Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN: Þjójurinn hyssti júliönu CITLA húsið stóð eitt sér í myrkr- inu. Maðurinn sem hafði klifrað varlega inn um gluggann á neðri hæð, þuklaði á vasanum. Skammbyssan var þar. Allt i einu var kveikt .... Fyrir framan hann stóð ung kona, sem rak upp óp, tók höndunum um brjóstin og starði ó hann. Hún var með festi úr gervisteinum um hálsinn. Síði nátt- kjóllinn hennar var íburðarlaus og það skein í axlirnar gegnum þunnt silkið. „Hver eruð þér?“ spurði konan. Innbrotsþjófurinn horfði á glampandi augu og munn, sem bar bæði reynslu og vonbrigðum vitni. — Nú? spurði hún þegar maðurinn svaraði ekki. Loks sagði hann: — Þér eruð Juliana Haldane, er ekki svo? Hleypið mér inn! Hann lyfti skammbyssunni. Júlí- ana vck til hliðar og horfði þegjandi á manninn. Hár, geðfellt andlit, vel tit fara, hugsaði hún með sér. „Ég skal ekki tefja yður lengi,“ sagði hann. „Afhendið mér skartgripi yðar, ávísanahefti og peninga. Til vonar og vara verðið þér að opna allar yðar hirslur. Það borgar sig ekki að reyna að kalla á hjálp eða nota talsímann.“ Júlíana leit hatursaugum á mann- inn. Jafnframt var eitthvað raunalegt við hana, sem hann skildi ekki. Hún fór með hann inn í vinnustofu sína. „Ég á eriga skartgripi. Óg ekki per.- inga heldur. Og ávísnaheftin mín koma yður ekki að gagni heldur. þvi að innstæðan er engin.“ 'Það var þrek og djörfung í þessari konu, og þjófurinn færði sig nær henni. „Ég skal bráðlega ganga úr skugga um það,“ sagði hann. „Farið þér í kápu, annars gæti yður orðið kalt.“ Ilann fann að þessi kona at- liugaði hann sem mann en ekki sem innbrotsþjóf. Hann litaðist um i stof- unni og rak augun í skrifborðið, sein var stórt. En á litlu borði við hliðina á því var ritvél. Það var blað í rit- vélinni. Maðurinn laut niður og las það sem stóð á blaðinu: „Þegar ég hugsa til þín og ásta okkar, Erwin, finn ég hve mislit og lítilmótleg cevi mín er. Eg finn aS ég er að sökkva, lífið er til- gangslaust óðagot. Eg 'hefi fórnaö öllu fyrir þig: œrunni, eignum mínum, skartgripum minum. Þú hefir misnotaö ást mína. Þaö er ekki efnalega fátæktin sem þú hefir valdiö mér, sem ríöur mér aö fullu. Eg lieföi getaö fórnaö þér aleigu minni, en ........ „Nú, það stendur þá svona á fyrir yður,“ sagði innbrotsþjófurinn og stakk byssunni i vasann. Svo benti hann á annan hægindastólinn. „Setjist þér. Ég tel aðalerindi mínu hingað lokið. En ég þarf að tala við yður um annað.“ Júliana leit forviða upp. „Jál Þér megið ekki halda að við innbrotsþjófar séum tilfinningalausir menri. Ég vildi heldur svelta en stela frá fátæklingi. Og þér eruð fátækling- ur, frú Júliana. Þó að það sé meö öðru móti en venjulega." Hann tólc í höndina á henni og liélt í hana um stund. Júlíana varð lirædd og kippti að sér hendinni. „Ég fann það þegar ég sá yður,'að Ritstjóri: RAGNHEIÐUR ÁRNADÓTTIR. SÉRIÍENNILEGUR KJÓLL teiknaöur af Maggy Rouff. Hálsmáliö er flegiö og rykkt og blússan myndar sterka andstæöu viö sérlega þröngt pilsiö. Svart flauelsband er lagt um mittiö á nýstárlegan hátt. ást við fyrstu sýn er í raun og veru til .... Ég held að þér gætuð gert mig að betri manni.“ Júlíana heyrði hjartað slá. „Ilaldið þér það?“ sagði hún. „Já, ég held það,“ sagði hann. Svo stóð hann upp. Júlíana fann samúðarkennd fara um sig alla. Hún mátti ekki valda honum vonbrigðum. — Hann treysti henni. Hún þoldi að láta hann kyssa sig .... Horfði á hann stórum augum. Aðeins augnablik liafði hún verið hrædd og borið fyrir sig hendurnar. Loks ýtti hún honum frá sér. „Þéi verðið að fara .... strax!“ Hann rétti úr sér. Orð hennar snertu hann eins og kaldur málmur. Hann leit við einu sinni enn. Svo gekk hann liljóðlega fram í anddyrið — glugginn var opinn ennþá .... Júlíana lcit á ritvélina með tárin í augunum. Svo dró hún blaðið úr vél- inni. í hægra horni að ofan var tala, sem innbrotsþjófurinn hafði ekki tek- ið eftir. Sextugasta og áttunda blað í skáldsögu, sem Júlíana Haldane var að semja. Það skyldi innbrotsþjófurinn ekki fyrr en nokkrum mánuðum. seinna, er hann sá í glugga bók eftir Júlíönu Haldane, sem hét „Innbrotsþjófurinn kyssti .......“ Og maðurinn sem hafði kysst Júli- önu sór þess dýran eið að hann skyldi aldrei treysta kvenmanni framar. * DrrtlfSr> COLA (Spurj DMKK Violet Pretty sem nú er orðin 21 árs, sigraði fjórtán sinnum í fegurðarsam- keppni áður en lnin varð 18 ára. Ilún var kjörin „Miss Britain“ árið 1950 og fékk þá þúsund sterlingspund og silfurbikar, en síðan hefir hún ekki tekið þátt í fegurðarkeppni heldur kemur fram í víðsjá og á leikhúsum. — Þegar ameríski víðsjárkórigurinn Herberth C. Rice sá liana í ensku viðsjánni fyrir nokkru falaðist hann eftir henni í ameriska sjónvarpið og er hún nú komin þangað. SUNDBOLIR. Nú er af sú tíöin aö sundbolir miöist eingöngu viö notkun i vatni. Notkun þeirra til sundiökana hefir oröiö aö víkja fyrir notkun þeirra til sólbaöa, og þar af ieiöandi liefir útlit þeirra mjög mikiö aö segja. ■— Sundbolir úr prjónaefnum sjást varla aö heita má, hins vegar eru þeir framleiddir úr mörgum öörum efnum, skrautlegum aö gerö (samanber myndJ, og bolirnir eru ýmist meö hlýrum eöa lilýralausir. Hins vegar eru tvískiptu sundbolirnir aö mestu leyti horfnir úr tísku, þar sem tiskuhöfundunum ber yfirleitt saman um aö heilir sundbolir klœöi lwerja stúlku betur. — Tiskuhöfundurinn Andre Ledoux er meira aö segja svo bjartsýnn aö prýöa sundbol tveim röö- um hnappa (sbr. mynd), en liætt er viö aö sú nýjung sé of tilgangslaus til aö ná almennum vinsældum. HLÝLEGIR SUMARJAKKAR. Eins og dllir vita er sumariö því miöur aldrei óslitin röö sólskinsdaga, og verö- ur því ekki hjá því komist aö eiga skjólgóöan jakka til aö bregöa sér í. Efri jakkinn á myndinni er teiknaöur af Madeleine Rauch og er sérkennileg- ur vegna röndóttu bryddingarinnar og tilsvarandi hálsklúts. — Neöri jakkinn á myndinni fer best ungum stúlkum. Hann er eiúhnepptur meö snotrum litl- um kraga og tveim vösum til skrauts i annarri hliöinni. Haxui er úr svart- og hvítröndóttu efni og fer mjög vel viö síöbuxur eöa einlitt pils. ÍTALSKUR SUMARBÚNINGUR óvexijulegur í sniði, og mun hann miö- aöur viö notkun til siglixiga og kapp- róöursiökana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.