Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 6

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSGREIN. t KVENHETJAN FRÁ ALASKA HALDIÐ TIL ÓSMEYKUR. — Það er alls ekki sjaldgæft að íkornar verði mannelsk- ir og sníki mat hjá fólki. Þessi sem sést á myndinni er að minnsta kosti ekki hræddur við börn og borðar með bestu lyst úr lófanum á þeim. ÓVENJULEGUR HOLLVÆTTUR. Hópur íþróttamanna frá Norður- Rhodesíu, sem fór á mót í Vancouver, hafði sjaldgæfan hollvætt með sér í ferðinni. Það er svokaliaður hálf-api eða lemúr, og er ekki stærri en svo að hægt er.að hafa hann í vasanum. ÞJÓÐDANSAR. — í júlí komu d ans- arar úr ýmsum löndum heims saman á þjóðdansamót í Norður-Wales, og settu svip á umhverfið'meðan á mót- inu stóð. Þetta var talsvert mislitur söfnuður og hér á myndinni sést dansfólk frá Nígeríu, Belgíu og Frakk- landi, vera að skiptast á eiginhandar- ritum. Ég náði í blikkdunk fullan af mold neðan úr geymslunni undir gólfinu. Þegar ég hafði komið trénu fyrir í honum, stóð það traustum fótum. Ég setti það upp á mitt borðið, og þav skal það standa út árið. Á veggjunum í skálanum hefi ég komið fyrir sedrusviðar- og óðjurtar- greinum. Það er hátíðarsvipur á öllu og ég er sjálf i hátíðarskapi. Saltað dádýrakjöt var í pottinum. Eg hafði sett ýmislegt krydd út i, þvi að þetta átti að vera kalkúninn minn. Mig vantar Don til að skera kjötið og Lloyd til að rétta diskana. Ég vona, að þessi jól verði ekki döpur fyrir Lloyd. Eg vona, að hann reyni að gera sér það besta úr öllu og reyni að komast í jólaskap, eins og ég. Nú er hann sennilega kominn austur aftur. Fólkið mitt hlýtur að hafa látið liann koma til sín, strax og þau fengu vitneskju um, að okkar Don væri sakn- að. Sennilega hefir hann verið tregur til þess að fara i fyrstu, en þegar öll von var úti, hefir hann áreiðanlega verið feginn að fara burtu frá Alaska. Þetta verða fyrstu jólin hans án foreldra sinna. Eg vona, að hann sakni okkar ekki of mikið. Ég vil ekki, að liann sé dapur á jóladaginn. Ég vil, að Don sé ’lika hamingju- samur. Eg vona, að guð láti fisk eða fugl að minnsta kosti seðja hungur lians um jólin. Við getum ekki verið saman, en samt ættum við ekki að þurfa að gefa okkur sorginni á vald. Don hefir dug og greind til þess að horfast i augu við hið ömurlega og gera sér sem mest úr þvi mögulega. Ég ætla mér líka að notfæra mér mína möguleika til liins ýtrasta. Lausamjöll liggur eins og hvit sæng yfir öllu og mjúkar snjóflygsur svífa til jarðar. Það er jólaveður, eins og allir vilja hafa það. Ég hekl þær venjur, sem ég hefi ætíð haft i heiðri á hverjum jólum, eftir því sem ég get. Það er búið að leggja kvöldverðinn á borðið með því, sem venjulegt er á aðfangadagskvöld. Eg befi búið til lítinn sokk fyrir barn- ið til þess að hengja upp og sett dá- lítið af brjóstsykri og rúsínum i hann — eins og hún sé þegar kominn í heim- inn. Það er kveikt á ölhun lömpum, og nú syng ég jólasálma og rifja upp liðin ár. Mér liður eiginlega ágætlega. Barnið virðist hreyfa sig eðlilega og stækkar. Eg hefi mat og húsaskjól, ljós og hita, ýmislegt góðgæti og jólatré. Eg er inni lega þakklát fyrir þetta allt — fyrir allt, sem ég hefi þetta aðfangadags- kvöld. Ég sé í anda bernskuheimili mitt á jóladagsmorgun, og ég minntist jól- anna með eiginmanni mínum og syni. Eg get hlegið með sjálfum mér að þessum skemmtilegu endurminning- STRANDAR. uiri,. og ég syng sömu jólasálmana og við vorum vön að syngja. Og loks kemur myrkrið. Það er bú- ið á lömpunum og ljósið smádvínar. Aðfangadagskvöldið er senn á enda. Þetta var á margan hátt yndislegt aðfangadagskvöld og jóladagurinn varð mér einnig ánægjulegur. Allan morguninn stóð ég í matartilbúningi og ég borðaði indæla máltið. EFTIR hádegismatinn fór ég út að viðra mig, en síðan settist ég niður til að tefla skák. Það er hægri liöndin á móti þeirri vinstri. Eftir hvern leik flutti ég mig liinu megin við borðið. Hægri höndin vann — ég hefi senni- lega verið hliðhollari henni. Þegar skákinni var lokið, settist ég niður við borðið og fór að rifja upp fyrir mér gamlar jólaminningar. Eg vona, að um næstu jól verði fjölskyld- an aftur sameinuð og ég fái að njóta návista eiginmanns mins og Llóyds litla — að ógleymdu ófædda barninu, sem vonandi verður áugasteinn okkar allra, þegar jól ljóma i skammdeginu að ári. Það snjóaði alla nóttina og það snjó- ar ennþá, svo að nú eru konmir sex dagar sífelldrar snjókomu. í morgun lék ég mér í snjónum eins og ég væri orðin ung á ný. Eg hnoðaði snjóbolta og kastaði þeim upp í loftið. Síðan gekk ég alla leið út að lindinni, þar sem ég hafði náð í vatnið. Snjólagið er orðið 10 fet á dýpt eða meira, og ég náði engu vatni. Ég liefi aldrei vitað jafn undarlegt veðurfar. Það hætti allt í einu að snjóá fyrir hádegi og glampandi sólskin var í heilan klukkutíma. Þá kom þoka og síðan krapaslydda, en nú er farið að frjósa á ný. Ég ætla að fara niður að ströndinni. Eg skal. Guð hefir gefið mér gott færi, og ég ætla að notfæra mér það. Ég ætla að leggja af stað í býtið í fyrramálið. Ákafinn er svo mikill, að ég verð að halda aftur af mér fremur en hitt. Annars veit ég ekki, hvers vegna ég þarf að fará niður að strönd- inni. Eg er svo önnum kafin við und- irbúninginn undir ferðina, að ég má ekki vera að þvi að lmgsa um það. Ég veit ekki, hvað ég mun finna niðri við ströndina, en ég veit, hvað ég mun ekki finna. Engan mat, lítinn eldivið, engan rúmfatnað, vondan legubekk, sárafáa potla og pönnur, enga vatnsþró og ekkert af hinum ýmsu smáhlutum, sem ég hefi hér. Samt verð ég að fara. Eg ætla að taka með mér allt, sem ég get. ÉG VANN sío mikið í dag, að ég fékk verk í vinstri siðuna. Eg varð að hvíla mig, þangað til liann fór. Eg er að búa til stóra böggla, sem ég ætla að renna niður snævi þakta brekkuna. Eg er búin að' fylla alla poka, sem ég hefi fundið, og sumt vef ég innan i segl- dúk og vef sprengiþræði utan um. Það var heppilegt, að ég fann ís- skóna, sem karlmennirnir notuðu í fyrra, þegar hálka var uppi í gljúfr- inu. Annan hefi ég ólað við hækjuna, en hinn er á öðrum fætinum. Eg hefi farið, þrjár ferðir fram á brekkubrún- ina og dregið nokkuð af farangrinum þangað, svo að ég hafi minna að gera á morgun. Ég verð að hraða mér, svo að ég komist af stað, áður en veðrið breyt- ist til.hins verra. Eg er búin að nota ósköpin öll af sprengiþræði til að vefja utan um bögglana, en ég verð að eiga nægilegt eftir til þess að hnýta þá saman, áður en þeir leggja af stað í ferðina niður til strandar. Siðan ætla ég að binda sjálfa mig við lestina. Annað hvort hlýtur ferðin að heppn- ast eða hún getur orðið afdrifarík fyr- ir mig. Þegar lagt hefir verið af stað, verður ckki hægt að snúa við. Ég er viss um, að það er komið fram á miðja nótt. Nú hcfi ég líka gcngið frá flestum bögglunum og ætla að sofa dálitla sturnl, áður en ég legg af stað. MORGUNINN, sem ég fór úr cfri skál- anum, sprengdi ég nokkuð af dýna- FÍLREKI f ZOO. — Nino Marcel er 18 ára og hefir alist upp í Hollywood og gegnir því starfi að stjórna fílun- um þar. Hann brá sér nýlega í skemmtiferð til London og fór auð- vitað í „Zoo“-dýragarðinn þar og at- hugaði fílana. Þeir voru svo þægir við hann að hann hefir leyft sér að bjóða ungri stúlku með sér í „útreiðartúr" á einum þeirra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.