Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN Waílcr Cord: Minnisstæð nótt Frederick Fleet á varðstöðu þessa nótt. Hann starir út og náttrnyrkrið framundan stafni skipsins. Það var kalt í veðri, en heiðskírt, og stjörn- urnar blikuðu á himninum. Sjórinn var spegilsléttur. Ymsir farþeganna hafa jafnað til þess síðan, þegar sjó- veður hefir borið á góma. Þetta var fimmta nóttin í fyrstu ferð skipsins til New York. Og þetta var stærsta og íburðarmesta skip, sem byggt hafði verið. Um borð voru þekktir auðkýfingar og hrókar sain- kvæmislífsins. Meðal 190 fjölskyldna á fyrsta farrými var fólk eins og John Jacobs Astor fólkið, Guggenheims fólkið, Wideners fólkið og Strauss fólkið. iÞetta kvöld, 14. april 1912, var Fred- erick Fleet þó ekki að hugsa um far- þegana. Þegar hann tók við varð- stöðunni var hann sérstaklega beðinn að skyggnast eftir hafisjökum. Nú var varðstaðan á enda, og ennþá hafði hann einskis orðið var — aðeins nátl- myrkursins, kuldans og hvinsins í reiðanum, þegar Titanic klauf gárur Atlantshafsins með 22% sjómílu hraða. En svo kom hann allt í einu auga á eitthvað framundan kl. 11.40. Það var ekki fyrirferðarmikið, á að giska á stærð við tvö venjuleg borð. En það stækkaði óhugnanlega. Hann greip til aðvörunarbjöllunnar, tók svo símann og hringdi upp í brú. „Hvað sáuð þér?" spurði róleg rödd hinu megin. „ísjaka, beint framundan," svaraði Fleet. „Þakka yður fyrir," var svarað kurteislega. Ekkert annað. í 37 sekúndur sá Fleet ísjakann nálgast óðfluga. En ekki beygði skipið frá honum. Jakinn var um 100 fet á hæð ofansjávar og gnæfði yfir stefni skipsins. Fleet bjó sig undir árekstur. Á síðuslu sekúndu beygði stefnið á hakborða og isjakinn rann meðfram kinnungnum á stjórnborða. Fleet fannst, að þarna hefði hurð skollið nærri hælum. Niðri i borðsalnum á fyrsta farrými sátu fjórir brytar og skröfuðu saman. Þá barst þeim allt í einu til eyrna hávaði úr iðrum skipsins. James John- son taldi sig vita, hvað væri á seyði. Skrúfublað hefði brotnað. Þeir félag- arnir urðu kampakátir og sungu full- um hálsi. „Another trip to Belfast"! Þar yrði gott til skemmtana, mcðan viðgerð færi fram. Farþegarnir í klefunum fundu dynk- inn og heyrðu hávaðann líka. Majór A. Godfrey Peuchen, sem var að hátta sig, fannst sem þung alda skylli á skip- inu. Frú Cosmo Duff Gordon fannst þvi líkast, „sem risi stryki fingri sín- um ef.iir skipshliðinni". F'rú John Jacob Astor hélt, að eitthvert óhapp hefði orðið i eldhúsinu. En hávaðinn táknaði meira fyrir J. Bruce Ismay, framkvæmdastjóra White Star skipafélagsins, sem var meðal farþega i fyrstu ferðinni. Hann taldi víst, að skipið hefði rekist á eitthvað, en vissi ekki hvað. Sumir farþeganna vissu þegar í stað, hvað var á seyði. Ung hjón, Harder að nafni, sem voru í brúð- kaupsferðalagi, heyrðu eitthvað „skrapa hliðina á skipinu". George Harder spratt fram úr rúminu og að kyrauganu og sá þá, hvar ísjakinn fór framhja. James B. McGough þurfti ekki að hafa eins mikið fyrir því að fá að vita sannleikann. Kýraugað á klefa hans var opið, og isruðningur kom inn um það. í reykingasal fyrsta farrýmis á A- þilfari sátu menn við bridge. Nokkrir þcirra stóðu upp og gengu út á þilfar lil að ganga úr skugga um, hver.ju þessi hávaði sætti. Hugh Wpolner, sonur hins fræga enska myndhöggv- ara, heyrði einhvern kalla: „Við höf- um rekist á ísjaka — þarna er hann"! Woolner horfði hugfanginn á hina hrikalegu sjón, er ísjakinn hvarf út i nóttina og bar við stjörnubjart him- inhvolfið. En hrifningin þvarr, og spilamenn- irnír tíndust aftur í sætin í reykinga- salum. Titanic hafði staðið' af scr þennan vágest, eins og vænta mátti. Sá, sem síðastur var inn aftur, heyrðí þó ekki betur en vélar skipsins væru hættar að ganga. Og hann hafði rétt fyrir sér. Uppi i brúnni hafði William M. Murdoch, fyrsti stýrimaður gefið stöðvunar- merki niður i vélarúmið. Fleet hafði gefið aðvórunarmerki, og það varð að sinna því. Þó að Murdoch brygði fljótt við, var það þó ekki nærri nógu fijótt. Meðan skarkalinn var að fjara út. tók Edw. J. Smith, skipstjóri, á rás upp í hrú frá klefa sínum. „Hvað var þetta, herra Murdoch?" „ísjaki, herra. Ég sneri stýrish.jól- inu og lét setja vélarnar aftur á bak, en jakinn var of nálægt. Ég gat ekki meira." „Lokið öryggishurðunum." „Þeim hefir verið lokað." Og það var satt. Fred Barrett, kynd- ari, hafði verið að tala við félaga sina niðri í 6. ketilrúmi, þegar aðvörunar- merki var gefið með rauðu ljósi. Feykilegur hávaði yfirgnæfði allt og sjórinn fossaði inn. Það var eins og önnur hliðin væri rifin úr skipinu. Mennirnir brugðu skjott við og lok- viðii öryggishlerunum. Sú fregn læsti sig um meðal skipsmanna undir þilj- um, að Titanic hefði tekið niðri á grynningunum við Nýfundnaland. Tíu mílur í burtu stóð Charles Groves, þriðji stýrimaður á litla far- * * Þegar Titanic hélt frá Englandi % fyrstu ferö sína, voru viðhafnar- salir skipsins þéttsetnir auSkýf- ingum og ýmsu stórmenni. HiÖ nýja skip var talið ósökkvandi og tákn hins mikla sigurs mannsins yfir tækninni. Fimm dögum síS- ar sökk þaS þó niSur á hafsbotn meS 1502 mönnum innanborSs. Þessi hörmulegi atburSur hefir ekki UðiS úr minni Walters Lord síðan. Hann var á æskuskeiði, þeg- ar þetta gerSist, en hefir um 28 ára skeiS safnað gögnum til þess að geta skýrt ýtarlega frá atburS- inum og í fullu samræmi við sann- leikann. „Minnistæð nótt" er ár- angur af elju hans og þrotlausri leit að staðreyndum málsins. Þexsi merka metsolubók hefir að geyma frásagnir af ýmsum atvikum, sem hafa aldrei áður veriS skráS í neinum lýsingum á Titanic-slysinu. Hér verSur brugSiS wpp nokkrum svipmyndum úr þessari bók. þegaskipinu „Californian", sem var á leið frá London til Boston. Það hafði haldið kyrru fyrir frá kl. 10.30 vegna ísreks. Kl. 11.10 tók Groves eftir því, að stórt farþegaskip sigldi framhjá i nokkurri fjarlægð með fullum ljósum á þilfari. Hálfri stundu síðar sá hann, að slökkt hafði verið á flestum ljós- unum og fannst ekkert kynlegt við það, þvi að það var útbreidd venja i austurlandasiglingum að slökkva þilfarsljós að kvöldi til, svo að far- þegarnirgleymdu ekki að njóta svefns og hvíldár. Það hvarflaði ekki að lion- um, að ljósin log'uðu öll enn, en skipið liefði aðeins sveigt litils háttar á bak- borða, svo að þau sáust ekki eins vel. Framhald í næsta blaði. Þessi mynd er úr kvikmynd þeirri, sem gerð hefir verið um Titanic-slysið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.