Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. spil, 6. fugl, 12. veiðisvæði, 14. fuglinn, lö. ending, 17. gras, 18. op, 19. stofnun í Rvk, 20. forsetning, 21. dýr, 23. svað, 24. koma fyrir, 25. frum- efni, 26. fæða, 27. vermir, 28. bifreið, 29. vinahót, 31. bátageymsla, 32. mannsnafn, 33. fálm, 35. smájörð, 36. frumefni, 39. vciðitæki, 42. rengla, 44. manndómur, 45. liljóð dýra, 47. fljót, 48. Ijót, 51. bæjarnafn, 54. heimreið, 55. rusl, 56. vond, 57. bókstafur, 58. áburður, 59. flói, 60. dett, 61. meira cn nóg, 62. forsetning, 63. skemmd, 64. lctur, 65. einkenni Austur-Skaftfell- inga, 66. ef til vill, 68. álfabústaður, 71. leiðtogi, 72. meðlimir í félagasam- tökum. Lóðrétt skýring: 1. skip, 2. gerir lambið, 3. plöntu- hluti, 4. spýta, 5, íþróttafélag, 7. í hj'álli, 8. bönnuð á almannafæri, 9. hár, 10. verkur, 11. ending, 13. síður en svo, 15. kraftamaður, 17. allslaus, 19. illfygli, 21. rúm, 22. trana fram, 23. skyldmenni, 24. búsáhald, 28. ílát, 29. veiðitæki, 30. skógarguð, 31. gagn, 34. ága, 37. íþróttafélag, 38. afrek, 40. segja, 41. leðja, 43. eggjunarorð, 44. veðurfar, 46. skrambinn, 47. ljúft, 49. runa, 50. hlaupagarpur, 52. málmur, 53. ormur, 55. ósköp, 57. veiðiá, 59. söguhetja i Mannamun, 60. skinn, 63. sýki, 66. málmur, 67. persónufornafn, 68. skákmaður, 69. líkamshluti, 70. lifur. LAUSN A SIÐUSTU KROSSGATU. Lárétt ráðning: 1. krati, 5. Óskar, 10. glima, 11. kög- ur, 13. SH, 14. sokk, 16. sili, 17. ek, 19. tal, 21. skó, 22. und, 23. ske, 24. Esaú, 26. Iðunn, 28. alur, 29. panta, 31. inn, 32. spori, 33. Dímon, 35. aspir, 37. BR, 38. læ, 40. sarga, 43. niótor, 47. raula, 49. tvö, 51. atast, 53. muðl, 54. slagi, 56. Agla, 57. aða, 58. sko, 59. ull, 61. náð, 62. ru, 63. gaut, 64. rjól, 66. sa, 67. rólur, 69. agast, 71. færni, 72. krafa. Lóðrétt ráðning: 1. kl, -2. rís, 3. Amos, 4. takki, 6. skinn, 7. köld, 8. agi, 9. Ru, 10. grasa, 12. rekur, 13. stepp, 15. kóðin, 16. sunna, 18. kerið, 20. Land, 23. slor, 25. úti, 27. um, 28. api, 30. ambra, 32. spæta, 34. org, 36. sló, 39. ormar, 40. suða, 41. all, 42. atlot, 43. mögur, 44. ota, 45. ragn, 46. staða, 48. auður, 50. V. A., 52. slást, 54. skurn, 55. iljar, 58. saur, 60. lóga, 63. glæ, 65. laf, 68. óf, 70. S'a. TITAN I C Framhald af bls. 11. fræðileg vissa og engin leið til þess að neita þvi með rökum. En samt var það ótrúlegt. Titanic \ar af öllum talin skipið ósökkvandi. f hinu tæknilega tímariti Shipbuilder, þar sem útbúnaði skipsins var lýst, stóðu eftirfarandi orð: „Skipstjórinn getur, með því að snúa einum raf- magnssnerli, lokað á augabragði öll- um dyrum og gert skipið í raun og veru ósökkvandi." Nú var búið að snúa öllum hugsanlegum snerlum, og byggingameistarinn sagði, að það gerði engan mun! Það var erfitt að horfast í augu við það. Kl. 12.05 — 25 minútum eftir árekst- urinn, gaf Smith skipstjóri skipun um að setja út björgunarbátana og kveðja fólkið saman. Síðan gekk hann til loftskeytaklefans. Jöhn Phillips loftskeytamaður hafði átt erfiðan dag. Loftskeytin voru nýjung á þessum tíma, og allir vildu ólmir senda frá sér kveðjur tii vina og vandamanna. Allan daginn Jiöfðu skeyti til sendingar hlaðist upp hjá honum, og loksins þegar hann náði samþandi við Cape Race á Ný- fundnalandi, ónáðaði loftskeytamað- urinn á Californian hann með hafís- fregnum. „Þegiðu, ég er önnum kafinn!" gall Phillips við, og honum var ekki lá- andi, því að hann sá ekki fram úr slörfunum. Og nú birtist Smitli skipstjóri í dyr- unum og sagði: „Við höfum rekist á isjaka. Þér ættuð að senda út hjálp- arbeiðni, en bíðið samt þangað til ég gef yður endanleg fyrirmæli." Klukkan 12.15 byrjaði Phillips að senda út stafina CQD. en það voru tákn neyðarkalls á þeim dögum. í aðeins tíu milna fjarlægð sat þriðji stýrimaður á Califorian, Groves, og fiktaði við móttökutækið í klefa loftskeytamannsins, Cyril Evans. Hann hafði komið til þess að fá nýj- ustu fréttir utan úr heimi. Evans var þreyttur og auk þess fúll vegna þeirra undirtekta, sem hann hafði fengið hjá loftskeytamanninum á Titanic, er liann sendi hafísfregnina. Vinnutimn hans lauk kl. 11.30 um kvöldið. „Hvaða skip hefir þú náð í?" spurði Groves. „Aðeins Titanic," svaraði Evans og leit ekki upp úr blaðinu, sem hann var að glugga í. Groves setti heyrnartækin um höf- uðið. Til allrar óhamingju var hann ekki nægjanlega fróður um notkun tækjanna, sem barna voru, og þess vegna tókst honum ekki að ná neinu sambandi. Hann lagði því heyrnar- tækin frá sér og fór niður. Þá var klukkan 12.15. í reyksalnum um borð í Titanic var bridgespilið í fuJlum gangi, en svo birtist skyndilega einn yfirmannanna í dyrunum og sagði: „Herrar mínir, setjið upp björgunarbeltin. Það eru erfiðleikar i vændum. I einuni klefanum á fyrsta farrými svaf frú Lucien Smith. Allt i einu voru Jjósin kveikt í klefanum og eig- inmaður liennar stóð við rúmstokkinn. Rólega og með bros á vör sagði hann: „Við höfum rekist á ísjaka. Það er ekki ncitt til þess að gera veður út af, en skipstjórinn vill samt, að allt kvenfólk sé kvatt upp á þilfar." Þannig gekk það. Engar bjöllur, engar neyðarhringingar. Engin al- menn aðvörun vegna yfirvofandi hættu. En boð voru gerð frá manni ti! manns, og þannig spurðust tíðind- in og vilji skipsljórans, án þess að það léti mikið yfir sér. Framhald í næsta blaði. .— Svona snáðar eins og þú eiga ekki að reykja. Ef ég hefði verið hann pabbi þinn þá skyldi ... — Talaðu við hana mftmmu. Hún er ekkja! — Læknirinn Jiefir ráðlagt mér að iðlia einhverja íþrótt. — Og hvað hefirðu tekið fyrir? — Ég er farinn að safna frí- merkjum. Liðsforinginn hefir fengið borð- dömu, sem honu.ni þykir leiðinleg. Hún veit ekkert um sjómannalíf en talar samt digurbarklega um ratsjá og ekkólóð. — Það er langt síðan þetta var fundið upp, segir hún. — Nú hljótið þið að hafa fundið eitthvað nýtt síðan. Hnppdvœtti beimilftfiif C_____L.U -t kl. -1 Framhald af bls. 2 ill, hilla og baðmotta, allt góðir og vandaðir hlutir í einum vinn- ing. —¦ Þegar gengið er upp þrepin í aftanverðu liúsinu verða fyrir tveir básar með þvottavélum og áhöldum. Eru það tveir vinningar. í öðrum vinningnum eru sjálfvirk tæki sem kölluð eru þ. e. Kelvinator þvotta- vél stærri gerð frá Heildverslun Magn- strauvél, mjög dýrar og ágætar vélar. I hinum vinningnum er Hoover þvotta- vél stærri gerð frá Heilverslun Magn- úsar Kjaran, gufustraujárn, Hoover, rafmagnspottur, Rafhá, strauborð og lítill þurrkari. Þarna á hæðinni er einnig í sérstökum bás áttundi vinn- ingur, þ. e. ýms vönduð heimilistæki s. s. Hoover ryksuga stærri gerð, Hoover bónvél, handryksuga, brauð- rist og vöfflujárn. Á efri hæðinni eru húsgögnin tit sýnis. Það eru þrjar stofur, dagstofa, borðstofa og svefnslofa, og fylgir hverjum stofugögnum mjög vandað gólfteppi. Fyrst verða fyrir svefnstofu- húsgögn, þ. e. 2 rúmstæði með fjaðra- dýnum, 2 náttborð, 1 klæðaskápur þrí- settur, 1 snyrtiborð með vængjaspegl- um og 1 'gólfteppi. Þessi húsgögn eru gerð úr kjörvið, mjög falleg og vel gerð. Þetta er einn vinningur. Þá eru borðstofuhúsgögn gerð úr póleruðu mahogni, mjög falleg smíði og sönn heimilisprýði. Þ. e. 2 skápar, 1 borð fyrir 12 manns, drcgið hálft út við hvorn enda, 8 stólar og mjög fallegt gólfteppi. Þetta er einn vinningur. Að síðustu eru dagstofuhúsgögn, 1 sófi, 2 stólar djúpir, 1 borð, 1 lampi, 1 gólfteppi. Þessi húsgögn eru gerð eftir nýrri teikningu. Þau eru framúr- skarandi vönduð að efni og vinnu, enda hljóta þau að vekja eftirtekt þeirra, sem skoða þau. Yfirleitt má segja að tæplega hafi áður verið efnt til happdrættis hér í bæ, þar sem jafn mikið hefir verið boðið fram af fallegum og verulega ejgulegum munum. Öllu er þarna hag- anlega og vel fyrir komið og sannar- lega ómaksins vert, að skoða sýning- una. Borðstofuhúsgögn. — Sei-sei-já, segir sjóliðsforinginn, — við höfum fundið nýja aðferð við staðarákvarðanir. — Hvernig er hún? — Við sendum mann í land til að kaupa brauð. Og þegar hann kemur aftur getum við lesið á pappírs])ok- anum hvar við erum staddir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.