Fálkinn - 12.12.1952, Síða 49
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1952 **œ*»*œ*»*^*»*œ*»*tf3fcl^*œ*^*œ*£*** 45
UPPHAF KRISTINNA JÓLA.
Niðurlag af bls. 17.
er skiljanlegt, að kirkjan, og ekki
sist söfnuður höfuðborgarinnar,
Rómaborgar-söfnuður, hafi viljað
benda á sín sannindi í sambandi
við þessa almennu, heiðnu nátt-
úrudýrkun, hafi viljað nota þetta
tilefni til þess að boða og tilbiðja
hann, sem skv. Nýja testament-
inu er „ljósið til opinberunar
heiðingjum“ og skv. spádómum
Gamla testamentisins „sól rétt-
lætisins með græðslu undir
vængjum sér“. „Kristur er vor
nýja sól“, segir Ambrósius biskup
í prédikun. Ágústínus kirkjufaðir
hefir hina kristnu hátíð í huga,
þegar hann hvetur menn til þess
að tilbiðja ekki sólina 25. des.,
heldur þann, sem sólina skóp. Leó
páfi segir það næsta ótilhlýðilegt
að fagna fæðingu sólarinnar
þennan dag og ekki fæðingu Jesú.
Þessi ummæli sýna, að 25. des.
var valinn til þess að verða krist-
inn jóladagur með hliðsjón af
hinni heiðnu ljóshátíð. Líklegt
er og, að Konstantínus keisari
mikli hafi haft á þetta nokkur á-
hrif. Trúmálapólitík hans var sú
að reyna að bræða saman það,
sem honum sýndist verðmætast í
heiðni og kristni. Hann sá, að
kristin trú og kirkja hafði yfir-
burði yfir heiðnina í kenningu,
siðgæði og skipulagi og vildi því
gjarnan efla kristidóminn. En
sjálfur gerðist hann ekki krist-
inn fyrr en á banasænginni. Og
til heiðninnar lagði hann ekki
annað en það, sem hann reyndi að
siðbæta hana, draga úr rudda-
skap blótanna og því siðleysi og
hjátrú, sem tengd var hofunum
mörgum. En hann var sannfærð-
ur sóldýrkandi og efldi þann á-
trúnað ötullega alla ævi. Það er
ekki ólíklegt, að hann hafi ætlað
sér að tengja sóldýrkun og
Kristsdýrkun. Til þess bendir
það, að hann gerði Drottins dag-
inn, hina vikulegu upprisuhátíð
kristinnar kirkju," að löghelgum
hvíldardegi ríkisins árið 321, en
sá dagur var og helgaður sólinni
og bendir nafn hans til þess enn
í dag, sunnudagur.
Sóldýrkun heiðninnar hefir í
augum kristinna manna efalaust
verið talandi tákn þess tóms og
myrkurs sem maðurinn lifir í án
vitundar um höfund sinn og ei-
lífa föður. Hvi ekki að gefa þvi
tákni annað mál? Var ekki sólar-
hátíðin mikla eins og ómeðvituð
bæn úr myrkrum heiðninnar um
ljósið að ofan? Nú hafði Guð
svarað þrá kynslóðanna, vitjað
mannanna, gefið þeim ljós sann-
leikans. Var hægt að auglýsa þá
gleðifregn með áþreifanlegra
móti en með því að gera hina
fornu sólhvarfahátíð að fæðing-
arhátíð Frelsarans?
Þannig verður 25. des. krist-
inn jóladagur, helgaður fæðingu
hins heilaga Betlehems-barns.
Þessi dagur ruddi sér síðan til
rúms, en 6. jan. þokaði. Ekki
gerðist það þó andmælalaust. 1
Palestínu var t. d. ekki horfið frá
hinni eldri venju fyrr en um miðja
6. öld. Og Armeníumenn minnast
fæðingar Krists enn í dag á þrett-
ándanum, 6. jan., en ekki 25. des.
Annars staðar varðveitast menj-
ar hinnar fornu venju í því, að
jólatíminn er talinn vera þrettán
dagar — 6. jan. er 13. dagur jóla.
Hinn „ósigraði sólguð“ róm-
versku keisaranna og heiðninnar
var sigraður, þokaði fyrir Maríu-
sveininum, rýmdi það öndvegi,
sem honum hafði verið búið fyrir
þeim lávarði, sem einn er maklega
tignaður sem „frumglæðir ljóss-
ins“, „konungur lífs vors og ljóss“.
MÁTTUR TRÚARINNAR.
Framhald af bls. 27.
_.Eg lagði bréfið frá mér. Það var
eins og ég hefði verið slegin utan
undir. Phil hafði ekki minnsl á það,
að liann œtlaði til New York. Hann
var nýkominn úr einni ferðinni þang-
að af mörgum, sem liann hafði farið
um sumarið.
Hann minntist hins vegar lítillega
á ferðina þennan sama dag. „Ein söng-
konan okkar er að hætta, og ég þarf
að svipast um eftir nýrri. Reksturinn
hefir gengið það vel, að við höfuin efni
á því að ráða einhverja af betri end-
anum.“
Eg kreisti fingurna saman undir
sænginni og beið eftir því, að hann
minntist ú Sigrid. En hann nefndi liana
ekki á nafn. Loks gat ég ekki stillt
mig lengur.
„Hvenær ætlarðu að fara?“ spurði
ég eins rólega og ég gat.
„Á mánudaginn, hugsa ég. Eg verð
sennilega burtu mestalla vikuna.“
„Vissirðu, að Sigrid ætlar að syngja
í Town Hall á þriðjudagskvöldið?“
Röddin var nokkuð hvöss.
„Já, ég vissi það,“ svaraði hann
kuldalega. „Það er ein ástæðan til þess
að ég fer. Eg ætla auðvitað að hlusla
á hana.“
Allt í einu fór hjartað i mér að slá
svo ákaft, að ég átti erfitt með andar-
drátt. „Hafið þið oft sést i New York?“
spurði ég lágum rómi.
Hann stóð upp, ýtti stólnum aftur á
bak, gekk út að glugganuin og sneri
bakinu að mér.
„Já, ég hefi hitt hana í tvö siðustu
skiptin. Eg liefi boðið henni út að
borða og eytt kvöldinu með henni.“
Hann sagði þetta þannig, að eðliiegt
framhald hefði verið: „Og hvað
liyggstu svo sem gera í því?“
En ég hugðist ekki gera neitt í þvi
að svo stöddu. Hið mikla erfiði og ein-
beitni, sem ég hafði lagt á mig undan-
farnar nætur, hafði dregið úr skap-
ofsa mínum. Nú vildi ég helst fá að
vera ein og grát.a mér til afþreyingar
og léttis. „Er þér sarria, þó að ég biðji
jiig um að lofa nrér að vera einni,
Phil?“
Hann sneri sér við og flýtti sér út
úr hcrberginu.
EG REYNDI ekki að fara fram úr
rúminu næstu nótt. Þegar Andy kom
inn á venjulegum tíma, lést ég vera
sofandi. Hún sat kyrr á sínum stað
um síund, en kveikti svo ljósið og
gekk til mín. „Það hefir stundum ver-
ið erfitt að tjónka við þig siðasta ár-
ið, en ég hefi aldrei vitað það fyrr,
að þú gerðir þér upp neina vitleysu."
„Þú getur svo sem legið þarna til
eilífðar nóns mín vegna. Þú veist, að
Pliil yfirgefur þig ekki, meðan þú ert
þannig á þig komin. Það er heldur
ekki lengi að týnast niður, sern þú
hefir þegar lært á þessum nóttum.
Eg iieid, að það verði ekki skemmti-
legt fyrir hig að ætla að helga þig
einvcrunni um alla framtíð.“ Hún
slökkti Jiósið og gekk til dyra.
Eg kallaði ú hana. „Allt i lagi, Andy,
þú vinnur.“
Svo lók ég til við æfingarnar aftur.
Næstu nótt kom Andy ekki á rétt-
uin tima. Eg lór samt sem áður á
stja að venju. Æfingin gekk vel. Eg
gat alveg gengið án þess að styðja mig
nokkurs sl.aðar við, ef ég hélt hö:ad-
ui.um út til þess að halda jafnvæginu.
Eg heyrði, að Andy kom inn. Hún fór
ekki að stólnum sínum, eins og venju-
lega, heldur gekk að rúminu og kveikti
Ijós.
„Kathie!“
Mér brá. Ef Phil hefði ekki lilaupið
til mín og gripið mig, hefði ég dottið.
Hann tók mig í fangið og bar mig í
rúmið.
„Nei, nei, Phil,“ mótmælti ég. „Þetta
máttu ekki. Eg verð að ganga i rúmið
aftur.“
Hann hafði mótmæli mín að engu.
Þcgar Iiann hafði lagt rtiig i rúmið,
starði liann á okkur Andy á víxl og
virtist hálf ruglaður á svipinn.
„Þú liefir sagt bonum það,“ sagði
ég ásakandi við Andy.
„Eg hefi ekki gert neitt slíkt,“ sagði
lnin. „Eg bað liann aðeins að koma
með mér hingað. Og sjúið nú, ungi
maður. Kathie hefir komist þetta frú
rúminu af eigin rammleik. Hvernig
líst yður á það?
Svo töluðum við öll. Sagan skýrðist,
en Phil trúði þvi varla, sem við sögð-
um. Við urðum að margsegja honum
frá því, sem gerst liafði. Loks sann-
færðist hann og lirifningin ljómaði af
andliti lians. Hann tók utan um mig
og þrýsti mér að sér. Eg var orðin því
svo óvön, að það snerti viðkvæma
strengi í hjarta mér, og ég hjúfraði
mig upp að honum.
Hann ýtti mér aðeins frá sér um
stund og virti mig fyrir sér eins og
til þess að sannfærast um, að þetta
væri ekki draumur. Svo þrýsti hann
mér að sér aftur og kyssti mig. Og
það var ekki slíkur koss, sem eigin-
maður kyssir af gömlum vana. Nei,
hann minnti fremur á koss frá hveiti-
brauðsdögunum.
Andy hafði læðst út. Allt í einu
mundi ég eftir Sigrid. „Ó, Phil!“ Tár-
in fóru að streyma niður vangana. „Eg
gleymdi!“
„Ástin mín, hvað er að?“
„Hvað með Sigrid?“ sagði ég. „Elsk-
arðu liana? Segðu mér satt. Þú þarft
ekkert að óttast.“
Hann svaraði eftir dálitla umhugsun
„Sigrid er niðursokkin í framtíðar-
áform i sambandi við söngferil sinn.
Hún er ekki að hugsa um karlmenn
núna, þótt það kunni að verða siðar.
Þegar ég kynntist henni í Pine Lodge,
fannst mér hún ekki sú kventegund,
sem gengur með ástardrauma. Síðar
uxu kynni okkar vegna þess að liún
var vinkona þín. Það var ekki fyrr
en í New York, að kynni okkar
fóru að nálgast liættulegt stig. Ekki
svo að skilja, að nokkuð væri á milli
okkar. En það er nú einu sinni þanpig
með okkur giftu mennina, sem höf-
um tekið á okkur þá ábyrgð lífsins,
er rænir okkur réttinuin iil þess að
verða ástfangnir, að okkur hættir til
þess að hrífast af næstum hverjum
kvenmanni, sem sest við liliðina á
manni i slrætisvagni. Þess vegnu er
það víst, að einkaritararnir eru hættu-
legri giftum mönnum en ógiftum.“
„Var hrifning þín af Sigrid þannig
til kominn?“
Hann liristi höfuðið. Eg reyndi að
loka þá liugsun alveg úti. Það iiefði
orðið þokkalegt ástand! Eg lofaði að
fara á hljómleikana hennar, en svo var
ég ákveðinn í að draga tjaldið alveg
fyrir á milli okkar.“
Eg var sæl í hjarta minu, því að ég
fann, að ég hafði ekki glatað lionum.
„En það liefir iíka margt breytst
hér heima fyrir að undanförnu,“ sagði
hann. Hve iangt heldurðu, að sé orðið
síðan l)ú liefir fleygt hlutunum frá
þér um herbergið?“
„Ekki síðan i sumar,“ sagði ég.
„Já, ég held það bara,“ sagði hann
hiæjandi. Ilann strauk höndunum um
hár mitt. „En það hvílir meira á bak
við þetta. Þú lilaust að koma út úr
þeirri Jirekraun, sem þú hefir átt i,
bétri manneskja en áður.“
Al' faðmlögum hans og kossum fann
ég, að hann hafði einnig orðið betri
maður á þessu ári reynslunnar.
Næsta dag bað ég Pliil að fara með
mér til St. Albans kirkjunnar. Hann
ók mér i hjólastólnum að dyrunum og
bar mig upp tröppurnar. Þaðan geng-
uin við hlið við lilið og ég studdist
við staf minn í sæti okkar. Eg var
þakklát í iiuga mér og hafði öðlast
frið i sálu minni. Eg spennti greipar
og sagði: „Eg þakka þér, algóði guð!“
RÁÐNINGAIt AF BLS. 30.
Ráðning á leik.
5 hleypur yfir 8, 7, 4 og 3.
9 hleypur yfir 6.
4 hleypur yfir 2 og 9, og að lokum
hleypur 5-eyringurinn nr. 5 yfir 4 og
lendir þar sem liann var fyrst.
MANNVINUR. Frh. af bls. 35.
Einu sinni sagði einn enskur
vinur Schweitzers, sem ekki gat
skilið að hann unni sér aldrei
hvíldar: „Maður á ekki að láta
loga á kertinu sínu í báða enda.“
Schweitzer svaraði: „Jú, það er
hægt, ef kertið er nógu langt.“
„Ljós“ Schweitzers hefir verið
langt. Hann byrjaði að skrifa
menningarheimspeki sína í byrj-
un fyrri heimsstyrjaldar.
1 þessu riti varar hann einkum
við véltækninni og múghugsun
stórborgalýðsins og bendir á
hnignun menningarinnar og held-
ur því fram að eina bjargræðið
til að komast af „miðaldaskeiði
nútímans“ sé að skapa nýtt hug-
arfar hjá einstaklingnum. Heims-
skoðun hans verður best sögð
með orðunum: „Lotning fyrir
lífinu“! *