Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1953, Page 10

Fálkinn - 19.06.1953, Page 10
10 FÁLKINN garðurinn okkar Humall og maríuklukka Louis Pasteurj| Framhaldsmyndasaga fyrir unglinga. 9. Bráðlega ifékk Pasteur mikilsvert viðfangsefni. í SuðUr-Frakklandi lifir fjöldi fólks á silkiframleiðslu. Sums- staðar er heimilið fullt af silkiormunu Peir eru á öllum hillum, inni í svefn- herbergjunum og í eldhúsinu og mað- ur heyrir í þeim ískrið þegar þeir eru að éta. Lirfurnar eru aldar á lauf- inu af móberjatrénu og fóikið sem elur ormana verður að sjá um að jafnan sé nóg til af þessti laufi og að lnefilega heitt sé í herbergjunum og gott loft. Þetta er mikil vinna en Frakkar höfðu miklar tekjur af siiki- framleiðslunni. En svo gaus upp ein- hver sýki og ormarnir drápust unn- vörpum. Öll hugsanleg ráð voru reynd til að afstýra þessu fári en ekkert stoðaði. Og 1865 var Pasteur beðinn að hjálpa. Hann neitaði fyrst. Hann hafði svo ífiörgu öðru að sinna og hafði aldrei á æfinni séð silkiorm og vissi ekkert um silkiframleiðslu. 10. Loksins lét hann þó tilleiðast, þegar hann frétti nánar af hve marg- ir það væru, sem ættu tilveru sina alla undir þessum vágesti, sem grand- aði silkiorminum. Þetta var orðið al- þjóðarmálefni. Nú fluttist Pasteur til Suður-Frakklands með fjölskyldu sína og — byrjaði silkiormarækt sjálfur. Hann rannsakaði mörg þús- und orma og fann sýklana, sem ollu veikinni. Hann útlistaði fyrir fólki að það þyrfti að gæta itrasta hrein- lætis og eyðileggja öll egg sýktra orma. En flestum fannst að þeir hefðu betra vit á þessu sjálfir en þessi Pasteur, og þess vegna fóru fáir að ráðum hans. Og þó sáu þeir að silki- ormarnir sem Pasteur ól upp sjálfur, þrifust ágætlega. 11. TJm þessar mundir varð Pasteur fyrir miklum raunum. Fyrst missti hann telpu, tveggja ára, svo föður sinn og þar næst aðra dóttur, sem dó úr taugaveiki. — Þegar síðari dótt- irín dó gerði Pasteur sér ljóst hve aflvana maðurinn er gagnvart hinitm hræðilega óvini, sem heitir smitun. Hann langaði mest þá til að hætta við allt annað og rannsaka ýmsa smit- andi sjúkdóma mannkynsins. En hann hafði ekki ráðið gátuna um silkiormasýkina enn, og fleira tafði hann likal Pasteur var orðinn kunnur maður. Napoleon þriðji og drottning hans buðu lionum heim til sin. Þau sýndu starfi hans mikinn álniga, og hann hafði gaman af að segja þeim frá til- raunum sinum í góðu tómi. En í veisl- um og samsætum kunni hann illa við sig. 12. Þegar hann Iiafði dvalið um stund hjá Napoleon keisara fór hon- um að leiðast. Hann gat ekki verið án jtess að fást við rannsóknir sinar. Hann fékk lánuð kjallaraherbergi i vínkjallara keisarans og þar fór hann að líta á flöskurnar. Hann sá 7—8 flöskur, sem honum þótti grunsamleg- ar útlits, og fór með þær upp í her- bergið sitt. Meðan verið var að halda hljómleika með aðstoð ýmsra færustu tónlistarmanna Frakklands inni í söl- um keisarans, sat hann yfir smásjánni sinni og athugaði dropa af þessu víni, sem honum fannst grunsamlegt. Skömmu síðar hafði hann lokið rann- sóknum sínum á sýkhun þeim, sem eyðileggja vínberin i Frakklandi. Hann fékk há verðlaun fyrir það af- rek. Þau voru afhent honum í sam- sæti sem Napoleon keisari liélt, en meðal gesta voru ítalíukonungur, krónprins Prússa, Tyrkjasoldán og fleiri miklir menn. — Pasteur sat þarna í veislunni, aumur og vandræða- legur. iHann var þreyttur eftir að rýna í smásjána og kvíðinn fyrir því að sér mundi ekki takast að ráða fram úr öllum þeim viðfangsefnum sem honum höfðu verið falin. (Frh.). — Eg ætlaði varla að þekkja yður aftur, Brandur Sigurjónsson. En hvað ])ér eruð orðinn feitur og bústinn! — Eg heiti ekki Brandur Sigur- jónsson. Eg heiti Stefán Bogason. — Jæja. Hafið þér þá breytt um nafn iíka? — Mér finnst það einstaldega smekklegt, sagði ungfrú Kossageit, — þegar gráhærðir menn ganga í gráum fötum, jarphærðir í brúnum fötum og svarthærðir i svörtum fötum .... — En hvernig eigum við þessir skölíóttu þá að vera, spurði gamli maðurinn sem sat á móti lienni. Erlendis tíðkast mjög að láta vafn- ingsviði klæða húsahliðar grænum skrúða á sumrin. Hér má þetta einnig takast. Humall og maríuklukka vaxa hér vel og teygja sig hátt upp eftir veggjunum á sumrin, t. d. aljvíða hér i Beykjavík. Huniall er harðger jurt og auðrækt- uð í sæ.milegri garðmold. Humaljurtir eru scldir lijá skógrækt ríkisins og i gróðrarstöðinni Alaska og e. t. v. víð- ar. Líka má taka'græðlinga af liumlin- um og láta standa í vatni, uns rætur fara að sjást og gróðursetja síðan við hús eða aðra veggi eða girðingar. Nær humallinn fullum þroska á 2—4 ári og klifrar þá oft upp i 4—5 m. hæð. Hann þarf vírspotta, grind eða net til að klifra eftir. Vefur humall- inn sig til hægri eins og gormur um mjóa hluti. Blöð humalsins eru all- stór þriflipótt og snörp. Aldinkoll- Blaðlýs og skógarmaðkar sækja mjög á ýmsan trjágróður. Blaðlýsnar eru litil skordýr, dökkar cða grænar að lit. Sitja þær oft hópum saman neðan á blöðum og i brumum trjáa og jurta úti og inni. Blaðlýsnar sjúga safa úr gróðrinum og valda blaðfalli of snemma. Skógarmaðkarnir eru fiðraldalirfur, gráar eða dökkar eða grænleitar. Maðkurinn nagar göt á blöðin, sem vefjast utan um hann svo að hann býr að lokum í e. k. lauf- skála. Blöðin skemmast og falla. Gera maðkarnir oft mikinn usla bæði i görðum og skógi. D. D. T. eyðir möðk- unum örugglega en dugar litt gegn blaðlúsum. Gammexan og Dana eitur- duft eyða bæði maðki og blaðlús. Bcst er að dreifa þessnm duftlyfjum í þurru og kyrru veðri í döggvotan trjá- gröðurinn. Nikotinvökvi (250 gr.— 300 gr. af 80% nikotíni í 100 litra vatns) er öflugt lytf gegn blaðlúsum og sæmilegt gegn skógarmöðkum. Úða skal i kyrru og þurru og hlýju veðri á þurran gróðurinn. Biladan er öflugt lyf gegn blaðlúsum og skógarmöðk- um. Notuð eru aðeins 4—5 gr. Biladan í 10 lítra vatni. Lyfir síast í gegnuni hlöðin og eyðir öþrifum einnig neðan á 'blöðunum þótt úðunarvökvinn lendi arnir eru gildir, grænleitir eða mó- leitir. Ilafðir í öl. Maríuklukkan (Convolvulus sepium) ber allstór hjartalöguð blöð og stór hvít eða bleikrauð klukkublóm. Mikill mjólkursafi er í jurtinni. Vefur sig um mjóa hluti eins og humall (en til vinstri) og klifrar allhátt í góðri mold. Þarf sól og sæmilegt skjól. Guðlaugur Rósenkranz mun fyrstur hafa flutt maríuklukkuna inn (í vest- isvasa sínum). Fjölgað með smá rót- arspottum. Mun hér og hvar hægt að fá liana í görðum. Reynið vafnings- jurtirnar. Þær eru fallegar og auð- ræktaðar bæði maríukiukka og hum- all. Sjaldgæfari eru vaftoppur (Loni- cera caprifolium), sem er vafnings- runni, með ilmandi gulrauðum blóm- um og trjásúra (Polggonumbaldschun- icum) einnig vafningsrunni og hávax- inn eins og vaftoppurinn. aðeins á efra borði blaðsins. Bæðí nikotín og Biladon eru mjög eitruð, Þarf að fara mjög varlega með þau. Ætti að loka úðuðum görðum i nokkra daga eftir úðun. Ryðsveppur sækir ofl á birki, eink- um í uppeldisreitum. Verður laufið- ryðflekkótt og fellur fyrir tímann.. Uðun með Perenox og öðrum kartöflu- mygluvarnarlyfum heldur ryðsvepp- unum sæmilega i skefjum. Einnig brennisteinsdiíft. Hafið gát á áhlaup- um blaðlúsa, skógarmaðka og ryð- sveppa og notið lyfið i tæka tíð. Nornarvendir, þ .e. lirukkublaða, þéttir greinavendir sjást árlega á birki. Ber að sníða þá af. Sveppur veldur nornavöndunum. Nokluið bcr á reyniátusvepp nú sem oftar. Veldur hann sárum og visnun greina og stofna ofan við sárin. Smáar, skemmd- ar greinar skal skera af. Stofnsár skal skera með beittum hníf og bera olíumálningu eða tjöru á sárin. Nýtt sárasmyrsl sem „Iíankerdood" eða krabbadrepur heitýr, er nú að koma til landsins. Hefir það reynst vel í Hollandi, Noregi og viðar. Nýja lyfið beinlínis græðir sárin. Sjá nánar í Garðyrkjuritinu 1953. Ingólfur Davíðsson. Humall við Laufásveg 69. Kvillar í trjám og runnum,

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.