Fálkinn


Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.09.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Óvinir hittast. Maður er nefndur Julio Danvila. Hann er ákafur konungssinni en Franco-aðdáandi um leið. Tókst iion- um að koma á fundi með þeim Don Juan og Franco. Sá fundur var liald- inn í ágúst 1948 um borð í „Azor“, snekkju Francos, sem þá iá úti fyrir San Sebastian. Don Juan horfði undrandi á þenn- an feita, gula borgara, sem byltingin hafði fleytt upp á hefðartindinn og stóð nú andspænis sóibrúnum risa, með konunglegt spánskt blóð i æðum. Þeir töluðust við í fulli kurteisi í fjóra klukkutíma. Tvennt var á dag- skrá: Endurreisn konungdæmisins og uppeldi Juanitos litla erfðaprins. Um hið síðarnefnda urðu báðir aðilar sammála og Franco féllst á að Don Juan léti son sinn alast upp á Spáni. En um fyrra atriðið hélt hvor sínu fram. Don Juan sagði: — Þér hafið farið Ahmad Bin Arshad var motninn af þvi að hann gæti öskrað eins og tígris- dýr, en vinir hans vildu ekki trúa því. Einn daginn voru þessir vinir lians á veiðum skammt frá lieimili sínu i Norður-Malaya og nú hugsaði Alimad sér gott til glóðarinnar að sannfæra þá. Hann læddist inn í skógarþykkni skammt frá þeim og fór að öskra. Vin- irnir voru sannfærðir um að jiarna væri tígrisdýr og skutu báðir og drápu manninn. Menntamálaráðherra Áslralíu, Arc- hibald Fraser lagði fram frumvarp um bann gegn klámblöðum fyrir þing- ið og fylgdi því úr hlaði með ýtarlegri ræðu. Því miður sagðist hann elcki geta lagt fram sýnishorn af þessum blöðum. Ráðuneytið hefði að visu keypt stórt úrval af þeim til þess að leggja fram fyrir þingið. En þau höfðu öll horfið í stjórnarráðsskrifstofunum. Þingmaður einn gaf þær upplýsing- ar í öldungaráðinu í París fyrir nokkru, að i Douala i franska Kamer- un væri vín ekki selt i flöskutali lield- ur í mínútum. Kaupandanum er af- hent gúmmislanga sem er stungið ofan STJARNA FÆÐIST. — Warner Brot- hers er um þessar mundir að gera nýja útgáfu af hinni gömlu, frægu kvikmynd „Stjarna fæðist“. Nú er myndin tekin í þrívídd með cinema- scope-aðferð. Eitt aðalhlutverkið leik- ur Lucy Marlow, sem er ný af nálinni sem leikkona. Hún leikur litlu stjörn- una, sem fer að lýsa, og vonar auð- vitað að þetta sé fyrirboði um fram- tíð hennar sem leikkonu. nógu lengi með bráðabirgðastjórnina. Þingbundin konungsstjórn verður að koma i stað einræðisstjórnar yðar. Franco svaraði: — Ef ég slaka á taumunum rísa kommúnistar og an- arkistar upp aftur. Það er enn ekki kominn tími til breytinga og tilrauna. Og með því lauk. Siðan er ekki skrifast á, milli Estoril og Madríd. Að- eins kurteisissímskeyti á hátíðum og tyllidögum. Annar ríkiserfingi. Rúmu ári síðar var tilkynnt á blaða- mannafundi í París að annar maður væri kominn til sögunnar og gerði kröfu til konungstignar á Spáni. Það var Jaime, hinn daufdumbi eldri bróð- ir Don Juans, sem hafði afsaiað sér rikiserfðum 1933. Hann var skilinn við konuna og var nú að draga sig eftir söngkonu frá Wien, sem liét Charlotte Tiedemann. Þau giftust borgaralega í Innsbruck og hann gaf í ámuna og svo má hann þamba eins og hann getur og borgar ákveðið verð fyrir hverja minútu sem hann drekkur. Ilvers vegna er ekki refsað fyrir það eins og hvern annan þjófnað, þeg- ar einhver stelur annars manns konu? spurði enskur hjónaskilnaðardómari. Þó að þriðja persónan sem kemur við sögu sleppi ekki alltaf, finnst dóm- aranum að hann sleppi yfirleitt of ódýrt. Ef embættismaður gerði sig sekan um þjófnað mundi það varða stöðumissi. En hann fær að Iialda stöðu sinni þó að hann steli konu annars manns. — Dómarinn er alger- lega á bandi mannsins, sem konunni er stolið frá. En hann vill lika láta refsa mönnum, sem eru ótrúir kon- unni sinni: — Fólki finnst sjálfsagt að taka svari manns sem heldur fram hjá konunni sinni, og að hún jíigi að fyrirgefa honum og vera þolinmóð. Ef hún á erfitt með það og hún á- fellist manninn eða lileypur frá hon- um, er henni lagt þetta til lasts, en ekki manninum, sem þó átti upptökin. Frakkar geta sjálfsagt gortað af að eiga hugrökkustu konu veraldar. Hún er lítil og veimiltítuleg. Nítján ára gömul varð hún ritari frönsku and- stöðuhreyfingarinnar, undir dulnefn- inu „Birgitte“ og nú er hún stríðs- fréttaritari i Indó-Kína og er á fcrð og flugi milli vígstöðvanna og gengur undir nafninu „Fallhlífarstúlkan". Hún lenti i fangabúðum nasista á stríðsárunum en ekki var hún fyrr sloppin þaðan en hún gaf sig fram hjá de Gaulle hershöfðingja og gerðist blaðafulltrúi lians. Hún var sú eina, sem liafði lykilinn að skeytadulmál- inu, sem andstpðuhreyfingin hafði notað á skeytum sinum til London. Margsinnis gckk hún úr greipum Gestapo. Síðan hefir hún féngið striðskrossinn tvívegis fyrir afrek sín i Indó-Kina. Hún liélt 30 ára afmæli sitt í stöðvum de Castries í Dien Bien Phu, en komst þaðan áður en virkið gafst upp. „Ég skammast mín fyrir að ég var ekki með löndum mínum til siðustu stundar,“ sagði lnin nýlega í blaðaviðtali. „Kvensur kóngsins“. Þegar konur í Thailandi hafa náð ákveðnum aldri og eru enn ógiflar, eru þær settar á sérstaka skrá „Kon- ungskvenna“, ef þær óska þess. Tekur ríkið þá að sér að sjá þeim fyrir gift- ingu og er það gert með þessu móti: Hver ríkisborgari, sem gerist sekur henni tignarlieitið „hertogafrú af Segoviu". Það fylgdi sögunni að hinni nýju konu hans hefði tekist að kenna honum að tala lítið eitt. Þessi krafa Jaime vakti athygli um allan heim. Hann hafði afsalað sér völdum löngu áður. En nú var hann orðinn dálítið talandi og þess vegna taldi hann ástæðuna til valdaafsals síns fallna úr gildi. Og hann var eldri en Don Juan, en elsti bróðirinn vai dáinn. Það er rétt að Jaime liefir lært að tala svo mikið að hann getur gert sig skiljanlegan, þó ekki sé hægt að segja að liann sé heill heilsu. En þótl hann sé- Ijótur og líkur föður sínum býður hann af sér góðan þokka. Hins vegar er hann alveg heyrnarlaus enn, og er það óneitanlega talsverður ljóð- ur á ráði konungsefnis. Krafa hans hefir ekki fengið góðar undirtektir á Spáni, og ástæðan er aðallega sú að hann er fráskilinn og við lög, er auk venjulegrar refsingar, dæmdur til að giftast einni af kvinn- um kóngsins. Þeir sem þyngsta refs- ingu hafa fengið verða að taka sér konu af elstu og ljótustu árgöngunum. En þeir sem ekki hafa brotið nema lítið af sér geta valið úr þeim yngslu. Á þennan hátt er fjölda kvenfólks forðað frá að pipra. „Flýtið ykkur á gatnamót San Pablo og MacDonahl Avenue," sagði rödd í síma við varðstjóra á lögreglustöð- inni i Richmond í Kaliforníu. „Hrað- lestin frá Santa Fé var að rekast á bifreið og einn maður meiddist mjög mikið.“ — Lögreglan sendi sjúkrabíl á staðinn, en þar var ekkert að. Hrað- lestin var ókomin. Lögreglan var að fara burt aftur þegar lestin kom brun- andi. Hún rakst á bifreið, og maður- inn við stýrið meiddist alvarlega á höfði og rifbrotnaði. Orðið „ma“ hefir sex mismunandi þýðingar á máli íbúanna í Anna. Það getur þýtt: rísgrjón, liestur, draugur. gröf, mamma eða aðeins. Ung hjónaleysi struku að heiman og létu gefa sig saman í trássi við for- eldranna, og var brúðurin ekki nema 17 ára. Málið kom fyrir rétt því að for- eldrarnir vildu láta ógilda giftinguna. Dómstóllinn i Melbourne dæmdi hjón- in í fangelsi — þangað til réttinum yrði slitið. Það voru 80 sekúndur, sem þau „sátu inni“. Dr. Kakuji Yosida i Tókíó át 8.280 pund af spinati á (i árum. Hann sagðist hafa orðið hraustur og ungur í anda af því. Skemmtileg jarðarför. Enska frúin Gladys Brooke, sem sálaðist fyrir nokkru í Colombo á Ceylon hafði mælt svo fyrir, að út- för hennar yrði skemmtileg. Ákveðn- um liluta af arfinum skyldi varið til að halda veislu með miklu kampavini, siðan skyldu gestirnir fara í leikhús. Enginn mátti mæta svartklæddur við útförina. „Ég vona að þið verðið öl! eins glöð og ég verð á himnum“, stendur í erfðaskránni. — Frú Brooke var mágkona liins hvíta rajah af Sarawak. Hún ólst upp sem kvekari, tók síðan kaþólska trú en gerðist að lokum múhameðstrúar. Hæverskur innbrotsþjófur. í Tönder á Jótlandi hefur framkoma innbrotsþjófs eins vakið afhygli og jafnvel hrifningu. Snemma nætur hafði hann drukkið kaffi og étið kök- ur, sem sett hafði verið fram lianda syni hjónanna, sem var væntanlegur tvisvar kvæntur konum af borgara- legum ættum, Það þykir hinum ka- þóslku Spánverjum og aðalsmönnun- um ekki sæmandi. Ilið eina sem hlot- ist hefir af valdasókn hans er, að þeir bræðurnir eru nú orðnir svarnir óvinir. Framtíð spánska konungdæmisins er enn óráðin gáta og óútkljáð vanda- mál. Konungssinnarnir í Madríd krefjast þess að Don Juan verði tek- inn til konungs þegar í stað, hvort sem Franco lifir lengur eða skemur. Ef Franco hyrfi úr sögunni áður cn Don Juan er tekinn til konungs getur það liaft alvarlegar afleiðingar fyrir Spán, segja þeir. Og margir fvlgis- menn Francos halda því fram að hann eigi að setja konunginn inn í embætt- ið. En Don Juan langar ekkert t:l þess. Hann vill ekki leika sama hlul- verkið hjá Franco á Spáni, sem Victor Emanuel lék hjá Mussolini á Ítalíu. * ENDIR. heim um nóttina. Þegar hann kom heim fann hann tóma kaffikönnu og tæmdan kökudisk, en miði var á borðinu og á honum stóð: „Þökk fyrir kaffið. Afsakið þér, en ég var svang- ur“. Undirskrifað „Vegfarandi“. — Gesturinn hafði lika soðið sér egg, en skilið eftir 32 aura, sem borgun fyrir það. En það sem vakti mesta furðu var að hann hafði þvegið bollann eftir sig og burstað skóna barnanna! — Fjölskyldan segir að maðurinn sé vel- kominn aftur. Mario Solf, 84 ára öldungur í Piedmont, heldur þvi fram að hann eigi heimsmet i svefnleysi. Hann hef- ir ekki sofið eina einustu nótt í þrjá- tíu ár. Svefnmeðul hafa engin álirif á hann, og til þess að nóttin liði fljót- ar borðar hann væna máltíð eftir miðnættið og glímir svo við krossgát- ur til morguns. Tuttugu og átta ára göniul kona i Hereford, Englandi, hefir skorað á karlmennina i bænum að þreyta við sig bjórdrykkju. Hún er ekki nema fimm sekúndur að svelgja í sig liálf- an lítra. DÓTTIR MARCONIS. — Gioia Mar- coni, dóttir hins heimsfræga hug- vitsmanns og brautryðjanda loft- skeytanna, hefir skapað sér lífvæn- lega stöðu í Ameríku. Þó að upp- götvanir Marconis, og það sem sigldi í kjölfar þeirra — útvarp og víðsjá — hafi markað dýpri spor en nokkur uppgötvun þessarar aldar, varð Mar- coni aldrei ríkur maður. Og þegar hann dó var hann blásnauður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.