Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 „Ég kem með þér.“ „Nei.“ Crane gekk fram að dyrunum. „Þú verður að vera hérna þangaði til morgunblöð- in koma út. Og mundu — þangað til ert þú doktor Crane, eitrunarsérfræðingurinn frá Chicago." Hvar er mandaríninn? og stóð ekki einhver þarna bograndi yfir rúminu? Hann fálmaði eftir skammbyssunni, en svo sá hann að þetta var hjúkrunarkonan. „Æ, en hvað þér gerðuð mig hræddan!“ „Ég held að þér hafið sofið,“ svaraði hún. „Það kemur ekki til mála.“ „Vantar yður ekki eitthvað." „Það væri ekki amalegt að fá eitthvað í staupinu," sagði Crane. „Rutledge læknir sagðist ætla að senda lögg af viskí upp til yðar.“ „Hvers vegna ekki nema lögg?“ „Talið þér ekki svona hátt,“ hvíslaði hún. „Vantar yður eitthvað fleira?" „Nei, þökk fyrir.“ 1 þessu heyrðu þau þrusk inni í litla her- berginu. Hjúkrunarkonan leit inn til að sjá hvað þetta væri, en kom að vörmu spori aftur til Crane með morgunblaðið. „Er nokkuð sérstakt í blaðinu?" spurði hann. Þau færðu sig að náttlampanum og lásu bæði saman: SIMEON MARCH SÁ FJÓRÐl SEM FÆR GASEITRUN. Fremsti borgari Marchton, Simeon March forstjóri, er um þessar mundir á sjukra- húsinu veikur eftir gaseitrun. Hann fannst í bílskúrnum sinum snemma á sunnudags- morgun. Hann er sá fjórði í March-fjölskyldunni, sem hefir orðið fyrir slysi af þessu tagi. Hin þrjú tilféllin voru öll banvæn. Að þvi er vér fréttum frá sjúkrahúsinu er líðan March forstjóra hins vegar eftir vonum. Það er tálið líklegt að hann fái rænuna aftur i dag. Eldákonan, sem fann hann, segir að hún hafi verið orðin óróleg vegna þess að honum dváldist svo lengi úti ........ Það sem eftir var af greininni, sem náði yfir mestan hluta framsíðunnar, sagði frá hvernig March hefði fundist, og svo komu ýmsar upplýsingar um ævistarf Simeons March. Crane hresstst talsvert við þetta. Blað- ið hafði notað upplýsingar hans, og það var líklegt að morðinginn tryði því sem hann læsi á prenti, og færi að verða órólegur yfir hvað Simeon March mundi segja þegar hann fengi meðvitundina. En hvað var orðið af Ann? Sú spurning var mikilsverðari en allt annað. Hjúkrunarkonan tók blaðið með sér og fór inn til sín. Klukkan fyrir utan dyrnar sló tvö högg. ískalt loft streymdi enn inn um opinn gluggann. Honum fannst lykta af snjó. Hann var að hugsa um þessi dularfullu mannalát. Þau voru orðin of mörg. Sjálfur kunni hann best við að líkið væri ekki nema eitt í morðmálum. Þá varð viðfangsefnið fræðilegra, og maður gat notað þann tíma sem maður vildi, drukkið eins og maður vildi og sent umbjóðandanum reikninginn. En þetta var ekki morðmál. Það var múg- morð ......... Og svo var það Ann........... Nei, hann hafði andstyggð á þessu máli. Hvað mundi Black ofursti, forstjóri stofnun- arinnar og frændi Ann segja, ef hún hyrfi fyrir fullt og allt? Og hvar skyldi Williams vera núna? I rauninni var gott að glugginn skyldi vera opinn. Hugsum okkur ef einhver reyndi að dæla bílagasi inn í herbergið. Það var ekki beinlínis líklegt, en þó hugsanlegt að geyma mætti svona gas í stálhylkjum, alveg eins og súrefni. Hann mundi ekki verða var við það, nema hvað hann mundi syfja. Og hann var syfjaður! Hann leit á gluggann. Bæði gluggatjöldin voru blaktandi, en hann afréð að heldur skyldi hann frjósa í hel en að loka glugganum. Hann hugsaði til þeirra dauðu — Richards, Johns og Talmadges, ef til vill Simeons March líka, og lífvarðar Deliu — var það ekki Leíty Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - 'VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. BlaOiO kemur út á föstudögum. Áskriftir greiöist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTS prent. > -j Náttlampinn var sá eini sem logaði á, og lagði frá honum daufa, hunangs- " gula birtu út í herbergið. Crane gat. grillt í hvítt borð, hálffullt vatnsglas og græna flösku. Rúm Simeons March, stólarnir tveir og kommóðan, sáust ekki nema óglöggt. Kalt loft streymdi inn gegnum hálfopinn gluggann. Crane sat á stól bak við skermbretti úti í horni. Hann var að bíða eftir morðingj- anum. Hann hafði beðið í sex tíma, og hann var alls ekki burðugur. Hann var með stirðleika í hnakkagrófinni og hann sárlangaði í strammara til að sefa taugarnar. Og svo hafði hann ómótstæðilega löngun til að tala við einhvern, og síðast en ekki síst var hann afar áhyggjufullur út af Ann. Klukkan var yfir tólf. Það var grafhljótt í þessu stóra sjúkrahúsi. Aðeins heyrðust hjúkrunarkonur læðast fram hjá úti á gang- inum öðru hverju. Og svo heyrðist með löngu millibili suðið í lyftunni þegar hún var notuð. Crane sat og var að hugsa um Ann, um hvernig hún hefði litið út seinast þegar hann sá hana — grænu augun, hveitigult hár- ið ........ Hann hafði orðið að segja læknunum, Rutledge og Woodrin, að hann væri sannfærð- ur um að morðinginn mundi reyna aftur. Þeir höfðu gefið honum leyfi til að vaka í sjúkra- herberginu og fallist á að varðmenn frá March-verksmiðjunum væru fyrir utan sjúkrahúsið. Hvorugur læknirinn tók þetta tiltæki hans alvarlega, en það var svo að sjá sem nætur-hjúkrunarkonan gerði það. Hún vakti um nóttina í litlu herbergi við hliðina á herbergi Simeons March. Rutledge læknir hafði litið inn klukkan átta, klukkan tíu og á miðnætti. „Allt í lagi,“ hvíslaði hann þegar hann kom inn síðast. „Nú eru varðmenn bæði við aðaldyrnar og bak- dyrnar.“ „Ég vildi óska að varðmaður lægi þarna undir rúminu líka,“ sagði Crane. Rutledge brosti og sagði honum að Woodrin læknir mundi taka við læknaverð- inum klukkan þrjú. „Ef þér verðið lifandi þá.“ Klukkan fyrir utan sló eitt högg. Skyldi hún vera eitt eða ekki nema hálfeitt — eða kannske hálftvö, hugsaði hann með sér. Hann heyrði fótatak úti á ganginum. Gluggatjöldin blöktu í súgnum. Loftið var þungt af eter....... í mótvindi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.