Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 LÍTIL DANSMÆR. — Með miklum hátíðleik stígur litla ballettdansmærin inn í bílinn, sem dyravörður gisti- hússins heldur opnum fyrir henni. Telpan er ekki nema fjögra ára, en kann sig samt svo vel að henni hefir verið treyst til að koma fram á góð- gerðasamkomu í einu leikhúsinu i London. mitinu í kveðjuskyni. Þrír háir hvellir heyrðust greinilega og endurómuðu frá klettunum í gljúfrinu. Á brekkubrúninni beið allur farang- urinn, bundinn við runna, en tilbúinn nð hefja ferðina niður. Mér fannst ég varla draga andann á leiðinni. Það var sem ég flygi mestan hluta leiðar- innar, og ef til vill hefi ég gert það öðru hvoru, því að bungur og lægðir skiptust á, en hvergi voru þó slæm hvörf. Snjórinn var harður og sléttur og rennslið mjög jafnt. Stundum fór ég iskyggilega nálægt trjám og runnum, en aldrei slengdist ég þó utan í — og ekki heldur farangurinn. Mér finnst næstum því ótrúlegt, að ég skuli hafa rennt mér niður alla þessa brekku með allan þennan far- angur á svona stuttri stundu og vera samt lifandi — já, meira að segja RÁÐHÚSIÐ BRENNUR. — Það ríkir sorg í franska smábænum Romilly Sur-Seine. Bæjarbúar hafa sem sé misst ráðhúsið sitt, sem var 75 ára gamalt, og turnklukkan, sem áður sagði fólki til tímans, er ekki til fram- ar. Ráðhúsið eyðilagðist af bruna. Myndin er tekin meðan húsið var að brenna, og rétt áður en turninn hrundi. Á myndinni stendur turninn eins og risavaxið blys upp úr logan- um og reykjarmekkinum. hvergi með skrámu eða eymsli. Ég var varla tilbúin að leggja af stað, þegar ég var komin niður. Þegar ég var komin niður brekkuna, sat ég dálitla stund kyrr í snjónum og hló eins og fífl. Og mér er ennþá hlát- ur í hug. Ég lield, að ég liafi aldrei upplifað neitt eins skemmtilegt og hlægilegt. Lloyd hefði áreiðanlega haft gaman af þvi að renna sér með mér. Og hversu innilega hefðum við ekki hlegið að öllu saman bæði tvö! Er ég hafði jafnað mig eftir hlátur- inn, stóð ég upp og fór að huga að far- angrinum. Ég leysti bögglana í sund- ur og dró þó heim að neðri skálanum, en varð að fara margar ferðir. Eg dyngdi öllu inn á mitt skálagólfið. Þetta var heilmikið dót! Eg sá það best núna. Þessi skáli er miklu minni en sá efri, enda er tæplega nokkurt autt svæði á gólfinu, þegar allt dótið er komið inn. SKÁLINN er alveg eins og hann var, er ég fór úr honum. Enginn hefir komið hingað síðan. Að ofanverðu nær snjórinn upp undir þakskeggið, en að framan er jörðin næstum því auð, til allrar liamingju. Snjórinn hefir ekki náð að hlaðast þar upp, heldur hefir skafið frá dyrunum nokkurn veginn jafnóðum og snjórinn hefir fallið. Ég verð að ná í eldivið, því að Iítið er af honum hérna i skálanum. Strax og ég liefi iivílt mig dálítið, verð ég að fara að leita. Ég hefi ekki hugmynd um, hvar ég á að leita, en veit ])að eitt, að ég verð að finna einhver sprek. Ég reyni að varpa hugsuninni frá mér, meðan ég livíli mig, því að hvíld- in verður að sitja fyrir öllu. En rúmið er ekki uppbúið, svo að hvíldin verður ekki fullkomin. Fugl af þrastarkyni kom í heimsókn til min og ég fagnaði honum vel. Hann^ settist á gluggakistuna, sperrti sig þar allan og baðaði út vængjunum. Hann sneri sér í allar áttir, eins og hann væri að sýna svarta flibbann sinn og Ijósrautt brjóstið. Ég leitaði um allt og fann loks köku, sem ég muldi niður handa honum. Eg vona að liann finni mylsnuna og komi fljótt i heimsókn aftur. Hann er svo hæverskur og fallegur. Don gat lokkað til sin marga fugla með þvi að líkja eftir liljóði þeirra. Hann gat jafnvel náð þeim með hönd- unum, þótt ótrúlegt sé. Þegar ég fór út að leita mér að eldi- við, fann ég dýrmætan fjársjóð. Það er heilmikið af mosa inn á milli sedurstrjánna. Eg er búin að draga hingað töluvert á segli. Að visu er mos- inn rennblautud undan snjónum, en þegar hann þornar, verður hann góður til sinna nota. Sundið milli bátsins og eyjarinnar er isi lagt næstum þvi alveg upp að bátnum, en íslaust er frá bótnum til lands. Straumurinn og golan munu halda þessu svæði islausu, nema fió- ann leggi allan. Það er sagt, að það komi fyrir svona fjórða eða fimmta hvert ár. ÉG VAR ÚTI mestallan daginn í dag og hefi náð lieim töluverðu af eldiviði. Meðan góða veðrið helst, ætla ég að byrgja mig eins vel upp og ég get. Þegar næsta óveður skellur á, ætla ég að kljúfa hann niður í litlar spýtur. Ég gat ekki annað en hlegið, er mér varð hugsað til úllits míns. Þarna haltraði ég áfram á hækjunni minni og teygði mig upp við livert tré, til þess að slíta niður dauðar greinar. í fjörunni hirti ég allt það, sem rekið hafði á land. Eg var i stórum og göml- um vinnubuxum af Sam og skónum hans, en gömlum jakka af Don og með námumannahúfu á höfðinu. Sjálf móðir mín mundi ekki hafa þekkt mig, og ég licfði ekki getað reiðst neinum fyrir að halda, að ég væri indíánakerling. Ég gleymdi demantshringnum mín- um á jólatrénu í efri skálanum. Eg er mjög leið út af því. Hann var svo fallegur. Eg var aldrei með hann á fingrinunt úti við, heldur bar liann i silfurkeðju um hálsinn með giftingar- hringnum. í gærkvöldi kom ég af tilviljun við keðjuna og saknaði þá hringsins. Hvernig gat ég gert þetta? Hvers vegna í ósköpunum lét ég hann eigin- lega á jólatréð? Ég get ekki skilið, live kærulaus ég hefi verið. Eg hefi skilið hann eftir eins og hann væri ekki annað en venjulegt gler. Þrír ættliðir Martins fjölskyldunnar hafa þó verið hreykn- ir af þvi að skarta með honum. En ég ætla að sækja hann seinna. Hann er ekki týndur. Innan tveggja mánaða verð ég kom- in með barnið á handlegginn, ef guð lofar. Mér líður ágætlega. Eg finn þó til sárinda i síðunni, þegar ég vinn of mikið, og mig verkjar í fótinn, þegar niér verður kalt. Ég er alltaf svöng og borða fimm eða sex sinnum á dag. En samt er maginn alltaf tómur, finnst mér. Ég ber barnið svo hátt, að ég held að það þrengi að maganum, svo að hann tek- ur við minna í einu. Barnið hefir dafnað vel og stækkað mikið. Ég get fundið það með hönd- unum, að það er komin mannsmynd á það. Eg finn bæði fyrir höfðinu Og handleggjunum. Hún hlýtur að vera heilbrigð, því að lnin ærslast svo mikið. Þrösturinn kom aftur í dag — tvisv- ar sinnum — snemma í morgun og svo nokkru fyrir myrkur. Hann nart- aði í brauðmolana, sem ég hafði fleygl út, baðaði út vængjunum og lioppaði til og frá á gluggakistunni. Hann er svo tignarlegur fugl og teygir úr sér, þegar hann skimar i kringum sig. Og borðsiðir hans eru til fyrirmyndar. Hann gleypir ekki í sig matinn eins og banhungraður úlfur, heldur tekur litla bita með hæfilega löngu og reglu- legu millibiii. ÉG HEFI verið að velta því fyrir mér, hvernig ég geti komist út i bátinn, og nú veit ég, hvað skal gera. Eg ætla að gera mér fleka og fara á honum. Flekinn á að vera úr tólf trjábolum, og ég hefi þegar komist yfir fimm. í dag rak fallegan trjábol á land. Ilann er næstum þvi tuttugu og fimm feta langur og tveir þumlungar í þver- mál að ofan, en um það bil sjö þuml- ungar í gildari endann. Þessi trjá- bolur sagði mér heilmikið. Þetta er toppurinn á trjábol, sem skógarhöggs- mennirnir hafa fellt. Þeir höggva allt- af toppinn ef, áður en þeir fleyta viðn- um niður eftir ánum til sjávar. Ég veit, að skógarhöggsmennirnir eru ekki mjög langt í burtu, því að trjábolurinn hefir ekki verið lengi í sjó. Veðrið er ennþá ágætt, og fyrir það er ég þakklát. Eg hefi unnið úti við i allan dag og komið heim með talsvert af sprekum og mosa. Annars eyði ég litlu eldsneyti þessa dagana, meðan ég get verið úti. Ég kveiki aðeins upp kvölds og morgna, en borða kaldan mat um miðjan daginn. Ef til vill get ég lokið við flekann minn á morgun. Frh. í næsta blaði. BJÖRGUNARFLEKI. — Þessi nýja tegund af björgunarfleka hefir verið til sýnis undanfarið á höfninni í Lon- don. Það er hægt að fylla hann af lofti á 30 sekúndum og þá ber hann 20 manns. Sýningin fór fram í sund- laug um borð í skipi og á myndinni sést maður hoppa niður í flekann. HANS EIGIN SÓL. — Þýskur mynd- höggvari, sem finnst sólin skína of sjaldan á sig, hefir búið sér til sól handa sjálfum sér og hengt hana upp á þil í vinnustofunni sinni, og þar lýsir hún bæði dag og nótt. En hún hefir aðeins þann galla að hún er dýr- ari í rekstri en „gamla sólin“. FJANDMENN HITTAST. — í fyrsta skipti hittust fjandmenn, sem barist hafa í átta ár, þegar fulltrúar frá franska hernum og Viet-Minh-hernum komu saman til að ræða um grundvöll fyrir vopnahléi, í júnímánuði. Hér sjást lögreglumenn frá Frakklandi og Viet-Minh hlið við hlið fyrir utan bragga í Trung Gia, 40 km. fyrir norð- an Hanoi, en inni í bragganum er verið að þinga um vopnahlé.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.