Fálkinn


Fálkinn - 29.03.1957, Side 5

Fálkinn - 29.03.1957, Side 5
FÁLKINN 5 Lnna Turner og skáldkonan Katlileen Windsor verið giftar lionuin, en lion- um liélst ekki á þeim. Ava Gardner var orðin 22 ára J)eg- ar hann kynntist henni. Hún var ekki búin að jafna sig eftir fyrra hjóna- bandið, en þráði að eignast „vernd- ara“ — mann, sem hún gæti treyst. Og hún hélt að Artie fultnægði þeim kröfum. Hann var kátur og fírugur, galant og bálskotinn í Övu, þó að hann væri giftur annarri. Hann fékk skilnað og giftist Övu ttooney, sem nú varð frú Shaw nr. 5. Ava vann i Hollywood. Artie stjórnaði hljómsveit i New York. Þau gátu atdrei verið saman og von bráð- ar kom þeim saman um að skilja. Ava var mædd. En þá heyrði hún karlmannsrödd í grammófón. Frank Sinatra — dillandi og töfrandi. Ava liafði liitt hann i samkvæmum og hafði oft skemmt sér með tionum, og þá var liann alltaf að tala um elsku konuna sina og börnin þrjú. En hcnni liafði aldrei fundist til um röddina, fyrr en þarna í grammó- fóninum. Nú sárlangaði hana allt í einu til að hitta Sinatra og tala við hann. Hún notaði fyrsta tækifærið til að segja honum að sér litist vel á hann. Frank roðnaði upp i hársrætur og þótti gott að heyra þetta. Hann bauð henni í miðdegisverð og nú trúði hann henni fyrir leyndarmáli. Að liann væri vansælasti maðurinn á jörðinni. Honum hefði verið farið að leiðast í hjónabandinu og farið að trúkka við hljómleikastúlku. Ef ekki væru börnin, væri hann fyrir löngu skilinn við konuna. Slúðurblaðamennirnir njósnuðu um þennan miðdegisverð og nú var farið að tala um Övu og Sinatra. Þau dönsuðu tango saman og voru saman i náttklúbbum, sögðu blöðin. Ava og F'rank ... sifellt var skrifað um sama efnið: Ava og Frank. Þau fóru í felur, en myndir af þeim náðust samt. Frank fékk skilnað. Konan hans cngdist sundur og saman þegar hún las frásagnirnar af síðasta ástar- ævintýri mannsins síns. En þó hafði hún enn von um að hann mundi koma aftur. Loks varð sú von að engu. Frank gat ekki um annað lmgs- að en Övu. Hann riftaði ráðningar- samningnum, sem liann hafði gert. Kom ekki fyrr en á síðustu mínútu þegar hann átti að vera í sjónvarpinu. Hótaði að drepa blaðamennina þegar þeir spurðu hvernig gengi með Övu. Sagði að þá varðaði ekkert um það, en gleymdi að hann var heimsfræg- ur jarmsöngvari og átti ekkert einka- Hf. Þetta gerðist 1951, og þá var Ava ekki orðin heimsfræg. Ilún var 29 ára þá. Hún hafði lært og reynt meira en flestar manneskjur gera á langri ævi. Ekki var hún alltaf jafn hrifin af hinuni geðríka Sinatra með (')gandi ítalska söngblóðið í æðum. En lnin elskaði röddina og þegar henni mislíkaði við hann setti hún Sinatraplötu á grannnófóninn. Þau voru gefin saman í Philadelphia, og fullt af aðdáendum beggja í brúð- kaupinu. Þessi ástarsaga breyttist í harmleik — sem leikinn var ókeypis fyrir alla veröldina. Eftir stutta stund hljóp hún frá honum. Það komst í almæli að þau væru skilin. Ava var einhvers staðar úti í frumskógum að kvikmynda. Þegar hún kom til baka urðu þau góðir vin- ir aftur og allt gekk vel um sinn. En svo fór hún frá honum aftur. Gat ekki tjónkað við hann. Frank sás.t á skemmtistöðum með öðru kvenfólki en bað svo fyrirgefningar og gaf Övu Cadillacbíl og tvo hunda. Allt var í þessu fína lagi, blöðin birtu myndir af Övu og Frank sitjandi saman i sófa, tjómandi af áriægju, og Frank sagði blöðunum, að nú ætluðu þau að kauna sér hús í Beverley Hills og fara að eiga börn. En skömmu síðar var Ava horfin cinu sinni enn. Nú sagðist hún skilja við Frank — það væri alvara. Hún fór ti! Nevada og lagði skilnaðar- kröfuna á t>orðið — en gaf sér ekki tima til að bíða eftir svari. Svo fór hún til Spánar. Skönnnu siðar birtu blöðin myndir a! henni og hinum forríka og fræga nautabana Luis Miguel Dominguin. Allar spánskar stúlkur voru ástfangn- ar af honum en hann leit ekki við neinni nema Övu. Hann sýndi lienni landið, þau fóru í útreiðatúra saman og dönsuðu saman. Frank keypti sér flugfar til Madrid og allt í einu skaut honum upp á gistihúsinu, sem Ava dvaldi i. Og nú hófst einvígi milli söngvarans og hins spánska nautabana. Blaðamennirnir settust um gislihúsið, eins og heims- viðburður væri í aðsigi. Frank heimtaði að fá að tala við Óvu. Hún tók honum kuldalega. Hvað hann vildi? Hann vildi vita eitthvað um nautabanann. Nautaban- ann? sagði Ava sakleysislega. Svo féllust þáu i faðma og sóru hvort öðru að byrja nýtt lif i Hollywood. En nokkrum dögum síðar sagðist Ava ætla að skilja. Nautabaninn giftist ítölsku leik- konunni Luciu Bose skönnnu siðar, en fleiri voru um boðið. Þegar tékk- neska leikkonan Miroslava Sternova frétti um hjónabandið framdi hún sjálfsmorð. Enn er þeirri spurningu ósvarað, hvort Ava og Frank Sinatra muni taka saman aftur. Enginn veit það. En við og við heyrist — og er haft eftir þjórium og þernum gistihúsa — að Ava sitji ein í herbergi sínu og spili j)lötur eftir Frank Sinatra, og að hann gangi af göflunuiri í hvert sinri sem hann sé minntur á Övu, sem hann hefir ekki cnn fengið skiln- að frá. Frank lék í mynd á Siiáni siðastliðið sumar, meðan Ava var þar. Ýmsir sáu þau á sama gildaskálan- um á kvöldin. En þau sátu aldrci við sama borð. * HEFIKÐU HEYRT —? að Norðurlandaríkin ætla að gefa út á ensku safn 80 bóka, úrval úr rit- um, sem skrifuð hafa verið á ís- lensku, dönsku, norsku, sænsku og finnsku. aö í Bandaríkjunum á annar hver maður yfir 10 ára bifreið, og ekur að meðaltali 13.000 kílómetra á ári. að úlfarnir í Finnmörk gera hrein- dýraeigendum þungar búrifjar. Á siðasta ári drápu úlfar 200 hrein- dýr í Karasjok einni. að í almanaki Gyðinga er árið venju- lega talið 353, 354 eða 355 dagar, en með ákveðnu millibili er bætt við það „hlaupársrriánuði“, og verður það þá 383—385 dagar. að i Bandaríkjunum eru kringum 2500 dýraspitalar. Þar eru hund- ar, kettir og önnur húsdýr til lækninga. að kunnur ameriskur sálfræðingur heldur því fram, að hið svonefnda „sannsöglilyf", sem fólki er gefið til að fá það til að segja satt fyrir rétti, sé engu áhrifameira en gott viskí. að í hafnarbænum Baranquille i Columbia eru rauðu umferðaljósin með alls konar auglýsingum, sem vegfarendur geta lesið sér til af- þreyingar meðan þeir verða að biða. að i hópi Gyðinga, sem flutti til ísraels frá Yemen hefir ekki eitt einasta tilfelli af lungnakrabba- meini komið fyrir i síðustu fimm- tán ár. Visindamennirnir þakka þetta því, að ekkert af ])essu fólki kann að reykja sigarettur. að sænsku ríkisjárnbrautirnar halda upp á hundrað ára afmæli sitt í ár. Þær eru stærsta atvninufyrir- tækið í Svíþjóð og 74 þúsund manns vinna við þær. Ava Gardner þykir hafa kyssilegar varir, cnda sparar hún ekki að beina athyglinni að þeim. VILL IÍOMAST í DÍSAHÓPINN. — Unga stúlkan sem sést vera að sól- baka sig suður í Róm heitir Nadia Bianchi og var kjörin „miss Cinema“ af ítala hálfu árið 1953. Nú langar hana til að verða meira en nafnið tómt og keppir að því að skapa sér frægð sem kvikmyndaleikari. Hefir hún leikið í nokkrum smámyndum og aukahlutverk í fjórum stærri niyndum og er spáð mikilli framtíð. „LAFÐI GODIVA.“ — Seytján ára stúlka frá Manchester, Andrea Del- ayne, tók þátt í sögulegri sýningu í Oldham nýlega, sem „lafði Godiva“ — sú sem reið nakin um göturnar forðum, til að hlífa borg sinni við háum sköttum. Er þessi Godiva-sýn- ing árlegur viðburður í Englandi síðan á 11. öld. DEBBIE HVÍLIR SIG. — Það er Debbie Reynolds, blessuð dúfan, sem er að hvíla sig á brúninni á sund- lauginni. Hún á laugina sjálf og hún er í garðinum við húsið hennar í Holly wood.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.