Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 3

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Blaðið ísafold 80 ísafoldarprentsmiðja. Hinn 19. sept. s.l. átti ísafold — elsta blaðið, sem nú er gefið út á ís- landi — 80 ára afinæli. Það var Björn Jónsson, sem siðar varð ráðherra, cr stofnaði til þessarar blaðaútgáfu, en hann var þá nýkominn heim frá námi. Eins og kunnugt er var Björn einn þróttmesti ritsnillingur og stjórnmála- skörungur liér á landi um langt skeið Björn Jónsson. ognaut blaðið hinna miklu starfskrafta hans lengi. Er hann lét af ritstjórn, tóku þeir við um nokkurt skeið hvor á eftir öðrum, Ólafur Rósinkrans og Einar H. Kvaran. Árið 1909 gerðist Ólafur Björnsson, sonur Björns Jónssonar, rilstjóri ísa- foldar. Hann liafði þá nýiega lokið hagfræðinámi ytra og sneri sér að blaðamennskunni af lífi og sál. Isa- fold naut þó ekki starfskrafta hans lengi, því að hann lést árið 1919, að- eins 30 ára gamall. Ólafur hafði stofnað Morgunblaðið árið 1913 áSamt Vilhjálmi Finsen og gerst einn af merkustu og mikilvirk- ustu brautryðjendum blaðaútgáfu hér á landi. Eftir lát Ólafs Björnssonar gegndi Vilhjálmur Finsen ritstjórnarstörfum við Isafold, en hann var þá jafnframt Ólgfur Björnsson. ritstjóri Morgunhlaðsins. Síðar var Einar Arnórsson ritstjóri blaðsins um nokkurt skeið, en eftir það varð ísa- fold vikuútgáfa af Morgunblaðinu og liefir ritstjórn beggja blaðanna að miklu leyti verið sameiginleg síðan. Núverandi ritstjórar eru þeir Vaitýr Stefánsson og Sigurður Bjarnason. Árið 1930 var vikublaðið Vörður, sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf út, sameinað ísafoldu, og heitir blaðið nú ísafold og Vörður. Ungfrú Emily, ensk stúlka, hefir nýlega fengið 3.500 sterlingspunda skaðabætur fyrir líkamsmeiðsli, og það var unnustinn hennar sem varð að borga peningana. Svo var mál með vexti að. þau voru i bíltúr saman og rákust á annan bíl og Emily meiddist m. a. í andliti. Hefir tekist að laga þessi meiðsli að öðru leyti en þvi að smávöðvi við annað augað hefir lam- ast, svo að Emily er alitaf að depla auganu. Þetta liefir liaft í för með sér ýmiss konar misskilning og stundum óþægilegan. Til dæmis réðst kona með offorsi á liana fyrir að liún liefði verið að gefa manninum sínum undir fót- inn með þvi að depla augunum. Og í annað skipti varð Emily að reka ung- um manni löðrung til að losna við hann, því að hann hafði misskilið augnadeplið. Nú verður Emily vesling- urinn alltaf að ganga niðurlút til þess að augað hættulega sjáist síður. Dóm- arinn féllst á málstað hennar og unn- ustinn varð að greiða skaðabæturnar. Flokkur Akurnesinganna við heimkomuna frá Þýskalandi. Ljósm.: Bjarnleifur Bjarnleifsson. Murnesingor hðini heim iir heppnisför um Þýshaland Knattspyrnumenn frá Akranesi eru nýkomnir lieim úr keppnisför frá Þýskalandi. Léku þeir þar alls fjóra leiki við mjög sterk iið og stóðu sig með mestu prýði, þótt þeir töpuðu öll- um leikjunum nema einum, en það varð jafntefiisleikur við Þýskalands- meistarana. Flokkurinn fór utan 28. ágúst, og var Gísli Sigurbjörnsson aðalfaraT- stjóri, en jafnframt voru í för með knattspyrnumönnunum forvígismenn knattspyrnumála á Akranesi. Þá var Magnús Jónsson, markmaður úr Fram, með í förinni. Fyrsti leikurinn var háður við úr- valslið Hamborgar og töpuðu Akur- nesingar þeim leik með engu marki gegn tveimur. Var röskur helmingur liðs Hamborgar skipaður sömu mönn- um og voru hér í vor í boði Akurnes- inga. Annar leikurinn fór fram i Hannover, en þar var Jeikið við styrkt lið Þýskalandsmeistaranna, og lyktaði leiknum með jafntefli, tvö mörk gegn tveimur. Síðustu leikirnir voru háðir í Braunsclvweig og Berlín, en þar var leikið við úrvalslið frá Neðra Saxlandi og úrvalslið frá Berlin. Þjóð- verjar unnu báða leikina, þann fyrri með sjö mörkum gegn þremur, en liinn síðari með fimm mörkum gegn þremur. Það er ánægjulegt til þess að vita, hve tíð gagnkvæm heimboð knatt- spyrnumanna frá Vestur-Þýskalandi og Islandi eru orðin, og vonandi verð- ur áframhald á slikri samvinnu. Hér heima hefir verið fylgst vel með keppnisferð Akurnesinganna, þvi að miklar vonir eru tengdar við hið góða og vel þjálfaða knattspyrnulið þeirra, sem hefir orðið þjóðinni til sóma á margan liátt og lyftistöng fyrir ís- lenska knattspyrnu. * t CHU TEH, yfirhershöfðingi kínversku kommún- istaherjanna. Nafn hans hefir mjög borið á góma í sambandi við vaxandi átök milli herja Chang Kai sheks og Pekingstjórnarinnar við strendur meginlandsins. Hvað er bjartsýni? iSir Winston Churchill sagði nýlega: Ég liefi alltaf verið bjartsýnn. Þegar flaskan er orðin hálftóm segi ég að lnin sé hálf-full. — Leikarinn Hans LOUIS MOUNTBATTEN, núverandi. yfirmaður breska flotans í Miðjarðarhafi. Það er nú almennt talið í London, að jarlinn verði gerð- ur að æðsta manni breska flotans (First Sealord) innan skamms. Albers segir að það sé bjartsýnn mað- ur, sem ekki drepur á hreyflinum þegar konan hans þarf að skreppa inn í búð og segir: „Ég verð ekki nema augnablik!“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.