Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Við skulum vefja þessu utan um hana. Við búum til hengirekkju og látum hana síga niður. Við vorum ekki margar mínútur að ganga frá gluggatjöldunum utan um hana. Svo rif- um við lak í ræmur, til að nota sem vað, er við létum hana síga úr glugganum. Angela var alveg róleg, hún skildi hvað til stóð og brosti hughraust til okkar. Við vorum að Ijúka við að ganga frá þessu þegar hurðin brast og logarnir teygðu sig inn í herbergið. ÞEGAR sprengingin varð við norðanvert húsið, var Kit kominn að því að vestan og var að fara niður í bátinn og ætlaði að stjaka sér yfir síkið, til að gera þriðju sprengjuna óvirka. Við síkið rakst hann á Brocklesdowne, sem hafði yerið að athuga víkina en hvergi séð lystiskipið. 1 sömu svifum og þeir hittust drundi sprengingin og loftþrýstingurinn feykti þeim drjúgan spöl. — Jæja, nú er engin þörf á að hugsa meira um þriðju sprengjuna, sagði Brocklesdowne rólega. — Það var hún, sem sprakk núna. Kit kinkaði kolli. Hann stóð upp og þefaði út í loftið, eins og-hundur. Svo þreif hann í handlegginn á Brocklesdowne og togaði hann með sér að norðurhliðinni á húsinu. — Bruni! sagði hann. — Finnurðu ekki brunalyktina? Við skulum flýta okkur. Þeir hlupu sem fætur toguðu og nú sáu þeir eldbjarmann gegnum gluggann. — Hvar er næsta slökkvistöð? spurði Brocklesdowne. — Ellefu enskar mílur héðan, svaraði Kit. — En við skulum samt skreppa heim á prest- setrið og síma. En þarna kemur þá lögreglan. Lögreglustjórinn var að koma með tíu til tólf manns. — Hvert í heitasta ... byrjaði hann. — Hlaupið þér heim á prestssetrið og símið til slökkviliðsins, svaraði Kit. — Og látið það flýta sér! — Skal gert, ofursti! sagði lögreglustjór- inn og sendi tvo menn af stað. — Og sendið tvo—þrjá menn á veitinga- húsið og bæina hérna í kring og náið í eins mikið af hökum og járnkörlum og hægt er, því að við verðum að brjóta upp aðaldyrnar. Fimm menn hlupu. Kit stóð og rýndi inn í runnann undir glugganum. — Jæja, hann er að minnsta kosti búinn að vera, sagði hann. — Hver er búinn að vera? spurði lögreglu- stjórinn. Þeir gengu nær, allir þrír, og Kit lýsti með vasáljósinu. Þar lá Gunne, hálfnakinn, skrám- aður og sótugur. ^relumund y Hvar er sótaralærlingurinn? Er hann dauður, hvíslaði lögreglustjór- inn. — Hann er hálsbrotinn, svaraði Kit. — Veslings mannkvikindið! — Ekki skal ég vorkenna honum, sagði Brocklesdowne kuldalega. — Ég get f yrirgef ið mannræflum, sem láta tæla sig út í ógæfuna, en ekki manni, sem hélt að hann væri meiri en guð. Þetta var grafskrift Richards Gunne. Hann var fallinn engill og hafði aldrei verið neitt annað. Eftir nokkrar mínútur fengu þeir hjálp til að sprengja upp aðaldyrnar, því að spreng- ingin hafði vakið allt fólk á næstu bæjum, og það kom hlaupandi úr öllum áttum. Samt voru þeir hálftíma að brjóta upp dyrnar, svo sterkar voru þær, og fyrir innan tóku aðrar dyr við, sem töfðu þá talsvert, en þegar þær höfðu báðar verið opnaðar kom reykurinn vellandi út. — Bíðið þið svolítið, sagði Kit. — Við skul- um láta reykinn streyma út fyrst. En það dugði ekkert að bíða, því að reyk- urinn varð þéttari og eldurinn blossaði upp undir eins og meira loft komst að. — Hvað eigum við nú að gera? spurði lög- reglustjórinn. Hann varð að hrópa til þess að heyrast gegnum sogin frá eldinum. — Það er ekki gott að vita, sagði Kit. — Það er undir því komið hvar þau hafa hitt Gunne, eða hvort þau hafa yfirleitt hitt hann. En sprengingin varð hérna, og einhver hefir sett strauminn á. — Bíðið þér hérna, sagði Brocklesdowne við lögreglustjórann. — Við sir Christopher förum að húsinu baka til. Þá komu þeir auga á einhvern, sem hopp- aði út um glugga niður í sikisgröfina og synti yfir. — En þarna er þá Sturgess, sagði lögreglu- stjórinn. — Hann var inni í húsinu. — Já, það er ég, svaraði lögregluliðinn og hristi sig eins og hundur sem kemur af sundi. — Hvar eru hin? Sturgess sagði þeim það. — Ég sé að Stroode er ómögulegt að láta ungfrú Durrance síga, aleinn, því að Bristow getur ekki hjálpað honum úr því að hann er handleggsbrotinn, sagði Kit. — En það er annar maður þar líka, svar- aði Burgess. — Ef ég hefi tekið rétt eftir heit- ir hann Kilroy. — Nú þykir mér týra á skarinu! sagði Burgess. — Hann særði manninn, sem ætlaði að drepa Stroode, og bjargaði lífi hans, hélt Sturgess áfram. — Og við hefðum aldrei getað losað ungfrú Durrance, ef hann hefði ekki hjálpað okkur. — Þér segið okkur tíðindi, sagði Kit. — Er hann fangi þeirra, eða þau hans? — Hann er fangi þeirra. Hann gafst upp fyrir ungfrú Durrance. — Hvað er að heyra þetta! sagði Brockles- downe. — Náið þið í bátinn og stjakið honum að húsveggnum, undir glugganum, skipaði Kit, og svo kallaði hann: — Stroode! Stroode! Röddin var gjallandi en hún heyrðist samt ekki, vegna soganna í eldinum. Nú heyrðu þeir brunabíla koma á fleygiferð, með lúðurblæstri og bjölluklið. — Þarna kemur slökkvibíllinn! sagði Kit. VIÐ sem vorum inni í húsinu höfðum ekki hugmynd um neitt af þessu, því að við vor- um að berjast fyrir lífinu. Eldurinn var far- irtn að éta sig gegnum gólfið í herberginu, þar sem fjærst okkur var, og við urðum að flytja burt húsgögn og dúka, sem hefðii orðið til að auka hann. Við heyrðum ekkert hljóð nema hvæsandi sogin í eldinum, og höfðum ekki hugmynd um, að hjálpin var fyrir neðan gluggann. Ástandið varð æ ískyggilegra. Hitinn var hræðilegur, og reykurinn svo þéttur, að við gátum varla náð andanum. Það voru ekki Niðurlag í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiösla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. ADAMSON Mýflugur. ClP Copyrlght P. I. B. Box 6 Copanhooan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.