Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Treyja handa þeim minnstu Efni: 120 gr. óbleijað bómullargarn n. 8. Prjónar: 2 prjónar nr. 2’/i og 2 prj. no. 3. Prufan: 20 l..á prj. No. 3 verða 7 cm. breiðar. A ð f e r ð i n : Bakið: Fitja upp 70 1. á prjóna no. 2V> og bregðið 4 prjóna (1 sl. 1 br.). Fær á prjóna no. 3 og' prjóna slétt. l>egar komnir eru 17 cm. eru 2 1. felldar af i byrjun 2 fyrstu prjónanna og svo 1 1. á hvoruni prjón þar til 34 1. eru eftir. Þá er fært á prjóna no. 2Vi og brugðnir 4 prjónar. Fellt af. Böndin sem notuð eru til að binda jakkann saman eru prjónuð þannig: Á vinstri hlið baksins eru 4 I. teknar upp 8’/Í! cm. uppi mælt frá neðri brún. Prjónað á prjóna 2Vs. Brugðið þar til bandið er 14 cm. Hægra niegin eru prjónuð 2 bönd af sömu lengd, annað 3% cm. en Iiitt 8V2 cm. mælt neðan frá. Hægri barmur. Fitja upp 00 1. á prjóna no. 2Vi og bregð 4 prjóna. Fær á prjóna no. 3 og prjóna slétt nema 4 fyrstu lykkjurnar eru brugðn- ar, mynda kánt. Þegar barmurinn er 14 cm. er tekið úr næst fyrir innan burðgna kantinn á hverjum sléttum prjóni en ekki á röngu prjóninum. Þegar komnir eru 17 cm. er líka tek- ið úr á röngunni. Fell af 2 1. j byrjun fyrsta rönguprjónsins og svo 1 1. í byrjun hvers rönguprjóns þar til eft- ir eru 22 I. Far á prj. no. 2% og bregð 4 prjóna. Fell af. Prjóna band 8V2 cm. uppi í kantinum eins og það sem er vinstra megin á bakinu. Vinstri barmur. Hann er prjónaður eins og sá hægri aðeins í öfugri röð. Spegilmynd af hinum. Prjóna 2 bönd i brugðna kantinn eins og á hægri hlið baksins. Ermin: Fitja upp 50 1. á prjóna no. 2Vi og bregðið 1 1. slétt og 1 1. brugðna. Prjóna svo slétt á prjóna no. 3. Þegar komnir. eru 0 cm. er aukið út í ann- 7c/7Z—51 *- *^9cm—fr5um r nc i arri og næst siðustu lykkju og auk þannig út á 6. hverjum prjón þar til komnar eru 56 1. Þegar ermin er 15 cm. er tekið úr 2 1. í byrjun tveggja 'fyrstu prjónanna og svo 1 1. í byrjun hvers prjóns þar til 18 1. eru eftir. Bregð svo 4 prjóna með prjónum no. 2Vz. Fell af. Frágangur: Legg prjónið milli blautra dagblaða og breið þau svo til þerris. Þá er saumað saman. Stöku böndin á vinstri hlið á bakinu eiga að snúa inn en þau 2 til hægri snúi út á við. Þegar búið er að sauma saman er heklað 50 crn. band sem dregið er í brugðninguna í hálsinum og smá- skúfar festir á endana. Húsráð Vitið þér — að til þess að geta geymt kókosmakka- rónur, án 'þess að þær þorni og harðni, má láta sneið af nýju hveitibrauði ofan i kökukassann og skipta um sneið öðru hvoru. Rúskinnshanzka má hreinsa á eftir- farandi liátt. Leysið góða sápuspæni upp i volgu vatni og hellið einni skeið af salmíaki saman við. Þvoið síðan hanskana upp úr þessari upplausn, og séu þeir mjög óhreinir verður að endurtaka tilraunina. Skolið þá síðan i hreinu sápuvatni, sem sé blandað einni teskeið af salatolíu, það kemur í veg fyrir að lianskarnir harðni. Snú- ið röngunni út pg látið þá þorna hægt (ekki i námunda við o'fn eða miðstöð). Þegar þeir eru farnir að þorna, á að nudda þá öðru hvoru, þangað til þeir eru alveg þurrir. Eins og við höfum allar orðið var- ar við vill koma gljái aftan á pils þegar mikið er setið í þeim. Gljáanum er hægt að ná af á eftirfarandi hátt. Steinkið blettinn með ediksvatni, leggið rakan klút yfir og pressið vel. En gætið þess vel að láta pilsið þorna í gegn áður en þér notið það. Vorhattarnir. — Nú fara þeir að koma frá frönsku hattastofun- um, hér eru tveir frá Achille. Sá efri minnir á alpahúfu sem brotin er upp að framan, fóðr- uð með hvítu og hnapp úr filti að ofan. Hinn er úr svörtu filt, líkist útbreiddum vængjum og skreyttur hvítum vængjum stíf- uðum. T iskum.yn.dir ÓVENJULEG SAMSETNING. — Það er mjög óalgengt að það fari saman svokallað „prinsessusnið" og ermar sniðnar út í eitt. Þessi sumarkápa frá Ben Zuckermans tízkuhúsinu sam- einar þetta tvennt á skemmtilegan hátt. Þrátt fyrir hina víðu handvegu er frakkinn fallega aðskorinn í mittið. SÍÐDEGISKJÓLL. — Síðdegiskjóll sá, er mynd þessi sýnir, er afar lát- laus og einfaldur. Hvít líning prýðir hálsmálið, en það sem sérkennir kjólinn er stykkið, sem lagt er yfir mjaðmir og myndar slá í annarri hliðinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.