Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.01.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN m en aka hreppavégina, sem gengu i bugðum milli akra og gegnum þorpih. Þarna var umferðin líka minni. Augu hans nutu fergurðarinnar og frjósem- innar i kring. Þau voru orðin þreytt á öllu litskrúðinu við Rivierann. Hann ók lengi, tók sér hvild aftur og svaf nokkra klukkutíma í svöhi herbergi, þar sem hrein, hvít glugga- tjöld bærðust fyrir blænum, og svo hélt hann áfram og var afráðinn i að aka alla nóttina. Hann vildi komast heim. Heim! Nú fór að skyggja. Hann var ckki viss um hvar hann var, en það var engin hætta á að hann færi afvega, og það var unaðslegt að sitja þarna í rökkrinu og hugsa ekki um annað en stýrið, láta bilinn bruna fram, ekki of hart, en þó létt og leikandi . .. Allt í einu skrikaði hann ... gat á hjólbarðanum! Nú var komið verulegt rökkur. Að vísu var enn bjarmi á lofti yfir trjá- krónunum, en eftir klukkutíma mundi vera orðið aldimmt. Hann fór út úr bílnum, en komst von bráðar að raun um, að maðurinn á gistihúsinu hafði gleymt að gera við varahjólið. Það hafði sprungið nokkrum dögum áður, er hann var í ökuferð með Celeste. Þetta var dá- laglegt! Líklega var engin bílastöð nálægt — hann hafði séð eina fyrir hálftíma, og það var sú eina, sem hann hafði tekið eftir siðan hann fór úr síðasta hvíldarstað. Hann yppti öxlum og brosti í kamp- inn og tók töskuna sina úr bílnum og læsti honum og hélt svo áfram gangandi. Einhvers staðar hlaut hann að finna mannabústaði, sem hann gæti fengið gistingu i, og upplýsingar um hvar hægt væri að fá gert við bilinn. Hann gekk nokkrar mínútur. Trjá- göngin, sem vegurinn lá um, virtusi yera óendanlega löng. En svo sá hann þverveg til vinstri og beygði inn á hann. Hann var kominn inn á þröng-í' an veg milli stórra akra. En þarna var bjartara en í trjágöngunum, og i fjarska sá hann húsaþyrpingu, auð- sjáanlega lítinn bæ með tilheyrandi útihúsum. Ljós var í einum gluggan- um, dauft gulrautt Ijós, og er hann gekk áfram hugsaði hann til gangandi manna fyrr á dögum, áður en járn- brautarlestir og bifreiðar komu til sög- unnar — hve fegnir þeir hlutu að hafa orðið er þeir vegmóðir sáu svona ljós í gtugga — fyrirheit um hvíld og mat. Já, hann var orðinn bæði svangur og þreyttur aftur. Hann heyrði ískra í hurð og var fljótur að nema staðar. Um tiu til tuttugu metra frá honum stóð hús, og það voru dyrnar á því, sem höfðu ver- ið opnaðar. Ljós var kveikt þar inni og í dyrunum sá hann kvenmanns- veru í gulrauðu lampaljósinu. Hún var grönn og hreyfingar hennar voru þannig, að honum duttu í hug gasellur, sem hann hafði séð suður i Afríku. Hún var svarthærð, en andlit hennor virtist fölt; kjóllinn var dökkur. Hann horfði á hana í sekúndu, en svo lokuðust dyrnar og hún hvarf fyrir húshornið. Hann stóð í sömu sporum um stund, hann vissi ekki hvers vcgna, en hitt vissi hann, að hann hafði séð eitthvað fallegt, eitt- hvað sem honum hafði geðjast að á þann hátt, sem honum hafði aldrei geðjast áður. Hann hélt hægt áfram, og eftir dá- litla stund sá hann einhverja veru koma út á veginn og stefna til sín og ganga hratt. Það hlaut að vera hún. Nú sá hann bæinn betur. Þetta var myndarlegur bær, hvít hús. Unga stúlkan framundan honum kom ekki alveg að honum, en beygði til hægri og hvarf út í myrkrið og að dökku húsi, sem hann taldi víst að væri fjósið. Þegar hann kom að hvita húsinu sá hann mann standa á dyrapallinum. Þetta var hár maður og þrekinn. Glugginn með ljósinu var til hægri við hann og dálítið af birtunni féll á hann. Lucien heilsaði, sagði honum hvern- ig komið var og spurði hvort hann gæti fengið gistingu og að sér yrði vísað á viðgerðastöð morguninn eftir. Maðurinn rýndi á hann i myrkrhui, stakk hendinni í vasann og tók upp pípuna sína og kveikli í. „Ætli ckki það," sagði hann sila- lega. „Við getum sent Pierre á jepp- anum til Duchands i fyrramálið — þeir gera við bíla." Hann færði sig til hliðar, opnaði dyrnar bak við sig og nú lagði birtuna úl. Hann benti Lucien að ganga í bæ- inn. Þeir komu beint inn í stórt eldhús og logaði þar á steinolíulampa, sem hékk i loftinu yfir stóra borðinu út við gluggann. Við gluggann sat gam- all maður og var að lesa í blaði. Hann ýtti gleraugunum upp á ennið og leil á gestinn. Það var auðséð að þetta var faðir mannsins, sem hafði staðið úti — báðir jafn breiðleitir, augu beggja róleg og djúpstæð og sami stirðleikinn í hreyfingum beggja. Sonurinn sagði honuni hvernig ástatt var. „Hm," sagði gamli maður- inn. „Bílar eru bilar, ckkert að reiða sig á þá. En herbergi og mat höfum við handa yður. Fáið þér yður sæti." Lucien settist. Hann leit kringum sig og kunni vel við 'húsakynnin. Hvenær hafði hann komið í cldhús síðast? Og hvenær i eldhús á sveita- bæ? Ekki síðan hann var barn og fékk að fara til afa sins og ömmu uppi í sveit — jörðin var seld fyrir löngu — og var lofað að vera í eld- lnisinu þegar barnfóstran og eldakon- an voru að tala saman. Gamli maðurinn hélt áfram að lesa blaðið sitt og sonurinn fór út. Eng- inn skipti sér af Lucien, en hann kunni betur og betur við sig þarna. Hann leit á úrið sitl, og allt i einu datt honum í hug, hvað hann hefði verið að gera í gærkvöldi um þetta leyti. Þá hafði hann setið með Celeste á veitingahúsi og bryti og tveir þjónar verið hringsólandi kringum þau og fræg hljómsveit verið að skemmta. Andstæðurnar frá í gær til i dag voru svo fullkomnar, að hann varð að bíta á vörina til þess að fara ekki að skellihlæja. Nú lét gamli maðurinn blaðið siga og fór að tala um það, sem hann hafði verið að lesa um, og von bráðar voru þeir Lucien farnir að tala saman um heimsviðburðina. Þegar gamli maður- inn varð þess visari að Lucien hafði verið í Afríku, braut hann blaðið saman og lagði það frá sér, en er hann fékk að vita að Lucien hefði ekki gegnt herþjónustu þar, kom annað hljóð í • *•••• RITA I NIZZA Hérna er Rita Hayworth á gangi í Nizza með dætrum sínum, Yasminu og Rebekku. Hún brá sér til Miðjarðarhafsborg-arinnar til viðræðna við næst- síðasta mann sinn, Ali Kahn. strokkinn og andlitið á honum ger- breyttist. „Hvað gerðuð þér þar þá?" spurði hann byrstur. „Fyrirtækið mitt smíðar flugvélar," svaraði Lucien. „Við rákum smiðju þar syðra, og ég varð að stjórna henni. Þetta var ekkert leikfang," bætti hann við. • „Flugvélar, já einmitt," sagði gamli maðurinn bliðari. „Hm, já, ekki veitir af. Nei, ég var í fyrra stríðinu, ég .. ." Og svo kom löng saga og tíminn lcið. Allt i einu heyrði Lucicn kallað úti: „Michelle, hvar ertu?" Nú tók hann ekkert eftir hvað gamli maðurinn sagði. Michelle! Nafnið sem honum hafði dottið í hug að Celeste héti að réttu lagi. Maria eða Michelle eða eitthvað annað hversdagslegt nafn, sem manni féll vel handa konunni sinni. Michelle ... Svo opnuðust dyrnar bak við hann. Gamli maðurinn leit upp en skeytti ekkert þeirri sem inn kom. Hún gekk svo létt að fótatakið heyrðist varla, og þegar hún fór framhjá Lucien og að* eldavélinni, þekkti hann hana aft- ur. Það var unga stúlkan, sem hann hafði séð fyrir skemmstu. Hún var nærri því eins há og hann, grönn og lipur og létt í hreyfingum. Hárið var nærri þvi svart, andlitið mjóleilt, augnabrúnirnar nástæðar, nefið beint og fíngert og munnurinn mjúkur og meyr eins og á barni. Hún fór að bera mat á borðið með tiglótta vaxdúknum, en þeir héldu áfram að tala saman. Þarna kom þykkt sveitapostulín, sterk glös til að drekka úr, ilniandi heimabakað brauð, og steik, sem hún sneiddi niður. Hendur hennar voru langar og mjó- ar, og fallegar þó að þær bæru augljós merki þess, að þær yrði að vinna erf- iðisvinnu. Hún var niðurlút svo að hann gat ekki séð i augu henni, og það var því líkast að hún væri hrædd og vör um sig, og albúin til að leggja á flótta þegar minnst varði. Sonurinn kom þrammandi inn og settist við borðið, og svo var tekið til matarins. Þan átu þegjandi, nema hvað slitur komu af sögu gamla mannsins í striðinu, á inilli þess sem hann tuggði. Unga stúlkan sat beint á móti Lucien, og hann viss.i varla hvað hann át og þvi síður hvað gamli maðurinn sagði, því að hann horfði i sífellu á hana. Hún var ekki stutt- klippt, eins og oftast gerist um kven- fólk. Svart hárið var eins og umgerð um mjóa andlitið, sem ekki var hvítt, eins og honum hafði sýnst þegar hann sá hana fyrst, heldur talsvert útitekið af sólbruna. Allt í einu leit hún upp og þau horfðust i augu. Augun voru dökk — brún eða svört — stór og djúp. Þau horfðu á hann eina sekúndu, svo kom veikur roði fram í kinnarnar og hún leit niður aftur. En þessi sekúnda hafði ekki verið eins og aðrar. Lucien fannst sér hafa opinberast eitthvað, að innri maður hans hefði lært eitthvað nýtt, sem hann hafði ekki vitað um áður. „Michelle," sagði sonurinn allt í einu. „Við þurfum að fá vín. Komdu með flösku." Hún stóð upp hljóðlega svo varla heyrðist, og hvarf. „Það er ekki svo oft sem gestir koma," sagði hann, eins og 'hann væri að afsaka sig, og leit á föður sinn. „Ne-ei," sagði gamli maðurinn. „Ekki gestir frá Afríku. Hann hefir Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.