Fálkinn - 29.03.1957, Side 13
FÁLKINN
13
það er óþarfi að þú ímyndir þér að eitthvað
sé á milli herra Florians og mín.“
„Jæja þá . ..“ Mikael létti. „Ég trúi auð-
vitað því sem þú segir. Fyrirgefðu mér, hafi
ég tortryggt þig.“
Hafir þú? hugsaði Agneta með sér. Þú
tortryggðir mig! En hún lét það ekki fara
út fyrir varnirar, og upphátt sagði hún:
„Þetta er blátt áfram ótrúleg saga, og ég
skil þó ýmsum finnist hún skrítin. En ef þig
langar til, skal ég segja þér hana frá
byrjun.“
Og svo sagði hún enn einu sinni frá því
hvernig hún hafði breytst úr óverunni henni
Agnetu Malmfelt í sýnistúlkuna madem-
oiselle Gabrielle.
„Ég get þakkað forsjóninni fyrir að ég fékk
þetta starf,“ hélt hún áfram þurrum rómi.
„Ég átti fimm hundruð franka þegar það
gerðist. Frú Moisant kom eins og engill af
himnum sendur, en þeir eru vist ekki margir,
sem hún hefir komið þannig fyrir sjónir.“
„Agneta!“ Mikael ofbauð hvernig hún hafði
alvarlega hluti í flimtingum. „Getur það
hafa verið alvara þin, að þú hafir ekki haft
neina peninga? Varstu alveg peningalaus?
Hvers vegna fórstu ekki heim? Hann faðir
þinn getur að vísu verið hugsunarlaus stund-
um, en þú mundir vera velkomin heim til
hans.“
„Já, til hans, en ekki Mildred," svaraði
Agneta lágt. „Nei, Mikael, þá vil ég heldur
reyna að standa á eigin fótum i París.“
Hann beit á vörina. Ef til vill sá hann það
fyrst nú, hve miklum raunum svik hans
höfðu valdið henni.
„Ég gleymdi Mildred,“ sagði hann.
Agneta brosti. „En þetta fór nú allt vel!
Það er í rauninni alveg óviðkomandi honum.
Ég er óháð og get unnið fyrir mér sjálf.“
Hún var uppleit og hin hróðugasta. Hana
langaði til að bæta því við, að þetta væri
óviðkomandi Mikael líka, en hún vildi ekki
reita hann til reiði, eins og á stóð.
„Mér fellur nú samt ekki, að þú skulir hafa
nokkuð saman við þenna náunga að sælda,“
sagði Mikael drungalega. „Þú veist ekkert
um hann. Það fer alls ekki gott orð af hon-
um, skal ég segja þér. Hér einu sinni skrif-
uðu blöðin öll um hann og einhverja óperu-
söngkonu frá ítalíu, Belloni held ég að hún
hafi heitið, og nú er farið að tengja nafnið
þitt við nafn hans. Þú ættir að gæta sóma
þins vel.“
„Góði minn, herra Florian sagði sjálfur,
að engin manneskja mundi geta hugsað sér,
að hann ætti vingott við stúlku, sem gengi
í kápu er hún hefði keypt tilbúna í búð!“
svaraði Agneta létt og langaði til að hlæja
meira þegar hún hugsaði til þessa. En svo
Iivar er veiðiþjófurimi?
fann hún að hún hafði reynt fullmikið á geðs-
muni Mikaels. „Þú skilur sjálfsagt að hann
var að gera að gamni sínu!“ sagði hún. „Þú
ættir að vita hve algerlega honum stendur á
sama um mig sem manneskju. Ég hefði eins
vel getað verið vaxbrúða í sýningarglugga.
Það er fallega hugsað af þér að hafa áhyggj-
ur af mér, en þess þarf í rauninni ekki með.
Og nú verð ég víst að fara.“
Kveðja þeirra varð stutt og óviðfelldin og
hugur beggja hvarflaði til heitra kossa um
bjartar nætur. Agneta dró höndina að sér
og flýtti sér burt. Hún iðraðist eftir að hún
skyldi hafa hitt hann aftur. Það var ómögu-
legt að vera kunningi manns, sem einu sinni
hafði verið unnusti hennar, hugsaði hún ang-
urvær.
Agneta fékk von bráðar nýjar sannanir
fyrir góðu gengi sínu og gladdi það hana mik-
ið. Hún var beðin um að sýna á sér loðkáp-
ur í ýmsum myndum fyrir afar vandað tíma-
rit, og Florian féllst á það nauðugur að hún
væri ljósmynduð í minka- og hermilinkáp-
um, sem gerðu hana eins og hertogafrú.
„Það verður spennandi að sjá blaðið þeg-
ar það kemur út!“ sagði hún við Roger, er
hún einu sinni sem oftar borðaði miðdegis-
verð með honum eftir vinnutíma.
„Ég er hissa á að húsbóndi þinn skyldi
leyfa þetta,“ sagði Roger og brosti að hrifn-
ingu hennar. „En í rauninni er það auglýsing
fyrir hann líka. En þegar þú hefir náð fullri
viðurkennnigu, mun hann vilja hafa einka-
rétt á þér. Þá segir hann að það sé hann,
sem hafi skapað þig!“
„Það hefir hann líka gert!“
„Hvaða bull! Hann gaf þér aðeins tækifæri,
en gáfuna og fegurðina áttirðu sjálf. Þú skalt
ekki verða feimin við að meta þig háu verði,
ef hann vill fá einkaleyfi á þér. Florian er
kaupsýslumaður. Ef hann fer fram á að fá
einkaleyfið þá er það vottur þess að þú ert
orðin svo kunn, að fólk klípur hvert annað
í handlegginn þegar þú kemur fram og segir:
„Sjáðu, þarna er Gabrielle!"
Agneta hló tortryggin og hristi höfuðið.
„Þú verður að láta sjá þig meira á almanna-
færi en þú gerir,“ sagði Roger. „Eigum við
ekki að koma á góðgerðadansleikinn hjá
Crillon á miðvikudaginn kemur?“
„Það er svo hræðilega dýrt,“ sagði Agneta.
„Ertu að koma mér í skilning um það, upp
á sakleysislegan máta, að ég hafi ekki efni
á að bjóða hinni frægu mademoiselle Gabri-
elle?“ Roger brosti út undir eyru. „En í al-
vöru talað, Agneta, langar mig hálfvegis til
að sjá hvað þar fer fram, en maður getur
tæplega komið á svoleiðis staði dömulaus.“
„En ég hefi ekkert til að fara í,“ sagði
Agneta og með þeim orðum kom hún upp
um sig, að hún hefði hugsað sér að afþakka
boðið. Hún rifjaði upp fyrir sér hvað hún
ætti fatakyns og datt í hug hvort hún gæti
ekki dubbað upp hvíta chiffonkjólinn, sem
faðir hennar hafði gefið henni í afmælisgjöf
í vor.
„Elsku Agneta, segðu ekki nei, það getur
riðið mér að fullu.“
Röddin var létt og glettin að vanda, en
Agnetu datt allt í einu í hug unga stúlkan,
sem einu sinni hafði svarað honum nei-i, og
hún þóttist skilja hvernig honum hefði fund-
ist það. Brosandi lofaði hún honum því að
hún skyldi koma, og undir eins og þetta var
afráðið fór hún að hlakka til samkvæmisins.
Það var orðið langt síðan hún hafði komið
á mannamót til að skemmta sér, og núna,
eftir að hún hafði fengið fótfestu aftur fannst
henni mál til komið að gera sér einhvern
dagamun.
Hún var farin að verða heimavön í starf-
inu núna. Hún hafði fengið æfinguna og
kom sér vel við stallsystur sínar. Jafnvel
Héloise hafði lagast og var farin að jafna sig
eftir öfundarköstin í fyrstu, og Odette með
raunalega brosið reyndist vera traustur og
hjálpsamur félagi.
Framhald í næsta blaði.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—13
og 1%—G. -— Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.'
Svavar Hjaltested. — HERBERTSprent.
HERBERTSprent.
ADAMSON
Adamson er
þausætinn.