Fálkinn


Fálkinn - 01.05.1959, Qupperneq 12

Fálkinn - 01.05.1959, Qupperneq 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGá Á3T1R í feluleik 22. ^*^*^*^# FRAMHALDSSAGA heima í bambuskofa, og þegar hún kom til mín og sagðist ætla að verða hjá honum lof- aði ég að ég skyldi hjálpa henni eftir megni. — Hvers vegna hélt Celia að þú værir ást- fanginn af sér? Brosið hvarf af andlitinu á honum og hann barði hnefanum í borðið. — Hver hefir sagt það? — Ég ... ég hélt það bara. Kannske hyggi- legast að minnast alls ekki á þetta, hugsaði hún svo með sér. En hann hafði skilið sam- hengið. — Það var Celia, sem lét þig skilja það á sér, var ekki svo? Það er ein af ástæðunum til þess að ég kom þeim á burt frá Bolani. Ég gerði mitt besta til að hjálpa henni og ég bað þig um að vera notaleg við hana. Hún átti erfitt, en hún var afar tilfinninganæm og tók sér allt nærri. Ég hefi útvegað Tim stöðu sem umsjónarmanni á plantekrum stjórnarinnar í Yefuang. Hann verður þar til reynslu í þrjá mánuði undir ströngu eftirliti forstjórans. — Verður Celia hjá honum þar? Hann yppti öxlum. — Hver veit? Forstjór- inn er ógiftur og stenst illa kvenlegan yndis- þokka. Og svo þarf hann líka konu. Hér ættu yfirleitt engir að lifa sem piparsveinar. Hann stóð upp og togaði hana upp úr stóln- um. — Við giftum okkur undir eins og hægt er, sagði hann fljótmæltur. — Ég á að fá sex vikna frí og þá förum við í ferð með skemmtiskipinu. Við komum til Singapore og þar geturðu valið ný húsgögn. Ég er hræddur um að þér finnist mín fremur sálarlítil. — Við getum gert skemmtilegra hjá þér en er, án þess að kaupa ný húsgögn. Heldurðu að þú verðir látinn fara eitthvað annað bráð- lega? — Varla tvö næstu árin, en maður getur aldrei verið öruggur. I næsta skipti verður kannske síðasta skiptið sem ég verð látinn flytja úr stað eða skipta um stöðu. — Verðurðu skipaður landstjóri þá, áttu við það? Hann brosti ertandi. — Finnst þér það nokkuð hræðilegt? — Já, ekki laust við það. — Þú þarft ekkert að óttast. öllum þykir vænt um þig, og þegar við eignumst barn verður sagt frá því í blöðunum. — Ö, Julian! Hann kastaði höfðinu aftur og skellihló. Svo þrýsti hann henni varlega að sér og spurði alvarlegur: — Elisabeth, ertu nú viss um að þú elskir mig nógu heitt. — Já, nógu heitt til að giftast þér. Hún beygði höfuðið og néri kinninni að hendinni á honum. — Ég elska þig af öllu hjarta. Hann horfði á hana og sagði bljúgur: — Mér þykir vænt um að þú ert Elisabeth en ekki Amy. Stundum hefði mig langað til að flengja Amy, en ég skal aldrei gleyma því að það var hún sem kom með þig hingað. Við verðum hamingjusöm, ástin mín, vegna þess að ég elska þig svo heitt að ég get aldrei gert þér neitt illt. En ég verð ráðrikur eiginmaður. Hún brosti og tók í höndina á honum. Hún kunni því vel að hann yrði ráðríkur á geð- felldan hátt. Það var ekkert sem hún óskaði fremur en að tilheyra Julian. ENDIR. NÝ FRAMHALDSSAGA: CJrnfin lifnndi — ? <> heitir sagan, sem hefst í næsta blaði. ;; Undir eins í fyrsta kafla sögunnar er rás ! J viðburðanna orðin hröð, enda er það !! meistarinn Patrick Quentin, sem segir o söguna, og enginn núlifandi rithöfund- o ur tekur honum fram í því að segja < > sögu hratt, þannig að hvert atvikið rek- <► ur annað og lesandinn biður með eftir- j; væntingu þess, sem segir frá í næstu y málsgrein. 1 sögunni vega tvær and- <> stæður salt: annars vegar blind ást ;; ungrar og sáklausrar konu, hins vegar ;; glæpsamleg fantabrögð fúlmennis, sem ;; tekst að villa á sér heimíldir og láta 3! fólk halda að hann sé heiðarlegt góð- 33 menni. 33 Allir, sem framhaldssögu lesa, ættu <► að byrja á þessari sögu. Og ef þeir ;► byrja á henni þarf ekki að minna þá á ;; að láta ekki fálla úr henni. Lesandinn ;; man það sjálfur, eftir að hafa lesið 33 byrjunina. 3 3 Góða skemmtun! ♦ I.EIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: „Túskildings- óperan“ Fyrir rúmum þrjátíu árum varð þýska skáldið Bertolt Breclit við- frægur svo að segja á einni nóttu fyr- ir leikrit, sem hann nefndi „Dreigrosc- lienoper“. Hann hafði að vísu orðið frægur fimm árum áður fyrir leikrit um álirif fyrri heimsstyrjaldarinnar á hermennina, sem höfðu barist í skotgröfunum og komu heim i eymd og vonleysi sigraðar þjóðar. Og í þessu leikriti ákærir hann stríðs- gróðamennina á sama hátt og Nor- dahl Grieg gerir í „Vár ære og vár magt“. „Dreigroscenoper“ eða „Túskild- ingsóperan“, sem hún lieitir í ís- lensku þýðingunni er þó ekki alger frumsmíð. Tveim öldum áður hafði T. v.: Sigríður Hagalín, Jón Sigur- björnsson og Þóra Friðriksdóttir John Gay samið óperettu, sem hann kallaði „The Beggars Opera“, sem sýnd er enn, einkum í Englandi, þótt hún sé orðin á 3. hundrað ára gömul, og hefir notið dæmafárra vinsælda. Hefir Brecht notað hana sem uppi- stöðu í „Túskildingsóperuna", en efnið er þó býsna ólikt. Breclit bregður upp myndum af þýsku þjóðlífi árin eftir fyrir styrjöldina, en lætur þá þó ger- ast i Soho i London. Hann kaghýðir ráðandi samtiðarmenn og orð hans hitta oftast markið, því að háð lians er napurt og líka veit hann hvað liumor er. „Túskildingsóperan“ fór eins og logi yfir akur um flest hin betri leik- hús Evrópu og Ameríku, og þess eru dæmi að hún hefir verið leikin á fleiri stað en einum í sömu borginni. Öll skipan leiksins er þannig, að fólki er forvitni á að sjá hann. Hefir Brecht

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.