Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN <* NÝ FRAMH ALDSSAGA * ^M MICHELLE efiir Adcle Vurant ÞETTA var suður viS MiSjarSarhaf, snemma morguns. Allir sváfu ennþá, að undanteknum nokkrum fiski- mönnum, sem voru að koma að með veiðina eftir nóttina, og dynkirnir frá hreyflunum þeirra voru eins og veikt undirspil viö fngnandi fugla- tístið. Umhverfið skýrSist smárn saman, með vaxandi dagsbirtunni. í ríkismannabústöðunum og stóru gistihúsunum niðri við ströndina, var allt hljótt. Þar var fólkið nýkomið í háttinn og mundi ekki vakna fyrr en komið væri langt fram á dag. Maður einn stóð í skugga undir steinveggnum kringum eitt húsið, sem stóð alveg niðri við sjó. Hárið á hon- um var vætugljáandi, því að hann hafði verið að synda, þó að sjórinn væri kaldur ennþá. Hann kveikti sér í vindlingi og teygaði að sér reykinn með áfergju. Hann stóð skammt frá hliðinu og á spjaldi við það stóð nafnið „Villa Rose". Allir könnuðust við það hús. Gestir sem komu hingað í fyrsta skipti voru fræddir á því, að eínu sinni hefSi rússneskur stórfursti átt þetta hús, en nú var það eign hinnar frægu leikkonu Celeste Mar- teau. Það var mikið talað um sœllífi hennar og elskhugana hennar, og síðustu vikurnar hafði verið skrafað, að hún væri að hugsa um ,aS gifta sig. Hún hefði loksins fundið mann, sem væri nægilega loðinn um lófana til þess að hún vildi giftast honum — Lucien Colbert, stjórnandi og eigandi Colbertsmiðjanna, sem voru meðal stærstu flugvélasmiðja í heimi. Hún setlaSi að hætta að leika, var sagt, og aldrei láta amerísku kvikmynda- félögin freista sin framar. Hún ætlaði að gerast dygðug eiginkona og heill- andi húsmóðir á hinu glæsilega hehn- ili Luciens' Colberts. Nú svaf Celeste svefni hinna rétt- látu i stóra svefnherbergínu sínti, og maðurinn, sem stóð undir steingarð- inum og reykti, var aS hugsa um hana. Enn var hálfdimmt þarna i skugganum, sem hann stóS, og ilmur blómanna í garSinum barst að vitum hans. Það voru ilmsterk blóm, lit- skrúðug og dýr — eins og hún. Hann hafði verið í álögum, fjötrað- ur af ást til hennar i nokkrar vikur. Blómailmurinn minnti hann á ilm- vötnin hennar, þegar hann heyrði hljómlist hugsaði liann um rödd hennar, dagsbirtan var tær eins og hörund hennar, nóttin flauelsdimm eihs og augu hennar. Þannig hafði ungt skáld kvcðið um hana fyrir nokkrum árum. Hún hafði sýnt Lucien kvæðið, og hann hafði sagt að hvert orð væri satt. Auðvitað, hugsaði hann með sjálfum sér þarna sem hann stóS, hét hún ekki Celeste — hún hafSi tekið sér það nafn. Celeste þýddi „himneskt", og það var nafn sem auglýsingastjórinn hennar taldi aS hún ætti að heita. Lucien var aS velta fyrir sér hvort hún mundi ekki heita María eða Miohelle eða einhverju öðru hvers- dagslegu nafni. Og það var um sama leyti sem hann hugsaði um þetta, að hann fór aS gera uppreisn, byltast um i læðingnum, sem hún hafSi lagt hann í. Hann vildi eignast konu, reglulega konu, sem hann gæti elskaS og látið elska sig, en ekki sællífis- konu af 'því tagi sem Celeste Marteau var ... Svona hugsaði hann þegar hanri var ekki nærri henni. En undir eins og hann kom i námunda við hana, gleymdi hann öllu nema henni. En í gærkvöldi ... eða réttara sagt í nótt, fyrir aðeins fimm tímum, hafði brugðið svo við, að rifnað hafði töfra- hjúpurinn, sem hún hafði sveipað hann í, og hann hafSi fundiS, aS liann elskaSi alls ekki þessa konu, heldur var þaS girndin, sem hafði lokkað hann, og að hún elskaði hann ekki, en girntist hann aðeins vegna peninganna hans. Hann hafði farið óvenjulega snemma frá henni, farið heim og lagst fyrir, en ekki getað sofnað. Loks iiafði hann farið á fætur aftur, farið í sjó og gengið svo um fjöruna á eftir, og vissi ekki af fyrr en hann var kominn heim að húsinu hennar. ÞaS var hálfur mánuSur síSan hann hafði kynnst henni. Hann hafði ætlað sér að verða þarna í fjórar vikur og njóta verðskuldaðrar hvildar eftir sex ára samfieytt strit á striðsárun- um og næstu ár á eftir. Hann hafSi alls ekki tekið það með í reikninginn að hann yrði hamslaus af ást til konu, en hiit hafði hann hugsað sér, að þegar hann hefði hvílt sig og væri kominn i samt lag, ætlaði hann að fara að svipast um eftir konuefni lianda sér. Það var mál til komiS að fá húsmóður á hiS fagra heimili hans í París, og aS hann fengi eitthvað annað að hugsa um en eintómt strit. Allt i einu henti hann vindlingn- um frá sér og horfði á glóðina í stúfn- um á veginum. Eftir dálitla stund mundi hún slokkna, þó að hún væri heit núna. Mundi ástríða hans slokkna innan skamms ... en hvað mundi drifa á dagana áður en það yrði? Hann gekk burt frá húsinu, liratt ¦— hann hljóp við fót. En hugur hans var þó fljótari í förum. Áður en hann kom að gistihúsinu, sem hann dvaldi í, hafði hann séð i huganum lifandi rnynd af því hvernig ævi hans mundi verða ef hann léti girnd sína til Cel- este fá yfirhöndina. Líf í náttklúbbum og veitingastöðum, lif í heitu ilm- vatnslofti, sem Celeste gat ekki án MARGRÉT PRINSESSA * * * Nú hefir aftur hljóðnað um Margréti prinsessu og fréttaburður um væntanlegt mannsefni hennar enginn. — Mynd þessi var nýlega tekin af prinsessunni. verið, heiríiilislaust, ástarvana og harnlaust líf. Barnlaust — og hann var sá síSasti af sinni ætt. Ástarvann — og hann hafði ekki notað ástar um a:vina síðan móðir hans dó nokkrú fyrir stríð. Næturvörðurinn leit syfjulega upp þegar hann kom inn í ársalinn. Hann stóð kyrr um stund og leit kringum sig. Svo tók hann ákvörðun, skjótt eins og hann var vanur. „Eg fer uhdir eins og ég get," sagSi hann. „Eftir nokkra klukkutima. Vil.i- ið 'þér sjá um að bíllinn minn verSi til taks og reikningurinn lagður fiam." „Eftir nokkra klukkutíma, herra," stamaði næturvörðurinn. „En það cr nótt ennþá!" Lucien hló- og benti á gluggann. Þar var orSiS bjart af morgunsólinni. „Mér sýnist vera kominn dagur! Sjáið um, aS allt verði tilbúið í snatri," sagði hann. Tveimur tímum siðar sat hann viS stýriS og ók út úr bænum, burt frá Celeste, sem svaf vært ennþá, sann- færð um að hún hefði sigrað hann, sannfærð um að nú væri hún komin í örugga höfn og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af ágengum lánardrottnum og jafn ágengum auglýsingastjórtim framar. Sóili var komin hatt á loft en svalt var cnnþá. AS baki Luciens var blátt hafiS, pálmarnir, hvít fjaran, ilmandi jurtagarSar, allt sem heillaSi svo marga til Bivierans á þessum tíma ýrs. Að bakí honum var allt fólkiS, sem hann hafSi verið með og sem sí og æ var á þönum eftir nýjum skemnit- unum og lystisemdum, og í þessum leik hafði hann tekið þátt í tvær vikur. Hann var á leið norður á gamla sveita- bæinn, sem var ósnortinn af prjálinu, hann vildi sjá garðinn með gömlu blómunum, þar sem fuglarnir sungu ailan daginn og næturgalinn á nótt- inni .. . Hann þurfti ekki að hafa hugann við akslurinn. Það var líkast og hend- urnar hefSu gát á stýrinu án þess að hctlinn þyrfti að skipta sér af þeim. En með hverri milunni sem hann fjarlægðist Bivierann varð yfirbragð hans léttara og andlitið unglegra. Einbeitnislegu drættirnir kringum munninn urðti mildari og mýkri, djúpa hrukkan milli breiðra augnabrúnanna fór að sléttast, svo að loks yirtist hann vera á þeim aldri scm hann var — þrjátíu og fimm ára. Gegnum opna gluggana lagði angan af mold og trjám að vitum hans, hreina, hressandi, heita angan grósku og moldar, lofts og sólar. Þegar hann nam staðar viS greiSa- sölustaS til þess aS fá sér morgttn- verð fann hann að hann gat talað við gestgjafann um stríðið og hallær- ið og um að bráSum mundu koma betri tímar. Hann fann að htigur hans var orðinn léttur aftur, og hann át með bestu lyst og á eftir' hvíldi hanri sig um stund í garðinum, undir göml- um trjám, sem fuglar áttu hrciður i, og ungarnir voru aS læra að fljúga, sofriaði um stund og vaknaði hress og cndurnærður og settist við stýrið aftur. Stundum varð honum hugsað til Celeste, en þvi lengra sem hann ók þvi daufari varð mynd hennar, uns hún varð alveg eins og í kvikmynd- unum sinum — án litar, án ilms. Frjáls! sagði hann loksins við sjálf- an sig. Frjáls! Veðrið var svo fallegt að hann freislaðist til að yfírgefa þjóðveginn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.