Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.08.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLIvINN Siwnon l*enn : OC ★ ★ ★ HANN sneri að henni bakinu og var að hella í glösin þegar hún — kom inn. Þegar hann leit við sá hún að augu hans ljómuðu af gleði. Hann hló og rétti henni glasið. — Gerðu svo vel, góða. Skál fyr- ir sonum loftsins. Hún setti glasið frá sér án þess að bragða á því, og röddin var loð- in og annarleg er hún sagði: — Ég — vil að þau hættir við þetta, Dick. — Ég? Ekki til að nefna. Hann hló enn. Hún fann að hún skalf. — Mér er alvara, sagði hún. Ég vil að þú hættir við flugið og takir við þessu trygga starfi, sem þér var boðið nýlega. Ég. .. . Hann setti frá sér glasið og horfði fast í augun á henni. — Nú ertu að gera að gamni þínu? sagði hann alvarlegur. — Nei, ég geri það ekki. Það er ekki rétt .... — Það er ekki rétt af þér að spilla öllu fyrir mér svona. — En Dick .... — Hlustaðu nú á mig, Jo. Þegar við giftumst vissir þú hvað ég hafði fyrir stafni. — Já, hvíslaði hún. — Nú — jæja .... Hann brosti aí'tur. Hún þagði. Þetta var satt. Náttúr- lega hafði hún vitað hvað hann hafði fyrir stafni, en hún hafði vís- að þeirri tilhugsun á bug. Hún hafði fallizt á skýringu hans þegar hann A þessu augnabliki fann hún að nú þoldi hún ekki meira — hún gat ekki haldið áfram svona lengur ... sagði: Reynsluflug nýrra véla er ekki stórum frábrugðið venjulegu flugi. Það er aðeins talsvert meira gaman að því — það er allt og sumt. í kvöld höfðu þau verið í veizlu hjá Flugmálaklúbbnum, nýkomin úr brúðkaupsferðinni, og þar hafði hún setið í tvo tíma og hlustað á Dick og vini hans útmála með ó- gætilegu orðalagi hve hættulegt væri að fljúga. Á eftir gengu þau þegjandi heim að litla húsinu við endann á flug- brautinni. Þá hafði hún allt í einu snúið sér að honum og grátbænt hann um að hlusta á sig, en hann hafði verið ónæmur fyrir því. Nú stóð hún augliti til auglitis við hann í borðstofunni, og fann hvernig kvíðinn og örvæntingin þyrmdi yfir hana á ný. — Hvernig getur þú verið svona harðbrjósta, hrópaði hún. — Hvers vegna viltu hætta lífi þínu svona, þegar þú veizt að ég elska þig? — Af því að þetta er dálítið meira en atvinnan ein — það er sjálft líf- ið, sagði hann rólega. — Ég skil ekki sjólfur hvernig í því liggur — og þú munt aldrei skilja það. Næstu daga fór henni að skiljast — þó hann léti ekki á því bera — að hann tók sér nærri þessar áhyggj- ur hennar, og að það gat aukið hættuna við starf hans. Þess vegna lét hún sem hún hefði iagt árar í bát, og henni var léttir að því að taka eftir að Dick skildi þetta svo, sem það væri eitthvað sem hann hefði átt von á. Hann minntist aldr- ei á það, en hún tók oft eftir að hann horfði á hana með undarlegu augnaráði, eins og hann væri að reyna að gera sér grein fyrir hvað lægi bak við þessa óeðlilegu rósemi hennar. Og þess vegna var henni ennþá umhugaðra um að láta hvergi sjást veilu í þeirri vörn, sem hún hafði reynt að gera kringum sig. Hún sagði við sjálfa sig að hér eftir yrði hún að skipta tilveru sinni í tvennt: þann hlutann er Dick væri að heiman og í hættu, og hinn er hann væri öruggur heima hjá henni. Eitt var henni óskiljanlegt: hve hann var uppnæmur og garralegur þegar hann hafði flogið sum reynsluflugin. Þegar svo stóð á, var líkast og hann væri staddur í annari vei’öld, sem hún gat ekki fylgst með honum í — veröld einhverrar ofursælu, og þá gat hann glaðst af ýmsu smá- ræði, eins og að hlusta á tónlist eða horfa á blóm. Hann talaði aldrei um þetta. Það var óþarft. Hún tók þessu eins og leik í tafli, sem hún gat ekki svarað, og það gerði hana ringlaða og vandræðalega. En það var daginn sem þau höfðu afráðið að dvelja við Rocklandfjörð- inn, sem henni skildist til fulls hve ófullkomin vörn hennar var. Hún vaknaði fyrr en hann. Lyfti sér varlega upp á olnbogann og horfði á hann, þar sem hann lá og sneri andlitinu undan. Hún reyndi ekki að vekja hann. Starði bara á hann og naut meðvitundarinnar um að eiga hann — en sú tilfinning kom oft yfir hana þegar svona stóð á. Hún dirfðist ekki að láta þessa tilfinning ná valdi á sér þegar hann vaknaði, því þá mundi hann geta tekið eftir því og hún mundi sjá at- hyglina í augum hans. En nú gat hún notið þessarar kenndar áhættulaust. Sælukennd fór um hana alla við tilhugsunina um að í dag væri sérstakur dagur — einn þeirra fáu daga, sem hann þyrfti ekki að koma á flugvöllinn, dagur, sem hún gæti hugsað til hans með friði í sálu sinni. Þau höfðu gert áætlunina áður en þau fóru að hátta í gærkvöldi. Þau ætluðu að taka litla bílinn og aka út að firðinum, nokkra kíló- metra undan. Þar var dálítið veit- ingahús með útsýni yfir fjörðinn, og þar gátu þau fengið góðan mat og drykk, sleikja svo sólskinið fram undir kvöld. Aka svo heim um sólarlagið .... nú hreyfði Dick sig örlítið. Bráðum mundi hann opna augun og brosa til hennar, og dag- urinn — þessi dásamlegi dagur, sem ekkert gat spillt — mundi byrja. Hún varp öndinni og hallaði sér á koddann aftur, og í sömu — and- ránni hringdi síminn. Dick vaknaði á svipstundu og þreifaði eftir sím- tækinu. — Halló, John, sagði hann. — Já, það er ég. Æ, það var leitt! Vest- lings Toby. . . . Ha, í dag? Jú, vitan- lega. Hvenær? klukkan ellefu. Já, ég skal vera kominn um tíuleytið .... Já, vitanlega skil ég .... Við sjáumst bráðum .... Hann sleit sambandinu og brosti til hennar. — Það var leitt, Jo, sagði hann. —- Þarna fór þessi dagur í hundana, því miður. Hún fann að hjartað barðist fast. Hún kreppti hendurnar undir yfir- sænginni til að reyna að stöðva skjálftann. Hann mátti ekki vita hvernig henni var innanbrjósts, því að þá mundi hún sjá rannsóknar- augnaráðið hans aftur. Þó að óþarfi væri að spyrja um það sem hún vissi svarið við fyrir fram, þvingaði hún sig til að segja, eins rólega og hún gat: — Hvað var að? Hvað hefur komið fyrir? Hún tók eftir gamalkunna of- væninu í rödd hans er hann svar- aði: — Þeir voru ekki fyllilega á- nægðir með ýmislegt smávegis eft- ir reynsluflugið í gær með nýju þotuna, og Toby Reeve, sem átti að prófa vélina, hefur snúizt um úlflið- inn. Þeir voru að spyrja hvort ég vildi taka vélina á loft í dag. Hún svaraði engu og þá hélt hann áfram: — Það er leitt að þetta skyldi þurfa að lenda á deginum okkar, Jo, en það er svo að sjá sem þetta veður haldist, og þá getum við farið á morgun í staðinn. Hana langaði til að hlæja hátt og hryssingslega og hrópa: — Hvernig veiztu hvort við getum farið þessa ferð á morgun? Hvernig veiztu yf- irleitt hvort það verður nokkuð til sem heitir ,,á morgun“? En hún mátti ekki missa vald á sér — mátti ekki láta hann sjá hvernig henni var innanbrjósts, því að þá mundi þeim verða sundur- orða aftur, og það mátti ekki ske — ekki þegar hann átti að fljúga. Hún tók það ráð að þegja, en gat ekki annað en hugsað til samtals annarra flugmánnakvenna. Þær höfðu verið að tala um nýju þotu- tegundina, og sagt að þetta væri al- veg ný gerð, sem enginn þekkti. Og þær höfðu sagt að það væri gott ' að Toby Reeve hefði verið látinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.