Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 * Eiturlyfjanefnd Sameinuðu þjóðanna á fundi í New York. Hún er í nánu samstarfi við Interpol. kannske mundi hann eftir nokkra klukkutíma hafa náð tökum á mann- inum, sem stjórnaði einum af stærstu eiturstöðvunum, sem fram- leiða fyrir amerískan markað. Og þetta gerði hann svo að segja einn! Hann keypti sér II. flokks far- miða og labbaði fram og aftur um stéttina meðan hann beið eftir lest- inni. Hann þóttist viss um, að bóf- arnir væru þarna að snuðra um hann. Unga stúlkan, sem var að lesa France-Soir, eða þessi mósvarti frá Alzír, sem stóð við spilakass- ann og var að skafa neglurnar, gátu vel verið sporhundar. En Cusack gerði enga tilraun til að hrista af sér sporhundana er hann steig inn í vagninn. Hann mátti ekki láta sem hann hugsaði um slíkt, ef hann vildi hafa heppnina með sér. Hann hafði látizt vera maður, sem þurfti að fá keypt eitur, og nú hafði honum ver- ið vísað úr einum stað í annan — þangað til loks hann hitti náunga, sem kallaði sig Marius Ansaldi og sem sagðist geta selt honum eins mikið og hann væri maður til að kaupa. NÆRRI MARKINU. Cusack brosti, þegar hann hugs- aði til þess, hvernig vini hans, Ed- mund Bailleul í frönsku leynilög- reglunni hafði orðið við, er hann sagði honum, að hann hefði setið með Ansaldi eitt kvöldið og svarað spurningum hans um amerísku eit- urbófana, vitandi það, að ef hann svaraði skakkt mundi rýtingur verða rekinn í hann eða honum fleygt í ána Signu. — Þetta eru miklar fréttir! hafði Bailleul sagt. — Við höfum lengi vitað, að Ansaldi stendur bak við mikið af smyglinu til Ameríku. En við höfum ekki getað staðið hann að verknaðinum ennþá, eða fundið þennan stað, þar sem hann breytir morfíni í heróín .. . Þeir Ansaldi og Cusack höfðu þráttað lengi um verðið, og nú var Cusack á leiðinni þangað, sem hann átti að taka á móti eitrinu. Eftir að Ansaldi var farinn að treysta hon- um hafði hann fengið ýmsar fleiri upplýsingar — svo miklar, að von bráðar gat fránska lögreglan hremmt alla bófana. John Cusack fann knæpuna, sem hann var að leita að á Montparnasse, og honum hafði verið uppálagt að koma þangað í tæka tíð. Þarna var mikil umferð, svo að ólíklegt var að hægt væri að fylgjast með þeim, sem inni voru, handan yfir götuna, eða frá næstu veitingastöðum. Hann settist við gluggaborð, fékk sér ölglas og horfði á götulífið. Nú var sjálfsagt sá „skugginn11 ekki langt undan, sem átti að fullvissa sig um að hann væri ekki lögreglu- snuðrari! Og þarna úti var kannske einhver af sendlum Edmunds Baille- ul, reiðubúinn til að skerast í leik- inn ef þörf gerðist. Stefnumótstíminn var kominn. Svo leið hálftími. Klukkutími. En ekki kom sá franski. Eitthvað óvænt hlaut að hafa komið fyrir. Því að neðanjarðarbófarnir eru vanir að vera stundvísir eins og bankastjór- ar. Cuscak fór í símann og vaidi númer lítils gistihúss, þar sem Jean — hægri hönd Ansaldis — var van- ur að halda sig. — Því miður, monsieur, var svar- ar. — Jean fór í morgun. Nei, hann bað ekki fyrir nein skilaboð og sagði ekkert um hvert hann færi. Cusack fór aftur heim í gistihús- ið sitt og þóttist illa svikinn. Næsta sólarhringinn var hann sí og æ að reyna að ná í bófana. En hann hefði eins vel getað klifrað upp í Eiffel- turninn og gónt yfir París. Það var eins og bófarnir hefðu gufað upp. Það munaði litlu, kunningi, sagði Bailleul þegar Cusack fór upp í flug- vélina og hélt heimleiðis. — Þú varst nærri markinu. En einn góðan veðurdag fáum við að vita, hvers vegna þetta brást. Mörgum mánuðum síðar, er Cus- ack var að grúska í öðru máli, komst hann að ástæðunni til þess að hann hafði ekki hitt Ansaldi þetta kvöld. Það hafði viljað svo hlálega til, að bófi einn fyrir utan knæpuna, sem hafði komizt í klærnar á Cusack mörgum árum áður, hafði þekkt hann. Þessi bófi var kunnugur An- saldi og fékk að vita, að nýr amer- ískur kaupandi væri kominn í borg- ina. Hann gat varað Ansaldi við honum í tíma: — Jæja, svo að þessi Ameríkani vill kaupa heróín, urraði hann. — Nei, hann er lögreglusnuðrari og ekkert annað! Ansaldi hafði verið heppinn. En hann varð það ekki lengi. Lukkan er völt í eiturverzluninni, eins og víðar í glæpamennsku. ÞEFARAFRÉTT. Einn vordag 1952 var símað til sérdeildar í frönsku lögreglunni. Það var einn af þessum þefurum, sem eru í sambandi við glæpahysk- ið og selja upplýsingar, sem lög- reglan notar. Nú vildi hann ná í manninn, sem hann var vanur að tala við. Hann fór og þeir spiluðu keilu- spil saman um stund á lítilli knæpu. Þegar hann kom aftur hafði hann merkilega frétt, sem Edmund Baille- ul var þegar sagt frá. Hún var við- víkjandi eiturbyrlunarstofu, sem væri í Rue des Envierges nr. 29. Daginn eftir runnu þrír Citroen- bílar inn götuna. Einn þeirra nam staðar við nr. 29. Á húsinu ar skilti: „Viðgerðir á vogum og mælitækj- um“. Götunni var alls ekki lokað og ekkert umstang viðhaft. En skamm- byssurnar voru til taks, ef mótþrói yrði sýndur, þegar dyrnar voru brotnar upp. Maðurinn í húsinu, Auguste Salgues, sýndi engan mót- þróa, er hann var tekinn og fluttur á lögreglustöðina. Það var augljóst, hvað gert var á þessum stað. Vog- irnar voru notaðar til að vigta efni, sem notuð eru til 'að breyta mor- fíni í heróín, og það var verið að nota þær þegar lögreglan kom inn. Bailleul athugaði öll tækin ná- kvæmlega. Þetta var góð veiði. En nú var eftir að ná í þá, sem við þetta voru riðnir. Svona „efnagerðir“ spruttu upp eins og gorkúlur og nágrannalöndin og USA fengu framleiðsluna. Starf lögreglunnar beindist fyrst og fremst að því að uppræta þessi eitur- ver. Úr hráu morfíni er hægt að hreinsa og vinna nærri hreint heró- ín (90—97%) með fremur einföld- um hjálpargögnum. Það er nóg að hafa eldhús eða baðklefa með gasi og rafmagni eða propangasi. Bailleul gaf skipun: — Ég vil láta gerkanna þetta hverfi strax. Þið ráðið hvernig þið gerið það, en Sal- gues hlýtur að hafa samverkamenn sína á þessum slóðum, og þá verð ég að ná í. Maðurinn á götunni get- ur ef til vill líka gefið ykkur upp- lýsingar, sem nægja til að ná í stór- laxana. VÆNKAST RAÐIÐ? Eftir nokkra daga kom góð frétt. Njósnari, sem þóttist vera kaup- sýslumaður í leit að húsnæði, hafði uppgötvað knæpu, sem Salgueshafði vanið komur sínar á, með manni, sgm hét Maríus. Bailleul kipptist við. Gat þetta verið Marius Ansaldi? En ekki var nú svo. Þessi mað- ur hét Marius Reversac.. Hann var efnafræðingur og átti heima í Im- passe du Progress. Upp frá þessu var Reversac skyggður dag og nótt. Njósnari elti hann hvar sem hann fór — og ann- ar skammt á eftir honum, ef ske kynni að Reversac hefði lífvörð. Stundum var njósnarinn búinn sem stúdent, er virtist hugfangnari af ungu stúlkunum en nokkru öðru, stundum var hann leigubilstjóri, stundum voru það ung hjónaleysi, sem gengu milli búðarglugganna og horfðust áfangin í augu. Á þennan hátt var daglegt líf efna- fræðingsins skrásett — hvað hann gerði á hverjum tíma dagsins, hvaða knæpur og aðra staði hann kom á. Einn morguninn stóð Reversac við Sigurbogann og horfði á umferðina. Skammt frá stóð túristi og var að ljósmynda, eins og túristar eru van- ir að gera. Þessi ,,túristi“ renndi grun í að Reversac væri að bíða eftir einhverjum. Og það reyndist rétt: Svartur Peugot-bíll rann upp að gangstéttinni, kvenmaður opnaði bílinn og Reversac hoppaði inn. Hvorugt þeirra tók eftir Renault- bílnum, sem elti þau, er þau óku suður á bóginn. Bailleul var fljótur að komast að því, að kvenmaðurinn í bílnum var Marie Poteau, 34 ára, frá Rue Bon- net 35. Hún bjó þar með unnusta sínum, sem hét Marius Meysson, 42 ára gamall. Lögreglan hafði haft af honum að segja áður. — Nú eru þrír fiskar nærri okkur, sagði Bail- leul brosandi. — Bráðum bítur ein- hver þeirra á, ef til vill. EITTHVAÐ BOGIÐ VIÐ .. . En það var enginn hægðarleikur að skyggja þessa fallegu Maríu. Hún ók bæði hart og öruggt, eins og margar Parísarkonur. Og það er heldur ekki neitt barna- gaman að skyggja bíl. Hentugast er að 2—3 séu milli manns og bílsins, sem maður eltir. En umferðarstífla og skiptandi ljósmerki hjálpa oft þeim elta til að komast undan. Bíll- inn sem eltir getur vitanlega leyft sér að aka á rautt ljós — en þá er honum veitt athygli, og það þarf hann að forðast. Þegar lögreglubíl- stjórinn hafði elt Maríu nær heilan dag, afhenti hann bílinn þeim, sem við átti að taka og sagði: — Var- aðu þig á henni. Hún ekur eins og kappakstursekill! Nokkrum dögum seinna, á föstu- dagskvöldi, tókst Maríu að komast úr augsýn lögreglubílsins í einu af suðurhverfum Parísar. Hún kom ekki heim til sín fyrr en á þriðju- dag. Bailleul hafði ekkert upp úr þeirri helgi. — Bara að ég vissi hvað hún er að bralla með þessum efnafræðingi, sagði hann. — Það er eitthvað bog- ið við þetta . . . -----En svo kom heppnin, fyrr ■ en hann hafði búizt við. Morguninn 26. maí kom þetta skeyti til eitur- lyfjadeildarinnar frá lögreglubíln- um: — Hef grun um efnagerð 1 hús- næði sem tilheyrir verzlun, er selur tæki til efnarannsókna . . . Njósnararnir höfðu lagt bílnum milli trjáa hinum megin götunnar, og nú sáu þeir að Reversac var að hjálpa Maríu til að bera böggla út úr húsinu og koma þeim fyrir í skottinu á Peugeotbílnum. Hún ók niður götuna á fullri ferð og njósn- arabílinn veitti henni eftirför. María Poteau ók eins og hún þyrfti engan að óttast, og fór ótal krókaleiðir um aðalgöturnar. En njósnurunum tókst að fylgjast með henni, án þess að vekja grun. Þeg- ar hún hafði hringsólað í hálftíma, mun hún hafa talið óhætt að fara á ákvörðunarsteaðinn. Það var stakt hús við þráðbeina götu í Montgeron í Seine-et-Oise, um 30 km. frá París. Húsið var kallað Villa Casteran og njósnararnir sáu Maríu og Reversac hoppa út úr bílnum um leið og þeir óku framhjá. — Hér verður ekki hægðarleikur að halda vörð, sagði einn njósnar- Framh. á bls. 2.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.