Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 4
FÁLKINN *>»ANGA« til 31. júlí 1954 haffSi i-J engum tekist að ganga á næst- hæsta tind veraldar, og höfðu þó ýmsir reynt. Hann heitir Mount Good- win Austen, en er venjulega kallaður „K 2" og er 8611 metra hár, eða að- eins 229 metrum lægri en Everest. Tindurinn er í Karakorum-fjallgarð- inum, alllangt frá Everest. Tveir amerískir leiðangrar höfðu skömmu fyrir stríðið reynt að ganga á K-2. Annar þeirra — "Wiesshers —- varð að snúa aftur er 240 metra hæð var ófarin. Hinn leiðangursforinginn, dr. Charles Houston r«yndi árangurs- 'laust i annað sinn 1953. Hann kallaði K-2 „þrálátasta fjall í heimi". I Everest eru víða syllur og hjailar, sem ihægt er að athafna sig á, en 4000 metra hæð af K-2 má heita samfeld- ur bratti. ítalir höfðu kannað umhverfi K-2 'betur en nokkur þjóð önnur og þóttust eiga „einkaleyfi" á því. Og vorið 1954 gerið ítalski fjallamannaklúbburinn út leiðangur undir stjórn Ardito Desio prófessors, og honum tókst að komast alla leið. GAMALL DRAUMUR. Það var aldar gamall draumur sem rættist meS þessum sigri, því að áhugi ítala á Karakorum-fjalllendinu í Ind- landi, milli Pamir og Himalaya vakn- aði um miðja öldina sem leið. Árið 1853 lagði Osvaldo di Costanze upp frá Skardu-þorpinu, sem síðan hefir verið fyrsti áfangastaður flestra K-2-leiS- angra — og komst 5600 metra upp í Karakorum. Síðar komu fleiri þjóðir i leikinn, og flestir leiðangrarnir voru gerðir í vísindatilgangi. Enski jarð- og landfræðingurinn Goodwin Austen sá K-2 fyrstur iandkönnuða, árið 1861, og var það heitið eftir hon- um. En hin vísindalegu nöfn á tind- unum voru K-l, K-2, K-3 o. s. frv. í þeirri röð sem þeir fundust. K-2 er einnig kallað Dapsang af ibúunum i nágrenninu. Fyrsta tiiraunin til að ganga a tind- inn var gerð af Svisslendingnum Guillarmod og Austurríkismanninum Wessely. Þeir gengu upp fjallshrygg- inn að norðaustan, og er það kölluð „Sella-leiðin", eftir ítölskum Ijós- myndara. Þeir urðu að snúa yið í 7000 metra hæð, enda mun þessi leið vera alveg ófær. Rétta leiðin, suðausturhryggurinn, sem Desio og félagar hans völdu 1954, fannst árið 1909 og það var Abruzza- hertoginn, frændi Umbertos konungs fyrsta, sem á|tti heiðurinn af því. Þessi leiðangur hertogans var mjög vel undirbúinn og hefir verið notað- ur sem fyrirmynd síðan. í honum voru aðeins 12 manns, þar af þrír inn- fæddir fylgdarmenn og fjórir burðar- menn. Þeir komu sér upp aðalbæki- stöð á Goodwin Austen-jökli, og fyigdarmennirnir könnuðu leiðir fyr- ir ofan og komust í 5600 metra hæð upp eftir SA-hryggnum. Svo gerðu þeir aðra tilraun með hertoganum en urðu að snúa við í 6600 metra hæð. Næstu árin urðu leiðangrarnir fleiri og fleiri en enginn reyndi að komast á tindinn. Þetta voru hreinir vísindaleiðangrar. í einum þeirra, leiðangri hertogans af Spoleto, 1929, var ungur stúdent í jarðfræði, Ardito Desio, sá sami sem sigraði K-2 25 árum síðar. AMERÍSKAR TILRAUNIR. Árið 1938 hófust tilraunirnar til að komast á tindinn, á nýjan leik. Ame- ríkumenn gerðu þrjár tilraunir, en Efsti hlutinn af „K-2", — Pýramídinn svonefndi, fyrir ofan öxlina og Búr 7. Sex leiðangursmenn komust í „8" en aðeins tveir ofar. næsthœsti tindur í hcimi Zveir Jialir gcngu á nœsíhœsla lind hetmsins í (yrra. pað þóiii íitlu minna þrekvirki en að sigra Sveresí. 'þær mistókust allar. Hópurinn sem dr. Charles Housten stýrði, fór Sa- hrygginn (eða Abruzzahrygginn), og tókst að komast upp á öxlina í 7925 m. bæð, fyrir neðan pýramídann, efsta hluta fjallsins. En þeir voru ekki nógu miklir klifurgarpar til þess að geta lagt i síðasta áfangann, cnda var veð- ur óhagstætt. Árið 1939 tókst Amerikumanninum Wiessner að koma upp bækistöð í 7700 metra hæð og gekk svo einn upp í 8370 metra, og átti aðeins 240 metra ófarna. Það slys varð í þessum leiðangri, að. fjallgöngumaðurinn Wolfe týndist og þrír menn, sem gerðir voru út að leita harts. Dr. Housten kom aftur til Karakor- um 1953 og fór Abruzzahrygginn eins og áður en komst aðeins upp að öxl- inni, í 7840 m. hæð. En lengra varð ekki komist sökum fárviðris. Slys varð Achille Compagnoni (t. v.) og Lino Lacedelli (með snjógleraugu á enninu) — einu mennirnir, sem hafa stigið fæti á K-2. líka í þessari ferð. Jarðfræðingurinn Gilkey veiktist ofarlega í fjallinu. Var reynt að fiytja hann til mannabyggða á börum, en snjóflóð sópaði lumum fyrir björg. Árið eftir kom svo til kasta Italanna. DESIO BÝST TIL FERÐAR. Foringi leiðangursins, Ardito Desio var 56 ára gamall jarðfra>ðiprófessor frá Milano, þaulvanur fjallamaður. Hann hafði með sér 15 menn, flesta vana fjallamenn. Það hafði tekið langan tíma að fá leyfi Pakistan- stje')rnarinnar til að fara um landið og ganga á tindinn. Stjórnin gcfur nfl. aðeins eitt slíkt leyfi á ári. Desio gekk þess ekki dulinn að verkefnið var erfitt, en ef hann fengi tveggja vikna samfellt góíSviðri þótt- ist hann viss um að það tækist. Þátttakendurnir voru fluttir í flug- vélum frá Rawalpindi í Punjab til Skardu. Þar voru ráðnir 500 burðar- menn til þess að bera farangurinn, sem var um 30 smálestir, þar á meðal mikið af súrefnishylkjum. Það voru fjórtán dagleiðir frá Skardu til aðalstöðvanna á Goodwin Austen-jöklinum, mestmegnis um hrjóstrugar vegleysur og torfærar urðir. En loftslagið var gott. í 3000 m. hæð var hitinn svo mikill, að burð- armennirnir — sherparnir — gengu naktir niður að mitti. Loftið i Kara- korum er þurrt og heilnæmt og nion- súnvindurinn rakalítill þar. í ý500 m. hæð var enn hvergi is eða snjó að sjá. Var fyrst haldið.í hánorður til þorpsins Askolc og þaðan í austnr til Urdukas, en þar eru efstu manna- byggðir. Á leiðinni frá Askole til Urdukas var illt veður og í Urdukas, í 4000 m. hæð, varð að halda kyrru fyrir í tiu daga vegna snjókomu. Þegar veðrið skánaði var haldið áfram upp á Baltorojökulinn og nú voru 5 dagleiðir þangað, sem aðalstöðvarnar skyldu verða, á Goodwin Austen-jökli. En nú fór að snjóa aftur, og margir burð- armennirnir settu frá sér pjönkurnar og struku heim til sín. Þeim leist ekki á blikuna, svona veður höfðu þeir aldrei upplifað i maí. ítalirnir urðu sjálfir að koma farangrinum áfram. En maður var sendur til byggða til að ráða nýja burðarmenn. Hann fékk 50 nýja menn og svo var haldið áfram. Og 20. mai var aðalbækistöðin sett upp á jökhnum, í 5000 metra hæð, þar sem K-2 gnæfði yfir. Nokkru fjær sást Mustaghturninn, stærsti granít- drangur í heimi, 3000 metra hár, og Gasherbrumtindarnir fjórir ásamt Broad Peak og Mitre Peak (Míturn- inn). Þeir eru allir kringum 800 m. háir. BÆKISTÖÐIN SETT UPP. Svo var farið að setja uþp stöðina og reisa loftskeytastengurnar. Frá þessari stöð átti svo aS flytja smærri forðabúr upp cftír hryggnum, og var strengur settur þar sem hengjurnar voru mestar og farangurinn dreginn upp á honum. Tjöldin voru með hita- einangrun og lágu tveir menn i hverju. Auk þeirra var „samkomutjald" og í því var eldað. Burðarmennirnir liöfðu sams konar tjöld. Vitanlega datt ítölum ekki í lmg að fára til Karakorum án þess að hafa nieð sér líkneski af Mariu mey. Hafði kardínálinn í Milano gefið þeim grip- inn. Likneskið var með ítalskan fána í hendinni. Þvi var komið fyrir í skúta, á milli klakadröngla.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.