Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN BARNAHÆLIÐ er langt uppi í fjöll- um, svo langt að stúndum kemur það fyrir, að atlar samgöngur við um- heiminn teppast í skammdeginu. Þok- an kemur eins og skriða niður hlíð- arnar og snjórinn sveipar allt hvítri voð. Það kemur lika fyrir, að dreng- irnir, sem eiga að bera mjólkina úr fjósinu inn i eldhús verða bláir á höndunum af kuldu á þessari stuttu leið. „En það gerir mér ekkert til — ég á vettlinga," sagði Jerry. „En m'ár'gir af drengjunum eiga enga vettlinga." Jerry þótti vænt um vorið, blómin og fuglana og grasið sem spratt í hlíð- unum, en ég fékk ekki að upplifa vor- ið þarna, því að ég var aðeins á haust- in og framan af vetri í námunda við barnahælið. Það stóð þannig á þessu, að ég var að skrifa bók, og til þess að hafa algert næði fyrir vinum og kunning.j- um leigði ég mér svolítinn kofa uppi í fjöllum, en þó ekki eins ofarlega og barnahælið var. Það var ekki mjög langt frá kofanum mínum niður . í þorpið i dalnum. Ég hafði mikið af góðum hugmynd- um, og ritvélin mín lét stöfunum rigna á blöðin fimm tima á dag. Ég leið- rétti, strikaði út, breytti og lagfærði, og loks fór að komast eitthvert snið á bókina. Ég var alein og varð þess vegna að hugsa um matinn og heimilið sjálf. En það kom ekki að sök. Ég var upp- lögð til að vinna og hafði gaman af því. En þó var það eitt, sem mér fannst ekki kvenkröftum mínum fært, og það var að kljúfa við í eldinn. Mér datt i hug að kannske fengist einhver af stærri drengjunum á barnahælinu til þess að gera þetta og fá aura fyrir, og þess vegna símaði ég til forstöðu- konunnar. Hún lofaði mér að senda dreng. Og svo kom drengur — og það var Jerry. Fyrst i stað leist mér ekki svo niikill bógur í honum, að hann væri fær um að höggva eldivið. Hann var í samfesting, grófgerðri, köflóttri skyrtu og berfættur var hann. „Ég er hrædd um að þú getir ekki klofið í eldinn. Hve gamall ertu?" „Þrettán ára. Og ég get hoggið við — ég hefi gert bað á barnahælinu." Ég rétti honum öxi og vísaði hon- um á viðskjólið. Að svo búnu hvarf ég að vinnu minni, og einbeitti mér að henni. í hvert skipti sem ég leit upp frá ritvélinni heyrði ég axarhögg ... og svo gleymdi ég Jerry aftur. Ég býst við að hálfur annar tími hafi liðið þangað til ég mundi eftir drengnum á ný. Hann kom og drap á dyrnar og kom inn. „Nú verð ég að fara heim í kvöld- matinn," sagði hann. „Ég kem aftur seinni partinn á morgun." „Ég ætla að borga þér núna," sagði ég> „gerirðu þig ánægðan með 15 cent um tímann?" Ég var að hugsa um að betra væri að fá dreng, sem væri svo sem tveimur árum eldrí. Ég fór með honum út í viðskjólið, og ég vevð að játa, að ég varð ekki lítið hissa — þarna var komin stór hrúga af eldi- viði. „Þú hefir hoggið eins mikið og fullorðinn karlmaður!" sagði ég for- viða. Og nú fyrst fór ég að virða drenginn dálítið betur fyrir mér. Háralitur hans var eins og á þroskuðu korni, sem sólin skín á, augnaliturinn eins og á skýjunum yfir fjöllunum undir rigningu, grá með ofurlitlum blámaslæðingi. Ég borgaði honum dá- lítið meira en ég hafði nefnt. ,^Komdu aftur á morgun!" Hann leit fyrst á mig, svo á pen- ingana, og opnaði loks munninn eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en hætti við það og tók til fótanna og hljóp heim á leið. Snemma morguninn eftir vaknaði ég við að einhver var að kljúfa eldi- við úti en axarhöggin dundu svo jafnt og þétt að þau verkuðu á mig eins og svefnmeðal og ég sofnaði von bráðar aftur. Þegar ég kom a fætur kom það á daginn, að drengurinn hafði komið og hoggið eldivið, en var farinn aft- ur, eftir að hann hafði raðað kubb- unum upp í hlaða, svo að minna M Ó Ð 1 R skyldi fara fyrir þeim i viðskjólinu, og hægara væri að komast að honum. Hann kom aftur eftir skólatíma og vann þangað til hann varð að fara heim í kvöldmatinn. Ég fór að spyrja hann spjörunum úr, og fékk að vita að hann hét Jerry, eins og áður segir, að hann var þrettán ára og hafði verið á barnaheimilinu síðan hann var fjögurra ára. Það var eitthvað í fari hans og fasi, sem ég kunni vel við. Mér er erfitt að útskýra hvað það var, en ég skal reyna að taka dæmi. Einn daginn brotnaði axarskaftið, og ég varð að kaupa annað í staðinn. Ég ætlaði að láta Jerry taka við peningum fyrir skaftinu, en hann svaraði: „Ég ætla að borga það sjálfur — það var ég sem braut það!" Ég reyndi að fá hann ofan af þessu, en það var ekki við það komandi. Svo að í stað peninganna fyrir skaftið borgaði ég honum hærra kaup um kvöldið, svo að hann skyldi ekki missa neins í. Hann var besti drengur, og hann kenndi mér hvernig ég ætti að haga eldinum, til þess að komast af með sem minnstan eldivið. Hann múraði stein i ofninn minn, og þegar ég gaf honum epli, súkkulaðibita eða eifthvað þess konar, fyrir viðvik sem hann hafði gert fyrir mig, sagði hann alltaf, um leið og hann hneigði sig: „Þakka yður innilega fyrir!" Ég las einlægt þakklæti úr augum hans, og ég hafði gaman af þegar hann fann sér átyllu til að geta verið hjá mér. Ég sagði honum að ég væri best upplögð til að tala við hann þegar ég væri hætt að skrifa á daginn. Og eftir það kom hann alltaf inn, þegar hann heyrði að ritvélin var hætt að ganga. Einu sinni stöðvaðist ég, til að hugsa um erfiða setningu í sög- unni, og þá kom' Jerry og hélt að ég væri hætt. Mér fannst ég mega til að setja lokið á ritvélina, setja hana út i horn og fara að tala við hann. Mér varð svo einkennilega angur- blítt innanbrjósts á hverju kvöldi um sólarlagið, þegar ég sá litla drenginn lnbba götuna upp fjallið, heim í barnahælið. Hann var orðinn mikill vinur Patts, stóra hundsins míns. Og út frá því fór ég að hugsa um, hve merkilegt samband er á milli hunda og drengja. Ef til vill stafar það af því, að hugur beggja er svo hreinn og hygginn, hundsins og drengsins. Ég veit það ekki, en ég veit, að milli drengs og hundsins hans er innileg og göfug vinátta. Skömmu síðar þurfti ég að bregða mér heim nokkra daga, vegna afmæl- Jerry var orðinn mikill vinur Pats, stóra hundsins míns ... is föður mins, og bað þá Jerry að sjá um Pat á meðan. Ég gaf honum blistru til að blása i þegar hann vildi kalla á hann, og skildi eftir nóg af mat. Ég hafði beðið hann um að gefa Pat mat og vatn fram til laugardags- kvölds, því að sjálf bjóst ég við að koma á sunnudeginum. En sunnu- dagskvöldið, þegar ég kom heim, kom það á daginn að Jerry hafði skammt- að hundinum til mánudagsins líka. Hann kom til mín snemma morguninn eftir. „Ég var hræddur um að þér kæm- uð ekki heim í gær," sagði hann, „því forstöðukonan sagði, að það væri svo mikil þoka á fjallinu, að ekki mundi fært að aka. Og svo gaf ég Pat til mánudagsíns, ef svo færi að þér kæm- uð ekki." „Það var ágætt," sagði ég. Hann ætlaði heim i barnahælið aftur samstundis. Ég gaf honum doll- ar fyrir ómakið, og hann hneigði sig og fór. Um kvöldið, eftir að dimmt var orðið barði hann á dyrnar. „Komdu inn, Jerry," sagði ég er ég sá að hann stóð hikandi við dyrnar eftir að ég hafði opnað. „Ef þér hefir verið leyft að vera svona seint úti," bætti ég við. „Ég bjó til „sögu" á barnaheimil- inu," sagði hann. „Ég sagði að þér hefðuð sagt að yður langaði til að sjá mig." ' „Það langar mig líka alltaf," sagði ég og nú varð drengurinn forviða, „mig langar til að heyra hvernig þér gekk með Pat meðan ég var i burtu," bætti ég við. Nú varð dálítil vandræðaleg þögn, en svo sagði hann: „Okkur Pat kom ágætlega saman." Þetta kvöld sat Jerry lengi við eld- inn á arninum. Ég kveikti ekki á lampa, svo að ekki var önnur birta í stofunni en bjarminn frá arninum. Pat lá við fæturna á Jerry. Hann sat á lágum bekk, en ég i hægindastólnum. „Ég held að hann Pat kunni vel við mig," hélt Jerry áfram. „Við höf- um hlaupið saman, ég hefi leikið mér við hann — við fórum í feluleik — ég faldi mig í heyi og gat heyrt að hann var að snuðra kringum mig. En loks fann hann slóðina mína, þegar hann sá mig, hljóp hann kringum mig, hvað eftir annað." Við horfðum á glæðurnar. „Þetta >er grein af eplatré," sagði Jerry og benti á eldinn. „Eplatré brenna best og skemmtilegast af öll- um viði." Svo var ekki sagt nokkurt orð, lengi vel. Við þögðum lengi, en loks fór Jerry að tala um efni, sem hann hafði aldrei minnst á fyrr. Efni, sem ég mundi aldrei hafa byrjað að tala um, vegna hans. „Þér eruð dálítið lík henni mömmu," sagði hann. „Sérstaklega þegar skugg- sýnt er." „Þú varst ekki nema fjögurra ára þegar þú komst á barnahælið, svo að þú manst varla eftir henni mömmu þinni, eða hvernig hún leit út," sagði ég. „Mamma min á heima i Manville," sagði hann. Það lá nærri að mér brygði við þegar ég heyrði að hann ætti móður á lífi — ég vissi ekki fyrst í stað, hvers vegna mér brá svona við, en svo varð mér ljóst, að ég hafði fyllst reiði við þá konu, sem gat fengið af sér að látá Jafn yndislegt barn og Jerry alast upp á barnahæli — anan eins dreng og hann! Fyrr málti

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.