Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.08.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 BALI-DANS. — Dansflokkur frá Bali, sem verið hefir í Ameríku, er nú kominn til Evrópu og farinn að sýna sig í París. — Hér sést ein dansmærin. Eg hefi aldrei viljað umflýja yður, muldraði Gabriel. Hvers vegna yfirgáfuð þér okkur? Hún tók í höndina á hon- um og horfði inn í augun á hon- um. Gabriel varð niðurlútur. Þið þurftuð ekki á mér að halda leng- ur, sagði hann lágt. Þurftum við ekki á yður að halda? sagði hin mikla Hanna Korn forviða. Hver á nú að leika Othello? Þegar þér eruð Desdemona get- ur hver sem vera skal leikið Othello, sagði Gabriel og það var einlæg alvara og hiti í röddinni. Það er ekki satt! sagði frú Hanna Korn með hárri röddu. Fyrir mér var aðeins einn Othello til, aðeins einn Hamlet og aðeins einn maður í allri veröldinni sem gat leikið Prospero. Enginn getur jafnast á við yður, Gabriel Buud. 0, þér ættuð að sjá hve aumt og fátæklegt það er sem við getum sýnt. Aldrei Brandur, aldrei Faust — Komið þér til okkar aftur, Gabriel! Eg get það ekki, sagði Gabriel lágt. Það er orðið af seint núna. En ef ég bið yður um það ? Hún stóð nærri honum, og hún tók mjóum og löngum fingrunum um báðar hendurnar á honum. Gabriel, ef ég bið þig? Eg get það ekki, hvíslaði hann, get það ekki. Það er of seint. Bassanio, hún sagði það svo viðkvæmnislega og biðjandi, ætl- ar þú að svíkja Portiu þína. Portiu mína? endurtók Gab- riel hikandi, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin eyrum. Vissirðu það ekki? hvíslaði Hanna. Hefirðu ekki skilið það? Hvernig átti ég að skilja það? Nú var kominn vonarhreimur í röddina. Nei, Hanna Korn hin dásamlega varð niðurlút, ég var kannske eins feiminn og þú. Hvíti kötturinn læddist hljóð- lega upp hlíðina. Þegar Hanna Korn var farin skreið hann upp á bringuna á Gabriel sem lá og svaf. Hann lagði dúnmjúka fram- löppina á kinnina á Gabriel, og þegar hann vaknaði dró köttur- inn djúpar blóðugar rákir niður kinnina á honum. Svo hvarf hann á stökki út í lyngmóann. Gabriel neri blóðinu um kinn- ina með hendinni og hágrét. Gömul gráhærð kona kom fram og seftist hjá honum. Hún strauk honum varlega um kinnina þang- að til sársaukinn og sárin hurfu. Hann lagði 'höfuðið í kjöltu henn- ar og hætti að gráta. Mamma, elsku mamma, sagði Gabriel hvíslandi. Nú skaltu hvíla þig og sofa, Gabriel minn, sagði móðirin. Svo skal ég vekja þig og siðan skaltu byrja nýtt líf. Þú getur það, Gabriel, ég veit að þú getur það. Eg er svo þreyttur, sagði Gabriel. Eg er svo hræðilega þreyttur. Eg hefi ekkert þrek til að byrja á nýjan leik framar. Það er aldrei of seint, drengur- inn minn, aldrei of seint. Þú verð- ur bara að hafa viljann. Þú verð- ur að vilja, Gabriel- Það er of seint, mamma. Eg hefi ekki þrek til að vilja. Það er ekki rétt, Gabriel. Þetta er ekki jafn erfitt og þú heldur. Þú getur byrjað á því smáa, iitlu afneitunum. Þeim sem ekki kosta neina teljandi fyrirhöfn. Þá geng- ur þetta af sjálfu sér og þú verð- ur hamingjumaður!, Gabriel, ef þú getur gert þetta. En ég er hamingjumaður, hróp- aði Gabriel. Eg er nærri því allt- af hamingjumaður. Mér líður ekki illa nema stundum. Það er þegar raunveran kemur með klærnar á sér. En það stendur aldrei lengi. Svo kemur þreytan og draumarnir og sýnirnar aftur, og þá er ég sæll. Gamla konan gat ekki svarað. Hún strauk Gabriel hárið og horfði yfir dalinn- Bara ef þú værir lifandi, mamma! sagði Gabriel. Hann hafði lagt aftur augun og lá við að hann svæfi. Æ, já, bara ef ég lifði. Eg sem hélt að allt mundi batna eftir að ég dæi. Eg hélt að það mundi að minnsta kosti vekja þig, en ekk- ert stoðaði. Eg er svo vonsvikinn, Gabriel, svo angurvær og von- svikin. Nú setti grátinn að Gabriel aftur. Hann gat ekkert sagt. Gamla konan hélt áfram að strjúka honum hárið og hvíslaði: Gabriel minn, drengurinn minn. Loksins sofnaði Gabriel. En milli bjarkanna fyrir neðan læddist hvítur köttur og beið eftir að konan færi. Lskniiii roni ntf - on græddi i millján pnnd Elisabeth Arden — Helena Rub- instein — Max Faktor og aðr- ir fegrunarsérfræðingar græða stórfé. FEGRUNARLYFIN eru einn besti söluvarningur vorra tima. Fyrir hálfri öld voru það ekki nema fáar kven- persónur, ýmist heldra fólk eða gleði- drósir, sem förðuðu sig, en nú þykist varla nokkur stúlka maður með mönnum — eða kvenmaður með kvenmönnum réttara sagt — nema hún hafi varalit og farðadós á lofti í tíma og ótima. Og svo öll smyrsl- in til að eyða hrukkunum eða verjast þeim og gera andlitsbjórinn sem girnilegastan og kyssilegastan. Við þessu er ekkert að segja, karlmennirn- ir vilja liafa stúlkurnar sem fríð- astar og unglegastar, og ýms fegr- unarlyf bæta liörundið og heilsuna og eyða minnimáttarkenndinni. Stúlkur sem athuga hve miklum peningum þær eyða í fegrunarlyf geta gert sér í hugarlund hvilikum ógrynn- um af fé framleiðendur liinna fræg- ustu fegrunarlyfja raka saman. Sum ar þessara efnagerða selja vörur sín- ar um allan hvítra manna lieim, og skiptavinirnir. verða ekki taldir í þús- undum eða tugþúsundum heldur i tugum og jafnvel hundruðum mill- jóna. Og þetta er svo til nýr iðnaður, því að svo stutt er síðan notkun fegrunar- lyfja varð almenn. Varalitur Doug Collins. Fyrir 14 árum fór enskur maður, Doug Collins, að sjóða saman vara- lit, sem hann gaf nafnið Goya. Hann átti ekki nema 5 sterlingspund, en 70 fékk hann að láni til að kaupa sér oliu og önnur efni i litinn. Hann byrj- aði í skúr að húabaki, en síðustu árin hefir hann haft 70.000 punda ágóða af 'fyrirtækinu á ári. Nú hefir hann selt einu af elstu firmunum i greininni fyrirta?ki sitt fyrir 325.000 pund. Hann er aðeins 39 ára og þótt- ist hafa grætt nóg. Max Factor er maður nefndur. Hann var Rússi og bjó til hárkollur handa keisara- hirðinni. Rétt fyrir byltinguna 1917 flýði liann til Bandaríkjanna og tókst að koma undan aleigu sinni, sem var um 3.500 pund. í New York setti hann á stofn fegrunarstofu en tapaði mestu af fé sínu á lienni. Til að hafa ofan í sig stóð hann við leikliúsdyrnar á kvöldin og bauð fram vararoða, smyrsl og duft. „Ef ég næ í viðskipti hjá leikhúsfólkinu opnast mér leið til kvikmyndaleikaranna," sagði hann, „og þá kemur allt heimsins kvenfólk á eftir. í dag er rannsóknarstofa hans í Los Angeies 250.000 punda virði. Og rétt fyrir styrjöldina kom hann vör- um sínum á enska markaðinn, og við það tvöfaldaðist salan. Helena Rubinstein 18 ára dóttir efnaðra foreldra í Pól- landi (Gyðingur) fór fyrir allmörg- um árurn til Ástralíu í heimsókn til ættingja sinna. Tók hún eftir því að kvenfólkið þar hafði yfirleitt gróft hörund — afleiðing af loftslaginu. Áströlsku stúlkurnar vissu sjálfar að nefið á þeim var rautt og þrútið, og langaði til að reyna smyrslin, sem Helena hafði 'haft með sér frá Pól- landi. En hún sá sér leik á borði, pantaði smyrsl og önnur fegrunarlyf frá Evrópu og setti upp verslun í Melbourne. Ári siðar fór hún til Ev- rópu, 19 ára og 25.000 pundum rikari. Hún telur að liún hafi fénast um 8 milljón pund á þeim 650 tegundum fegrunarvöru, sem hún hefir haft á boðstólum í 15.000 verslunum í heim- inum undanfarin ár. Firma i Wall Street, sem öfundaði hana af gróðan- um, keypti fyrir nokkrum árum 2/3 af fyrirtæki liennar fyrir 2 milljón pund, og fór að framleiða lyfin i enn s'tærri stil en áður. En það fór illa, og loks keypti Rubinstein hlutina aftur fyrir hálfa milljón punda. ■ ! I : : , i i ; Elisabeth Arden var skæðasti keppinautur Helenu Rubinstein og hugðist koma henni á kné méð þvi að ná til sín aðalforstjóra Helenu og 11 bestu starfsmönnunum. En Helena hefndi sín. Árið eftir fék'k hún sér nýjan forstjóra og hann var enginn annar en — fyrri maður Ardens. Elisabeth Arden á ævintýralegan feril að baki sér. Hún er innflytjanda- dóttir frá Kanada og var skírð Flor- ence Nightingale Graham og þess vegna þótti sjálfsagt að hún yrði hjúkrunarkona. Þegar hún sótti náms- skeiðið i liff^erafræði varð henni ljóst að fallegt, lifandi fólk væri miklu skemtmilegra en beinagrindur — og stofnaði fyrir lánsfé snyrti- stofu. Stundum vildu stúlkurnar sem sóttu stofuna fá keypt smyrslin hennar til að nota þau heima, en henni var lítið um það. Hún óttaðist að það mundi draga úr aðsókninni. En sá dagur kom að hún hafnaði 6 milljón punda boði, sem henni var gert i fyrirtækið, og nú selur hún vörur sinar i 78 löndum. Nafnið Elisabeth Arden tók hún sér af þvi að lienni fannst það fallegt. Til yfirbótar fyrir það að hún hvarf frá hjúkrunarnáminu eys hún út peningum til spítala og skóla. Hún hefir engin áhugamál önnur en starfið og jafnvel á brúðkaupsdaginn sinn var hún komin aftur á skrif- stofuna eftir athöfnina. — Maðurinn minn tók sér alltaf svo nærri þegar eitthvað fór miður. Siðasta daginn sem hann lifði var liann svo áhyggjufullur út af kola- leysinu. — Já, það er nú svo. En þér getið huggað yður við að hann þarf ekki að kvíða kolaleysi þar sem liann er núna. Drekki&£ð» , COLA Spur) DKYKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.