Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Þú ert að rella út af því að þurfa að halda í hespu. Það var nú það. Næstu dagana var hann úti með Súzönnu kvöld eftir kvöld. Rose hafði líka hitt hana. Þetta var einstaklega geðs- leg stúlka, látlaus í klæðaburði, opinská í framgöngu og aðlaðandi. Rose kunni vel við hana — þangað til hún fór að hugsa til þess að þetta væri stúlkan, sem ætlaði að taka Toby frá henni. Þegar á allt var litið höfðu kon- urnar þeirra Andrews, Bills og Friðriks verið einstaklega alúð- legar ungar stúlkur, og henni hafði fallið vel við þær allar — fyrst í stað. Toby og Súzanna höguðu sér ekki eins og önnur hjónaleysi. Þau fóru nærri því aldrei á kvikmynd- ir eða dansstaði, og þau sátu ekki og horfðust í augu og héldust í hendur, eins og hin höfðu gert. Þau gengu langar gönguferðir saman, en Rose var þó sannfærð um að þeim væri alvara. Toby hefði alls ekki verið svona mikið með stúlkunni ef hann hefði ekki ætlað sér að eiga hana. Hann var ekki af því taginu sem duflár við hvaða stelpu sem var — það hafði enginn drengjanna verið. Þremur vikum síðar sagði Toby yfir morgunmatnum: — Mamma, ég verð að segja þér nokkuð mik- ilsvert. Þú verður víst víst heima þegar ég kem af skrifstofunni? Það lá við að Rose missti kaffi- bollann. Nú var komið að því! — Já, vitanlega verð ég heima, drengurinn minn. Kemur hún Suzanne með þér? — Sue? Já-já. Hún á sinn hlut af sökinni á því, að .... nei, ég segi ekki meira að sinni. Þetta var miðvikudagur og þann dag var Rose vön að hafa hreingerningu, en í dag gat hún ekki beitt sér að neinu. Hvað eftir annað sagði hún við sjálfa sig að Toby þætti vænt um Suzanne, og að hún ætti sjálf að vera glöð hans vegna. En hann var svo ungur, hugsaði hún angurvær. Hún hefði átt að fá að halda hon- um nokkur ár enn. Klukkan var að verða hálfsex og Rose fór i rósótta silkikjólinn sinn og setti blóm úr garðinum á borðið og tók fram fallegasta borðbúnaðinn sinn. Skömmu sið- ar heyrði hún Toby og Suzanne koma inn í garðinn. Toby fór beint inn í stofuna og faðmaði móður sína að sér. — Mér tókst það, mamma! Nú geturðu óskað mér til hamingju kallaði hann. Rose tók andköf. — En hvað ég er glöð, Toby. Vegna ykkar beggja. Ég vona að þið verðið hamingjusöm saman. Toby starði á hana. — Hvað ertu að tala um, mamma? Það er ómögulegt að þú vitir hvað ég ætla að segja þér. Hlustaðu nú á: Ég er orðinn deildarstjóri í út- flutningsdeildinni. Og það á ég Sue að þakka. Það eina sem mig skorti var kunnátta í frönsku. En svo kom Sue og bauðst til að kenna mér. Hún er frönsk í aðra ætt, eins og þú kannske veist. Og svo gengum við út á kvöldin og töluðum alltaf frönsku saman. — Toby, drengurinn minn, skelfing er ég glöð. Komið þið nú inn. Teið er tilbúið. Skömmu síðar, meðan Suzanne var úti, spurði Toby glettnislega: — Hvað hélstu að ég ætlaði að segja þér, mamma? Rose roðnaði. — Ég hélt vitan- lega að þið Suzanne ætluðuð að fara að gifta ykkur. Hvað átti ég að halda annað? Þú minntist ekki einu orði á frönskukennsluna eða neina nýja stöðu. — Gifta mig? sagði Toby. — Það er of snemmt að hugsa um slíkt ennþá. — Það var gott, drengurinn minn, sagði Rose hressari. — En það er eitt, mamrna. Toby varð alvarlegur. — Fram- vegis verð ég oft í ferðalögum, svo að þú verður einmana, og það fellur mér illa. í sömu svifum kom Suzanne inn. Rose hlýnaði um hjartaræturnar er hún sá hana. Suzanne hafði verið dásamleg, að fórna fristundum sínum til að kenna Toby frönsku. Þetta voru skemmtilegir sam- fundir. Þau voru að hella í þriðja bollann þegar drepið var á dyrnar og frú Goss rak inn hausinn. — Ó, Toby, gætirðu gert svo vel að hjálpa mér með öryggi, sem hefir brunnið í sundur? Mað- urinn minn er ekki kominn heim og......... — Ég skal koma strax, sagði Toby og stóð upp. Þegar þau voru farin ætlaði Rose að fara að segja eitthvað við Suzanne, og sér til undrunar sá hún að stúlkan var með tár í aug- unum. I annað skipti í dag varð Rose efandi og undrandi. Það var mál út af fyrir sig að Toby væri ekki ástfanginn af Suzanne, en setjum nú svo að hún elskaði hann? — Er eitthvað að, væna mín? spurði hún. — Nei, nei, þetta er flónska úr mér, frú Meadowes, en mér hefir liðið svo vel hérna hjá yður, það er alveg eins og var heima — áð- ur en foreldrar mínir dóu. — Góða mín, þá skuluð þér koma hingað eins oft og þér getið. Það væri allra best ef þér vilduð — eiga heima hérna. Ég hefi nóg pláss. Og ég er viss um að okkur kæmi vel saman. — Er yður alvara, að ég fái að búa hjá yður? Andlitið Ijómaði. — Ég tek því með þökkum. — Jæja, þá erum við ásáttar um það. Og svo — með tímanum — það var ekki gott að vita hvað fyrir gat komið. Rose hafði grun um að tilfinningar Toby gagnvart Suzanne væru dýpri en hann lét bera á. Þau voru ung ennþá — en eftir tvö ár ........ Rose brosti ánægjulega. Hún hafði kannske verið sérstaklega óheppin með fyrri tengdadæturn- ar. En hún var viss um, að ef Toby giftist Suzanne mundi hún fá „dóttur í kaupbæti". * Josef Haydn jarðaður 5. júní — 134 árum eftir andlátið. Einkennileg athöfn fór fram laugar- daginn fyrir hvítasunnu, i sambandi við tónlistarvikuna i Wien. Þá var útför tónskáldsins Josefs Haydn form- lega fram í Eisenðtadt. En Haydn dó í Wien 31. mars 1809, 77 ára gam- all, og lík hans hefir legið i gröf i Eisenstadt í • 134 ár — höfuðlaus'.. Eoks var hauskúpa hans sameinuð likinu 5. júní síðastliðinn. Þetta er dálitið kynlegl, en það er fleira skrítið um legstaði austurrískra tónskálda. Til dæmis hefir Mozart verið settur veglegur minnisvarði á St. Marxer-kirkjugarðinum i Wien, sem nú hefir verið lagður niður, en enginn veit hvar Mozart er grafinn. Hann var jarðaður i fátækragrafreit og jafnvel samtiðarmenn hans vissu ekki hvar gröf hans var. Svo mikið er víst að hún er ekki nálægt minnisvarðanum. En jarðneskar ieifar Haydns eiga sér ])ó merkilegri sögu, sem loks er lokið með því að sameina liöfuðið likam- anum. Kvöldið fyrir hvítasunnu var höfuð Haydns flutt frá Wien til fæðingar- staðar Haydns í Haslau og þaðan til Eisenstadt, sem er höfuðstaður Burgenlands í Austurríki, og frægur fyrir svip þann sem Esterhazy greifi og Haydn samtiðarmaður hans settu á bæinn. Ennþá prýða brjóstlíkneski og mál- verk af ungverskum konungum höll hins ungverska greifa Esterhazy, en hin mörgu óðul ættarinnar liafa Rúss- ar slegið eign sinni á. — í hinni gömhi Esterhazyhöll, sem nú er fundarstað- ur héraðsþingsins í Burgenland, var fjöldi af merkustu verkum Haydns leikið í sambandi við tónlistarvikuna. En livernig varð höfuð Haydns við- skila við líkamann? Haydn var graf- inn í Wicn 1809, en ellefu árum síðar, 1820, lét Esterhazyfjölskyldan grafa upp kistuna og flytja hana til Eisén- stadt. Þótti betur fara á því, að Haydn fengi leg i Eisenstadt, því að þar hafði hann lifað og starfað lengst af mann- dómsárum sinum. En þegar kistan var opnuð kom það á daginn að likið var höfuðlaust. Sagan segir að tónelskir læknastúdentar hafi mútað ritara Esterhazys til að fá höfuðið og geyma það sem eins konar helgidóm, en jafn- framt ætluðu þeir að gera á haus- kúpunni alls konar athuganir „til efl- ingar tónlistarþekkingu og vísindum". Er sagt að ritari Esterliazys, Josef Karl Rosenbaym, hafi játað þetta á sig á banasænginni. Og nú spunnust margar þjóðsögur um liauskúpuna. Hún var lengi í eigu kunnrar læknisættar í Wien, sem Rokitansky hét, en málaferli urðu svo út af hauskúpunni milli mannfræði- safns Wienarháskóla og „Tónlistarfé- lagsins" þar. Vann hið síðarnefnda málið, og hauskúpan var afhent fé- laginu og hefir siðan verið geymd í safni þess í Wien. Esterhazyfjölskyldan, sem lét sér mjög annt um að hauskúpan kæmist á réttan stað, lét fyrir rúmum hundrað árum gera steinkistu fyrir likið og stendur hún í Bergskirkju í Eisen- stadt. En liún hefir staðið tóm i allan þennan tima, þvi að svo var kveðið, að lílcið skyldi.ekki iátið í kistuna fyrr en liöfuðið færi þangað lika. Þannig var bæði búkur oð höfuð flutt i steinkistuna i Bergskirkju kvöldið fyrir hvitasunnu. * LANGT NEF ! í New York hefir gamall Gyðingur, sem heitir Ismail Masha og segist vera 111 ára, haft góða atvinnu. Hann lét það berast að hann gæti látið sköllótt- um mönnum vaxa hár á ný. Nú þyrpt- ust tiúnuskallar stórborgarinnar til hans. Hann lét þá borga tvo dollara hvern, kleip svo í nefið á þeim og blés i annað eyra þeirra og sagði þeim svo að fara heim og biða þangað til hárið færi að vaxa. — En enginn gat fundið nein álirif af þessari egyptsku lækn- ingu og ýmsir þeirra sem gabbaðir höfðu verið stefndu Ismail Maslia fyrir svik. Rétturinn dæmdi hann í smá- sekt, og kvað sköllóttu mönnunum sjálfum mest um þetta að kenna, því að þeim hefði verið gefið i skyn af „lækninum" að liann væri að gabba þá.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.