Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN DIANA HUNTER: Eintómir — Ætlarðu út í kvöld, Toby? Rose Meadowes fann að þetta var flónsleg spurning, undir eins og hún var komin yfir varirnar á henni. Vitanlega ætlaði Toby út — með Suzanne Coxon. Hann hafði flýtt sér upp í herbergið sitt undir eins eftir að teið var drukk- ið, til að fara í nýju fötin. En samt gerði hún sér von um það ómögu- lega: að hann hefði hrist höfuðið og sagt að hann vildi heldur verða heima. En hann brosti til hennar 'og sagði: — Já, ég ætla ut. Ég á að hitta Suzanne kortéri fyrir sjö niðri á horninu. Hvað ætlar þú að gera í kvöld, mamma. Rose benti á garðrekuna. — Ég ætla að laga ofurlítið til í beð- inu fyrir neðan veröndina. Góða skemmtun, væni minn. Þakka þér fyrir! — Það kom ofurlítið hik á hann. — Má ég bjóða Sue heim í te á sunnudag- inn? Það er svo tómlegt hjá henni heima á kvistinum. — Vitanlega máttu það. Þú veist að allir þínir vinir eru vel- komnir hingað. Rose reyndi að vera eins alúð- leg og hún gat, en hún var með tár í augunum þegar hún horfði á hann hverfa út á strætið. Hún ætlaði að fara að fást við blóma- beðið þegar frúin í næsta húsi kom inn úr hliðinu. — Gott kvöld, frú Meadowes. Ég var að mæta honum syni yðar á götunni, rétt í þessu. Hann mun hafa ætlað að fara að hitta lag- legu stúlkuna, sem hann er svo oft með núna. Hvenær ætla þau að giftast? — Það er nú ekki farið að tala um neitt þess konar ennþá, frú Goss, svaraði Rose um hæl. Frú Goss brosti og þóttist efast. — Það er orðið svo algengt að giftast ungur nú á dögum. Þér getið reitt yður á að þér missið hann Toby frá yður bráðum. Og það verður fjórði og síðasti dreng- urinn yðar sem giftir sig — er það ekki? En þér þekkið máltæk- ið: „Maðurinn missir ekki soninn — heldur fær dóttur í kaupbæti“. Og það er nokkuð til í því. Ég hefi mikla ánægja af henni tengdadóft- ur minni. Það líður varla sá dag- ur að hún komi ekki til að spyrja mig ráða um eitt eða annað eða rabba við mig. En þarna er þá Ruby niðri á götunni, svo að ég Toby og Suzanne höguðu sér ekki eins og önnur hjónaleysi ................ þau fóru langar gönguferðir saman verð að flýta mér heim og setja yfir ketilinn. Hún hljóp af stað og Rose fór að eiga við blómabeðið. Hún fann til öfundar. Hún átti gott, hún frá Goss! Döpur í huga hugsaði Rose til þess að hún hefði einu sinni heyrt annað máltæki, sem henni fannst miklu sannara. Það var Davis læknir sem sagði það, daginn eftir að Toby fæddist. Hann hafði komið skálmandi upp stigann og gengið að rúminu sem hún lá í með nýfætt barnið á handleggn- um. — Ykkur mæðginunum líður vel? Það var leitt að okkur skyldi ekki takast að láta yður eignast dóttur i þetta sinn, frú Meadowes. Fjórir strákar í röð! Rose hafði brosað til hvítvoð- ungsins. Hún hafði óskað sér að þetta yrði telpa. Tim, maðurinn hennar mun hafa verið sá eini sem vissi hve heitt hún hafði ósk- að þess ........ — Hvaða vitleysa, læknir, hafði hún sagt. — Ég er miklu ánægð- ari með drengina mína .... — Hm! Það kann að vera, — en bíðið þér við þangað til þeir fara að vaxa. Þekkið þér ekki gamla máltækið? „Sonur er sonur þangað til hann eignast konu. En dóttir verður alltaf dóttir." — Það er víst eitthvað satt í því. En ég ætti víst ekki að tala svona við besta sjúklinginn minn. Þér eruð ung ennþá, og enn er tími til að útvega þessum bræðr- um nokkrar systur. En Toby varð síðasta barn Rose. Hún tók sér það ekki nærri. Það var enginn hægðarleikur að koma þessum börnum upp, þótt ekki væru fleiri, með því kaupi sem Tim hafði. Það kom fyrir að hún horfði öfundaraugum á litlu telpurnar í fallegu kjólunum, sem hún sá hjá vinkonum sínum. Hún hafði nóg að hugsa að bæta rifn- ar strákabrækur eða binda um skrámur á hnjám, svo að hún gaf sér ekki tíma til að hugsa um annað. Nei, það er engin sæla að standa í sporum Rose Meadows, einkum eftir að Tim beið bana við slys og drengirnir voru enn í skóla. En einhvern veginn tókst henni að bjargast af. ROSE varð glöð þegar Andrew kom til hennar og sagði henni að hann ætlaði að giftast. Betty var alúðleg ung stúlka, og þegar einn brúðkaupsgesturinn sagði að Rose „missti ekki soninn heldur fengi dóttur í kaupbæti" brosti hún og féllst á það. Það var skemmtileg tilhugsun að fá konu í fjölskyld- una — manneskju sem hún gat talað við um fatnað og mat og kannske gefið góð ráð þegar börn- in færu að koma. En það fór nú samt ekki svo. Betty átti bæði móður og giftar systur, sem hún gat ráðfært sig við. Ungu hjónin komu í „skyldu- heimsóknir“ til Rose, en það varð aldrei úr því að þau yrðu tíðir gestir, eins og Rose hafði vonað. Og nákvæmlega eins fór þegar Bill giftist, ári síðar. Og stáss- meyjan sem Friðrik fékk reyndi ekki einu sinni að láta sýnast sem hún hefði gaman af að heimsækja tengdamóður sína. Hún fékk talið Friðrik á að sækja um stöðu í London, og Rose kynntist aldrei litla drengnum þeirra, sem varð fyrsta barnabarnið hennar. Einu sinni eftir að fjölskyldan hafði öll verið heima hjá Rose, aldrei þessu vant, yfirbuguðu til- finningarnar hana. Hún fór að há gráta. Davis læknir hafði haft rétt fyrir sér. Synir veittu enga gleði. Það stóð á sama hvernig sem dekrað var við þá og stritað fyrir þá — undir eins og þeir kynnt- ust stúlku sem þeim leist á, hurfu þeir út í buskann og gleymdu æskuheimilinu. En Rose var skynsöm kona. Hún þerraði tárin úr augunum á sér og huggaði sig við að hún hefði þó alltaf Toby ennþá. Hann var miklu yngri en hinir og mundi ekki giftast fyrr en eftir mörg ár. Og hann hafði góða stöðu, og virtist ekki vera mikið upp á kvenhöndina. Að minnsta kosti hélt hún það — þá. Rose rykkti upp arfastóði og svo varð hún hugsi. Það var ekki nema vika síðan Toby hafði fyrst minnst á Suzanne Coxon. — Nýi einkaritarinn forstjór- ans kom í gær, og það er nú stúlka, sem vert er um að tala. Mikið ljómandi er hún falleg, mamma! Hún heitir Coxon — Suzanne Coxon. Heyrðu, er ekki meira appelsínumarmelaði til? Rose fann að hjartað herti á sér þegar Toby minntist á ungu stúlkuna, en henni fannst honum vera á sama um hana samt, og þess vegna hugsaði hún ekki meira um þetta. En það liðu ekki nema tveir dagar þangað til hann var, orðinn svo flumósa. — Ég hefi ekki tíma til að drekka te núna, ég náði mér í brauðbita sjálfur. Ég á að hitta Súzönnu, nýju skrifstofustúlk- una, skilurðu. — Vertu blessuð!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.