Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Page 3

Fálkinn - 21.09.1956, Page 3
FÁLKINN Dr. $Í0urður Nordnl heiðrnður á 70 úru nfmeelinu Agúsla Quðmundsdóttir kosin 3egurðardroHning Jslands Föstudaginn 14. september átti dr. SigurÖur Nordal, einn merkasti fræði- maður íslensku þjóðarinnar, sjötiu ára afmæli. í því tilefni gekkst Al- menna bókafélagið fyrir Nordalshá- tíð í Þjóðleikhúsinu, þar sem dr. Sig- urSur var hylltur og sitt hvað flutt úr verkum hans. Dr. Þorkell Jóhannesson, rektor Háskóla íslands, flutti i upphafi er- indi um líf og starf dr. Sigurðar Nor- dal, en síSan hófst upplestur leikara úr verkum dr. SigurSar. Lárus Pálsson flutti þulu, Haraldur Björnsson las kafla um Þingvöll úr íslenskri menn- ingu, Valur Gislason og Gestur Páls- son fóru meS FerSin, sem aldrei var farin, og einnig var fluttur kafli úr Hel. AS þvi loknu var fluttur þáttur úr 'leikritinu „Uppstigning" eftir af- mælisbarniS. AS lokum var dr. Sigurður Nordal kallaður upp á sviðið og hylltur ákaft. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri ávarpaði hann nokkrum orSum, en dr. Sigurður svaraði með ræðu. Að hátíðinni lokinni var dr. Sigurði Nordal og konu lians haldið hóf í Þjóðleikhúsinu og var þar margt manna. * í síðasta tölublaði Fálkans var birt mynd af stúlkunum tíu, sem tóku þátt í fegurðarsamkeppninni i Tivoli, þar sem velja átti fulltrúa íslands í keppnina um „Miss World“ titilinn, sem fer fram i Lundúnum í haust. í úrslitakeppninni bar Ágústa GuS- mundsdóttir sigur úr býtum, en að öðru leyti var röðin þessi: 2. Ásdís Steinþórsdóttir, 3. Esther GarSars- dóttir, 4. Sigrún GuSmundsdóttir, 5. Guðlaug Skagfjörð og (i. Lilja Hail- grímsdóttir. Hin nýkjörna fegurðardrottning, sem er 19 ára gömul, gekk í heilagt hjónaband síðastliðinn laugardag, Foreldrar hennar eru GuSmundur Árnason kaupmaður og Áslaug Sig- urðardóttir, Þorfinnsgötu 2 i Reykja- vík. (Það kom i ljós, er talningu atkvæða lauk, að dómnefndin hafði komist að sömu niðurstöðu og valið Ágústu úr hópnum. Það féll í skaut Örnu Hjörleifsdótt- ur, fegurðardrottningar íslands 1955, að krýna Ágústu, sem á nú fyrir hönd- um þátttöku í Miss World keppninni eins og Arna í fyrra. Fylgja henni góðar óskir héðan að heiman. Stúlkurnar sem komust í úrslitakeppnina. Mynd þessi er af þátttakendunum 6, sem kepptu til úrslita í fegurðarsamkeppninni. Þær bera sömu númer og þær höfðu i forkeppninni. Talið frá vinstri: Esther Garðarsdóttir, Guðlaug Skagfjörð, Lilja Hall- grímsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Ágústa Guð- mundsdóttir (fegurðardrottning) og Ásdís Steinþórs- dóttir.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.