Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Síða 7

Fálkinn - 14.08.1953, Síða 7
FÁLKINN 7 FÁNI „SHAPE“ AÐ GJÖF. Ridgeway hershöfðingi afhenti ný- lega kirkjustjórn þrenningarkirkj- unnar í París fána Shape — hervarn- arstjórnar Evrópulandanna — að gjöf. Á myndinni sést Ridgeway með fánann og til vinstri stendur prestur kirkjunnar og William Draper, Ev- rópusendiherra Bandaríkjanna. FAY TAYLOR er írsk og helgar sig „midget“-íl>róttinni af lífi og sál, en heldur þó yndisþokka sínum eftir sem áður. — Hér sést hún vera að eiga við mótorinn, sem reyndist óþægur við hana. „Þú verður orðinn góðnr á morgun, Guy. Komdu og líttu á l>etta.“ Hann gekk til hennar og settist í sófann. „Sjáðu. Þetta er einmitt hús fyrir okkur. Allt á einni hæð og ekki of stórt. Þakið er tíka eins og nú er i tísku.“ Til iþess að geðjast henni leit hann á myndina. Oft hafði hann séð fár- ánlegri myndir, sem hún hafði hrifist af, það varð hann að játa. „Hvítur múrsteinn, eins og lijá Will,“ sagði hún. „Og öll hliðin á dagstöfunni er einn gluggi. Svo er borðkrókur þarna — horðstofu kæri ég mig ekki um, það er hreinn óþarfi. Það var unun að sjá, hvílikan áliuga hún hafði á þessu. Hún var jafnvel húin að velja staðinn. Það var ágæt lóð á landareign stjúpföður lians — einmitt i þeim horgarliluta, sem Guy þekkti hest, og nálægt Fliss og Lovat og Willard Sturtevard. „Það sparar peninga að hafa engan kjallara," sagði liún. „Og þetta her- bergi er fyrir miðstöðvarofninn og þvottavélina, og svo má hengja fötin ]>ar, þegar rigning er. Úr þessu her- bergi er svo innangengt í bílskúrinn." „Ágætt,“ sagði hann. „Þú kaupir húsið, en ég borga fyrstu greiðsluna upp í þvottavélina." Hann fór aftur upp í rúmið. Hann ós'kaði þess, að hún hætti þessari upptalningu á þvi, sem liana langaði til að eignast. Hann vann sér jafnvel minna inn en Lovat við skóla- kennsluna, og þó hafði hann eitt sinn furðað sig á því, að nokkur maður gæti lifað á svo litlu. Nú fékk hann að reyna, hvernig það var. Hann hafði treyst á Will — húist við þvi, að hann sýndi þeim dálítið örlæti, gæfi þeim l)íl eða léti þau hafa einhverja ákveðna upphæð á mánuði. Hvers vcgna hefði hann ekki getað búist við þvi? Hann vaknaði, en vissi varla af því, að hann hafði sofið. Það var orðið dimmt. Hann kallaði á hana, en fékk ekkert svar. Hún hefði getað sagt honum, að hún ætlaði út. Hann kveikti ljós um allt, en samt var húsið draugalegt, og hann var glorhungraður. Hann hafði ekki borð- að mikið síðan á föstudag. Hann fékk sér brauð með áleggi, settist í sófann og vafði teppi um fæturna. Þetta var svo sem ekki svo bölvað. Það fór vel á með hbnum og Brö’wnie. Hún gaf honum lausan tauminn. Eigingjörn var hún ekki og ekki beinlínis ráðrík. Hann hafði gifst henni af frjálsum og fúsum vilja. Ilið eina, sem bjátaði á, fyrir utan peningaleysið, var það að vera útilokaður frá fjölskyldu sinni og flestum vinum. Konum vin- ana geðjaðist ekki að Brownie og giftum karlmönnum er ekki boðið í samkvæmi konulausum i Finfield. Brownie var vön að segja, að það væri auðvelt að segja heiminum að fara til fjandans, ef maður hefði nóga peninga. En hvers vegna þarf fólk endilega að slíta sig frá fyrra um- hverfi, þótt það eignist peninga? Síminn hringdi og hann flýtti sér að ná í heyrnartólið. Rödd stjúpföður hans hafði aldrei verið eins mild og hlýleg. „Hvernig Hður þér? Kliss sagði mér, að þú værir lasinn." Meðan þeir töluðu saman, kom Brownie inn bakdyramegin. Hún var berhöfðuð og kápulaus. Hún gat ekki hafa farið langt. , Hver er í símanum,“ spurði hún. „Will? Leyfðu mér að tala við hann.“ Ilún gat verið mjúk á manninn og viðfelldin, þegar því var að skipta. En venjulega var hún köld og ákveðin við stjúpföður Guys og lét vaða á súðum við hann. „íleyrðu mig!“ sagði hún ásakandi. „Þú hefir ekki heimsótt okkur í marg- ar vikur! Finnst þér ekki, að þú ættir að fara að Hta inn? Guy hefir verið lasinn og þarfnást uppörvunar. Hvað segirðu um annað kvöld? Komdu i kvöldmat .... Eg hefi ekkert fyrir þér — fleygi kannske kjúkling i ofn- inn.“ Hún lagði tólið frá sér og var drjúg með sig. Guy spurði, hvar hún liefði verið, og hún svaraði, að hún hefði verið uppi á lofti. Hún hefði farið að skila liitamælinum og rabbað dálítið við fólkið. Hann fór til vinnu á mánudéginum, þvi að hann var orðinn leiður á inni- verunni. Hann var dálitið óstyrkur í fótunum, en mánudagar voru rólegir í versluninni, svo að það kom ekki að sök. Annars leiddist honum starfið. í gamni og alvöru veíti hann því fyrir sér, hvort liann myndi verða hækk- aður í tign að ári og fengi starf, sem hann gæti setið við, og hærri laun. Hann vonaði það. Hann kom heim í tæka tið til þess að fara í bað og klæða sig í betri föt, áður en stjúpfaðir hans kæmi. Þegar hann kom með blóm handa Brownie og koníak handa sjúklingnum, þá lyftist brúnin á Guy. Maturinn var líka betri en að vanda. Aðalfréttin, sem Will kom með, var sú, að Bod ætlaði að bjóða sig fram í skólanefnd- ina. Marcella hafði talið hann á það. Guy sagði, að það hlyti að liafa kost- að mikla eftirgangssemi, því að hann gat ekki imyndað sér, að Rod sæktist eftir sliku eða hæfði til slíks yfirleitt. Will brosti aðeins og sagði, að Rod ætti nú son, svo að áhugi hans á skólamálefnum væri eðlilegur. En heldur var það langsótt skýring, þeg- ar litið er á aldur barnsins. Eftir kvöldverðinn settust þeir að koniakinu, en Brownie vildi ekki bragða ])að. Hún sagði, að áfengi væri of fitandi, en sér væri sama þótt aðrir neyttu þess. Guy var ánægður með hana og fannst henni hafa farist þetta vel úr hendi. En allt í einu greip hún fram í samtal þeirra: „Will ,mig langar til að sýna þér dálitið." Og hún kom með blaðið með húsuppdrættinum. „Okkur Guy langar til að byggja,“ sagði hún. „Eg held, að þetta sé við okkar hæfi. Hvað finnst þér?“ Áður en Will fengi ráðrúm til að svara, hélt hún áfram: „Við vitum nákvæmlega um staðinn, sem við liöf- um helst augastað á. Það er spildan, sem liggur að lóðinni hjá Gustafsons- fólkinu. Þú lætur okkur hana eftir, er það ekki? Við byrjum fljótlega að byggja — snemma í sumar að minnsta kosti. GUY trúði varla sinum eigin eyrum. En hann reyndi ekki að slöðva hana. „Við þurfum engan arkitekt," sagði hún. „Við erum ekki svo kröfuhörð. Eg h'efi ekki snert líftrygginguna hans föður míns ennþá. Það eru tvö þúsund dollarar. Svo liugsa ég, að Popes-hjónin hérna uppi gefi mér fimm þúsund fyrir húsið hérna. Eg var að tala við þau í gærkvöldi. Svo vona ég, að þú lánir okkur það, sem á vantar." Hún hafði lagt allt niður fyrir sér kvöldið áður án þess að segja Guý frá því. Ekki af því, að hún vildi koma honum á óvart og gleðja hann þannig eftir lasleikann, heldur vegna þess, að þessi skipti hennar við Will gátu haft þýðingarmikil áhrif. Hún vildi þvi ekki fara ógætilega að neinu eða blanda öðrum i málin of fljótt. „Hvaða bull!“ sagði Will. „Þið búið á ágætum stað í góðum húsakynnum. Hvers vegna viljið þið flytjast annað. Verið kyrr hérna og sparið peninga. Eftir fimm ár munu málin horfa öðru vísi við. Það er óráð að byggja á þess- um tíma.“ „Ekki fyrir okkur,“ sagði hún áköf. „Við viljum ala börnin okkar upp i sómasamlegu umhverfi. Ef til vill er það vitleysa að láta sér koma til hugar að eignast börn, meðan Guy hefir ekki hærri laun. En ég verð 28 ára gömul i apVil og vil helst ekki bíða lengi.“ ALDREI FRAMAR! — „Hermanna- hljómleikar 30 tcnlistarmanna í fall- hlífareinkennisbúningum“ voru ný- lega auglýstir á stórum götuauglýsing- um í Frankfurt. En fólkið í Frank- furt tók ekki þessum auglýsingum vel, því að það límdi á ská yfir auglýs- ingarnar miða með orðunum „Aldrei framar"! GRÍSASKÍRN. — í tilefni af frum- sýningu kvikmyndarinnar „Deux de 1’ Escadrille“ eftir Maurice Labro var efnt til ærslahátíðar fyrir leikendur og starfsfólk myndarinnar. Meðal annars var smá grís skírður í kampa- víni. Á miðri myndinni er leikarinn Jean Itichard. ENSKU FJÁRLÖGIN. — Tímarnir brcytast og nýir og nýir fjármálaráð- herrar taka við völdum í Englandi, en gamla blikkaskjan, sem fjárlaga- frumvarpið er borið í til þingsins, er alltaf sú sama. Hérna sést Butler fjármálaráðherra með þessa frægu blikkdós, er hann notaði er hann kom með 4.259 milljón sterlingspunda fjár- lög fyrir þingið nýlcga.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.