Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Minning Roalds Amundsen Hinn 18. júní eru liðin 25 ár síðan mesti heimskautakönnuður sögunnar, Roald Amundsen fórst. í því tilefni rifjar Fálkinn upp nokkur atriði úr frægðarferli þessa hugumstóra og fræga ferðamanns, sem varð fyrstur til að komast gangandi á suðurskautið og fljúga yfir norðurskautið.. Amund- sen varð aðeins 56 ára gamall. ROALD AMUNDSEN ætlaði sér frá öndverðu að verða heimskautakönn- uður, en aSstandendur hans vildu láta liann læra eittlivaS fyrst, og hann hyrjaSi nám í læknisfræði eftir aS hafa lokiS stúdentsprófi. Hann taldi það sjálfur mikilsvert aS hafa einhverja nasasjón af lækningum er hann færi að gerast langferðamaSur á þeim slóðum sem ekki er hægt að ná til læknis. En sjómennsku vildi hann líka læra og fyrstu sjóferðina fór hann með selveiðaranum „Magda- lena“ árið 1894. Hann tók stýrimanns- próf og varð stýrimaður á skipi „Belgica“-leiðangursins, sem Belgar gerðu út suður í höf árin 1897—99. I'essi ferð varð honum góður skóli undir lífsstarfið og nú þóttist hann fullfær lil að gera út leiðangur upp á eigin spýtur. Fyrsta vcrkefnið var aS sigla „norS- vestur-leiSina, úr Baffinsflóa til AI- aska fyrir norðan Kanada. Það 'höfðu ■mergir reynt en engum tekist, og einn leiðangurinn hafði kostað lif yfir lnindrað manna. Segulskautið er ná- lægt iþessari leið, og ]}að ætlaði Amundsen líka að heimsækja og lagði þess vegna stund á jarðsegulfræSi í Noregi og Þýskalandi. Árið 1901 keypti hann smáskútu, scm „Gjöa“ hét og fór í haffræðileiðangra á Iienni. .4 árunum 1903—00 sigldi hann þessari skútu norðvcsturleiðina, gerði athug- anir á segiilskautinu og margvíslegan árangur hafði hann upp úr fcrðinni. Þessi ferð gerði Amundsen frægan. Næsta mál á dagskrá hans var að kom- ast á norðurheimskautið á „Fram“, hinu gamJa skipi Friðþjófs Nansens og Sverdrups. Meðan á undirhúningi þeirra ferðar stóð komst Peary á norð- urhcimskáutiS. Við það dvinaði stór- uin áhugi þeirra, sem höfðu ætlað að leggja fram fé til farar Amundsens. Hann sneri þvi við blaðinu og för suður í staðinn. Enginn vissi um þá áætlun fyrr en „Fram“ var komið suður í lvöf. Hann sigldi skipinu suður i Ross-flóa bjó þar um sig og hélt af stað til suðurheimsskautsins 19. okt. 1911, við fimmta mann og með hundasleSa. Ferðin gekk eins og leik- ur, og 14. des. gat Amundsen dregið upp norska fánann á heimsskautinu og kom til baka til Rossflóa 14. jan. 1912, eftir 3000 kílómetra sleðaferð. Skömmu síðar komst Englendingur- inn Soott á heimsskautið en fórst á heimleið ásamt öllum sínum mönn- um. Vísindalegur árangur varð mik- ill af ferðinni, því að auk þess sem glögg hugmynd fékkst um landslag á leiðinni til . pólsins voru gerðar út ferðir til landmælinga víSsvegar með ströndum fram. Anmndsen hafði ekki gleymt norð- urlieimskautinu, en það var svo að sjá sem áhugi fólks dvínaði fyrir þess- um ferðum. ÞaS þótti ferðaafrek að komast á heimskautin, en nú hafði það verið gert, og til hvers var nú að gera út nýja leiðangra? Almenningur gat ekki gert sér ljóst að visindarann- sóknir á heimsskautasvæðunum gætu Dornier Wal, N-25 í ísnum norður á 88. breiddarstigi. haft nokkra þýðingu. En nú vildi Am- undsen halda áfram rannsóknum þeim á hafstraumum í norðurhöfum, sem Nansen hafði byrjað á — og komst á norðurheimskautiS um leið. Til ferð- arinnar lét hann byggja nýtt og vand- að skip, sem skírt var „Maud“ eftir Noregsdrottningu og var ætlunin að láta það reka með ísnum. Var lagt í þá ferð 1918, en „Maud“ fór ekki þá leið, sem Amundsen taldi hentuga í sambandi við heimskautsferS sina. Skildi hann þvi við skipið og varð Harald U. Sverdrup, siðar prófessor og forstjóri „Norsk Polarinstitut" for- maður þessa Maud-lciðangurs, sem stóð i 7 ár. En Amundscn fór til mannabyggða og tók nú að undirbúa flug til norðurheimskautsins. i . > " 1 VoriS 1923 gerði hann fyrstu flug- tilraunina Ifrá Alaska ásamt Oskar Omdal. Sú ferð mistókst. Árið eftir festi bann kaup á tveimur Dornier Wal-flugvélum í Ítalíu, en sökum fjárskorts gat hann ekki innleyst þær. Þá var það sem Lincoln Ellsworth, rikur Ameríkumaður, kemur til sög- unnar. Hann lagði fram fé fyrir vél- unum og vorið 1925 var lagt"af stað frá Spitzbergen, 21. mai. Þrír menn voru á hverri vél og flugstjórarnir voru Riiser Larsen, núverandi for- stjóri SAS i Osló og á hinni Dietrich- son liðsforingi. í annarri vélinni var Amundsen og Ellsworth i liinni. Þeg- ar kom norður á 88. breiddarstig kom bensínleki að annarri vélinni. Lentu vélarnar þá báðar í smávök, sem var þarna. Eftir 24 daga bið tókst loks að koma annarri vélinni á lo'ft með öllum 0 mönnunum, en hina varð að skilja eftir, enda hefði ekki orðið nægilcgt eldsneyti handa tveimur. Hinn 15. júní 1925 kom vélin aftur lil SvalbarSa með alla mennina heila á liúfi, en ])eir höfðu verið taldir af. Þessi tilraun sannfærði Anmndsen uni að eigi væri tiltækilegt að nota flugvélar til að komast á pólinn, en liins vegar mundi loftfar hentugt til þess. Suður á ítaliu 'hafði ungur her- verkfræðingur, Umberto Nobile gert uppdrætti að litlum loftskipum og nú fékk norska félagið, sem myndað hafði verið um Anmndsen, liann til að smíða 18.500 rúmmetra loftskip. Það var skírt „Norge“ og lagði upp i flugið frá Svalbarða 11. maí 1926. Áhöfnin var norsk-itölsk og leiðang- urinn bar nafn þeirra Amundsens, Ellsworths og Nobiles. Átli Nobile að heita stýrimaður loftskipsins, en reyndist ilía hæfur til þess, og það var fyrst og ifremst Riiser-Larsen að þakka, að skipið kom'st heilu og hoidnu til Teller í Alaska eftir 71 tímá flug. Rn efur að ferðinni var lokiS eignaði Mussolini sér allan heið- urinn af henni og varð kalt milli Norðmannanna og ítalanna. ítalir vildu sýna að þeir gætu far- iS svona ferð án allrar norskrar að- stoðar, og gerðu ])ví út nýjan leið- angur vorið 1928, með loftskipinu „Iialia" og undir stjórn Nobiles. Sá leiðangur fór þannig að skipið rakst í ísinn á heimleiðinni, brotnaði þar en nokkur hluti þess tókst upp aftur og lenti að lokurn miklu austar. Undir eins og fréttist um slysiS var farið aS undirbúa björgunarleiðangra. Meðal þeirra sem hófust handa var Roald Amundsen. Hann fékk léða franska flugvél, „Latham“, sem mun hafa ver- ið hálfgerður garmur, og lagði af stað frá Tromsö 18. júní ásamt sin- um gamla fiirunaut Dietrichson, og við 6. mann. Þremur tímum eftir að vélin fór frá

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.