Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.06.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hlustaði og skildist að iþarna væri kona, sem harmaði elskaðan eiginmann, sem hún kall- aði á víxl ,,Jdhn“ eða ,,kalífann“. En hann þurfti ekki að hugsa lengi uns honum skildist að ,,John“ og „kalífinn" og John Stuart Webster var einn og sami maðurinn. — Þetta er merkilegt, sagði hann við sjálf- an sig. — Særða hetjan á þá unnustu eða eig- inkonu, líklega ameríska. Þetta hlýtur að 'hafa gerst nýlega, því hann minntist ekkert á slíkt þegar við vorum samskipa forðum. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við þetta. Það er lík- lega fcest að ég tali við Webster áður en ég fer að hugga syrgjandi ekkju hans. Hann fór inn í sjúkrastofuna. Nú hafði ver- ið bundið um sár Websters, doktor Pacheco hafði skipað einum af þjónum Sarros að koma með náttföt og 'búa um í einu af gestaherbergj- unum handa honum. Sjúkrabörur voru komn- ar inn og þeir voru í þann veginn að bera Webster upp. Maðurinn sem hafði kostað bylt- inguna var fölur og máttfarinn. Hann opnaði ekki augun þegar don Richardo laut niður að honum. — Við höfum náð í Sarros, sagði don Ric- hardo. Þessi frétt hafði engin áhrif á Webster. Don Riohardo tók í öxlina á honum. — Jack, þekk- ið þér dömu, sem kallar yður ,,kalífa“? Nú glaðvaknaði Webster. — Hvað segið þér? Hafið þér talað við hana? hrópaði hann. — Ef þér hafið gert það þá fyrirgef ég yður aldrei, því að þá hafið þér eyðilagt athöfnina miklu fyrir mér. — Nei, ég hefi ekki talað við hana. En hún situr hérna inni í næstu stofu og hágrætur, vegna þess að hún heldur að þér séuð dauður. — Farið þér undireins og segið henni að ég sé lifandi. Það nær ekki nokkurri átt að láta unga stúlku gráta út af gömlu fressi eins og mér! — Hver er þetta? spurði don Richardo for- vitinn. — Látið þér mig um það. Biðið þér bara, ég skal segja yður það þegar mér finnst tími til kominn. Hún er gesturinn, sem ég bað um að fá að taka með mér í miðdegisverðinn —- meira þurfið þér ekki að fá að vita fyrst um sinn. Farið þér og sækið 'hana, svo að hún geti séð sjálf að ég er ekki dauður. Læknir, breiðið þér þessa værðarvoð ofan á mig! Eftir augnablik sást útgrátið andlitið á Dolores í dyrunum. — Halló, spákona! kallaði hann. — Hérna er ég þá aftur. Eg lenti í smávegis áflogum, eins og þér sjáið sjálfsagt. Hún gekk til hans og lagði kinnina að kinn hans en tárin runnu úr augunum. — Ó, kalíf- inn minn! Elsku kalifinn minn! hvíslaði hún. Don Riohardo ætlaði að víkja henni á burt, FELUMYND Hvar er jólasveinninn? en Webster leit þá svo hatramlega til hans að forsetinn hörfaði undan. — Verið þér róleg, hvíslaði Webster og sneri svarta lokka úr hári hennar saman milli fingranna. — Eg var að vísu kominn með aðra löppina ofan í gröfina, en þeir náðu í mig á síðustu stundu og drógu mig uppúr. Hún hélt áfram að gráta. — Nei, þetta stoðar ekki, sagði hann og gerði sig byrstan. — Hættið nú þessu. Þér eyðið samúðinni yðar í eintóman hégóma. Hugsið yður ef eitt af söltu tárunum yðar lenti í opnu sári á mér. Hafið þér hitt hann bróður yðar? — Nei, kalífi, svaraði hún snöktandi. — Richardo! — Já, Jack! — Komið þér hérna, lasm! Dick, blóðþyrsti æfintýramaður, nú ætla ég að gera yður hissa. Yndislegasta stúlkan í heimi .... sú sem stendur hérna......... Don Riohardo lagði 'höndina á öxl honum, aðvarandi. — Jack, þér megið ekki reyna svona mikið á yður. Það er heldur ekki nauð- synlegt. Hann sneri sér að henni, hneigði sig og rétti fram höndina. — Eg get séð að hún er yndis- legasta stúlkan í heimi. Og ég er ekkert hissa á þessu, Jack. Eg veit um leyndarmál yðar, og mér er mikil ánægja að kynnast tilvonandi frú Webster. Og ég get vel skilið, að þér yrð- uð hrifnar af ‘honum, ungfrú. Eg er hrifinn af honum líka, og það eru allir sem hafa kynnst honum. Eg 'heiti Riöhardo Luiz Ruey, sagði hann svo og kyssti á handarbak henni. — Leyfist mér að spyrjá hver það er, sem ég hefi þann heiður að......... — Þér eruð frekjudallur, don Richardo, og það hefi ég sagt yður áður! hrópaði Webster. — Eg er ekki nema vinur hennar. Hún ætlar að giftast Billy Geary. Og hún er systir yðar, Dick. Bæði hún og ég höfum fulla ástæðu til að bera til baka orðróminn um að við séum dauð, alveg eins og Mark Twain. Sú fregn var mjög orðum aukin. Hún var alls ekki drepin þegar faðir yðar missti völdin. Og ég var alls ekki drepinn þegar þér fenguð völdin. Ungfrú Ruey — þetta er Richardo bróðir yð- ar. Kyssið þér hana nú og standið ekki þarna eins og glópur, Dick! Don Riöhardo stóð þarna sem steini lostinn og horfði á systur sina og Webster á víxl. — Jack, ég held að þér séuð brjálaður, stundi hann loksins upp. — Það hefi ég líka oft haldið, sagði Dolo- res hlæjandi. — En ég er að minnsta kosti ekki brjáluð. Hún tók um hálsinn á bróður sinum. — Ö, Riohardo, ég er systir þín. Það er satt — ég er það! — Dolores, týnda systir mín! Eg get varla trúað þessu! — Þér verðið víst að trúa því, hvort sem þér viljið eða ekki, muldraði Webster. —- Það er engin ástæða til að standa hér og vera að gera mig að lygara, liggjandi ósjálfbjarga á bakið. En ef þér móðgið mig frekar núna þá drep ég yður eftir einn mánuð, frá deginum í dag að telja. Hann lagði aftur augun — honum fannst hann ekki mega vanhelga þetta mikla augna- blik fyrir systkinunum. Þegar þau höfðu gef- ið tilfinningum sínum útrás og Dolores stóð og strauk ennið á Webster en bróðir hennar strauk honum um höndina og reyndi að finna orð til að lýsa þakklæti sínu, var það Webster, sem vakti þau til veruleikans aftur. — Það er engin ástæða til að vera að þakka mér, sagði hann. — Eg hefi aðeins gert skyldu mína, og ég gæti ekki þegið nein laun fyrir þetta, jafnvel þó að foreldrar mínir væru að deyja úr hungri. — 0, kalífi, verið þér nú alvarlegur, sagði Dolores. — Farið þér með bróður yðar út til Mömmu Jenks og látið hana sanna hver þér eruð, hélt Webster áfram. — Og svo vildi ég biðja yður að athuga, að ég er alveg óvanur að liggja á skurðarborðum. Dick, getið þér ekki sagt einhverjum af 'þegnum yðar að útvega mér rúm? Eg er dauðþreyttur .... og grútsyfj- aður! Höfuðið á honum hallaðist á koddann. Áreynslan og eftirvæntingin hafði orðið meiri en jafnvel hrossaheilsa hans þoldi. Hann and- varpaði og svo missti hann meðvitundina. ADAMSON Loksins kom þjónn- inn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.