Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 12
12 FALKINN CUNNE-$AM£ÆRTÐ Lögreglusaga eftir; RALPH INCHBALD 16 til bófanna á skemmri tíma en það tæki, að skýra fyrir yður leiðina. Liðsforinginn leit tortryggnilega til Bitch- fields, en Kit brosti og sagði: — Þér megið ekki vantreysta Bitchfield. Yður er óhætt að treysta honum í blindni. Liðsforinginn og Bitchfield rýndu á upp- dráttinn saman, og eftir nokkrar mínútur voru hermennirnir komnir af stað. Kit afréð að snúa aftur að síkinu. Hann horfði á Bitch- field, seih þrammaði af stað milli liðsforingj- ans og liðþjálfans, og þegar þeir voru horfnir milli trjánna, hélt hann niður brekkuna og stefndi á húsið. Hann heyrði skothríð áður en hann var kominn alla leið. Tjaldið hefir verið dregið frá siðasta þætti, muldraði hann og greikkaði sporið. ÉG var talsvert framlágur þegar ég rankaði við mér aftur, en samt tókst mér að setjast upp, og nú leit ég kringum mig. Tunglsljósið lagði inn á milli allra rústanna. Ég kom auga á Bristow rétt fyrir aftan mig, annan lög- regluþjóninn. Hann sat og hélt um handlegg- inn á sér og bölvaði svo að hvein í honum. Og fyrir aftan hann var hinn lögreglumaður- inn, sem ekki hafði fengið nema smávegis skrámur, þegar múrsteinar og trévirki hrundi kringum okkur. Ég sá Loraine úti við vegg, eða Kilroy lávarð, sem ég ætti sjálfsagt heldur að kalla manninn úr þessu. Hann lá endilangur á gólf- inu og gat ekki hreyft sig, því að sver biti hafði lent þversum ofan á honum. En loks kom ég auga á Angelu. Hún gat ekki hreyft sig heldur, því að hún stóð í múr- steinshrúgu, og henni stafaði líka hætta af sama bitanum, sem Kilroy var fastur undir. Bitinn lá á ská upp í horn, og ef Kilroy gæti hnikað honum ofan af sér mundi bitinn detta beint ofan á Angelu. Ég skipti mér ekkert af Kilroy fyrst um sinn en slangraði til Angelu eins fljótt og ég gat. Ég var talsvert meiddur, en þóttist þá nokkurn veginn viss um að ég væri hvergi beinbrotinn. Mér lá við að hljóða þegar ég sá hve hættu- legt ástandið var. Eina huggunin var sú, að Angela var þó lifandi enn. Hún hreyfði hvorki legg né lið, en þegar ég beygði mig niður að henni sá ég að hún reyndi að brosa. Eg fékk báða lögreglumennina til að standa undir bitanum meðan ég reyndi að losa Kilroy lá- varð, því að ég taldi ekki viðlit að reyna að fara að ryðja múrsteinshrúgunni frá Angelu fyrr en búið væri að koma bitanum á burt. Það var lítið gagn í Bristow, því að hann var handleggsbrotinn, og hvað eftir annað lá honum við yfirliði af kvölum, en eftir mikið erfiði tókst okkur að koma bitanum frá. Kilroy lávarður hafði aðeins fengið lítils háttar skeinur, svo að nú fórum við allir f jórir að bera múrsteinana og brakið af fótunum á Angelu. Við fórum eins varlega að þessu og við gátum, því að ekki hafði ég hugmynd um hve mikið hún væri meidd. Hún hvíslaði eitt- hvað þegar við vorum að byrja, en svo leið yfir hana og hún lá þarna eins og steindauð. Ég get ekki lýst hvernig mér var innan- brjósts. Var hún dáin eða var þetta ekki nema yfirlið? Vafalaust var hún fótbrotin — kannske á báðum fótum — og hvernig áttum við þá að koma henni í burt? Stiginn var möl- brotinn eftir sprenginguna, og við vorum lok- uð inni, eina útgönguleiðin var gatið á veggn- um, þar sem glugginn hafði verið. Og hvernig áttum við að koma henni út þar, fótbrot- inni? Og einn okkar handleggsbrotinn i þokkabót. Ég hugsaði til Kit og Brocklesdowne. Þeir hlutu að vera á höttunum fyrir utan. Og sprengingin hefði átt að hafa gefið þeim merki sem dugði. Ef til vill voru þeir farnir á stjá til að bjarga okkur. ÉG vaknaði allt í einu af þessum hugleiðing- um.við að Bristow hrópaði: ¦—• Eldur! Það er að brenna á hæðinni fyrir neðan okkur! Þetta reyndist rétt. Þegar ég leit við sá ég blossana gjósa upp úr opinu, sem stiginn hafði verið í. Hvað átti nú til bragðs að taka? Engin leið til undankomu nema gluggaopið. Við fjórir hefðum ef til vill getað bjargað okkur upp í opið og fleygt okkur þaðan ofan í síkis- gröfina. En hvernig áttum við að fara með Angelu? Við hömuðumst eins og við gátum, og loks- ins var hún orðin laus. 1 sama bili rankaði hún við sér aftur, og hún lá þannig, að hún gat séð bjarmann af eldinum og heyrði snarkið. — Fljótt! sagði hún og benti. — Þessar dyr! Við litum þangað sem hún benti, og nú komum við auga á dyr. Þær voru vitanlega læstar, en við köstuðum okkur allir á hurð- ina og loks lét læsingin undan. Þarna fyrir innan var stór stofa sem virtist ná gegnum þvert húsið; ég sá það á tunglsljósinu fyrir utan gluggann. Stórt rúm var í einu horninu og ýmisleg gömul húsgögn meðfram veggj- unum. Logarnir blossuðu upp og hitinn var að verða óþolandi. Hve langan frest mundum við fá þó að við kæmumst inn i þetta her- bergi? Við bárum Angelu á milli okkar, lögð- um hana varlega á rúmið og lokuðum dyr- unum eins vel og við gátum. — Mér þykir þetta leitt, Bill, sagði hún og brosti til mín. — Ég hefi fótbrotnað, svo að ég verð ykkur vafalaust til trafala. Væri ekki best, að einn ykkar stökkvi ofan í síkis- gröfina og reyni að ná í hjálp? Þeir hljóta að hafa séð eldinn í húsinu. En þeir vita kannske hvernig þeir eiga að komast hingað til að hjálpa okkur í tæka tíð. — Þú skalt ekki óttast það, sagði ég til að hugga hana. Við skulum áreiðanlega bjarga þér. Kilroy gekk út að glugganum og allt í einu rak hann upp óp og benti mér. Ég hljóp til hans og leit út. Og nú kom ég auga á óskipu- legan hóp manna, sem hlupu eins og fætur toguðu niður að víkinni. En á eftir þeim komu hermenn fylktu liði. Ég sá þetta greinilega í tunglsljósinu. — Þetta eru bófarnir hans Gunne, tautaði Kilroy. — Lystiskipið! hrópaði ég. — Ætla þeir að flýja á því? ¦— Lystiskipið er ekki komið aftur á víkina, sagði hann og hristi höfuðið. — Það liggur miklu norðar. Þeir verða hraktir í sjóinn. Ég gaf mér ekki tíma til að horfa á þennan sjónleik lengur, — ég hafði annað þarfara að gera. — Kunnið þér að synda? spurði ég ósærða lögreglumanninn. Hann kinkaði kolli og ég benti honum á gluggaopið. — Hoppið þér út og sækið hjálp, sagði ég. Hann hikaði augnablik. Vatt sér úr jakk- anum, hoppaði út og eftir sekúndu heyrðum við á skvampinu að hann var kominn ofan í sikið. MEIRA gat ég ekki gert, og svo var aðeins að bíða. Angela lá ósjálfbjarga á rúminu. Bristow hafði ekki nema annan handlegg- inn, og Kilroy var vægðarlaus fjandmaður. Og það gerði horfurnar enn ískyggilegri, að eldurinn magnaðist stórum og færðist nær okkur. Við heyrðum gegnum dyrnar sogin í eldinum, eins og brimhljóð. Eftir fáeinar mín- útur mundi verða kviknað í hurðinni og hún detta inn í herbergið — og hvað þá? Ég þorði ekki að hugsa til þess og ég þorði ekki að fara að rúminu til Angelu. Þið getið kallað það ragmennsku, — en ég blygðaðist mín svo mikið að ég þorði ekki að horfa í augun á henni. Ég hafði ekki djörfung til að segja henni, að nú væri úti um okkur. Sem betur fór lá hún með augun aftur, svo að ég notaði tækifærið til að Iíta á hana. Kilroy stóð úti við gluggann og reyndi að gera eitthvað að brotna handleggnum á Bristow. Það var eitthvað í fari þessa manns, sem olli því að mér var vel til hans, þrátt fyrir allt. Ég settist á stól við rúmgaflinn og starði á dyrnar. Hvenær mundi hurðin láta undan eldinum? Var ég að sjá sýnir? Var hurðin farin að loga, eða var það tunglsljósið, sem villti mér sýn. Og stóð upp til að gæta að þessu betur — ég varð að vita vissu mína. Og ég hafði ekki gengið nema þrjú skref þegar ég fékk hana. Ögurlegt brak og drunur heyrðist að utan, mér fannst allt húsið hristast og heyrði að Angela hrópaði. Ég leit við og sá að Kilroy tók í rúmgaflinn og dró rúmið eftir gólfinu, í hinn enda herbergisins. — Það var gólfið í ganginum, sem var að hrynja, sagði hann rólega. — Það fer bráðum illa hérna inni líka, en það heldur nokkra stund enn í þessum endanum. Landráðamaður eða landráðamaður ekki! Mér var sama um það núna. Svo mikið var víst að hann var karlmenni og ég gat ekki annað en dáðst að honum. Hann reif niður gluggatjöldin og sagði: — Komið þér hérna og hjálpið mér, Stroode.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.