Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 13.01.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN Það var tímamunurinn austan hafs og vestan sem réð þvi. Stóra landið. Hér í Halifax stígum við fæti á stærsta land heimsins, að Rússlandi einu undanskildu. Kanada er uiu hundraS sinnum stærra en ísland og sem svarar sex íslöndum stærra en Bandaríkin, sem hafa tífalt fleiri ibúa. Kanadamerin eru ekki í neinum vafa um, aS landið geti með tímanum orS- ið eins mannmargt og Bandaríkin, þó aS það liggi norðar og allstór hluti af landinu sé lítt ræktanlegur vegna kulda. En þar sem ævintýrahneigSir veiðimenn hafa stundað loSdýraveið- ar öld eftir öld, hafa fundist dýrir málmar, og norður í óbyggSum Kan- ada hafa risiS upp námubæir. GulliS í Yukondalnum er kunnast, en nú hafa úran-námur fundist við Stóra Bjarnarvatn og víðar, og kol eru í jörðu alla leið norður á Ellesmere- landi, fyrir norSan 80. breiddarstig. Jafnvel þótt maður sé fljúgandi finn- ur maður til fjarlægðanna í þessu mikla landi. Frá Gander á New Found- land til höfuðborgarinnar Ottawa er álika löng leiS og frá Reykjavik til Oslóar, og er Ottawa þó austarlega í landinu. En þaðan til höfuSborgar næstvestasta fylkis i Kanada, Edmont- on í Alberta, er rúmlega klukkustund- ar lengra flug en frá Reykjavik til New Foundlands. Og þá eru Kletta- fjöllin og British Columbia eftir, áð- ur en komiS er vestur aS Kyrrahafi. LandleiSin austan frá Atlantshafi og vestur að Kyrrahafi er 6500 kílómetr- ar og loftleiðin frá syðsta bletti Kan- ada, sem er eyjan Middle Island i Erievatni, til Cape Columbia á Ellers- merelandi er kringum 5000 kilómetr- ar, en frá Cape Columbia eru aðeins 800 km. norður á heimskaut. Ef ibúar Kanada væru dreifðir yfir allt þelta landflæmi væri landið miklu strjál- býlla en ísland. En byggðin er að heita má öll syðst i landinu í hinum tiu fylkjum, sem mynda sambandsríkiS Kanada. Landa- mærin aS Bandarikjunum liggja um vötnin miklu — Ontario-, Erie-, Hur- on- og Bfra-vatrí (Lake Superior) yestur aS suðausturhorninu á Mani- toba, en þaðan fylgja þau 49. stigi norðurbreiddar alla leið vestur að Kyrrahafi Og aS norSanverSu eru landamæri fylkjanna vestan Hudson- flóa meSfram 60. breiddarstigi, eða að Hudsonflóa. Allt land norðan 60. breiddarstigs er eins konar afréttur og sameign hinna tiu fylkja og er nær 4 milljón ferkilómetrar að stærð, eða 2/5 af öllu Kanada, Á þessu mikla fiæmi búa aðeins kringum 27 þúsund manns, þar af helmingur Indíánar og Eskimóar. Og byggðin í fylkjunum sjálfum er lang mest syðst. ÞaS er taliS aS um 4/5 af öllum landsbúum eigi heima á 160 kílómetra breiðu belti, næst landamærum Bandarikjanna. Þar er iðnaðurinn mestur og þar eru stærstu borgirnar. Ef landbúnaðurinn í Kan- anda efldist að sama skapi og iðnaður- inn mundi byggðin vaxa norður á bóginn, þvi að þar er nóg land. En á þessari öld hefir Kanada breytst úr búskaparlandi i iðnaðarand. Að visa er korn- og griparæktunin ekkert smá- ræði og afköstin aukast stórum þar, meS aukinni véltækni, en fólkinu i sveitunum fjölgar ekki mikiö. Á síð- ustu 10 árum fjölgaði kaupstaðafólki í Kanada um 30%, en í sveitunum fjölgaði aðeins um 3%. Ríka landið. Kanada er næstmesta skógarland heimsins. Meira en 2/5 af landinu er skógi vaxið, en nær helmingur skóg- anna telst ekki hafa fjárhagslega þýðingu. — Nógu er af að taka samt. Af barrviði vex 31 tegund i Kanada en af lauftrjám nær 100 milljón tcningsmetra af skógarviSi á ári, eSa 5-falt á viS NorSmenn, sem þó eru mikil skógarþjóð. í sög- unarmyllunum i Kanada vinna rúm- lega sextiu þúsund manns og i tréni- og pappírsgerSunum nærri því eins margir, enda er dagblaðapappir mesta útflutningsvara Kanadamanna. Á síð- asta ári seldi Kanada úr landi pappír fyrir 635 milljón dollara, en útflutn- ingur hveitis nam ekki irieiru en 375 milljónum (ómalaðs) og hveitimjöls 88 milljónum. En afurðir skóganna eru ekki upp taldir með pappirnum. Kanada fiutti sama ár út húsaviS fyr- ir 325 milljónir og tréni fyrir 270 milljónir, svo aS alls nam útfutnings- verS skógarafurSanna meira en 1,2 milljarð dollurum, eSa tæpum helm- ingi af öllum útflutningi þjóðarinnar. Enn sem komið er er skógurinn þvi mesta auðlind þjóSarinnar, eSa aS minnsta kosti besta gjaldeyrislindin. Hér á landi er Kanada frægast fyr- ir hveitiS, enda er það fjórða mesta hveitiræktarland í heimi. Bandaríkin, Sovétsamveldið og Kína eru hærri. En hvergi í heimi er ræktaS jafn mikiS hveiti á marih og i Kanada. Landbúar yrðu að eta yfir 3 kíló á dag ef þeir ættu að torga því sjálfir, en auk hveit- isins rækta þeir annað eins af byggi og höfrum. Og þeir gætu ræktað marg- falt meira en þeir gera, þvi að nóg er landrýmið. En markaðurinn fyrir kanadiska kornið er takmarkaður þó áð hundruS milljóna í heiminum skorti mat, svo að framleiðslunni er stillt i hóf. Offramleiðsla á hveiti leiðir óhjá- kvæmilega til verðfalls. Þess vegna er útflutningur korns og annarra landbúnaðarafurða ekki eins mikill og maður skyldi halda. Hann nemur tæpum fimmtungi af 611- um útflutningnum, en útflutningur málma, óunninna eða hálfunninna nemur fjórSungi . Kanada á nefnilega mikiS af dýr- mætum efnum i jörSu. Það á meira af asbesti og nikkel en nokkurt annað land í heimi, er "annað mesta zink- námulandjið, þriðja mesta gull- og silfurlandiS i heimi. Þar eru járn-, kopar-, blý- og kolanámur, og oliu- lindir hafa fundist þar, en vinnsla þeirra er á byrjunarstigi en lofar svo góSu aS Kanadamenn gera sér vonir um aS verSa eigi aSeins sjálfum sér nógir meS olíu er fram liða stundir, heldur og að geta miSlað öðrum. Yfir- leitt geymir Kanada flesta málma og dýrmæt efni, sem til eru í veröldinni, .,,,;;,;.;.;;;.¦.; , ; ; ¦ ,, Dráttarvélin hefir nú nær alls staðar útrýmt hestinum á ökrunum í Kanada. Ontario. Þessi mynd er frá búgarði í landið er enn svo lítið rannsakað að enn má vænta stórtíðinda af nýjum auðlindum. Það nýjasta er að úran- og radium-námur hafa fundist norð- ur í óbyggðum Kanada. Og svo á landið vatnsafl í ríkum mæli. Kanadamenn leggja afar mikla áherslu á virkjun vatnsorkunnar enda eru aðstæður til virkjunar mjög hag- stæðar. Þeir telja vatnsaflið fyrst og fremst undirstöðu stóriðjunnar, frem- ur en kol og olíu. Alls hafa Kanada- menn virkjað um 17 milljón hestöfl, og er fast að því helmingur þeirrar orku í QuebecfyM einu. Bandaríkin nota aS vísu miklu meira rafmagn en Kanada, en Vi af því er framleitt meS kolum og oliu. En i Kanada er 95% af öllu rafmagni framleitt með vatnsorku. ÞaS er hiS ódýra vatnsafl, sem gert hefur Kanada aS næstmesta alumin- iumlandi heimsins. Og þó er hráefnið í aluminium, bauxitiS, alls ekki til í Kanada. Það er flutt þangað alla leið sunnan úr British Guayana. Kanada framleiðir fjórðung alls aluminiums á heimsmarkaðinum en Bandaríkin um helming, og í Arvida í Kanada er stærsta aluminiumgerð i heimi, og framleiðir þúsund smálestir á dag. Kanadiska aluminiumfélagið er enn að færa út kvíarnar og býst við aS geta tvöfaldaS framleiðslu sína á næstu árum. Það hefir i smíðum vest- ur við Kyrrahaf stöð sem'verður enn stærri en sú, sem þaS á stærsta nú. Og auk þess er það hluthafi í alum- iniumbræðslu víða um heim, svo sern í Noregi og Sviþjóð. Canadian Alum- inium Company er stærst allra félaga í Kanada, þeirra sem stunda atvinnu- rekstur á alþjóðavettvangi, og starf- semi þess er glöggt dæmi um hvilík auðæfi eru í fossunum. Og þó að Kanada eigi hentugustu efni til kjarn- orkuframleiðslu láta þeir það ekki aftra sér frá aS virkja fallvötn eftir sem áSur. Þeir hafa ekki trú á að kjarnorkan verSi ódýrari í fyrirsjáan- legri framtið. Hér að framan hefur verið drepið lauslega á nokkrar auðlindir Kanada, í jörðu og á. 1 þessu landi búa aðeins tæpar 16 milljónir manna, og liklega er Kanadaþjóðin ríkasta þjóð í heimi, þegar miðað er við þann arf, sem kem- ur i hlut hvers einstaklings. Enda er velmegnun þjóðarinnar mikil. Sex af hverjum tíu fjölskyldum ciga heima í eigin húsnæði, yfir niu af hverjum tiu hafa útvarp og yfir sjö af hverjum tiu sima og rúmlega fjórar af hverjum tíu fjölskyldum bil. Til þessa lands fluttist áratuginn fyrir aldamótin hlutfallslega stærra 'brot af íslenzku þjóðinni en fra nokk- urri þjóð annarri að írum undantekn- um og taliS er aS um 24 þús. manns af islenzku bergi brotnir séu nú í Kanada. Þá voru afkomuskilyrSin önnur hér á landi en nú er. Ég tel óvíst aS íslend- ingar sem nú flyttu til Kanada þætt- ust hafa himin höndum tekiS er þeir kæmu þangaS, nema þeir höfSu sér- kunnáttu í cinhverju og kynnu málið sæmilega. Þeir sem ekki hafa sér- kunnáttu i einhverju eiga að jafnaði erfiða afkomu fyrsta í stað er.þeir koma í landið. Sk. Sk. Gerða cr að skrifa stil um kúna: -- Kýrin gefur okkur mjólk, en hún kem- ur ekki út um munninn, heldur verð- ur að mjólka kúna. Ef ekki er hægt að mjólka kúna þá er hún naut.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.