Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ÆSKU-LIST. — Royal Drawing Socie- ly í Englandi hefir cfnt til 58. sýning- ar sinnar4 teikningum og málverkum eftir börn. Hér sjást tveir lögreglu- þjónar vera að skoða mynd eftir 16 ára telpu, og kallar hún mvndina „Lögregluþjónar á vakki“. DIANA NÚTÍMANS. — Verkfræði- nemar Parísar héldu nýlega árshátíð sína og sýndu þar að þeir kunna fleira en að nota logaritmatöflur og reiknistokk. Aðalatriðið á skemmti- skránni var skopstæling á Olvmpíu- leikjum og var þessi unga stúlka einn loikandinn. Það er Úiana sem skýtur ör í mark — með'lokuð augu. Drengurinn er þreyttur. Hann þarf að sofa ■vel í nótt. Þá verður liann bet- ur útlítandi, þegar Fliss sér liann á morgun. Hvernig verður það um há- degið á morgun ?Viltu ekki koma hingað og horða með okkur um há- degið, og svo ökum við út eftir?“ Hún var kerlingarbrussa, en samt var liún athugulli en læknirinn. Hún tók eftir öllu og átti auðvelt með að setja sig í annarra spor. Guy þakkaði fyrir og reyndi að komast undan því, en við ])að var ekki komandi. Þegar hann koinst frá þeim um kvöldið, langaði hann meira til að drekka sig fullan en nokkru sinni áður. Það rigndi og göturnar voru subhugar. Hann gekk gegnum verslunarhverfið. Allt var þögult eins og gröf. Hann fór inn á gistilnisharinn og fékk sér einn tvöfaldan af skosku viskýi. Hann tal- aði dálítið við þjóninn og óskaði þess með sjálfum sér, að hann liefði ekkert komið heim. Bf nokkuð fór í taugarnar á hon- um, þá voru það spurningar um það, livað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur. Það var eins og allir tækju það, sem gefinn hlut, að hann væri orðinn svo ráðsettur. Gildran var að lokast um liann. Það var alls ekki vist, að honum mundi falla það neitt illa að fá sér starf, en hann vildi gera það af sjálfsdáðum. Hann vildi ekki láta aðra knýja sig til þess. Hann fór aftur út i rigninguna. Hann labbaði í áttina að húsi Brow- nies. Hann var ekki viss um, að hann hlyti neitt sérstakar viðtökur þar. ,jÞú,“ hrópaði hún. „Hvað er að? strax orðinn leiður á fjölskyldunni? Komdu inn, en þú getur ekki verið lengi.“ Honum létti i skapi. Það var bjart í stofunni. „Finnst þér ekki snoturt lijá mér?“ sagði hún og brosti. „Mágkonu minni finnst gólfteppin hérna o/f ljós. Eg er á annarri skoðun. Þetta herbergi er fremur dinnnt og ég vil lýsa það upp með teppinu. Eg vil hafa bjart í kring- um mig. Þetta er keypt fyrir mína peninga og ég kaupi það, sem mér finnst fallegt, en fer ekki eftir duttl- ungum annarra.“ Hann samsinnti henni. Hún leit á hann aftur og varð bljúgari á svipinn. „Jæja þá, allt í lagi, tylltu þér nið- ur. En gerðu þig ekki of heimakom- inn! Það er orðið áliðið kvölds og ég verð að taka tillit til fólksins uppi á lofti. Svo verð ég lika að hafa alla gát á heimsóknum, þegar ég bý ein i íbúð.“ Hún hafði frikkað frá þvi i lest- inni, fannst honum. Hún hafði líka skipt um föt. Hún var komin i þunnan kjól. Það var sá klæðnaður, sem hann hnfði alltaf kunnað hest við hana í. Boglínur likamans komu þá svo vel í ljós. „Þú ættir að skammast þín fyrir að rjúka svona út frá fjölskyldunni fyrsta kvöldið." Hann skýrði það fyrir henni, að það væri misskilningur. Enginn hefði verið heima. „ICom vel á vondan. Þér liefði ver- ið nær að láta þau vita af því, að þú værir að koma.“ Honum datt í hug, að það gæti lík- lega átt eftir að koma sér vel. Hún gat verið 'honum hið mesta gaman stundum. Hann sagði henni frá atburðum kvöldsins og fór báðulegum orðum uin Dawford-hjónin. Þau skellihlógu bæði. Hazel hló ekki, af þvi að Guy væri ekki neitt fyndinn. Henni fannst alltaf gaman að heyra einhvern gera grín að Dawford-lfólkinu. Það var vegna Marcellu. Henni fannst hún alltaf eiga það skilið. Meðan hún var ennþá að hlæja og án þess að henni gæfist nokkurt tóm til að hugsa um fólkið uppi á lofti, tók hann hana i fangið og hélt henni fastri. „Nei, heyrðu nú,“ mótmælti hún. „Manstu, 'hvað ég sagði? Ekki hérna?“ Hann teygði sig aftur fyrir hana og slökkti ljósið. Betri móttökur hafði hann ekki búist við að fá. Þegar hann kom heim um kvöldið var Lovat að lesa. „Eg vona, að þú lesir ekki allar nætur,“ sagði hann. En Lovat kvaðst einmitt oftast lesa langt fram á nótt. „Veslings maðurinn,“ sagði Guy. „Þú ert ekki ungur nema einu sinni. Ilvernig getur þú fengið þig til þess að gera þetta?“ Lovat sagði, að sér liði ágætlega. En hvaða vit var í þessu? Will gamli liafði reyndar alltaf verið að prédika um sjólfsafneitun og sjálfs- aga. Tóm endaleysa, fannst Guy. Loval fór á fætur klukkan sex morguninn eftir. „Sofðu áfram, Guy. Hugsaðu ekki um mig. Eg vek þig seinna. Hann vakti 'hann svo klukkan ellefu. „Svafstu vel?“ „Ágætlega," sagði Guy. „Engir timburmenn?“ „Veit ekki, livað það er.“ Hann liafði heldur ekkert samvisku- bit. Honum leið ljómandi vel. „Eg vil ekki vera að reka á eftir þér,“ sagði Lovat, ,,en þú sagðir i gær, að Dawford-hjónin ættu von á þér klukkan tólf.“ „Allt í lagi. Nógur timi,“ svaraði Guy. „ÖIl eilífðin framundan." Og eitt var að minnsta kosti víst. Hann ætlaði ekki að láta neinn reka á eftir sér eða segja sér fyrir verk- um að svo stöddu. Hann naut ferðarinnar út að vatn- inu rikulega, og rnasið í lækninum fór litið i taugarnar á honum. Fólkið sat fyrir utan húsið og horfði út á vatnið. Ltod og Marcella og gamli maðurinn sátu í körfustól- um, en Fliss var lausari við og stóð klofvega yfir lágu grindverki þessa stundina. Hún var í blárri peysu og óhreinu-m síðbuxum. Það var eitthvað óvenju heillandi við hana, eitlivað stelpulegt. Hún tók eftir honum á undan hinum. Hún áttaði sig fljótt, glennti upp augun og hljóp svo i faðm honum. Hitt fólkið flykktist í kringum þau og urðu þarna miklir fagnaðarfundir. Það, sem eftir var dagsins, snerist allt um hann. Þau spurðu og honum leiddist ekki að svara, cnda var frá mörgu að segja. Honum fannst undar- legt, hvernig andrúmsloftið hafði breytst, siiðan móðir hans dó. Allt virtist vera friðsælla. Will gamli var i essinu sínu og Rod var ekki eins taugaóstyrkur eins og hann hafði verið. Hjónabandið virtist hafa haft góð áhrif ó hann. Nú, en var það svo undarlegt. Allir ættu að geta grætt á sarnbúð við Marcellu. Hún var fyrirtaks stúlka. En ekki fyrir mig, hugsaði Guy. Það er of mikil snúður á henni. En hún er ágæt stúlka samt. Móðir hans hafði dæmt hana ranglega, er hún hafði sagt, að hún væri laus í rásinni. Hann gat ekki séð, að Fliss hefði breytst neitt. Hún virtist ekki degi eldri. Hún sat við hlið hans allt kvöldið og horfði á liann. Það var einungis blíðukennd athygli i augna- ráð hennar, en kröfur til eins eða annars var þar ekki liægt að greina. Sania uniburðarlyndið og góðmennsk- aii og áður. Dawford-hjónin dvöldust lijá þeim fram undir miðnætti. Marcella bauð þeim ekki að vera um nóttina, þótt ekki skorti húsrýmið. Sunnudagurinn var letilegur dagur. Karlmennirnir dunduðu við veiðar úti á vatni eins og i gamla daga, og um kvöldið sátu þau öll fimni kringum arininn. Stúlkurnar voru í litfögrum kjólum og Guy furðaði sig á, að vin- föng voru ekki af skornum skammti. „Eg vildi óska, að þið þyrftuð ekki að fara í bæinn,“ sagði Marcella. „Þið verðið að koma oft, Guy og FIiss. Oftar en um helgar." Guy sagði, að það væri nú ekki svo auðvelt að komast þetta. Gamli mað- urinn sagði þá undir eins: „Ykkur er velkomið að nota bílinn, börnin góð. Eg þarf ekki á honum að halda.“ GLÖÐ LÍTIL STÚLKA. — Telpan sem brosir svo blítt til brúðunnar sinnar í vagninum, er yngsta barn bresku drottningarhjónanna, Anne prinsessa, sem sleikir sólskinið í hallargarðin- um í Balmoral í Skotlandi. ÞAÐ VAR KVIKMYNDATAKA. Fyrsta sunnudagsmorgun í maí vökn- uðu Parísarbúar við gaul í loftvarna- lúðrum og hringingar brunabíla, sem brunuðu í átt til óperuhússins. Þetta var gabb, engin hætta á ferðum, en hins vegar verið að taka kvikmynd um brunavarnir. Frá 15 slökkvistöðv- um komu 25 brunabílar með 200 manns. Nokkur hluti myndarinnar var tekinn úr þyrilflugum. TVÍHÖFÐA KÁLFUR fæddist fyrir nokkru á bæ einum í Makedoníu. Hann lifði ekki nema tvo tíma.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.