Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN S í Ð .4 R I G R E I N : DON JJIAIV - þyrnir í augum Francos í síðasta blaði var sagt frá Don Juan fram að borgarastyrjöldinni, sem hófst með byltingu Francos 17. júlí 1936. Þá hvarf Don Juan heim undir dulnefni til að berjast með þjóðernissinnum. En Franco bolaði honum burt, því að honum stafaði hætta af vinsældum konungssonarins. Franco handtekur Don Juan. Nú vikur sögunni til upphafs borg- arastyrjaldarinnar á Spáni. LýSveldis- sinnar höfðu haft völdin í nokkur ár, en allt logaði í ófriði og loks gerðu ihaldsmenn uppreisn undir forustu Francos, sem safnaði liði i Marokko og fór með það til Suður-Spánar, og hóf uppreisn gegn vinstri stjórninni. Uppreisnarmönnum, eða þjóðernis- sinnum sem þeir kölluðu sig varð vel ágengt. Don Juan sat í Frakklandi og stofnaði þar hersveit á laun. Hinn 29. júli 1936 fékk hann skeyti frá Biarritz, við spánsk-frönsku landamærin: Allt er í lagi, yðar hágöfgi. Klokkur ungra þjóðernissinna býður sig fram til fylg- is við yður.“ Don Juan liafði eignast fyrsta barn sitt, Mariu del Pilar, sama morgun- inn. Vinur hans í Biarritz útvegaði honum fölsk skilríki og nú hét hann sjálfboðaliðinn Juan Lopez. José-Eugenio Bayernsprins, frændi hans, og Carlos prins af Bourbon fóru með honum á vígstöðvarnar. Hann komst yfir landamærin á laun, skammt frá þorpi einu í Navarrahér- aði, klukkan 5 að morgni. Eftir fimm ára útlegð var hann aftur kominn á spánska fold. Hann og félagar hans komu inn á veitingakrá með rauða þjóðernissinnahúfurnar á höfðinu. Skammt þar frá var verið að berjast. Þeir voru ekki byrjaðir á matnum þegar hurðinni var hrundið upp og liðsforingi kom inn, vék sér að þeim og sagði: „Herrar minir, þið eruð teknir fastir!“ „Juan Lopez“ and- ' : i i, ” i i ! mælti kröftuglega. En árangurslaust. Skipunin var frá Mola hershöfðingja . sjálfum. Herra hershöföingi: — 1 byrjun stríösins geröi ég tilraun til aö taka þátt í viöureigninni, sem ]>á var eingöngu innanrikismál þjóöarinn- ar. ÞaÖ var ekki neitt stjórnmála- legs eölis, sem vakti fyrir mér, en ég skyldi ástæöuna til aö lierstjórn- in vildi ekki taka mig í herinn. En nú viröist stríöiö vera aö breytast í stríö gegn ytri óvinum meö hverjum deginum sem liöur. Allir góöir Spánverjar á mínum aldri hafa veriö teknir í herinn. Ég trúi hermannshjarta yöar fyrir því aö ég þrái aö mega þjóna Spáni ásamt félögum mínum. Þessu bréfi svaraði Franco þannig: Yöar hágöfgi: — Bréf yöar er þrungiö œttjaröarást og hrifningu, sem sýnir enn einu sinni hve mjög dyggöir œttarinnar eru rótgrónar í vitund yöar hágöfgi og hve inni- lega konungsfjölskylda vor fylgist meö vandamálum Spánar. Mér væri ánægja aö því aö mega fallast á óskir yöar, jafn réttar og spánsk- ar og þær eru. En hiö göfuga œtt- erni yöar leyfir ekki aö yöar há- göfgi taki þátt í styrjöldinni sem óbreyttur liösmaöur. Auk þess krefst staöa sú sem þér eruö í, sem ríkisarfi, þess aö þér fórniö ~ þessum óskum fyrir aöra hagsmuni ríkisins ........ Francisco Franco. Dæmdur til letilífs. Þessi bréfaskipti mörkuðu tímamót i; I' i • h . v H • f Ríkisarfinn var fluttur til Burgos og þaðan til Pamp- lona. Þar kvaddi hann mág sinn: — Við sjáumst bráðum aftur, Carlos! Carlos tók í hönd honum án þess að mæla orð. Hann var drepinn nokkrum dögum siðar — einn þeirra 13 Bourbona, sem féllu í borgara- styrjöldinni. Tuttugu og fjör- um timum eftir að Don Juan hafði komið suður yf- ir landamærin var hann fluttur norður yfir þau aftur. Síð- an hefir liann ekki séð land sitt. Nokkrum dögum síðar fékk Franco hershöfðingi þetta bréf: Don Jaime, eldri bróðir Don Juans, sem afsalaði sér erfðum 1933 en gerir nú kröfu til ríkis. Með honum er síðari kona hans, Charlotte Tiedemann söngkona frá Wien. Fjölskylda Don Juans um borð í skemmtisnekkjunni „Saltillo“. Aftari röð: Maria del Pilar 17 ára. Juan Carlos 15 ára og Alfons 12 ára. — Fremri röð frá vinstri: Margarita hin blinda 14 ára, Donna Maria og Don Juan. í ævi Don Juans og urðu upphaf ömur- legrar tilveru, þrátt fyrir auð og alls- nægtir. Honum var bægt frá hásætinu og styrjöldinni og sviptur möguleik- anum til að fórna sér fyrir landið, og nú varð liann að fara sömu leiðina og ýmsir aðrir afdankaðir þjóðhöfð- ingjar, að drepa tímann og reyna að gleyma, með þvi að leita fánýtra skemmtana og lifa í glaumi. Hjá Don Juan voru áfangarnir á þessari leið Cannes, Biarritz, Lausanne, Róm og loks Estoril í Portúgal. Hann var dæmdur til að lifa eins og óperettu- greifi, í skemmtisiglingum, á golfvöll- um og í spilavítum. Bústaður lians er fallegt rikismannshús, sem kona hans, donna Maria, skírði „La Giralda“ til minningar um dómkirkjuna í Sevilla, fæðingarborg sinrii, Þangað fór Don Juan með börnin sín fjögur og mynd- irnar af forfeðrum sínum, bikarana sem hann hafði unnið í golfi og kapp- siglingum, og stórt safn af líkönum af siglingabátum. Hingað koma allir hinir spönsku „grander" til að „þjóna“ konungsfjöl- skyldunni mánaðartíma samkvæmt nijög einföldum hirðsiðum, sem hirð- siðameistarinn hefir staðfest. í þeirra augum er ríkisarfinn þegar orðinn „el rey“, Juan konungur þriðji, og dömurnar hneigja sig djúpt fyrir há- tigninni. Kostnaðurinn við þessa hirð er greiddur af „la Grandeza", merkileg- um og vel skipulögðum félagsskap frá byrjun 19. aldar. Meðlimir félagsins eru kringum 500 aðalsmenn sem eiga kröfu á hinu eftirsótta tignarheiti „Grande af Spáni“. Hertoginn af Alba er formaður félagsins. En Don Juan er liygginn raunveru- maður. Hann hefir ekki gleymt Spáni og Spánn gleymir ekki honum. En hann veit að það er annar maður sem ræður fyrir Spáni í dag og hefir framtíð konungsættarinnar í hendi sér. Friðslit við Franco. Don Juan dáðist að nokkru leyti að Franco. Hann mat starf hans og viðurkenndi nauðsyn einræðisins til bráðabirgða, meðan þjóðin væri að jafna sig eftir styrjöldina. En eftir sigur vesturveldanna yfir einræðisríkjunum 1945, fann Don Jit- an að stjarna Francos fór lækkandi. í mars 1945 gaf liann út yfirlýsingu, sem varð til þess að óvinátta vftrð með þeim: Stjórn Francos liershöföingja brýt- ur í bága viö erföir þjóöar vorrar. Hún er ekki samrýmanleg því ástandi, sem núverandi styrjöld hefir valdiö í heiminum. Utanrík- isstefna Francos stofnar framtíö þjóöarinnar í hættu. AÖeins þing- bundin konungsstjórn getur skapaö friö og samlyndi og sameinaö Spán- verja. AÖeins hún getur skapaö þjóöinni viröingu, sem lögleg stjórn. Eg biö Franco hershöfö- ingja hátíölega um aö viöurkenna, aö hugmynd hans um einræöis- stjórn hefir oröiö gjaldþrota, ég biö hann um aö afsála sér völdum og fallast á aö hin gamla stjórnar- skipun veröi tekin upp aftur á Spáni ........ En Franco visaði „kröfum konungs- ins“ á bug. Hann staðfesti, gagnvart þjóðinni og umheiminum að hann teldi konungdæmið hina raunveru- legu stjórnartilhögun Spánar, og að hann persónulega ætlaði ekki að „stjórna“, og að bráðabirgðavöld lians liyrfu úr sögunni sjálfkrafa undir eins og konungurinn kæmi aftur til Mad- ríd. Þrátt fyrir mótsagnirnar í tilkynn- ingurn E1 Caudillos — foringjans — að hann hafnaði kröfum Don Juans en viðurkenndi að stjórn sín væri að- eins til bráðabirgða, birti hann aug- lýsirigu um „ríkiserfðalög". Sam- kvænit þeim skyldi ríkisstjórnarráð velja löglegan ríkisarfa til konungs, og skyldi hann ekki vera yngri en þrítugur. Það mun hafa verið meining Francos að 10 ára gamall prins yrði tilnefndur konungsefni, og á þann hátt gat Franco haldið völdunum i tíu ár enn. Þessu mótmæltu konungssinn- ar eindregið. Og Don Juan gaf út nýja yfirlýsingu og mótmælti harðlega erfðalögum Francos, sem mundu valda sundrungu hjá þjóðinni. Franco reidd- ist mjög þessari yfirlýsingu Don Juans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.