Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Mesti glæpur ársins 1955: Vdri 44 monns nð bono Ungur Bandaríkjamaður kemur 25 dýnamitstöngum í samband við vítisvél fyrir í farangri móður sinnar, áður en hún fer í fjölskyldu- heimsókn flugleiðis. Síðan fylgir hann henni út á flugvöll ásamt konu sinni og elsta syni. Þrjátíu og níu farþegar og áhöfn flugvélar- innar — fimm manns — týna lífi í mesta fjöldamorði í sögu Bandaríkjanna. Hinn hái, dökkhærSi ungi niaður stjanaði injög í kringum móður sína. Hann bar farangur hennar að af- greiðsluborði flugstöðvarinnar i Den- ver og varð lienni úti um farmiða og nauðsynleg skilríki. Ferðatöskurnar lirjár vógu samtals 39 kíló, 17 kilóum meira en flugfarþegar mega hafa með sér endurgjaldslaust. Þegar frú Daisie Iíing varð þess vísari, að hún yrði að greiða 27 dollara fyrir yfirvigt á farangrinum, sagði hún við son sinn: „Sautján kiló — Iieldurðu, að ég 'hafi not fyrir þetta allt?“ Og sonurinn, John Graham, svaraði: „Já, mamma, ég er viss um það.“ Frú King ætlaði að heimsækja gifta dóttur sína i Alaska og þurfti að hafa ýirisan vetr- arfatnað meðferðis. Að sögn Gloriu Graham, konu Johns, lét frú King hann hafa 314 dollar og bað hann um að kaupa þrjú líftryggingarskírteini út á hana — eitt handa honum sjálfum, eitt handa hálfsystur hans í Alaska og eitt handa móðursystur hans i Miss- ouri. í öllum flugstöðvum Ðandaríkj- anna eru sjálfsalar, þar sem hægt er að kaupa flugtryggingar að upp- liæð frá C.250 dollurum upp í 02.500 dollara. Flugvélin, sem frú King fór með, kom frá Ohicago, og hafði hienni seinkað um tíu mínútur. I Denver þurfti að bíða eftir farþega, sem kom of seint, svo að brottfarartim- anum seinkaði um 12 minútur i við- bót. Er frú King hafði kvatt hinn 23 ára gamla son sinn, 22 ára gömlu tengdadóttur og IVi árs gamla sonar- Daisic King, móðir Johns Graham. son (annar 6 mánaða beið heima), hélt vélin af stað til Portland í Oregon. Þegar lijónin og barnið höfðu borðað hádegisverð á matstofu flug- stöðvarinnar, ókti þau lieim á leið. John hafði kvartað um vanlíðan og varð bumbult af matnum. Fyrir utan flugstöðvarbygginguna heyrðu þau ávæning af því, að flugvél hefði hrap- að og nokkru síðar kom fréttatil- kynning í útvarpinu, þar sem sagt var, að farþegaflugvél hefði hrapað til jarðar 51 kílómeter fyrir norðan Denver. Allir hefðu farist. Nöfnin voru lesin upp. Þegar John heyrði nafn móður sinnar, brast honum kjarkurinn gersamlega. Allt frá upphafi þeirrar rannsókn- ar, sem gerð var vegna flugslyssins, bcnti margt til þess, að sprenging hefði orðið. Ymsir þóttust beinlínis hafa séð flugvélina springa í tætlur, þar sem hún var á flugi. Rannsókn- arlögreglan og sérfræðingar í flug- vélagerð unnu sleitulaust að því að setja saman brak vélarinnar til þess að fá sem fullkomnasta mynd af því, hvernig skrokkurinn liefði liðast i sundur. Þegar þeirri rannsókn var lokið, var Ijóst af öllu, að sprenging hefði átt sér stað i farangursgeymslu aftar- lega í vélinni, þar sem engar raf- magnsleiðslur voru og ekki talin nein sprengingarhætta. Rannsóknarlögregl- an skar upp herör til þess að leita hins sanna í málinu og fortið 100 manna var rannsökuð ýtarlega á mjög stuttum tíma. Þrettán dögum eftir slysið — nokkru áður en United Air Lines hét 25.000 dollara verðlaun- um — var John Graham handtekinn. Þó að John væri ungur að árum, var afbrotaferill hans samt orðinn töluverður. Hann hafði meðal ann- ars falsað ávísun upp á 4200 dollara, lagt bifreið á járnbrautarspor og fengið tryggingarféð greitt án þess að vekja nokkurn grun, og loks valdið sprengingu í veitingakrá, sem liann rak, og hafði það einnig gefið honum fé í aðra liönd. Hann hafði lifað of- stopalifi hins óstýriláta æskumanns, uns hann kvæntist fyrir þremur ár- um, og ennþá fékkst hann til að gera hvað sem var, fyrir peninga. Móðir hans hafði borgað 2500 dollara upp í ávisanafölsunina, en afganginn borgaði hann að mestu sjálfur. Frú King hafði líka greitt fyrstu útborgun í húsi, sem hin ungu lijón keyptu, og auk þess eignast krá þar sem heitar pylsur og öl var selt, og eftirlátið Jóhn rekstur hennar. En það var hon- um ekki nóg. Hann vissi, að hún átti 100.000 krónur í banka. Eftir yfirheyrslu fyrstu nóttina undirritaði John Graliam játningu um morðið á móður sinni og öðrum þeim, sem i vélinni voru. í Colorado er 'hægt að dæma til dauðarefsingar (i gas- klefa) fyrir morð, en aðeins til 10 ára fangelsisvistar fyrir skemmdar- verk. Þegar Jolin var tveggja ára, missti hann föður sinn. Móðir lians var þá blásnauð, og Jolin var átta ár á barna- heimili. En svo giftist móðir hans aftur og tók hann til sin. John var duglegur i skóla og frábærlega vel að sér í eðlisfræði. Hj.ónin komu of seint á hljómleik- ana, sem voru byrjaðir þegar þau konmst í sætin. — Hvað eru þcir að spila? hvíslaði lnin. — Níundu sinfóníu Reethovens, hvíslaði liann. — Þetta er allt þér að kenna, sagði hún. — Nú höfum við misst af átta númeruni. John Graham, hinn 23 ára gamli ólánsmaður. Úr lögregluskýrslu: „Hjónunum lenti saman i skömm- um. Hann rigsaði út og um leið og liann skellti lnirðinni, sagði liann konunni að fara til lie.... Hún tók hann á orðinu og flutti sig heim til móður sinnar.“ ‘Mann leitaði — og fann Ranier III, fursti í Monaco og ameríska leikkonan Grace Kelly hafa nýlega opinberað trúlofun sína, svo sem kunnugt er af blaðafréttum. Áður en það gerðist, hafði furstinn ferðast víða um í leit að konuefni, sem gæti fætt honum erfingja að hinu rómantíska smáríki við Miðjarðarhafið. — Hér sést furstinn í hópi amerískra hjúkrunarkvenna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.