Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Karl í krapinu Webster fþagði um stund. Svo spurði 'hann: — Hvar er ég? — 1 höllinni. — Hm .... svo að þetta varð þá stórsigur! — Já, þér megið sveia yður upp á það! Þér getið verið óhræddur um fjörutíu þúsund dollarana yðar. Þér getið fengið þá aftur á morgun, ef þér viljið! — Farið þér til fjandans með fjörutíu þús- und dollarana! Hvar er vopnabróðir minn? — Hvað segið þér . .. . ? — Fylgisveinninn minn .... don Juan Cafetéro. — Hann er víst einhversstaðar að leika á hörðu ásamt öðrum hraustum írum. Hérna á jörðinni fékk 'hann aldrei tækifæri til þess. — Hvernig dó hann? — Hann dó eins og hetja .... og fyrir yður. Tvö stór tár komu fram á milli augnalok- anna á Webster og runnu niður kinnarnar. — Veslings einstæðingurinn, misskildi ræfill- inn, andvarpaði hann. — Hann var frumlegur í flestu. Hann var vanur að syngja fallegu þjóðvísurnar sínar fyrir mig . .. . ég man eina, sem byrjaði svona: „Grænir voru akrar í landi forfeðra minna“. Eg held að hjarta 'hans hafi verið í Kerry .... svo að það er best að senda líkið þangað. Þér megið ekki láta það týnast, don Richardo. Eg ætla að sá smára á gröfina hans. Þeir skildu hann ekki hérna. Hann var landflótta, og ég ætla að senda hann heim. — Hann skal fá hermanns-útför, sagði don Richardo. — Frá dómkirkjunni, bætti Webster við. — Og látið taka mynd af úförinni til að senda ættingjum hans, svo að þeir geti skilið, að þetta var enginn miðlungs maður. Og þegar þér hafið komið öllu í fullan gang hérna í lýð- veldinu yðar, Dick, þá verðið þér að láta þing- ið veita honum þúsund gulldollara, því að það var hann, sem náði í Sarros. Svo má senda ættingjum hans peningana. — En hann handsamaði ekki Sarros, sagði don Richardo. — Sarros slapp þegar lífvörð- urinn gerði útrásina úr höllinn. — Nei, það gerði hann alls ekki. Það var aðeins yfirskin, til þess að Sarros kæmist ó- séður út um suðurhliðið á meðan, þarna sem þið funduð mig. Eg sá að don Juan barði 'hann niður með byssuskeftinu, eftir að ég hafði skotið undan honum hestinn. — Haldið þér að hann sé þar ennþá? — Þér skuluð athuga það, Dick. — Það skal ég sannarlega gera, Jack. — Augnablik, Dick. Sendið þér líka mann þarna i hliðargötuna, þar sem verið var að plástra alla særðu mennina, og skilið til Mömmu Jenks og ungu stúlkunnar, sem með henni er, að ég geti ekki komið. — Þær eru báðar hérna í höllinni. Það voru þær, sem fundu yður og don Juan. En nú verð ég að gá að Sarros. Don Richardo hljóp burt og hafði varð- manninn við dyrnar burt með sér. 1 flýtinum gleymdi hann Mömmu Jenks og ungu stúlk- unni, sem biðu eftip að heyra árangurinn af læknisrannsókninni á Webster. Og niðri í hallargarðinum fékk hann með sér einn mann í við'bót. Hestur Sarros lá dauður unj tuttugu metra frá hliðinu. Þegar Webster skaut hestinn hafði Sarros komið niður óskaddaður, en að vörmu spori varð hann fyrir byssuskefti don Juans. Nokkru seinna hafði hesturinn farið að brjót- ast um í dauðateygjunum og dottið ofan á vinstri fót Sarosar, sem var meðvitundarlaus. Og þegar Sarros fékk meðvitundina aftur var hann fastur. Fóturinn var eins og í skrúfstykki undir þunga hestsins. Sarros var eins og dýr í boga. Don Richardo læddist á tánum að ósjálf- bjarga manninum, tók skammbyssuna hans, sem lá hjá 'honum en þó svo skammt að hann hefði getað náð til hennar. Þegar Sarros sá þetta hætti hann að reyna að losna, en gafst upp og fór að gráta af vonsku og örvæntingu. Richardo tók í taglið á hestinum og tókst að hnika skrokknum til, svo að fótur Sarrosar losnaði. Svo settist don Richardo á hests- skrokkinn og starði á fanga sinn, sem var farinn að nudda 'á sér fótinn til að koma blóð- rásinni á hreyfingu aftur. Sarros leit upp, harkaði af sér og þakkaði kurteislega fyrir hjálpina. — Þér eigið ekkert mér að þakka, sagði don Richardo kuldalega. — Eg er Richardo Luiz Ruey, og ég er kominn til Sobrante til að greiða yður skuld föður míns. Þér munið sjálfsagt að sú skuld var stofnuð í kirkju- garðinum hér í Buenaventura fyrir fimmtán árum. Sarros starði á hann nokkrar sekúndur og gat ekki komið upp nokkru orði. En svo hjálp- aði suðræna blóðið honum, það var eins og honum hyrfi allur ótti og örvænting og ró- semi Indíánans kom yfir hann. Hann tók upp gullhylki, k-veikti sér rólega í vindlingi og blés reyknum í áttina til don Richardos. Hann ætl- aði ekki að skemmta óvini sínum með því að láta sjást að hann væri hræddur. — Þér þekkið sjálfsagt einkunnarorð þjóð- ar vorrár, 'Sarros. „Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn!“ — Eg er til reiðu þegar vill, svaraði Sarros rólega. — Reikningurinn verður gerður upp í birt- ingu í fyrramálið, sagði don Richardo og benti mönnum sínum. — Takið þennan mann og setjið hann í vopnabúrið og hafið tvöfaldan vörð um hann. Heilsið varðliðsforingjanum og segið honum að ná í prest handa fanganum í kvöld. I fyrramálið klukkan sex á sex manna skotsveit á§amt einum liðþjálfa að fylgja hon- um í kirkjugarðinn, bak við dómkirkjuna. Eg kem þangað sjálfur og mun segja fyrir verkum. Tveir af leiguhermönnum don Richardos gripu Sarros, sinn í hvorn handlegg og reistu hann við. Hann haltraði af stað á milli þeirra, en hinn ungi eftirmaður hans í forsetastóli sat enn um stund á hrossskrokknum, hugs- andi. Svo stóð hanh upp og reikaði inn í höll- ina. Hann nam staðar í hallargarðinum og svip- aðist um. Á múrveggjunum sást fjöldi af hol- um eftir sprengjubrot og kúlur. En sjálft hús- ið hafði ekki orðið fyrir alvarlegum skemmd- um, vegna þess að hann hafði bannað að nota stórskotaliðið á 'höllina. I miðjum hallargarð- inum lágu um tuttugu stjórnarhermenn í kös. Þeir höfðu auðsjáanlega orðið fyrir fyrstu sprengikúlunni, er þeir hlupu fram til að taka á móti árásarliðinu. Yfir grindurnar á einum svölunum á þriðju hæð hékk einn af skotlið- um Sarros og löfðu hendurnar. Don Richardo andvarpaði. Hann hafði unn- ið fyrstu atlöguna. En (hann vissi með sjálfum sér, að það hlutverk, sem hann hafði sett sér til hagsbóta fyrir þjóðina, og sem faðir hans hafi byrjað að starfa að, varð ekki leyst af hendi til fulls á hans ævi. MAMMA JENKS var orðin óþolin- • móð að biða eftir fréttinni um líðan Websters, svo að hún hafði farið út frá Dolo- res til að fá sér hreint loft. Hún settist á breiðu granítþrepin, tók sér vænan sopa úr vasapelanum sínum og sat í djúpum hugleið- ingum þegar don Richardo kom upp þrepin. —'Halíó! kallaði hún. — Hvar hafið þér verið, herra Bowers? — Eg er að koma frá þvi að hirða hann Sarros. Hann er nú kominn í vopnabúrið. — Ja, harðsvíraði hundurinn sá ... . er nú loksins búið að ganga frá honum? Að ég skyldi upplifa þennan dag — það hefði mér aldrei dottið í hug. Eg vona að Ruey hershöfðingi láti skjóta hann sem allra fyrst. — Það 'held ég að ætti að takast, Mamma Jenks. Eg er nefnilega Ruey hershöfðingi. Andrew Bowers hefir unnið sitt verk, og nú er hann dauður og grafinn. — Herra minn trúr, margt á maður nú eftir að heyra! Heitið þér Ruey? Hvaða anga Ruey- ættarinnar eruð þér spi’ottinn af? Eruð þér frændi forsetans sem Sarros drap? Antonio Ruey, sem var hálfbróðir forsetans, átti son sem hét Richardo, man ég. — Eg er sonur forsetans, svaraði don Ric- hardo og rétti úr sér. — Ekki þó drengurinn sem var í skóla í Bandaríkjunum þegar forsetinn var tekinn af l'ífi, vænti ég? — Jú, einmitt, Mamma Jenks. En hver er- uð þér? Það er svo að sjá sem þér séuð skolli ættfróð og þekkið vel mína ætt. — Eg, sagði gamla konan og fann ekki síð- ur til sín en hann, — ég er ofurstafrú Jenks, ekkja Jenk ofursta, sem var foringi fyrir stór- skotaliði föður yðar og veittist sá mikli heið- ur að vera tekinn af lífi um leið og faðir yðar. En hvernig ætli honum herra Webster líði? spurði hún er hún minntist þess, sem henni lá mest á hjarta. — Hann er aðeins smávægilega særður og verður bráðlega jafn góður. En munið þér eftir henni litlu systur minni, Mamma Jenks? Hún var í höllinn þegar Sarros náði völdum, og hún var drepin í viðureigninni. — Jú, ég man eftir henni, sagði frú Jenks varlega. Æ, hann ætti að vita að hún er í höllinni núna, hugsaði hún með sér. Það verð- ur gaman að sjá þegar þau hittast. — Eg vona að ég sjái yður bráðum aftur, frú Jenks, sagði Richardo. — Við þurfum að tala saman um margt. Hann fór í höllina. Og Mamma Jenks tók báðum höndum um hæru- grátt 'höfuðið og grét af gleði. Don Richardo stóð með höndina á lásnum að stofunni sem Webster lá í, þegar hann heyrði lágan grátur í hliðarstofunni. Hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.