Fálkinn


Fálkinn - 21.08.1959, Síða 6

Fálkinn - 21.08.1959, Síða 6
6 FÁLKINN X htnti Peter ~fcu>nMn4 —— Stríðshetja og stallari SKILYRÐIN. Þriðjudagurinn varð einn erfiö- asti dagur þessarar ástarkreppu. Drottningin var komin heim í Buck- ingham Palace frá Balmoral. Síð- degis kom stjórnin saman á óform- legan fund, sem stóð tvo tíma. Sal- isbury lávarður var þar. Sama kvöldið átti sir Anthony Eden að tala við drottninguna. Þess- vegna varð hann að vita um álit ráðherra sinna. Stjórnin var mót- fallin hjónabandinu, en ef prins- essan væri staðráðin í að koma því fram, varð þó að minnsta kosti að setja henni ýms skilyrði. Prins- essan þurfti ekki að setja skilyrði. Samkvæmt lögunum þurfti hún ekki annað en skrifa Privy Council bréf, og þá kom til kasta þingsins, hvort það leggði bann við hjónaband inu næstu tvö árin. Það var ennfremur upplýst að þingið mundi verða andvígt hjóna- bandinu ef prinsessan krefðist þess að fá að halda sínum meðfæddu réttindum. Þess vegna var mögu- leiki á að samþykkt yrði gerð g'egn ráðahagnum bæði í efri og neðri málstofunni. Ráðherrunum kom sam an um að þetta bæri að forðast fyr- ir hvern mun, því að það yrði túlk- að sem misklíð milli konungsættar- innar og þingsins. Skilyrðin urðu að vera þau, að prinsessan afsalaði sér réttindum og lífeyri þeim, sem hún annars ’hefði átt að fá er hún giftist. Townsend og Margaret hittust þennan sama dag. Á eftir fór Mar- garet glöð og brosandi í kokteilsam- kvæmi í Claridge Hotel. En á meðan hafði Eden farið í Buckingham Pal- ace. í viðtali sem stóð 90 mínútur lagði ráðherrann skoðun stjórnar- innar fyrir drottninguna og lagði enn áherzlu á viðhorf Salisburys. Eden lagði svo fram skilyrðin fyr- ir hjónabandinu, ef Margaret neit- aði að láta undan. Það voru þung- ar kvaðir; eitt skilyrðið var að hjón- in yrðu að eiga heima erlendis um sinn. Drottningin hafði vafalaust alla tíð síðan Margaret gerði uppskátt að hún elskaði Townsend gert sér ljóst, að eini möguleikinn fyrir hjónabandinu væri sá að ganga að þessum skilyrðum. Drottningin vissi líka það, sem New York Times skrifaði sama dag, að hjúskapur undir slíkum kringumstæðum væri alvarlegt áfall fyrir „góða sambúð konungsdæmisins, kirkjunnar og þingsins“. ÓÞÆGILEG SANNINDI. Eden kvaddi drottninguna. Nú varð hún að velja á milli skyldunn- ar og systurástarinnar. Það var engum vafa bundið hvorn kostinn hún átti að taka. Daginn eftir, miðvikudag, voru Margaret og Townsend ekki saman — fyrsta daginn sem hann hafði verið í London. Sama kvöldið fór Margaret með drottningunni, hertogaum af Edin- burgh og móður sinni í Lambeth Palace til að vera viðstödd vígslu kapellunnar, sem eyðst hafði í stríð- inu en var nú endurreist. Á eftir át konungsfólkið miðdegisverð með erkibiskupnum af Kantaraborg og yfir 50 biskupum í borðsal hallar- innar. Vikan var lengi að líða. Laugar- dagskvöld var Townsend einn með prinsessunni í klukkutíma í Clar- ence House. Það var mikilverður fundur. Daginn eftir átti Margaret að vera með drottningunni og Phil- ip í Windsor Castle. Eftir hádegisverð á sunnudag sat drottningin og Philip hertogi við arininn í grænu stofunni í Victoriu- turninum í kastalanum og voru að tala um Margaret. Það var í fyrsta skipti eftir að til alvöru dró í mál- inu að þau þrjú, Philip og systurn- ar töluðu saman um málið — og varð líka í síðasta skipti. Drottningin varð að gera skyldu sína og útskýrði fyrir Margaret hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir konungsfjölskylduna ef úr hjóna- bandinu yrði. Drottningin gat ekki gefið samþykki til hjónabandsins þvert ofan í vilja kirkjunnar. Hinsvegar mun hafa verið sam- komulag um, að ef prinsessan gift- ist, skyldi hjónavígslan vera borg- araleg, enda mun Townsend hafa verið því eindregið fylgjandi. Ennfremur varð samkomulag um að ef úr hjúskap yrði ætti þingið að setja lög, sem svifti Margaret réttindum sínum og tæki frá henni lífeyririnn. En þetta gerði málið vandasamara. Á hverju áttu hjónin að lifa? Prinsessan er ekki rík, eins og margir halda. Hún erfði pen- inga eftir ömmu sína, Mary, og eftir föður sinn. En vextirnir nægja ekki til þess að lifa þeirri æfi, sem Margaret er vön. Drottningin varð að benda henni á að Townsend væri venjulegur liðsforingi með föstum launum. Hann fékk ekki annað starf og hafði ekki sérmenntun nema sem flugmaður. Ef þau giftust væri það leiðinlegt fyrir þau bæði að hann yrði að halda áfram í flughernum. En hvað átti hann að taka fyrir ef hann færi úr flughernum? Þetta voru óþægilegar staðreyndir, sem þurftu athugunar við. Auk þess yrði mjög erfitt fyrir þau að eiga heima í Englandi eftir að þau væru gift. HRÖKKVA EÐA STÖKKVA. Það er mjög sennilegt, að þegar Townsend heimsótti Margaret dag- inn eftir og átti langt samtal við hana, hafi hann verið að efast um hvort það væri hyggilegt að ganga í þetta hjónaband. Mundu þau verða hamingjusöm undir þeim kringumstæðum. Hafði hann rétt til þess að biðja prins- essuna, konungsdótturina, að afsala sér öllum sínum réttindum og gerast borgaraleg kona? Mundi ást þeirra verða nógu sterk til að standast þær raunir, sem þessu hjónabandi mundu verða samfara? Mundi prinsessan ekki fá samvizku- bit út af því að hafa gengið í ber- högg við kirkjuna? Sama daginn birti „The Times“ ritstjórnargrein se msíðar varð fræg og lauk þannig: „Aðeins samvizka Margaret prinsessu getur skorið úr þessu máli. Hvernig sem úrslitin verða munu landar hennar óska henni til hamingju — og við getum ekki látið oss sjást yfir það, að ham- ingjan í æðstu mynd er andleg á- nægja, og sterkasti þátturinn í henni getur verið skylduræknin ein.“ Engin endanleg ákvörðun var tekin þetta mánudagskvöld. En prinsessan var vafalaust farin að hika lika. Klukkan sex á miðvikudag ræddu þau hjónaleysin málið. Það hefur verið erfið stund. Þau urðu sam- mála um að konungsfjölskyldan hefði óþægindi af að þau giftust. Þau voru innilega ástfangin hvort af öðru, en gat hjónabandið fært þeim gæfu, eins og ástatt var? Þeg- ar þau höfðu talað um þetta hálfan annan tíma urðu þau ásátt um að hætta við allt saman. FORN-BÍLA-AKSTUR AUSTAN JÁRNTJALDS. — í tilefni af því að Skodasmiðjurnar tékknesku hafa smíðað bíla í 60 ár í Mladá Boleslav, var efnt til ökukeppni allra þeirra gömlu bíla, sem til náðist, af sem flestum árgöngum. — Hér sjást gömlu skrjóðarnir aka gegnum Mladá Boleslav.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.