Fálkinn


Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.02.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHA.LDSSAGA ÁSTTR í feluleik | 13. >í)&*>í)&*>i)&*>i)&% FRAMHALDSSAGA *>££*>£}&*>^*>£g Maður vonar alltaf það besta, sagði hún og og yppti öxlum. Svo lygndi hún aftur augun- um og bæði þögðu. Hann horfði dreymandi á hana þarna sem hún sat með lokuð augun og greiparnar spenntar um hnén. Hin dökka fegurð hennar naut sín vel þarna í hitabeltinu. Hún var kát og fjörug, alveg eins og eyjaskeggjarnir og virtist öll á yfirborðinu, eins og eyjaskeggj- arnir. Hann hafði aldrei haft tækifæri til að leita undir yfirborðið, hvort nokkur dýpt eða alvara væri þar. En nú spurði hann allt í einu: — Hefirðu séð spítalann í Mueng? Hún rétti úr sér og horfði á hann. — Hvað er nú að? Ætlarðu að fara að vekja áhuga minn á félagsmálum. Því skyldi ég hafa skoð- að spítalann? Hann yppti öxlum. — Nei, það var ekki af öðru en því, að það er gaman að sjá hve vel þeim miðar áfram þarna útfrá. Þeir hafa tvo malayiska lækna, kínverskan varalækni og hóp af innfæddum hjúkrunarkonum. Þetta er eina sjúkrahúsið hérna á eyjunum og Mclver læknir sagði mér að þeir séu að kafna í um- sóknum frá ungum stúlkum, sem vilja læra hjúkrun. Það er einkennilegt, því að annars staðar í heiminum er skortur á hjúkrunar- konum. Elisabeth heldur að þessar stúlkur séu að verða kvenréttindakonur, og mér er nær að halda að hún hafi rétt fyrir sér. Hún setti stút á munninn og sagði hugs- andi: — Jæja, þið Elisabeth hafið verið þar saman. Þú ert víst oft með Elisabeth? — Hún er geðsleg stúlka, sagði hann blátt áfram. — Hún er þannig að maður getur sagt hvað sem er við hana, án þess að vera mis- skilinn. Hún blístraði lengi. — Það er helst að sjá að best hefði farið á því, að Elisabeth væri landstjóradóttirin. Peter stóð snöggt upp. Hann gleymdi hve árangurslaust það var að reiðast Amy. Nú stóð hann fyrir framan hana og lét dæluna ganga: — Ég kallaði þig duttlungafullan stelpuhnokka einu sinni ,en ég tek það aftur. Þú ert miklu verri, þú ert ófélagsleg, síngjörn og tilfinningalaus. Einu sinni varstu geðsieg, ung stúlka, en það ertu ekki lengur. Elisa- beth hefir lofað þér að fá vilja þínum fram- gengt og þú launar með því að tala illa um hana. Mér finnst hún yndislegasta stúlkan sem ég hefi kynnst. Henni má treysta og það er meira en hægt er að segja um þig. Hann sneri sér á hæli og rigsaði burt. SAMKVÆMI HJÁ JULIAN. Elisabeth afréð að vera í hvítum blúndu- kjól á dansleiknum hjá Julian á miðvikudags- kvöldið. Eina skrautið var hárauður silki- borði, hnýttur í slaufu á mjöðminni. Hún var ferðbúin klukkan sjö. Tók þunnt sjal á herðarnar og fór inn til Amy. Amy sat við spegilinn og var að setja á sig eyrnalokkana. Það var fögur sjón að sjá hana í svarta gullflúraða kjólnum. Demantafestin glitraði á sólbrúnu hörundinu. — Þú ert ljómandi! sagði Elisabeth ósjálf- rátt. Amy yppti öxlum. — Þetta á að vera við- hafnarsamkvæmi, er ekki svo? Komdu, við skulum fara. Julian stóð sjálfur á svölunum og tók á móti þeim, hár og fríður í hvíta smókingnum. Hann hneigði sig létt. — Tvær fagrar dömur! muldraði hann. Amy leit ástleitin til hans útundan sér og sagði spyrjandi: — Hvor okkar er prinsessan og hvor er þernan? Nú megið þér geta, Julian. Hann svaraði með því að bjóða þeim báð- um arminn. En hann brosti til Elisabeth um leið og hann sagði: — Það er ekki hægt að bera ykkur saman. Það væri flónska að segja að önnur væri fallegri en hin. — Og þér eruð ekki flón, Julian. — Nei, sagði 'hann alvarlegur og leiddi þær inn í salinn til hinna gestanna. Framan af kvöldinu fannst Elisabeth hún skemmta sér betur en nokkurntíma áður "á ævinni. Hún dansaði og gekk um garðinn með ýmsum herrum og klukkan var orðin yfir tíu þegar hún fékk tækifæri til að tala við Julian. Hann bað hana að koma með sér inn í bóka- stofuna, lokaði dyrunum á eftir henni og bauð henni vindling. — Hvernig kunnið þér við þessa stofu? spurði hann og ýtti fram stól handa henni. Þilin voru úr teakviði og alþakin bókum. Á borðinu stóð skál með orkídeum. — Hérna er vistlegt, sagði hún ánægð. — Allt öðru vísi en annars staðar í húsinu. — Jæja. Líkar yður ekki húsið að öðru leyti? — Mér finnst það svo ópersónulegt, sagði hún brosandi. — Alveg eins og þér. Hafið þér ráðið innréttingunni? — Ekki nema í þessari stofu og tveimur svefnherbergjunum. Myndirnar í stofunni á ég sjálfur og ofurlítið af húsgögnunum — en allt hitt er eign ríkisins. — Hefir yður aldrei langað að eignast yð- ar eigið hús? — Það er sjálfsagt rétt. En munduð þér hafa nokkuð á móti því að festa rætur ein- hversstaðar? — Ég hugsa aldrei um þess háttar. Það væri gagnslaust. Það er líklega þess vegna, sem ég hefi aldrei hugsað um að giftast. Hann talaði rólega og sinnulaust eins og honum stæði alveg á sama um þetta. Hann laut fram í stólnum og benti á tunglið, sem hékk eins og glóaldin yfir trjánum úti í garð- inum. — Þetta er stórfenglegt, finnst yður það ekki? sagði hann. — Ég hefi séð þessa sjón hundruðum skipta en verð alltaf jafn hrifinn af henni. Nú verður ekki langt þangað til fer að hitna á nóttinni og þér munuð heyra þrumur í fjarska. Hitatíminn er að koma. — Kemur nokkur rigning? Ég þrái rign- ingu. — Við fáum rigningar, meiri en þér hafið haft hugmynd um nokkurn tíma, en milli þeirra koma langir kaflar með hitum og rakamollu. Ég vona bara að óveðrin komi ekki of snemma. Það hefir komið fyrir að þau hafa komið yfir okkur eins og þjófur á nóttu. — Eruð þér hræddur um sir Henry? spurði hún fljótmælt. — Nei, alls ekki. Hann fer eflaust frá Villuna í tæka tíð. — Hlakkið þér til þess að hann komi aft- ur? spurði hún forvitin. — Já, sagði hann. — Yðar vegna. Hann stóð upp, gekk að borðinu, tók orkídeuskálina og setti haná á gólfið. Hann opnaði borðhlemminn og tók upp öskju, sem hann rétti henni. Elisabeth starði hugfangin á það sem í henni var. Þrjár gríðarstórar perlur, hver með sínum lit: hvít, rósrauð og Ijósgræn. — Ó, sagði hún. — Þetta er það fallegasta sem ég hefi séð! Hann tók perlurnar upp og lagði þær í lófa hennar. — Takið þér á þeim. Þær eru fallegar, finnst yður það ekki? Hún lagði þær varlega á sinn stað aftur. — Hvað ætlið þér að gera við þær? — Ég veit ekki. Hann brosti. — Konum mundi kannske finnast þær of stórar til að nota þær til skrauts. Ég hugsa að ég láti þær á náttúrugripasafn Hann lokaði borðinu, setti blómin á sinn stað og leit á klukkuna. — Ég verð því miður að fara og gegna húsbóndaskyldum mínum. En ég verð að fá leyfi til að biðja yður um dans síðar. Smurt brauð var borið fram á svölunum og gestirnir þyrptust þangað, en tveir stórir loftsnerlar voru settir í gang inni í salnum til að dæla út tóbaksreyknum. Amy hafði sest við eitt af smáborðunum skammt frá Julian. Peter sat hjá Élisabeth og át af sama diski og hún. Jafnvel þar sem margir eru samankomnir getur orðið þögn allt í einu. Það gerðist nú, en Amy rauf þögnina með dillandi hlátri. — Þér hefðuð átt að hafa draug viðbúinn handa okkur, Julian, sagði hún. Hann sneri sér og leit til hennar. Hvað er að? Leiðist yður? — Nei, alls ekki. Þetta er skemmtilegasta samkvæmi, sem ég hefi nokkurn tíma verið í. — öll samkvæmi eru skemmtileg svo lengi sem þau standa, sagði Julian hógvær. — Verðið þér aldrei þreytt? — Jú, auðvitað. Það kemur fyrir að ég sef fram á hádegi. Ég hefi meira að segja borðað hádegisverðinn í rúminu stundum. — Hafið þér gert það? sagði frú Mclver. — Hvernig getið þér borðað í rúminu þegar sólin skín fyrir utan gluggann? — Ekki gæti ég gert það, sagði frú Sands. Amy virtist skemmt yfir því hvernig döm- urnar brugðust við. — Ég vakna ekki fyrr en komið er fram á dag, sagði hún. — Og sem betur fer er ég þannig gerð, að ég get sofnað hvenær sem er, — um hábjartan dag- i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.