Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Þegar breska krýningar- steininum vnr stol Leiðin sem ræningjarnir fóru út úr kirkjunni. Nýlega kom út í Englandi bók eftir Ian R. Hamilton, sem var einn af aðalmönnunum við ránið á steininum. Bókin heitir á ensku „No Stone Unturned" og fer hér á eftir stuttur útdráttur ' úr henni. ,.Eina nóttina í desember 1950 braust ég ásamt þremur ungum skotskum föðurlandsvinum inn í Westminster Abbey og tók krýningar- steininn, Skotlands eiginn forlaga- steinn. Með því að fá aftur steininn til Skotlands lagfærðum við gamalt rang- læti. Stjórnmá'lastofnanir okkar hafa verið algjörlega gleyptar af ensku krúnunni og er stjórnað af þingi, sem er aðeins 10% skotsk. En samt höfum við verndað einkenni okkar sem Skotar. Frelsis'breyfingar hafa alltaf gert vart við sig í Skotlandi, en þó einkum á stríðsárunum og eftir stríðið. Mark- miðið var ekki fullt frelsi og skiln- aður við England, heldur sómasam- legra samband „í allri tryggð við krúnuna og innan ramma sameinaða konungsveldisins“. En stjórnin neit- aði að gera breytingar á þessu. í háskólanum í Glasgow, þar sem ég les lögfræði, var rabbað um margt, meðal annars stjórnmál, Skotland og krýningarsteininn. Krýningarstóllinn, þar sem röð af keltneskum kóngum höfðu verið krýndir, var tákn frels- is Skota, en hann var ásamt krýn- ingarsteininum tekinn frá Skotum árið 1296 af Edvarði I., Englandskon- ungi. Mér varð ljóst, að steinninn yrði aftur að liverfa til Skotlands til dóm- kirkjunnar í Scone, þar sem hann var tekinn, og ég ætlaði sjálfur að ná í hann. í nóvember 1950 byrjaði ég ásamt ungum manni, sem við getum kallað Neil að undirbúa ránið. Eg fór upp á bókasafn og leitaði þar uppi allt sem skriifað var um Westminster Abbey og krýningarsteininn. Eitt kvöld fór ég í járnbraut til Lon- don, og daginn eftir fór ég inn í Westminster Abbey. í hópi ferða- manna skoðaði ég kirkjuna vandlega, athugaði dyr og lása, en þó athugaði ég sérstaklega vel krýningarsteininn. Hann er geymdur undir sætinu í krýn- ingarstólnum. Það er sandsteinn, gróft tilhöggvinn, um 17 þumlunga breiður, 27 þumlunga langur, 11 þumlunga liár og vigtar um 400 pund. Aður en ég fór fékk ég ýmsar upp- lýsingar hjá einurn leiðsögumannin- um, og þegar kirkjan var lokuð klukkan sex, fór ég út og rannsakaði umhverlfið. Um morguninn fór ég aft- ur með lestinni til Glasgow. Þar hitti ég Neil, og við ákváðum, að ég skyldi fela mig í kirkjunni rétt áður en henni væri lokað, og þegar næturvörðurinn hefði gengið eina af sínum reglu- bundnn ferðuni um klukkan tvö um nóttina, átti ég að hleypa Neil inn. Þá ætluðuni við að taka steininn og bera bann út í lítinn híl, sem beið fyrir utan. í hliðargötu átti svo að flytja steininn yfir i annan stærri og hraðskreiðari bil, sem átti að keyra til Dartmoor, en þar var ákveðið að fela steininn fyrst um sinn. Litli bí'll- inn aftur á móti átti að fara í áttina til Wales, því ef einhver hefði séð hann fyrir utan kirkjuna, mundi það villa lögregluna. Eg var ákveðinn i því að nota jólin til að framkvæma ránið, en Neil vildi láta það bíða þangað til eftir jól. En verkið þoldi ekki bið, en ég gat hins vegar ekki verið einn um það. Eitt kvöld á háskóladansleik dansaði ég við Kay Mathieson. Eg vissi að ég gat treyst henni og spurði, hvort hún vildi hjálpa mér. Það vildi hún. Ennfremur náði ég í tvo menn, Gavin Vernon, verkfræðistúdent, og Alan Stuart. Eg liafði safnað verkfærum í kassa, og Gavin og Alan áttu að sjá um leigu tveggja bíla. Föstudagskvöld, 22. desember, lögð- um við af stað til London, þangað komum við eftir hádegi næsta dag. En enda þótt við hefðum ekkert sofið um nóttina, ætluðum við að fram- kvæma verk okkar strax sama kvöld. Eg faldi öll verkfærin innan undir frakkanum og klukkan 5,15 gekk ég inn í Westminster Abbey. Eg faldi mig undir litlum vagni, sem notaður var við hreingerningar, setti frakkann yfir höfuðið og lá grafkyrr. Þannig lá ég til fimtán mínútur yfir sex, þá reis ég upp og leit i kringum mig. Oll ljós voru slökkt og ekkert heyrðist. Eg gat nú farið yfir í St. Pauls’s kapellu, þar mundi ég vera öruggari. Eg liafði gengið þrjú skreif, þegar ég heyrði skrjáfa i lykluni, og allt í einu skein ljós beint i andlit mitt. Eg leit upp. Fyrir framan mig stóð hár, skeggjaður varðmaður. „Hvað eruð þér að gera hérna?“ „Eg er lokaður inn,“ sagði ég. „Þvi hrópuðuð þér þá ekki?“ spurði hann. „Eg var hræddur um, að ég gerði of mikinn hávaða.“ „Eg var satt að segja logandi hrædd- ur um, að hann múndi afhenda mig lögreglunni, en hann fylgdi mér til dyra og lét mig fara og óskaði mér gleðilegrar hátíðar. Mér þótti skömm að svo skyldi fara. Nú var ekkert annað að gera en að brjótast inn að utan. I>á nótt sváfum við í bílnum, og næsta dag byrjnðum við að rannsaka, hvernig við gætum komist inn að utan. í fyrstu virtist það ómögulegt, en að lokum fundum við litlar dyr úr furu, sem við sennilega gætum opnað. Til þess að komast að þessum dyrum, þurftum við fyrst að fara inn um hlið á garðinum, er liggur kringum Westminster Abbey. Sömu nótt klukkan fjögur vorum við reiðubúnir til að framkvæma verk okkar. Ivay átti að sitja i öðrum bíln- um og taka við steininum og fara með hann til Dartmoor. Billinn átti að standa í sundi, þar sem hann sást ekki frá götunni. Þar var margt fólk á götunum, en til allrar hamingju fyrir okkur var flest drukkið. Við fórum inn um hliðið. Þrátt fyrir fínu verkfærin okkar var erfitt að opna dyrnar, en það tókst, og við læddumst inn. Inni var dimmt, en við þekktum leiðina, og brátt vorum við að reyna að losa steininn undan sæti krýning- arstólsins. Eftir mikla erfiðleika tókst það, en okkur til mikillar undrunar og liræðslu sáum við, að við höfðum aðeins náð hluta af honum. Steinninn var brotinn. Hluti þessi vigtaði um 90 pund, en ég tók hann eins og fót- bolta og komst með hann út i bíl. Að vörmu spori hljóp ég til baka og hjálpuði hinum að losa þann hluta, er eftir var. Nú var aðeins eftir að koma honum í bílinn. Við lögðum hann á frakkann minn og drógum að dyrunum. Eg sá nú, að bíllinn var ekki á staðnum, sem hann átti að vera, lieldur þar sem hann sást greinilega frá götunni. Þetta var stór- hættulegt og mér skildist þegar, að eitthvað hlyti að vera að og fór þangað. „Ikigregluþjónn kom auga á mig, hann kemur hingað,“ sagði Kay. Hljóðlaust settist ég í bílinn hjá henni, lagði frakka Alans yifir steininn, en handlegginn utan um Kay. Þannig sátum við þegjandi eins og kærustu- par, þegar lögregluþjónninn kom að okkur. Hann grunaði ekkert, en benti aðeins á bílastæði neðar við götuna. Meðan lögregluþjónninn spjallaði við okkur, sá ég Gavin koma út úr kirkj- unni, en til allrar hamingju kom hann auga á lögregluþjónitin og flýtti sér inn aftur. Við gerðum eins og lög- reglnþjónninn sagði, en strax og hann var horfinn, hljóp ég aftur að kirkj- unni. Eg sagði Kay að keyra út úr bænum, því ef til vill hefði lögreglu- þjónninn tekið númerið á bílnum. í garðinum lá steinninn, en livergi sá- ust þeir Alan og Gavin. Frakkinn minn var horfinn með þeim. Lyklarnir að hinum bílnum lágu i frakkavasanum minum, svo mér datt í hug að þeir biðu mín við bílastæðið og hljóp þang- að. En þar var alll autt, engin lifandi sál sást. Allt í einu datt mér nokkuð i hug. Lyklarnir að bilnum voru í frakkavasa mdnum, þeir voru með frakkann, því höfðu þeir þá ekki komið hingað til að ná í liinn bílinn? Gat það verið, að lyklarnir hefðu farið upp úr vasanum, þegar við vorum að draga steininn út? Eg hljóp aftur til baka og fór í þriðja sinn þá nótl inn í Westminster Abbey. Eg skreið á hnjánum sömu leið og við höfðum áður farið, en með því að kveikja á eldspýtum fann ég loksins lyklana. Eins og skot fór ég og náði í bilinn, og Iþá var aðeins eftir að koma stein- inum upp í liann. Hann var þrisvar sinnum þyngri en ég, en mér tókst samt að draga hann að bílnum og kom honum inn i bilinn. I sama mund og ég ók frá Westminster Abbey var næturvörðurinn að hringja til lög- reglunnar og tilkynna ránið. En það vissi ég ekki þá. Nú var eftir að fela steininn. Eg þekkti leiðina að Dartmoor, og þar eð ég var svefnlítill og þreyttur, villt- ist ég. Allt i einu sá ég Alan og Gavin fram undan mér í bliðargötu. Eg hróp- aði til þeirra: „Eg hefi hann, eg hefi hann, sjáið þið. Eg gerði það sjálfur." Við ákváðum að fara ekki til Dart- moor beldur finna okkur fylgsni nær. Við fundum ágætan stað rétt hjá veg- inum og settum liann þar í holu, sem var milli trjáa og lögðum síðan grein- ar og visið lauf yfir lioluna. Allt í eiitu mundi ég eftir frakkanum mín- um og spurði, hvar liann væri. Alan horfði á mig óttasleginn og sagði, að þeir hefðu skilið hann eftir bak við bvlinn. Verst af öllu var, að nafn mitt var innan í. Það var ekki um annað að ræða en að fara aftur til London og reyna að finna frakkann, þvi hann mundi leiða lögregluna beint að okk- ur. Við fundum hann sundurrifinn, þar sem þeir skildu hann eftir. Daginn eftir lögðum við af stað norður. Á leiðinni hringdum við til Neil í Glasgow og fengum hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar: Aðal- vegirnir yfir landamærin væru lok- aðir í fyrsta sinn í 400 ár. í útvarpi og dagblöðum væru tvær góðar lýs- ingar af mér, en engin 100% nákvæm. Ánægðir héldum við áfram, dauð- þreyttur. Einu sinni á leiðinni vor- um við stöðvaðir af lögreglunni, en þeir slepptu okkur þó. Að lokum komumst við heim. í há- skólanum var nú varla um annað tal- að en steininn og um það, hver mundi hafa tekið hann. Við létum hina skilja, að okkur þætti leitt, að einhverjir höfðu orðið á undan okkur að fram- kvæma verkið. Enginn grunaði okkur, ekki heldur þegar Scotland Yard 3 mánuðum síðar kom til að yfirheyra okkur alla. Eitt var ennþá óvisst fyrir Scotland Yard. Enginn vissi, hvort steinninn liafði verið tekinn af stjórn- leysingjunt, kommúnistum eða af minjagripasöfnurum. Kóngurinn var illa staddur, og okkur fannst þá rétt- ast að gefa honunt skriflega skýringu á þvi, hvers vegna við hefðum tekið steininn. Eg vildi láta senda ltana frá Edinborg, hinir héldu aftur á móti, að ef luin yrði send þaðan, mundi lögreglan leita í Glasgow og öfugt, svo við settum liana í dagblað í Glasgow. Eins og mig grunaði byrjaði Scotland Yard strax að leita i Glasgow. Unt helgi í byrjun nýja ársins, ók- um við aftur suður til að sækja stein- inn. Með mér voru Neil og Alan, sem lánaði okkur bíl föður síns. Síðustu fimm daga höfðu allir bí’lar, sem fóru yfir landamærin verið athugaðir en ég vonaði að þetta héldi ekki áfram. Við ætluðum að taka framsætið úr bílnum og láta steininn þar. Einn varð svo að sitja .á honuni nteð teppi undir sér og yfir. Það yrði óþægilegt en nauðsynlegt. Þegar við kornurn á þann stað, þar sem steinninn okkar var geymdur, brá okkur heldur en ekki i brún, þvi að sígaunaflokkur tjaldaði einmitt þar. Við höfðum ekið 450 milur til einskis. Við ókum lítið eitt frá og gengum að báli þeirra. „Megum við hita okkur svolítið við eldinn?" spurði Neil. Sígaunakona bauð okkur brosandi inn. Við spjöll-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.