Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Síða 2

Fálkinn - 07.08.1959, Síða 2
2 FÁLKINN tfukin Atarfoemi /.cýtleiía Við samanburð á niðurstöðutöl- um fyrstu sex mánaða ársins 1959 og sama tíma í fyrra, kemur í ljós, að starísemi Loftleiða hefur farið mjög vaxandi. Farþegaflutningar hafa aukizt um 34.5% og reyndist fjöldi farþega nú 15.037, en í fyrra 11.181. Vöru- og póstflutningar hafa einnig aukizt og sætanýtingin reyndist nú betri en í fyrra, eða 71,7% í stað 64,5% fyrstu sex mán- uði ársins 1958. Loftleiðir halda nú uppi áætlun- arferðum milli New York og 10 borga í Evrópu, Reykjavík, Staf- angurs, Oslóar, Gautaborgar, Kaup- mannahafnar, Hamborgar, Lux- emborgar, Amsterdam, Glasgow og Lundúna. Mjög annríkt er nú hjá félaginu um þessar mundir og flugvélar þess þéttsetnar á öllum leiðum. ísleifur Sumarliðason skógarvörður í Vaglaskógi sést hér með einn af girðingarstaurunum, sem skógarhöggið þar hefur gef- ið af sér. Sigríður Þorvaldsdóttir, sem kos- in var fegurðardrottning íslands á síðasta ári, fór til Ameríku í júlí s.l. og tók þátt í úrslitunum um tit- ilinn „Miss Universe“. Úrslita- keppnin íór fram á Long Beach, eða svonefndum Langasandi í Kali- forníu. Sigríður var ein í hópi þeirra fimmtán stúlkna frá ýmsum lönd- um, er þátt tóku í úrslitunum, en ekki er að öðru leyti getið um hvar í röðinni af þessum fimmtán hún er, enda ekki gefin upp röðin í nema fyrstu fimm sætunum. Það var ungfrú Japan, sem fór með sig- ur af hólmi. , Þess má að sjálfsögðu geta, að Sigríður kom fram í ýmsum út- varps- og sjónvarpsþáttum sem fulltrúi íslands og við ýmis önnur tækifæri. Var það rómur allra, að framkoma Sigríðar hefði verið með ágætum, og hún landi sínu til hins mesta sóma. Einar Jónsson framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppnanna hér á landi, fylgdi Sigríði til New York og var henni til leiðbeiningar þar. Gat Ein- ar þess, þegar hann kom til baka, að hann hefði náð samkomulagi um, að keppnin um titilinn „Ung- frú Evrópa“ fari fram hér á landi á næsta éri. Ef af því verður, þarf vart að fara í grafgötur með, að fátt annað mun vekja meiri athygli á hinni fámennu þjóð vorri. Hér sést Sigríður Þorvaldsdóttir stíga út úr flugvélinni, klædd íslenzkum skautbúningi, er komið var til Langasands. — Og þrátt fyrir „12 mílurnar" þá hafa forlögin hagað því þannig, að það er ungfrú England, sem er með henni á myndinni. Skógrœká liér á lan<li íler^ir niikiá frain Þeim íslendingar fjölgar með ári hverju, sem vinna að því að klæða landið skógi. íslendingar framtíð- arinnar eiga eftir að lifa þá stund, að landið verði á ný skógi klætt, og ekki aðeins að skógar þessir verði til fegurðar og yndisauka, á- samt skjóli fyrir annan gróður. Heldur munu framtíðarskógar ís- lands geat gefið af sér þær tekjur, sem ræktaðir skógar eru öðrum þjóðum. Verður brautriðjendum skóg- ræktar á ísiandi aldrei ofþakkað það starf, sem þeii hafa lagt af mörkum. Þó munu þessir menn vart eiga aðra þakklætisósk en þá, að enn bætist við hóp þann, er vill leggja skógræktinni eitthvað af mörkum, því vinnukraft vantar til að nýta allar þær plöntur, sem nú eru ræktaðar í skógræktarstöðvum. SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR, FEGURÐARDRDTTNING kotnst i úrslit ú Lanyasantii Kópurinn á myndinni er glettinn á svipinn og líklega er það af því að hann þykist viss um að ungu mennirnir öfundi hann af atlætinu, sem hann á hjá ungu stúlkunni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.