Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN — Heldurðu að það sé komið nóg af pipar í sósuna? — Nei, þakka yður hjartanlega fyrir, herra prófessor. Þér skuluð vera viss um að við hugsum hlýtt til yðar þeg- ar við notum hann. Haltu bara fast í lampann — svo skal ég snúa þér. Starf Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna gegn mýraköldunni í Asíu er þegar farið að bera sýnilegan árangur. Mauríce Pate, forstjóri barnahjálþar Sameinuðu þjóðanna, segir að í lok þess árs muni barátt- an gegn mýraköldunni iiafa komið 125 milljónum manna að liði. Hann telur vafalaust að liægt verði að út- rýma veikinni alveg. Og lækningu á þeim sem fá veikina hefir stórfarið fram síðustu 30 árin. Er hægt að lækna flesta að fullu og flugunni sem ber veikina er liægt að útrýma. Napoli Englands. „Sjáið Harwich og deyið!“ er yfir- skrift auglýsingar i blaði i Harwieh. Og síðan er það upplýst að hvergi í Englandi sé jafn ódýrt að komast í jörðina og þar. Nýi dansinn sem mest hefir breiðst út í New York i vor og sumar heitir „Kangaroo“, og er það nafnið á ástralska pokadýrinu kengúru, sem allir kannast við. Dansinn var fyrst sýndur i ungmennafélagi • nokkru í Brooklyn og hefir breiðst út með meiri hraða en nokkur annar dans, að undanteknum „charleston". Það einkennilega við kengúru er að dansendurnir snerta aldrei hvor ann- an og að allir verða þeir að syngja danslagið. Höfundurinn er lúðurblás- ari sem heitir Jimmy Ross og iýsir hann dansinum svo, að hann sé lik- astur knattspyrnuleik, sem allir þátt- taknedurnir syngi, eða þá indiána- dansi. Hann segist hafa komið dansin- um á framfæri vegna þess að hann hafi álitið hann þarfan, „og nafnið valdi ég svona, vegna þess að mér þykir vænt um pokadýr,“ segir Jimmy Ross. Breska rósaræktcndafélagið hefir bannað innflutning á amerískri rós, sem gengur undir nafninu „Litibet“, en það var gælunafnið á Elisabeth drottningu. Telur félagið nafn þetta óviðeigandi á henni. Maður nokkur sem vildi losna við köttinn sinn tók hann með sér i bil og sleppti honum 50 kílómetra ieið frá heimilinu. En eftir tvo daga sat kisa á þröskuldinum heima. Maður- in gerði aðra tilraun og fór nú 100 kilómetra leið með köttinn, en samt var hann kominn heim aftur eftir nokkra daga. Næst ók hann óraleið og fór síðan gangandi með köttinn langt inn í skóg — svo langt að hann villtist i skóginum og vissi engin betri ráð en — að láta köttinn ráða ferðinni til baka. Vitið þér...? að hátt hveitiverð veldur óbein- línis stórfelldum uppblæstri í mið- og vesturríkjum Bandaríkj- anna? Háa hveitiverðið veldur þvi að bændurnir rækta hveiti ár eftir ár á ökrum sínum í stað þess að hafa sáð- skipti eða láta þá gróa upp á milli. Hveitiræktin liefir gert moldina þurra og lausa, og þetta ásamt þriggja ára þurrkum liefir valdið því að moldar- fok hefir eyðilagt sjö milljón hektara af akurlendi. Til þess að varna þessu eru djúpplægð varnarbelti i ökrunum. Þau eru i bogum. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: „Ég vil vera trúður, segir Nilli. „Þá þarf. ég að hafa langt nef og gera ýmislegt skemmtilegt.“ — 2. mynd: „Og ég vil vera linudansmær,“ segir Pína, „og ganga með sólhlíf. Það hefi ég séð í raunverulegum sirkus.“ — 3. mynd: „Þú getur ekki gengið á línu,“ segir Pusi. „Víst get ég það,“ segir Pína. „Við skulum reyna,“ segir Nilli.“ — 4. mynd: „Hérna eru tvær stengur. Það þarf að reka þær niður í jörðina,“ segir Nilli. „Pusi, komdu og hjálpaðu mér.“ — 5. mynd: „Og hérna er band, sem má strengja milli súlnanna. Nú getur Pína reynt.“ — 6. mynd: „En ég hefi enga sólhlíf. Hlauptu lieim til hennar mömmu þinnar og vittu, hvort hún á nokkra.“ — 7. mynd: „Hérna kem ég með sólhlif- ina,“ segir Nilli. „Við megum nota hana.“ — 8. mynd: „Nú er allt í lagi. Reyndu að ganga á línunni, Pína.“ að fjöldi barna í Bandaríkjunum hefir týnt lífi í gömlum kæliskáp- um, sem legið hafa í húsagörðum, eftir að þeir urðu ónýtir? Krakkarnir fara stundum inn í þessa gömlu skápa þegar þau eru í feluleik og skella á eftir sér hurðinni. En þau geta ekki opnað innan frá og kafna i skápunum. — Þetta varð til þess að farið var að borga verðlaun þvi fólki, sem skilaði gömlum kæli- skápahurðum. En af þvi að séðir „kaupsýslumenn“ fóru að nota sér þetta, var það ráð tekið að safna skáp- unum á öskuhauga og mölva þá með jarðýtum. að sum dýr hafa gaman af myndum? 'Tilraunir liafa sýnt að hestar hafa t. d. gaman af að skoða myndir af hestum, en ekki hundum, og að frænd- ur vorir aparnir reyna að grípa í myndina, ef lnin er af apa með ávöxt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.