Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 2
2 FALKINN - Baráttan gegn eiturlyfjunum Framh. af 7. síðu. inn um leið og þeir óku út af aðal- veginum skömmu síðar. Edmund Bailleul lét halda vörð um húsið dag og nótt. — Ég ímynda mér, að skötuhjúin haldi sig þar um hverja helgi, sagði hann. — Og ef þetta er ekki öleyfileg efnagerð, þá skal ég hundur heita. Sama kvöldið voru allir þeir, sem unnu að þessu máli, kallaðir saman á fund. — Við verðum ekki aðeins að vita deili á hverjum einasta manni, sem kemur í þetta hús, sagði Bailleul. — Við verðum líka að ná í ljósmyndir af þeim, og hafa bíla á verði í nokkurri fjarlægð í báðar áttir frá húsinu, hvenær sem Peu- got-bíllinn fer þaðan. Ef við byrjum eltingaleikin of nærri húsinu sjálfu, eigum við á hættu að vekja grun. Ég kæri mig ekki um neinar hand- tökur strax. Því lengur sem við bíð- um því fleiri ættum við að fá í netið. UMSÁTUR. Hundrað metra frá Villa Castel- ran stóð annað hús. Njósnararnir vildu ógjarna gera þá, sem þar bjuggu, að trúnaðarmönnum sínum, því hugsast gat, að þeir væru á snær- um þorparanna. Þeir tóku- annað ráð: Daginn eftir óku tveir þeirra heim að húsinu á vörubíl. Gamall maður kom til dyranna. — Góðan daginn, monsjör, sagði annar. — Eigið þér þetta hús? — Svo á það að heita, sagði gamli maðurinn tortrygginn. — Og ég bý hér einn. Hvað viljið þið? Ungi maðurinn benti á járnbraut- arteinana, sem lágu skammt frá hús- inu. Járnbrautin hafði nýlega verið rafvirkjuð. — Við erum frá útvarpinu. Það hefur verið kvartað undan truflun- um víða hér um slóðir, vegna nýju línunnar. Við verðum að gera til- raunir hérna með mælitækin okkar og þurfum bækistöð. Gætuð þér kannske leigt okkur herbergi? Gamli maðurinn tók því vel. Hann sagðist sjálfur hafa tekið eftir að truflanirnar hefðu ágerzt síðan nýja línan kom. Njósnararnir áttu bágt með að halda á sér alvörusvipnum, er þeir báru „mælitækin“ sín inn í húsið. Þeir biðu þangað til maðurinn var farinn út og gægðust svo út um gluggatjaldið: — Afbragð! Hérna er hægt að sjá hvern þann, sem geng- ur inn í húsið eða út úr því. Tækin voru sett upp. Þau voru útvarpstæki, sem var í sambandi við lögreglustöðina í 5 km. fjarlægð og við varðbílana á báðum endum götunnar, — og ljósmyndavél með fjardrægri linsu, sem sett var upp fyrir innan gluggann. Svo náðu þeir sambandi við Bailleul. — Það er ágætt, piltar! sagði Bailleul. — Takið nú vel eftir öllu. Bílarnir eru komnir á sinn stað. Þið verðið leystir af hólmi seinna í dag. Þeir notuðu eingöngu dulmál, ef ske kynni að eiturbófarnir hlustuðu á samtöl þeirra. Marie Poteau og Reversac hreyfðu sig ekki úr húsinu næstu fjóra daga. Marius Meysson hlaut að vera þar líka. Að minnsta kosti kom hann ekki í Rue Bonnet, þar sem hann og Maria bjuggu. Þessa fjóra daga komu margir gestir í Villa Castel- ran, allir í bílum. Og varðbílarnir fengu tilkynning- ar að staðaldri: — Halló! Maður um fimmtugt er að fara út úr húsinu. Hann er 172 cm. á hæð, á að gizka 70 kíló, með dökkan flókahatt, jakka með belti, í gráum buxum og með ilskó. Ekur í Renault 750 merktum XYZ, Hann beygir norður til París- ar og fer framhjá ykkur eftir 5 mín- útur. í hvert skipti sem lögregluvagn fór að eltast við bíl, var nýr vagn settur á vörð í staðinn. Hver ein- asti vagn, sem fór frá húsinu, var skyggður þangað til hann kom heim og gát höfð á honum allan sólar- hringinn. ANSALDI SKÝTUR UPP. Skjalamappan, sem geymdi plögg „Operation Montgeron“ þykknaði með hverjum degi. Þar voru skýrsl- ur um allar hreyfingar hinna grun- uðu, ljósmyndir og skrár um eldri misgerðir bófanna. Það var freist- andi að láta skríða til skarar strax, en Bailleul stillti sig um það. Því lengur sem biðið var því fleiri mundu nást. Klukkan 9, þann 17. júní komu María og Maríus Meysson út úr Villa Castelran og óku burt á fleygiferð. Þau tóku ekkert eftir leigubíl, sem aldrei missti sjónar af þeim, og sem virtist hafa sterkan hreyfil undir beyglaðri hlífinni. Péugeotbillinn ók til Perreaux — nr. 8 í Allée de l’- Alma. Bailleul var sjálfur nærstadd- ur og sá manninn, sem opnaði. — Hundaheppni! tautaði hann. — Þarna er gamli kunninginn, Marius Ansaldi! Þetta var enginn annar en An- saldi — eiturverzlunarhrókurinn, sem hafði sloppið úr greipum Johns Cusack! Næstu þrjá dagana fóru Maria og Marius margar ferðir til Perreux, og í hvert skipti voru ljósmyndaðir bögglar, sem þau báru út í bílinn og skiluðu heim til Ansaldi. í nágrenni við hann hafði líka verið komið upp bækistöð með ljósmyndavél og loft- skeytatækjum. í sumum ferðunum var ókunnug- ur maður með þeim hjónum. Lýs- ing og ljósmyndir af honum var send aðallögreglustöðinni og Inter- pol. Þetta var einn stórlaxinn: Don Joseph Franchi, 57 ára, og hafði ver- ið eiturbraskari síðan 1932. NETIÐ DREGST SAMAN. Þann 22. júní fannst lögreglustjór- anum kominn tími til að gera hús- rannsókn í Villa Castelran. — Nú getum við varla náð í öllu fleiri, sagði hann við aðstoðarmann sinn, svo að það er rétt að fara að gera atlöguna. En fyrst þurfti að gera undirbún- ingsrannsókn. Þeir biðu fram yfir miðnætti. Ský byrgðu tunglið og allt var hljótt. Blæjalogn og mollu- hiti — svitinn bogaði af njósnurun- um tveimur og skyrturnar þeirra límdust við skrokkinn. Vörður var í nágrannahúsinu og varðbílar á að- alveginum frá París. Næturlest brunaði fram brautarteinana. Njósn- ararnir földu sig bak við tré, þangað til hún var farin hjá. Svo læddust þeir varlega yfir veg- inn á leikfimiskóm, þangað til þeir voru komnir fast að múrnum kring- um húsið. Þeir gægðust og gátu séð hve mörg herbergi voru á neðri hæð- inni o. fl. Skammt frá bílskúrnum greip fulltrúinn í handlegginn á aðstoðar- manni sínum. Þeir fundu súra remmulykt. (Síðar sá lögreglan að skurður hafði verið grafinn í garð- inn meðfram múrnum, og sorpið frá „efnagerðinni“ leitt þangað, en ekki í lokræsið. Ef sýrurnar hefðu verið látnar renna í lokræsið, mundu yfirvöldin hafa orðið vör við það fyrr eða síðar -—- og hvert ein- asta hús í nágrenninu verið rann- sakað). Eftir þessar athuganir fóru njósn- ararnir aftur á aðalstöðina. Þann 24. júní óku Poteau, Meys- son og Franchi til Ansaldis í Perre- ux. Ansaldi skauzt inn í bílinn og svo óku þau öll heim til Meyssons í Rue Bonnet. Þetta var ljósmyndað með langdrægri vél, en ekki var at- lagan enn gerð að Villa Castelran. Ansaldi var sá, sem mest var um að gera að ná í. Það var ekki nóg að uppræta „efnagerðina“ og gera eitr- ið upptækt, ef erkibófinn slyppi. Njósnararnir vildu gera atlöguna, þegar þeir gætu komið Ansaldi í opna skjöldu, en ekki fyrr. ALLT TIL REIÐU. Þann 27. júní bar Don Joseph Franchi tvær gallónflöskur inn í bíl Maríu Poteau og ók með henni á verkstæðið, sem hún hafði heimsótt, þegar hennar var fyrst getið. Þau komu út aftur með marga böggla, sem þau lögðu í skottið á bílnum og fóru svo í Rue Bonnet. Njósnar- inn, sem þar var á verði, tók eftir að þau létu bögglana liggja í bíln- um, þegar þau fóru inn. Klukkan 11.30 komu Maria, Meys- son og Ansaldi með enn fleiri böggla — og svo ók Maria af stað með Ansaldi einum. Þetta var allt ljósmyndað og skýrsla send aðal- stöðinni. Þau óku nú á nýjan stað — Rue Caulaincourt nr. 49. Þar fór Ansaldi inn og kom aftur með litla, brúna skinntösku, sem ól var spennt um. Þetta vhr ekki hægt að ljós- mynda, því að stór vörubíll byrgði fyrir útsýnið. Taskan var sett í skottið á Peuge- otbílnum, sem ók til Rue Bonnet. Svo hélt hann áfram til Montgeron með þrjá farþega — Ansaldi varð því miður eftir í París. — Nú er allt til reiðu, sagði njósn- arinn, sem stjórnaði verkinu. —An- saldi er maðurinn, sem hefur veg og vanda af „efnagerðinni“. Hann útvegar óunna morfínið og sér um dreifinguna á heróíninu, sem unn- ið er úr því. Það, sem skapar aum- ingjana í Bandaríkjunum, er fram- leitt í Villa Castelran. Njósnararnir fundu það á sér, að nú var lokahríðin að nálgast. Þeir gátu ekki sagt hvernig, en þegar menn starfa árum saman að glæpa- rannsóknum, er eins og þeir finni lykt af þyí, sem í vændum er. Nú fengu þeir, sem höfðu gát á Villa Castelran, skipun um að láta til skarar skríða undir eins og Ansaldi kæmi þangað. Klukkan 11.38 sunnudag 29. júní gaf yfirnjósnarinn mefkið; Ansaldi hafði farið inn í húsið. Hann var genginn í gildruna. Margir bílar voru hafðir til taks á leiðinni til Parísar, ef ske kynni að einhver reyndi að flýja, og vopn- aðir njósnarar mynduðu vörð kring- um húsið. Þeir höfðu vasa-útvarps- tæki og samband við aðalstöðina. Atlagan skyldi gerð úr mörgum átt- um í einu, svo að bófarnir fengi síð- ur tækifæri til að eyðileggja sönn- unargögnin gegn sér. Allt var undir því komið að atlagan kæmi þeim á óvart. Skipunin kom stundvíslega kl. 12: — Fram! Handtakið alla í húsinu! Þetta gerðist allt á fáeinum sek- úndum. Njósnararnir voru svo marg- falt fleiri, að engin mótspyrna var gerð. Ansaldi, sem árum saman hafði lítilsvirt lögin, var tekinn í bíl- skúrnum ásamt Meysson og Franchi — innan um Öll tækin, sem þeir not- uðu til að framleiða heróínið. Á- höldin voru af nýjustu gerð og mjög vönduð. Þarna voru lofttæmisdælur og mortél, knúin með rafmagni. Jafnvel gamalreyndir lögreglumenn urðu forviða á því sem þeir sáu: Að undanteknu eldhúsi og tveim svefnherbergjum var allt húsið ti.l- heyrandi efnagerðinni, og meira að segja sérstök stofa til að búa um varninginn í. Á efri hæðinni var þurrkloft fyrir morfínið. Leðurtaskan, sem Ansaldi hafði borið út úr húsinu í Rue Caulain- caulaincourt, fannst við hliðina á voginni. Hún bar það með sér, að mikið af eiturlyfjum hafði verið flutt í henni. íbúð Ansaldis í Perre- ux — sem var rannsökuð að honum nærstöddum -— var full af alls kon- ar efnum til efnagerðarinnar. Á heimili Maríu Poteaus fundust skjöl, sem sýndu, að hún og Meys- son höfðu verið mikilvirk í eitur- lyfjasölunni, að minnsta kosti síðan 1951. Reversac var ekki í Villa Castel- ran, þegar árásin var gerð, en hann var tekinn daginn eftir og reyndist heita réttu nafni Auguste Marius Marganti. Eins og ýmsir fleiri bóf- ar, sem hafa gert eitursmyglun að starfi sínu hafði hann verið dæmdur til æfilangrar þrælkunarvinnu fyrir morð — árið 1935. Við yfirheyrsl- una játaði Meysson að hann væri aðalefnafræðingur fyrirtækisins og Franchi aðstoðarmaður hans, Ansaldi var baldinn og hortugur til þess síðasta. Hann meðgekk ekki annað en það, sem lögreglan hafði sannanir fyrir, en ekkert annað. Engmn fékk að vita hvaðan hann hafði fengið morfínið, sem hann not- aði. Það var ekki að ófyrirsynju, að njósnararnir fóru varlega, er þeir gerðu árásina á Villa Castelran, því að fimm skammbyssur voru í hús- inu. Ef bófarnir hefðu orðið varir við í tíma hefðu þeir vafalaust grip- ið til vopna. Þessi efnagerð gat íramleitt 22 kíló af heróíni á mánuði — sem er afar mikið, og hefði verið 45.000 dollara virði í París' og um 300.000 dollara virði komið til New York. Þar hefði eitrið svo verið „þynnt út“ hvað eftir annað, þannig að mán- aðarframleiðsla frá Villa Castelran hefði að lokum verið seld fyrir þrjár milljónir dollara. Það er ekkert stórfenglegt við þetta lögregluafrek, sem kallað var „Operation Montgeron“. Þann tíma unnu allir, frá bílstjórum til full- trúa, að meðaltali 17 tíma á sólar- hring, Og þá seku grunaði ekki neitt!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.