Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JONATHAN LATIMER: GARDENÍU- Woodrin lækni, en það var Rutledge sem kom í símann. Crane sagði lækninum að hann væri frá lögreglunni. Læknirinn svaraði spurning- um hans og sagði, að það væri ekkert á Simeon March að sjá, sem benti á að hann hefði orðið fyrir ofbeldi. Þetta hlyti að hafa verið slys. „Fær hann rænuna aftur?“ „Hann fær hana ef hann tórir, og það er dálítil von um að hann hafi þetta af.“ Crane spurði lækninn hvort hann vissi ' hvar fötin væru, sem Simeon March hefði verið í. Læknirinn sagði að þau væru í næsta herbergi, og Crane bað hann um að lykta af þeim. „Tókuð þér eftir nokkru sérstöku?“ spurði hann þegar læknirinn kom í símann aftur. „Nei.“ „Var ekki gardeníu-lykt af fötunum?” „Nei, ekki tók ég eftir þvi.“ Crane fór inn í stofuna aftur og sagði Williams það sem hann hafði frétt. Báðir voru forviða á því, að læknirinn hafði ekki fund- ið gardeníu-lyktina. Crane sagði að þeir yrðu að athuga hvort gúmmí væri á blástursrör- inu á bíl Simeons March. „Það er um að gera að uppgötva eina veru- lega áríðandi atriðið," sagði hann. „Hvernig getur maður vitað hvert eina áiiöandi atriðið er?“ spurði Williams. .,í þessu tilfelli það, sem sameiginlegt er um öll morðin.“ „Bílagasið," sagði Williams. s „Nei.“ „Gardeníu-lyktin ?“ „Það var ekki gerdeníulykt af fötum Simeons March.“ „Nei. En hann er heldur ekki dauður enn- þá.“ Crane glápti á hann. „Já — þarna sagðirðu satt!“ „Ég vildi óska að ég vissi hvar hún Ann er,“ sagði Williams. Ann hafði verið svo lengi burtu að bæði Crane og Williams voru farnir * að óttast það versta. Hvorugur þeirra þorði að minnast einu orði á það sem þeir voru að hugsa, en báðir voru hræddir um að hún hefði verið myrt. Þeir höfðu leitað að henni um allan bæinn, og nú voru þeir komn- ir heim í stofu aftur og reyndu að gera sér ljóst hvað þeir ættu að gera. Þeir höfðu meðal annars komið í Rauða köttinn og farið inn í vinstofuna þar. Byrl- arinn hafði samstundis beygt sig og fálmað eftir einhverju undir borðinu. „Nei,“ sagði Williams og dró upp skamm- byssu. Byrlarinn rétti upp báðar hendur. „Þegar Slats kemur aftur skal ég sjá um, að hann taki ykkur báða til bæna,“ sagði hann. „Það er leitt að hann skuli ekki vera hérna,“ sagði Williams. „Hvar er hann?“ spurði Crane. FRAMHALDSSAGA. 17. ILMURINN „Veit það ekki,“ sagði byrlarinn drumbs- lega. „Vitið þér hvar Dolly Williams er?“ „Þér ættuð ekki að vera svona spurull." Williams hallaði sér fram á borðið og seild- ist eftir viskíflösku. „Hvernig mundi yður þykja ef ég lemdi þessari í hausinn á yður?“ spurði hann rólega. „Dolly á heima í matsölu," sagði byrlarinn. Hann skrifaði heimilisfangið og rétti þeim orðalaust. „Þið komið of seint, herrar mínar,“ sagði matseljan. „Dolly Wilson fór til New York með lestinni klukkan hálftvö." Jú, þar hafði komið ljóshærð ung stúlka og talað við Dolly. En þær höfðu ekki farið út sáman. Það var hún handviss um. Dolly Wilson hafði ekki sagt henni heim- ilisfang sitt í New York, en hún hafði lofað að skrifa undir eins og hún hefði fengið fastan samastað. Hún skyldi ráða því ef hún gerði það ekki, sagði matseljan ógnandi, því að hún átti niu dollara ógreidda .... En kannske vildu herrarnir gera svo vel að .... Alice March lá á sófa með ferskjulita á- breiðu ofan á sér. Hún var að borða át- súkkulaði og las í franskri skáldsögu. Það var ekki að sjá að fráfall Talmadges og slys Sime- ons March hefði fengið sérstaklega mikið á hana. „Carmel og Peter eru nýfarin á sjúkrahús- ið,“ sagði hún. „Viljið þið ekki tylla ykkur?“ Crane afþakkaði það. „Við litum bara inn til að sjá hvernig yður liði.“ Þeim Williams kom saman um að hún væri ekki viðriðin fjarveru Ann. Það var skuggsýnt inni í stóra bílskúrnum hjá Simeon March. Þýski garðyrkjumaður- inn sýndi þeim hvar hann hefði legið þegar komið var að honum — á steingólfinu fyrir neðan opnar dyrnar á bílnum, sem hann var vanastur að nota. „Hann mun hafa ætlað að hita hreyfilinn og fengið gasið ofan í sig,“ 'sagði garðyrkju- maðurinn. „Og svo hefir hann dottið út um bíldyrnar.“ Það var hugsanlegt, hugsaði Crane með sér. Hann fann gúmmí á blástursrörinu, alveg eins og í hinum tilfellunum. Um leið og þeir gengu út sagði hann við Williams að hugsan- legt væri að gúmmíslangan hefði verið lögð inn um gluggann á afturdyrunum, alveg eins og þegar Richard og Talmadge voru myrtir. „Hann hlýtur að hafa fundið lyktina af henni,“ sagði Williams. „Hvers vegna fundu hinir þá ekki lyktina líka?“ „Richard var drukkinn," sagði Williams, „og Talmadge var stíflaður af kvefi.“ Það var líka umhugsunarvert. Áður en þeir fóru heim símuðu þeir starfs- bróður sínum í New York og báðu hann að taka á móti Dolly Wilson á brautarstöðinni og spyrja hana hvað hefði farið á milli Ann og hennar. Og nú þrammaði Crane fram og aftur á bláa gólfdúknum í stofunni, og varð æ órórra. „Við getum ekki leitað aðstoðar lögregl- unnar,“ sagði hann, „þvi að þá mundi morð- inginn sjá að við erum að njósna um málefni hans.“ Hann stansaði í hálfnuðu spori. „Og svo mundi bófinn verða hræddur og drepa hana, ef lögreglan færi að hefja leit, .... ef hann er þá ekki þegar búinn að . . . . “ „Ég kann ekki við að sitja auðum höndum,“ sagði Williams. „Njósnarastofan okkar verður til athlægis ef við verðum að leita hjálpar lögreglunnar til að finna okkar eigið fólk.“ „Það er nú betra en eiga á hættu að Ann verði drepin." „Hún vissi hvað hún gerði þegar hún af- réð að verða njósnari." Hann leit á Williams. „Sá sem velur það starf veit að það getur verið lifshættulegt." Williams sagði: „Við ættum að gera eitt- hvað.“ Crane símaði á sjúkrahúsið aftur og félck að vita að líðan Simeons March væri óbreytt. „Ef hann nær sér reynir morðinginn vafa- laust aftur,“ sagði Williams. Crane stansaði og starði út í bláinn. „Já, ef morðinginn er dálítið séður, reynir hann að gera út af við karlinn áður en hann fær rænuna,“ hélt Williams áfram. „Annars á hann á hættu að March gamli geti lýst hon- um og hann náist.“ „Já,“ sagði Crane. Hann símaði til eina blaðsins í bænum og náði í ritstjórnarfulltrú- ann. „Þetta er doktor Amos Crane frá Chicago," laug hann. „Ég hefi fréttir handa yður.“ „Hvað er það?“ „Ég er gaseitrunasérfræðingur og var að ljúka við að rannsaka Simeon March. Ég er sannfærður um að hann lifir þetta af. Hann verður sennilega búinn að fá rænuna í fyrra- málið.“ „Afbragð!" Ritstjórnarfulltrúinn komst allur á loft. „Við hvaða spítala starfið þér, með leyfi?“ „The Presbyterian Hospital," laug Crane áfram. En annars vil ég helst ekki að þér nefnið nafnið mitt. Læknarnir hérna í bænum mega alls ekki vita að ég hafi sagt yður þetta.“ „Sjálfsagt, doktor Crane. Þakka yður inni- lega fyrir að þér hringduð. Og viljið þér gera svo vel að hringja aftur, ef þér getið sagt mér eitthvað í fréttum." „Með ánægju. Og ef þér viljið tala við mig þá á ég heima í húsi Richards March — hjá William Crane frænda mínum.“ Crane var hróðugur yfir þessari síðustu hugmynd. Nú virtist þetta allt svo ábyggilegt, og auk þess hefði getað hugsast að ritstjórnar- fulltrúinn hefði náð í númerið aftur til að fá fréttina staðfesta. Og blaðið mundi vafalaust þegja yfir heimildinni að svona merkilegri frétt .... Hann náði í frakkann sinn og hattinn. „Hvert ætlarðu?" spurði Williams. „Til March & Company .... að útvega nokkra varðmenn til að hafa við spítalann," „Og hvað svo meira?“ „Svo ætla ég að vaka yfir Simeon March í alla nótt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.