og hlýjan á löppunum
en með aðkenningu af lifrarveiki, sem stafar
af hreyfingarleysi.
Jerome beit af vindlinum og spýtti hugsandi.
— Hve miklu hefir þú nurlað saman?
— Það kemur þér eiginlega ekkert við,
Neddy, en ég get sagt þér það samt, vegna
þess að mér er vel við þig. Eg hefi 100.000
dollara.
— Mikil hundaheppni! tautaði Neddy.
Webster leit kringum sig. — Eg hélt fyrst
í stað að hér hefði engin breyting orðið, sagði
hann. — En nú sé ég að mér skjátlast.
— Hvað hefir breyst, Jack?
— Fyrrum var maður alltaf spurður hvort,
maður væri þyrstur. Nú er maður spurður
hvort maður eigi peninga, og hvar maður hafi
náð í peninganna og . . . . Halló, Móses, svarr-
urinn — hvernig líður þér? Viltu taka á móti
pöntun! Mjólk og sódavatn handa Jerome og
— Sjálfsagt, herra Webster . . . . Og stóran
visky handa yður?
— Jæja, guði sé lof, þá hafa ekki allir gleymt
mér, veslingnum. 1 rauninni er það gaman að
hitta svona klúbbþjóna, eins og hann svarta
Móses, sem koma með það sem maður vill,
án þess að þeir séu beðnir um það. Nú fer ég
loksins að finna að ég sé heima hjá mér.
— Heyrðu, Johnny, byrjaði Neddy aftur. —
Þetta er satt, að ég hefi verið að leita að þér
í meira en mánuð. Eg hefi spurst fyrir í öllum
námum Norður-og Suður-Ameríku.
— Hvað veldur þessum áhuga þínum á
mér, Neddy?
— Eg hefi úrvals stöðu handa þér, John . .
— Farðu nú varlega, Neddy. Þú skalt ekki
fara að leggja á ráð til þess að raska friðn-
um fyrir mér. Hefi ég ekki sagt þér að í dag
er ég almennilega klæddur í fyrsta skipti í
þrjú ár, að ég er með vasana fulla af pen-
ingum og á meira í bankanum? Nei, nú ætla
ég að ganga á rósum að minnsta kosti í eitt
ár áður en ég fer að strita í námum aftur.
Neddy bandaði þessum röksemdum frá sér.
— Ert þú ekki unglingur og spilagosi ennþá?
spurði hann.
Webster dró við sig svarið. — Eg er f jötrað-
ur gullnum hlekkjum........
— Ha, giftur? Er það vegna hveitibrauðs-
dagahalds, sem þú ert svona uppdubbaður?
— Nei, það er nú ekki svo vel, andvarpaði
Webster. — En ef þú hefðir komist svo langt
frá klúbbnum hérna í síðustu fimmtán árin,
að þú hefðir fengið ómygglaða golu í lungun,
mundir þú skilja 'hvers vegna mig langaði að
njóta lífsins og siðmenningarinnar nokkrar
vikur áður en ég gref mig ofan í jörðina næst.
Eg ætla til New York og sjá alla skemmtileg-
ustu glysleikina þar, ég ætla að snuðra í hverj-
um krók og kima í Metropolitan-listasafninu,
drekka te og læra tangó. Eg get ekki lýst því,
Neddy, hve ég hefi þráð ketkatlana. Eg hefi
sofið svo lengi undir stjörnum að nú langar
mig í rafmagnsljós til tilbreytingar. Flesk og
baunir eru ágætismatur þegar maður getur
ekki fengið neitt annað. En nú kemur vatn
fram í munninn á mér þegar ég hugsa til sér-
stakrar eggjakökutegundar með koníaki í. Já,
og ég vil hafa þjón til að snúast kringum mig,
hlýða smæstu bendingum mínum og hneigja
sig fyrir þjórfénu, sem ég gef honum. 1 þrjú ár
hefi ég ekki heyrt annan hljóðfæraslátt en
glamrið, sem einhver hálfkámugur dagó
kreisti úr draggarganinu sínu. Og hann kunni
FELUMYND
Hvar er eigandi bókarinnar?
ekki nema þrjú lög. Nú vil ég heyra hljómsveit
leika tónsmíðar eftir Souza. Eg vil eiga heima
á dýru gistihúsi og láta vekja mig klukkan sex.
Og svo þegar þeir -koma og vekja mig klukkan
sex ætla ég að segja þeim að fara til helvítis og
snúa mér svo á hina hliðina og hrjóta áfram.
Undanfarið hefi ég umgengist gríska og ítalska
námudrullusokka og ég hefi neyðst til þess að
temja mér málfæri þeirra til þess að geta feng-
ið þá til að láta hendur standa fram úr ermum.
En nú langar mig til þess að tala móðurmál-
ið við kunqjngjana.
— Jæja, Jack, talaðu þig nú ekki í æsing.
Eg get gefið þér eftir þrjátíu daga, þeir ættu
að nægja til þess að gera þig leiðan á öllu þessu
prjáli, sem þú ert að tala um. Svo geturðu tek-
ið við starfinu.
— Neddy, ég vil alls ekki vinna fyrir þig!
— Jú, þú vilt það, John.
— Mér finnst rangt af þér að ætla að fara
svona með gamlan kunningja.
— Hvaða bull, John. Bróðir minn vill gjarn-
an fá þetta starf, en ég sagði nei. Eg hefi á-
kveðið að þú skulir fá það.
Jerome hallaði sér fram og lagði höndina
varlega á hnéð á Webster. — Talaðu nú al-
vöru, þöngulhausinn þinn, sagði hann. Eg hefi
unnið í því í tvö ár að koma upp námurekstri
í Telluridge, og nú er allt tilbúið, Jack þetta
er mesta fyrirtækið í landinu.
Webster lagði aftur augun og raulaði:
— Þú getur orðið konungur í hásæti Colo-
rado-námufélagsins og fengið þér drottningu
þangað, John. Enskt hlutafé. Undir eins og
hluthafarnir fá sex af hundraði þá blessa þeir
þig. Kaupið er tuttugu of fimm þúsund dollar-
ar á ári, og að auki hús, matsveinn, bifreið
og bílstjóri. Þú getur farið í bæinn hvenær sem
þig langar, ef þú vanrækir ekki málefni fyrir-
tækisins — og ég veit að það gerir þú ekki.
— Á ég að leggja peninga í fyrirtækið,
Neddy?
— Ekki frekar en þú vilt, en ég mundi ráða
þér til að gera það. Þú getur fengið hlutabréf
fyrir þessi hundrað þúsund ef þú vilt, ég skal
ábyrgjast þér mikinn ágóða, og þú skalt ekki
eiga neitt á hættu.
— Eg finn að ég fer að verða á báðum átt-
um Neddy. Rófan er áföst við bjórinn, segir
máltækið. Eg er ekki vanur að biðja vini mína
að taka ábyrgð á peningunum, sem ég legg í
fyrirtæki, og þegar þú segir að allt sé í lagi,
þá get ég lagt það sem ég hefi afgangs í fyrir-
tækið um leið og ég ræð mig til starfans. Hvað
líður annars dauðsföllum og meðalævinni hér
í klúbbnum. Hverjir eru dauðir og hverjir
tóra?
— Það hefir verið skrambans erfitt að
koma þessu fyrirtæki á fót, Jack, Þegar ....
— Æ, hlífðu mér nú í öllum bænum. Eg er
búinn að heyra meira en ég kæri mig um við-
víkjandi þessu Colorado-námufélagi. Fréttir,
fréttir — segðu mér fréttir! Annars var ég
víst að biðja um glas!
— Ekki hefir þér farið fram í hegðun síð-
ustu árin, það verð ég að segja, Jack Webster.
Þú hefir ekki enn þakkað mér fyrir stöðuna.
— Nei, ég ætla ekki að gera það. Móses,
slordóninn þinn .... dirfistu að láta sjá þig án
hressingarinnar sem ég bað um!
— Eg varð að skila þessu bréfi fyrst, hr.
Webster, sagði Móses gamli. — Ritarinn bað
mig um að færa yður það undir eins.
— Þakka þér fyrir, Móses. Jæja, Eddy,
leystu nú frá skjóðunni. Hefirðu frétt nokkuð
af Bill Geary upp á síðkastið?
Hann reif upp bréfið og horfði á Jerome,
sem neri hendurnar eins og gamalla manna er
vandi, og var ánægður með sjálfan sig.
— Þú átt leik á borði að verða kauphæsti
námuverkfræðingur í heimi. Jack, sagði hann.
— Og þann leik hefðirðu fengið vegna þess að
þú losnaðir við þennan strákhvolp, Bill Geary.
Eg veit ekkert hvað af honum varð, og aðrir
vita það víst ekki heldur. Eg get varla hugsað
mér að nokkur maður kæri sig um að vita
það.
— Eg kæri mig um það. Það máttu bölva
þér upp á, sagði Webster. Láttu mig ekki
heyra hvorki þig né aðra tala illa um Bill.
Eg mundi óhræddur leggja aleigu mina í það,
sem hann fæst við, mundu það.
— Jæja, Johnny, þú um það. En ég átta
mig ekki á ykkur. Það síðasta sem ég frétti
af ykkur var að þú vitnaðir á móti honum
fyrir námuréttinum í Cripple Creek og að
hann hafði hagað sér talsvert grunsamlega
eftir að hann var sýknaður.
— Skírðu hund ónefni, og það loðir við hann
svaraði Webster. — Auðvitað varð ég að vitna
á móti honum. Sem verkfræðingi námueig-
endasambandsins var mér nauðugur einn kost-
ur. Málmurinn fannst í tilraunastofu hans, allt
talaði á móti honum og ég játa að Bill var
sýknaður af þeirri ástæðu einni, að hvorki ég
eða aðrir gátu svarið að málmurinn væri úr
annarri námu. Þetta er gamla sagan, sem.end-
urtekur sig. Neddy. Þú hefir þótst sannfærð-
ur um að málmgrýti hafi verið stolið úr nám-
unni þinni, en hvernig geturðu sannað það
nema þjófurinn sé staðinn að verkinu? Það
er enginn hægðarleikur að þekkja málmgrýti
sundur. En ég geri ráð fyrir að þú hafir lesið
frásagnir blaðanna og trúað þeim, eins og
aliir aðrir.
— Jæja, nóg um það. Sú saga er útkljáð
og gleymd fyrir löngu.
— Hún er ekki gleymd fyrir jafnlöngu og
þú heldur, Neddy. Þú veist kannske að Holm-
en-félagarnir voru dæmdir fyrir það sama
síðar?