Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Louis Pasteur Framhaldsmyndasaga fyrir unglinga. 5. Um það leyti sem Pasteur var sem allra glaðastur yfir árangri sín- um dó móðir lian's. Það gerðist svo snögglega að hann komst ekki heim til að vera við banabeð liennar. Nú gat hann ekkert unnið um sinn. Hann var úrvinda af sorg í margar vikur. En gamli kennarinn hans hafði heyrt um þessa efnafrœðitilraun hans, sem hafði gengið svo vel. Hann heim- sótti hann til að sjá hvernig hann færi að þessu, og það varð stórvið- burður í lífi hins unga manns. Prófessorinn-faðmaði hann að sér og sagði: „Barnið mitt, ég elska vísindin svo mikið að ég fæ hjartslátt af að sjá þetta.“ Hann öfundaðist alls ekki ylfir þvi að Pasteur skyldi takast þetta sem hann liafði verið að glíma við sjálfur í þrjátíu ár. ö. Skömmu síðar varð Pasteur prófessor við háskólann í Strass- bourg. Hann var aðeins 27 ára gam- all. Hann var hoðinn í samkvæmi til háskólarektorsins og varð þegar ást- fanginn af dótur hans. Þau opinber- uðu trúlofun sína hálfum mánuði seinna og eftir fjóra mánuði giftust ])au. Daginn sem Pasteur gifti sig fór hann á rannsóknarstofuna og ætlaði að verða þar dálitla stund, en varð þá svo niðursokkinn í verkefnið að liann gleymdi alveg giftingunni. Til allrar hamingju fundu vinir hans hann og fóru með hann heim og létu Iiann hafa fataskipti og giftingin fór fram. Þetta varð farsælt hjónaband. Kona Pasteurs hjálpaði honum og skildi liann. Hún sætti sig við að hann fengi sér aldrei frí, en ynni þvert á móti ivöfalt írídagana, því að þá átti hann sjálfur. 7. Síðar fékk Pasteur embætti i Lille. — Hann var ágætur kennari og svo áhugasamur að nemendurnir smituð- ust af honum. Nú vildu margir læra efnafræði og eðlisfræði, sem ekki höfðu hugsað um það áður. Hann heimtaði af nemendunum að þeir hefðu inigmyndafhig en væru þolin- móðir um leið. Hann fór með þeim til að skoða verksmiðjur og fleira og það vakti óhuga hjá þeirn. Það var afdrifaríkt fyrir Pasteur að hann settist að í Lille. Þar er rnikil vínyrkja í kring. Og þess vegna fór Pasteur að rannsaka hina mörgu sjúkdóma, sem vinviðurinn varð fyrir og gerðu aft mikið tjón. 8. í þá daga liéldu flestir vísinda- menn að sýklarnir „kæmu af sjálfu sér“. En Pasteur sannaði tilraunina að þetta væri ekki rétt. Andstæðing- ar hans höfðu beyg af honum og sögðu: „Varið þið ykkur á honum Pasteur, honum hefir aldrei skjátlast ennþá!“ Pasteur var nefnilega svo þolinmóður að hann sagði aldrei frá tilraunum sinum fyrr en hann var orðinn alveg viss um árangurinn. Hann komst að raun ura að sýkin í Vínviðnum var að kenna sýklum. Og hann fann ennfremur, að ef vínið var hitað upp í GO stig þá drápust þessir sýklar, án þess að vínið skemmdist. Með þessari aðferð, sem var nöfnd „pasteurisering" forðaði hann frönsku þjóðinni frá margra* milljónatuga tjóni. (Framhald). Vitið þér...? að í Irlandi, Nýja Sjálandi, Ástra- líu, Sviss, Kanada, Svíþjóð, ís- landi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Argentínu, Noregi, Danmörku, Bretlandi og Hollandi borðar fólk meira næringargildi en í öllum öðrum löndum heims, nfl. yfir 3000 hitaeiningar (kalóríur)? í Grikklandi, Tyrklandi og ítaliu er næringin 2400—2600 hitaeiningar, en í Austurlöndum miklu lægra, en þar deyr fólk oft úr hungri. í Burma og Indlandi er næringargildið fyrir neðan tvö þúsund liitaeiningar. FULLKOMINN GLÆPUR. Framhald af bls. 9. liringt niður á stöð.“ Sá seki var enn- þá snöktandi. Eg sneri mér að Perk- ins og sagði: „Farðu niður og reyndu að fá eitthvað meira npp úr náung- anum en ég ætia að verða hér eftir og athuga hvort ég get ekki fundið eitthvað sem fyllt getur upp í eyð- urnar, og kannske fundið mynd af henni, svo hittumst við seinna.“ Perkins hafði ekkert við þetta að athuga og því síður Kozlewski, því hann vildi fá nafn sitt í blaðið og það rétt skrifað. Þegar ])eir voru farnir fór ég að litast um í herberginu og kom auga á skáp með opinni sluiffu og ég gekk að henni og tók til að róta til í henni og þegar ég var kominn niður í hana miðja þá snerti hönd mín eitthvað sem fékk hjartað i mér til að slá ör- ara. Það var þykkur húnki af seðlum, og ég sagði við sjálfan mig: „Francie, sé þig í kvöld“ og leit síðan til dyr- anna en sá engan og ætlaði að stinga peningaseðlunum í vasann en leit um leið í spegilinn fyrir ofan skápinn, og sá það sem fékk hárin á höfði mér til þess að rísa og kaldan gust fara um mig allan. Kvenmaðurinn, sem lá í rúminu og samkvæmt frásögn og fleiru átti að vera dauð, tók að lireyf- ast og núa háls sinn. Hún horfði til mín og sá græna búnkann sem var rétt að hverfa í vasa minn og á næstu andrá mundi hún ná sér nægilega, sem hún líka gerði og hrópaði „þjóf- ur“. Eg þrýsti peningunum i vasann og íók þrjú skref í áttina til hennar, og ég vorkenndi veslingnum niðri sem var að gráta yfir engu án þess að 'vita það. Áður en ég vissi af var ég Uúinn að kreppa höndum mínum um íiáls hennar og herti að þangað til þær voru hvítar af áreynslunni og um leið datt mér i hug það sem Perk- ins hafði minnst á um „Hinn full- komna glæp“, og brosti og sagði: „Þú færð ekki að öskra meira, góða, því enginil skal standa í vegi fyrir ham- ingju minni og að ég fái mina elsku- legu Francie aftur. * AfmœlísspÁ fyrir vikuna 9. maí til 15. maí. Laugardagur 9. maí. — í fjárhags- legu tilliti mun velgengni þín vaxa jafnt og þétt, og jafnframt munu þér verða fengin ábyrgðarmeiri störf í liendur. í ástamálum þínum mun verða töluvert öldurót. — Hinir ó- venjulegu atburðir sem kunna að koma á daginn munu að jafnaði vera meinlausir og munu leysast auðveld- lega. Sunnudagur 10. maí. — Þú virðist hafa heppnina með þér, þegar um er að ræðá starf sem liggur fyrir utan liinn venjulega verkahring þinn. Það er nú tími til þess kominn að þú losir þig undan afskiptasemi annarra, því þú munt ná bestum árangri með því að ókveða sjálfur um áætlanir þínar. Hvað ástamálin áhrærir munu þetta verða skemmtilegir mánuðir. Mánudagur 11. maí. — Á þessu ári munu koma í Ijós nýir möguleikar i fjórhagslegu tilliti. Þú munt fá tæki- færi til þess að tryggja eignir þínar betur en óður, og það mun koma að góðu haldi um langa framtíð. Það munu verða talsvert not fyrir hæfi- leika þinn til þess að umgangast annað t'ólk, og frami þinn mun að miklu leyti vera undir því kominn að þú skiljir að þú þarft að koma fram með þolinmæði og starfsvilja. Þriðjudagur 12. maí. — Miklar breytingar eru á leiðinni. Verið get- ur að þú flytjir búferlum eða fáir annan starfa. Þessi breyting niun verða til góðs i fjárhagslegu tilliti. Lif þitt verður þrungið af starfsvilja og það benda allar likur lil þess að helg- ustu vonir þínar rætist á þessu ári. Miðvikudagur 13. maí. — Þú munt þurfa á allri þinni þekkingu og dugn- aði að lialda ó þessu ári. Það munu koma í ljós möguleikar til frama og inntekta á næstum liverju því sviði, sem þú leggur fyrir þig. Þér er betra að vera heldur hlédrægur við hitt kynið, sem þér hefir ekki enn tekist að skilja fullkomlega. í nálægri fram- tíð munt þú öðlast yfirskyn yfir hina rómantisku hlið tilveru þinnar. Fimmtudagur 14. maí. — Þú munt hafa mikið að starfa næstu mánuði, og þér mun takast að komast betur áfram í starfsgrein þinni. Þú munt fá fé til úrlausnar ábyrgðarmiklu verk- efni. í ástarmálum biða þín betri timar, en vegna hins tímafreka starfs þíns, munt þú ekki hafa nægilegan tíma til einkaafnota, að þér finnst. Föstudagur 15. maí. — Sú starfs- orka sem þú leggur i vinnu þina næstu 12 mánuðina, mun koma til með að ha'fa áhrif næstu 5—6 árin, og ekki hvað síst í fjárhagslegu tilliti. Einka- líf þitt mun einkennast að meiri reglusemi. Þér ber að leitast við að lifa lífinu þannig á næstunni að þú öðlist sem mesta hvíld. Taktu því ekki á þínar herðar skyldur sam- kvæmis- og félagslifsins. Drekkið Cgils-öi — Er hann ekki indæll. — Sjáðu: hann vill að þið farið heim! Drekkið^ COLA 'Spur) DHYKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.