Fálkinn - 28.05.1954, Qupperneq 10
10
FALKINN
Vitið þér...?
VD.6-I
að afríska gazellan er með
hleypnustu spendýrum jarðar-
innar?
Hún getur hlaupið kílómetrann með
85 kilómetra hraða á klukkustund.
Sum dýr t. d. leóparðinn kemst upp
í 100 km. hraða á stuttum spretti, en
heldur honum ekki nema fáeinar
sekúndur.
að í líkama yðar er svo mikill
sykur, að hann gæti nægt í 50
meðalstóra sykurmola?
En það yrði of dýrt að vinna þann
sykur!
vr>g,-Ti
að á jörðinni eru 50 borgir með
meira en milljón íbúum?
Af þeim eru 19 i Evrópu, 16 í Asíu,
12 í Ameríku, 2 í Ástralíu en aðeins
ein í Afríku, nefnilega Cairo. — Fimm
stærstu milljónaborgirnar eru Lon-
don, New York, Moskva, Tokio og
París, en Kaupmannahöfn er minnst.
VO 14 -I
að duglegur vélritari getur skrifað
um 30.000 stafi og merki á klukku-
stund?
Það svarar til þess að 8 stafir séu
skrifaðir á hverri sekúndu. En það
eru ekki nema fúir, sem ná þeim
hraða.
NAUTABANINN. Framh. af bls. 9.
var kvenliollur, en kærleikurinn var
allur hjá nautum og nauta-ati.
Einn daginn sagði umboðsmaður
Curros honum að það hefði vakað fyr-
ir Greifanum að stíga í vænginn við
La Triana, að opna augu Curros og
bjarga góðum nautabana frá að fara
í hundana. Curro trúði honum. Hvers
vegna ekki? í augum Greifans var
hann ekki maður heldur nautabani.
Alveg á sama hátt sem La Triana var
ekki annað en hættuleg og falleg
gleðidrós.
Það getur vel verið að hún hafi
verið það, en hún var virkileg kona
líka. Þegar hún frétti að Greifinn
liafði haft hana að leiksoppi, skildi
bún við hann, — svo hefir fólk að
minnsta kosti sagt mér. Og hún fór
ekki aftur til Curros vegna þess að
lm hefði hún verið algerlcga á hans
valdi, og þá tilhugsun þoldi hún ekki.
Það eina sem þún gat gert var að
hverfa út i buskann. Ég veit ekkert
hvað af henni varð. Ilún var dásam-
lega fögur, en hún elskaði aldrei aðra
en sjálfa sig.
— Og þér? .... Æ, afsakið þér.
— Ekkert að afsaka. Auðvitað var
ég Curro. Mér stendur alveg á sama
Jdó að ég tali um hann. Nú skuluð þér
heyra: eftir sjötta og siðasta atið bað
Curro rakarann á gistihúsinu að
skera af sér linakkafléttuna — lielgi-
dóm nautabananna. Það var ójjarfi að
drepa Curro. Þegar ég fór út úr rak-
arastofunni vissi ég að Curro var
dauður. Ég gaf rakara fléttuna, því
að hann grét heitum tárum yfir henni.
Og þetta eru sögulokin. En ég þykist
vita að þér viljið láta söguna enda
vel. Jæja, ég el upp naut núna. ’Ég
er kvæntur. Á þrjá syni og þrjár dæt-
ur. Hvað viljið þér svo hafa það
meira. Ég er ég sjálfur.
29 ÁRA AMMA.
Virginia Mease frá Ashville í Norð-
ur-CaroIina er röskleika kvenmaður.
Hún giftist 14 ára og dóttir hennar
giftist jafngömul og liefir eignast
strák, svo að nú er Virginia orðin
amma, þó ekki sé liún nema 29 ára.
Býður nokkur betur?
Margir vilja eiga páfagauk, einkum
fyrir það að þeir geta talað og hermt
eftir fólki. En í Hollywood er kona,
sem undanfarin 40 ár hefir lifað á því
að herma eftir páfagaukum. Hún lieit-
ir Dororhy Lloyd og hefir hermt eftir
páfagaukaröddum i meira en 100
kvikmyndum.
PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI
1. mynd: Loksins 'losnaði vængurinn á Lora, en hræðsluna losnaði liann
ekki við. — 2. mynd: „Lora!“ hrópar Maren. „Meiddirðu þig? Komdu liingað
niður!“ En hann situr kyrr. — 3. mynd: Ef til vill getum við lokkað hann
með sykurmola," segir Pina. „Við bindum langt band i liann.“ — 4. mynd:
Við leggjum hann á jörðina, förum inn í skúrinn og gægjumst. — 5. mynd:
Lora sér sykurmolann brátt. Hann fetar sig i áttina til lians. — 6. mynd: Pína
togar í bandið, en Lora lileypur á eftir, því að hann vill ekki missa af
molanum. — 7. mynd: Þannig náðu þau í Lora og Maren var frá sér numin af
gleði yfir því. — 8. mynd: En livað var þetta? Annar vængurinn var svo
undarlegur. Hann skyldi þó ekki vera brotinn?
— Nú tölum við ekki meira um
það. Það var Pétur litli, sem vann
vindlana.
— Þegar maður sleppir skegginu
— finnst þér þá að ég hafi breytst?
— Frænka, við lcikum að þú sért
stórt tré, sem ég ætla að flýja upp í
þegar ljónið ætlar að drepa mig.
— Þetta er uppgötvun sem ég hefi
gert sjálfur.