Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldssaga eftir Harton Estes-t Úr dagbók lífsins __________________ 8. _____________________ Þessir tveir fríðu „unglingar“ voru á hundasýningu í Salle Wagram í París og er annar 4 ára, en hin 1 /2 árs. Eigandi þeirra er með á mynd- inni. Franski gamanleikarinn Fernandel, sem komst á allra varir fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Don Camillo“, er um þessar mundir að leika í mynd, sem á að heita „Þjóðfélagsóvinur nr. 1“. Leikur hann þar á móti Zsa Zsa Gabor. Þau sjást á myndinni með dá- lítið einkennileg gleraugu. Japanski krónprinsinn í Englandi. Akihito ríkiserfingi Japans, sem nú er 19 ára, kom til Englands nýlega með „Queen Elizabeth“ frá New York. Hér sést hann á skipsfjöl í Southamp- ton ásamt einum af yfirmönnum skipsins. „Seklirðu húsið?“ „Nei, livers vegna hefði ég átt að gera það? Einhvers staðar verð ég að búa. Efri liæðin gefur líka góðar leigutekjur. Bf mér hyðist gott kaup- tilboð, veit ég ekki livað ég gerði. En fólkið ui>pi á lofti er prýðisfólk og það verða aldrei neinir árekstrar milli okkar. Þess vegna er ég ánægð með þetta eins og það er.“ Hún kunni að gæta hagsmuna sinna. Enginn gat traðkað á rétti Brownie. Átján ára gömul hafði hún byrjað að vinna á lögfræðiskrifsto'fu, og eftir tali hennar að dæma, þá stjórnaði liún orðið fyrirtækinu. „Ertu ennþá hjá sama fyrirtæk- inu?“ spurði hann. Hún svaraði, að það væri engin ástæða til að skipta um. Hún hefði góðar tekjur og líkaði starfið vel. Hún sagði, að einu fréttirnar úr borginni væru þær, að Rodney og Marcella væru nýkomin úr brúð- kaupsferð. „Eg sá það í 'blöðunum. Það er háJfur mánuður síðan þau komu úr ferðalaginu og þau ætla að dveljast úti við vatnið á næstunni, eftir því sem blaðið segir.“ Stjúpfaðir hans væri þá einn heima. Honum þótti það engu verra. Þeir mundu drekka glas af vini saman — aðeins eitt, ])ví að Will gamli var strangur hófsemdarmaður. Síðan mundi hann heimsækja Fliss. Stund- in' nálgaðist óðum. Hann skildi tæplega, hvernig hann hefði getað verið jafn heillaður af Brownie og raunin var. Hún var ekk- ert falleg og röddin var eins og sag- arsarg. En hún var góð til þess að stytta honum stundir á leiðinlegri lestarferð — eða hvar sem var. Þau kvöddust á stöðinni og héldu hvort i sína áttina. Sama gamla borgin. Klukkan var átta á föstudagskvöldi og ekkert var ■um að vera. Klukkan níu skriði ung- viðið úr híðinu og fyllti gangstéttirn- ar. Allt eins og áður var. Honum fór hrátt að finnast, að hann hefði aldrei farið burtu. Hann sameinaðist löngu liðinni fortíð. Matbarinn, bensiílstöð- in. kvikmyndahúsið, járnvöruverslun- in, kaffistofan, grænmetisverslunin, viðtækjaverslunin, gistihúsið, bank- inn hans stjúpföður hans, gimsteina- verslunin, ritfangaverslunin, lyfja- búðin og svo sýningargluggarnir i einni deihlarversluninni, borginni sem stjúpfaðir hans haifði keypt fyrir 10 árum og fengið Orrin Cawley til að stjórna. Fyrr eða síðar kæmi áreiðanlcga að því, að stjúpfaðir hans vildi láta hann byrja að vinna i versluninni eða bankanum. En ekki alveg strax. Iiann treysti því, að hann fengi að hvíla sig vel fyrst. Þegar hann kom á gatnamótin, þar sem vegir skildu heim til Cranburn fólksins og upp hæðina heim til hans, datt honum í hug að koma við hjá Fliss. En löngunin var ekki nógu sterk. Hann vildi fá sér glas af víni til hressingar áður og heitt bað og hreina skyrtu. ÞEGAR hann horfði heim að reisu- legu húsinu varð hann dálítið undr- andi. Enginn heima? Gat það verið? Vinnukonurnar hlutu þó að vera heima — eða að minnsta kosti ein- hver, sem gæti hleypt honum inn. Hann hringdi dyrabjöllunni og beið. Hann hringdi aftur og aftur, en hon- um til sárrar gremju ansaði enginn. Það var ljós i kofanum niður frá, svo að hann brá sér þangað og stytti sér leið milli trjánna. „Lovat?" sagði tiann. „Það er ég, Guy. Hvar er fólkið?“ Lovat hrópaði nafnið hans af undr- un. Þeir tókust í liendur og skjötluðu hvor annan með þvd, að þeir héldu sér vel. „Þetta eru fátæklegar móttökur fyr- ir þig,“ sagði Lovat. „Hvers vegna léstu ekki vita, að þú værir að koma. Þau eru öll úti við vatnið. Fliss líka. Eg hitti hana á bókasafninu. IJún sagðist mundu fara með þeim.“ „En þjónustufólkið?" spurði Guy. „Fór það lika? Húsið er harðlæst." „Það er sennilega á bió. Sestu nið- ur, Guy. Ertu búinn að borða?“ Guy kvað já við þvi, en kvaðst mundu geta þegið drykk, ef hann væri til við hendina. Lovat var fljótur til að ná í tvö glös og hálfflösku af góðu víni. „Ef þú vilt vera hérna í nótt, þá er þér það velkomið.“ „Þakka þér fyrir," sagði Guy. „Þeir röbbuðu saman góða stund, en svo sagði Lovat allt í einu: „Eg er viss um, að Danford-hjónin mundu aka þér út eftir í kvöld, ef þú bæðir þau. Hvers vegna ekki að athuga þann möguleika?" „Ágæt tillaga," sagði Guy. „En samt ekki í kvöld. Á morgun litist mér betur á það. Eg kann ágætlega við mig hérna. Þetta er snotrasta hús, sem þú hefir.“ „Já, þetta var ágætis íbúð fyrir ein- hleypan mann. Þarna var allt til alls og staðurinn kyrrlátur og úr alfara- leið. Hann furðaði sig á því, live létt Lovat tók giftingu Marcellu og Rod- neys. Þegar þau flyttust til gamla mannsins í september, yrði aðeins steinsnar á milli, þeirra. Eina bótin var sú, að þetta var skikkanlegt fólk, sem ekki kastar steinum. Einlivern veginn varð hann von- svikinn, er hann hitti ekki Fliss og íjölskylduna. En hann mundi hitta þau daginn eftir. Nú langaði hann helst til að drekka sig fullan og fara svo að sofa og liggja i rúminu i tutt- ugu klukkutíma. Hann hlakkaði til að vakna. Eiginlega finnst engum hann vera kominn heim, fyrr en hann vakn- ar fyrsta morguninn. En hann tók eftir því, að Iiovat hafði sömu drykkjusiði og Will gamli. Eitt glas. Og það er ekki hægt að lialda áfram að drekka vín frá öðrum, ef gestgjafinn fylgir ekki með í drykkjunni. „Þú værir ekki til með að koma út og skemmta þér með mér?“ „Því miður gæti ég það ekki, þótt ég vildi,“ sagði Lovat. „Eg er hræddur um, að það mundi kosta mig stöðuna.“ JAPAN í PARÍS. — Yumi Hara heit- ir japönsk dansmær, sem er ný komin til París með dansflokk frá Kóreu, og sýnir þar japanska og kóreanska dansa við mikla hrifningu. Hér sést hún í hinum fallega japanska búningi, sem hún gengur í á götunni. HUNDARNIR VORU MEÐ. — Stúlk- an með hundinn hérna á myndinni tók nýlega þátt í tískusýningu í París, en á þeirri sýningu var eigi aðeins dæmt um klæðaburð kvennanna held- ur líka skepnuna, sem þær höfðu í för með sér. Flestar höfðu þær hund, en nokkrar páfagauk og fáeinar veiðifálka. „Erlu farinn að kenna aftur?“ „Eg byrja i haust. Hvað ætlar þú að taka þér fyrir liendur? Vinna í versluninni? Rod ætlar í bankann, En það verður ekki fyrr en i septem- ber. „Það er nógu fljótt," sagði Guy. „Ætlarðu að ganga í það heilaga undir eins?“ „Hvernig ætti ég að vita það?“ sagði Guy. „Eg er nýkominn.“ I^að var hugsanlegt, að stjúpfaðir lians vildi láta hann fara að vinna fyrir Fliss undir eins, ef hann kvænt- ist henni. Það var annað með IJod. Hann átti peninga sjálfur. „Eg er að hugsa um að líta inn til Dawford-hjónanna,“ sagði Guy. LÆKNISHJÓNIN hlupu upp um háls- inn á honum. Læknirinn vildi ólmur aka honum út að vatni undir eins. Guy hefði ekki komist undan þvi, ef frúin hefði ekki bjargað honum með því að segja: „Láttu liann ráða, Ernie.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.