Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Síða 5

Fálkinn - 07.08.1959, Síða 5
FÁLKINN 5 kaþólsk. Allt annað skipti miklu minna máli. Hún tók skýrt fram, að ekki væri um neina trúlofun að ræða að svo stöddu, og taldi að bezt væri að sem minnst væri talað um málið. En eftir að hún hafði sagt þetta fór hún að lýsa aðdáun sinni á sjah- inum — hve mikil persóna hann væri, siðfágaður, blátt áfram, hæ- verskur og nærgætinn. Hún hafði hlustað á hann með athygli þegar hann var að lýsa landi sínu, og kvaðst vona að fá tækifæri til að koma einhverntíma til Persíu. Svo sýndi hún blaðamönnunum tvö æfagömul skinn með myndum, sem sjahinn hafði gefið henni. Önn- ur var af brúðkaupi en hin af ridd- ara, sem er að heilsa ástmey sinni. En samt varð niðurstaða þessa viðtals sú, að Maria Gabriella vær enn ógefin, — um sinn. Sjahinn hafði líka gert fyrir- spurnir um það í páfagarði, hvernig örðugleikunum á hjónabandinu væri varið, löngu áður en hann fór á fund Mariu José, og auk þess hafði hann talað við Umberto konung áð- ur en hann talaði við Mariu José. Þetta hafði sært hana mikið, og eins að Umberto hafði ekki látið hana vita um það. Þau hjónin eru skilin að borði og sæng. Umberto hefur átt heima í Cascais í Portúgal síðan hann sagði af sér, í júní 1946, eftir að þjóðin hafði samþykkt lýðveldisstofnun- ina. MARIA GABRIELLA ER GLAÐVÆR. Þegar fréttist um bónorðið fóru grannarnir að flykkjast að húsinu og vildu sjá Mariu Gabriellu, en engum var hleypt inn um hliðið. Maria Gabriella er 19 ára, en hefur verið orðuð við þrjá biðla: Don Juan Carlos af Bourbon, her- togann af Kent og sjahinn í Persíu. Hvenær sem bónorðssaga hefur komizt á kreik og blaðamenn hafa þyrpst til Merlinge, hefur hún neit- að að veita þeim viðtal. Hún vildi fá að vera í friði. Hún hefur átt heima í Cascais í Portúgal þangað til fyrir tveim ár- um, hjá föður sínum og enskri kennslukonu sinni, Miss Smith. Það er ekki fyrr en síðustu árin, sem hún hefur fengið að lifa frjáls. Nú leggur hún stund á tungumálanám í háskólanum í Genéve. Hún á lít- inn bíl og ekur mikið. Ekki hefur hún enn fengið hús- lykilinn sjálf og vafasamt hvort hún fær hann nokkurn tíma, en henni er leyft að vera úti fram yfir mið- nætti stöku sinnum. Hún er glaðvær og vill njóta lífs- ins. Um jólin var hún í veiðihöll grísk-armenska kaupsýslumannsins Matossians frá Lausanne. Hann á tvo syni og tvær dætur á líkum aldri og hún er. Hún hefur meira gaman af að dansa en ganga á skíðum. Eitt kvöldið hafði legið sérlega vel á þessu æskufólki þegar það var að koma heim. Svissneskur maður í húsi skammt frá vaknaði við hávað- ann, rak hausinn út um gluggann og jós skömmunum yfir Mariu Gabriellu, því að hún hafði hæst. OFURLENGJA. Flestir þeir sem láta sjá sig á götu með Gabriellu þyrftu að ganga á háum hælum. Hún er nefni- lega 180 sm. á sokkaleistunum, þó Viktor Emanuel III., afi hennar væri ekki nema 155. En hún er vel vaxin, sérstaklega fæturnir. Hún fæddist í Napoli 24. febr. 1940 og var skírð níu nöfnum: Maria Gabriella Aldegonda Ade- laide Margherita Ludovica Feli- cita Giuseppa Gennara. En heima er hún kölluð Ella eða Lella. Hún er bláeygð og skolhærð. Graziani hershöfðingi lýsti henni svo, þegar hún var barn: „Hár hennar er spunnið úr gulli, himinn og haf sameinast í augum hennar. Hún er kölluð Ella en bergmálið segir — bella!“ Hún er norræn ásýndum. Maria José, móðir hennar, er af Coburg- ættinni þýzku. Enginn skyldi halda að hún væri ítali, þó hún sé fædd í Napoli. En hugur hennar og hjarta er ítalskt. Hún hefur dvalið erlendis síðan hún var sex ára, og í Cascais talaði hún miklu meir portúgölsku og Framh. af bls. 14. 1) Föstudagurinn langi árið 1865, en hann bar þá upp á 14. apríl, varð sorgardagur í Bandaríkjunum. Um kvöldið fór Lincoln forseti í Ford-leikhúsið. Hvert sæti var skipað og allir í góðu skapi, því að borgarastríðinu var lokið. En þó virtist forsetanum ekki líða vel. Stríðið hafði lagst þungt á hann og hann þóttist finna á sér að óhamingja vofði yfir sér. Eftir að hann náði kosningu sem forseti árið 1860 hafði hann séð sig tvöfaldan í spegli. Önnur spegilmyndin sýndi þrekinn og þróttmikinn mann — en hin var eins og fölur skuggi. 3) Að svo búnu sveiflaði hann sér fram úr stúkunni niður á leiksviðið en datt og vatt sig á fæti. Hann stóð upp og stundi, staulaðist út af sviðinu og tókst að komast út úr leik- húsinu, en þar beið félagi hans, David Herold með hesta. Þeir undu sér á bak og þeystu burt yfir Navy Yard-brúna á- leiðis til Marylands. 2) Suðurríkin höfðu tapað og þar hötuðu margir Lincoln. En engin þó meira en leikarinn John Wilkins Booth. Hann var 25 ára. Skírnarnafn föður hans var Brutus, og sjálfur hafði hann leikið Brutus í „Julius Sæsar“ Shakespeares. Booth sór að hann skyldi drepa Lincoln og meðan á sýning- unni í Fordleikhúsinu stóð tókst honum að komast inn í for- setastúkuna. Hrópaði hann: „Sic semper Tyrannis!“ (þannig farnast ávalt harðstjórunum) og skaut Lincoln til bana. 4) Booth hafði strengt þess heit að' láta ekki taka sig lifandi. Annaðhvort frelsi eða fyrirfara sér. Voru 100.000 dollarar lagðir til höfuðs honum. Þann 25. maí var hann kominn á bóndabæ einn við Port Royal í Virginia og leyndist þar i hlöðu. Morguninn eftir höfðu hermenn umkringt hlöðuna og er Booth vildi ekki gefast upp kveiktu þeir í hlöðunni í þeim tilgangi að svæla Booth út. En hann tók þann kostinn að fyrirfara sér og síðustu orð hans voru: „Segið móður minni, að ég hafi dáið fyrir land mitt!“

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.