Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN >f Shrítlur >f Gesturinn, sem var að fara burt af gistihúsinu uppgötvar, þegar hann er kominn út á götu, að hann hefur gleymt dálitlu, sem fólki hættir við að gleyma þegar gott er veður. Hann fer upp í herbergið en þegar hann kemur að dyrunum, heyrir hann að nýir leigjendur eru komnir þangað: „Hver á þetta ynd- islega nef?“ heyrir hann sagt fyrir innan dyrnar. „Vitaniega þú, elskan mín!“ „Og hver á þennan munn?“ „Auðvitað þú, elskan.“ Nú er hinum gestinum farið að leiðast, svo að hann drepur á dyr og kallar: „En þegar þið komið að regnhlífinni, ætla ég að biðja ykkur . að athuga, að það er ég, sem á hana.“ — Já, reyktu bara — en þér þýöir ekkert að koma til mín á eftir og kvarta yfir að þér hafi orðið illt . . . ♦ Fegurðarlyfin eru meðal, sem kvenfólkið notar til þess að karl- mennirnir geti síður lesið á milli línanna. Dan Bennett. þeim — ekki beinlínis, sagði hann. Hún gat ekki annað en tekið eftir að það var einhver ókyrrð í rödd hans. — Höfðu Benson oð Wilder eng- an áhuga fyrir þessu? Hún kink- aði kolli til teikninganna. Það hafði verið margra tíma verk hjá henni að gera þessar áætlanir, og henni fannst súrt í brotið ef þær yrðu ekki notaðar. — Þvert á móti. Þeir eru harð- ánægðir. Hann hnyklaði brúnirnar. — En þeir vilja láta einn af teikn- urunum sínum vinna með okkur að því að fullgera þær. Hún horfði á hann — vissi hvað það þýddi. — Roy Clay? spurði hún hik- andi. Hann kinkaði kolli. — Ég hef ekki svarað þeim ennþá, hélt hann áfram. — Ég vildi heyra skoðun yðar fyrst. — Það er hugsanlegt að Roy neiti því, sagði Sheiia. Ef til þessa kæmi yrði hann undir hana settur, ♦ Herra Hansen og frú hans höfðu farið að rífast út af einhverjum smámunum og voru bæði komin í æsing. Eftir dálitla stund snýr Han- sen sér að konunni sinni og segir: Jæja, þegar ég athuga þetta betur, sé ég að þú munir hafa rétt fyrir þér.“ „Jæja, mikið var! En nú er það bara of seint. Ég er búin að skipta um skoðun síðan áðan.“ — Hvernig á maður að geta œft sig á básúnukonsert Duke Ellingtons þegar þeir andskotast svona á þilinu hjá mér? og vafamál hvort hann sætti sig við það. Charles stóð upp og gekk út að glugganum. Hann sneri bakinu að henni er hann sagði: — Nei, ekki hugsa ég það. Roy Clay vill gjarnan læra meir um þetta. Charles missti blýant á gólf- ið. — Vitið þér að hann ætlar að giftast dóttur Wilders? Hann var svo nærgætinn að horfa ekki á hana meðan hann sagði þetta. Sheila fann að hún fölnaði. Hún hafði haldið að hún væri farin að gleyma Roy. Hún gat engu svar- að strax. Charles sneri sér að henni. — Mér þykir leitt að það skyldi lenda á mér að segja þér þetta, Sheila. Nú hafði hann allt í einu byrjað að tala við hana í kunningjatón. — Eg hefði frétt það fyrr eða síðar hvort eð var, sagði hún lágt. — Við verðum auðvitað að óska þeim til hamingju, hélt hún áfram. — Þetta er mikilsverður atburður og við megum ekki láta okkur fat- ast. — Dugleg stúlka, sagði Charles. Það var aðdáun í augum hans, og henni var stórum léttara en áður þegar hún fór út frá honum aftur. Nú var um að gera að sökkva sér niður í starfið. Það var eina læknis- lyfið sem hún þekkti, og það hafði alltaf dugað henni jafn vel. Hún fór inn í skrifstofuna sína eins og í leiðslu. Hugulsemi Charles dró úr sársauka fréttarinnar um að Roy væri trúlofaður. Nú fyrst skild- ist henni hve afar umhyggjusamur Charles var. Henni hlýnaði um hjartaræturnar við þá tilhugsun. Hún vissi að hann hafði tekið nærri sér að segja henni frá skil- yrðum Wilders, og þótti vænt um að henni hafði tekizt að æðrast ekki er hún heyrði þau. En þegar hún kom inn í skrif- stofuna sína bilaði hún. Það var erfitt að skilja að maðurinn, sem hún hafði elskað svo heitt, skyldi vera trúlofaður annari stúlku. Nú hafði hann sagt sömu orðin við hana og kysst hana eins og forðum.... Hún tók báðum höndum fyrir andlitið, varirnar skulfu. Allt í einu mundi hún orð Charles: Dug- leg stúlka! Hún rétti úr sér og dró djúpt andann. Loks fór hún að vinna og nú gleymdi hún bæði Charles og Roy. DAGINN sem Roy kom til að byrja að vinna, lá við að þyrmdi yfir Sheilu, þó hún hefði einsett sér að vera róleg. Til þess að stappa í sig stálinu hafði hún reynt að útmála sér Roy sem harðsvíraðan og metnaðar- gjarnan hrotta. En hann drap laust á dyrnar, beið rólegur þangað til svarað var „kom inn“ og var hæverskur og heillandi, alveg eins geðslegur og vant var. — Komdu sæl, Sheila. Hann gekk til hennar, hálf feiminn og hikandi og rétti fram höndina. Hún heilsaði vingjarnlega. — Ég vona að ég sé ekki of nær- göngull, sagði hann. — Æ, það er allt í lagi. — Þú ert afbragð! — Auðvitað. Sheila brosti. — Og nú er best að byrja. — Teikningarnar eru mjög góð- ar, sagði hann. — Þökk fyrir. — Og svo settust þau við aff vinna. Og svo kom dagurinn sem Sheila og Roy urðu að vinna yfirvinnu til að Ijúka verkinu. — Ert þú til í það, Roy? — Allt í lagi ,svaraði hann, — ég verð bara að láta Elsu vita að ég geti ekki borðið miðdegisverð með henni. Þetta var fyrsta skiftið sem Roy minntist á unnustu sína, og Sheila fann sér til undrunar að hún kveínkaði sér ekkert við það. Þau urðu að vinna yfirvinnu marga daga og verkinu miðaði vel áfram. Þau töluðu ekkert um einka- mál en eínbeittu sér að teikning- unum. — f kvöld ættum við að verða búin, sagði Sheila og varp öndinni. Við höfum verið dugleg, Roy, þó ég segi það sjálf. — Það finnst mér líka, svaraði Roy. Hann roðnaði ofurlítið. — Af því að þetta er síðasti dagurinn sem við erum saman, þætti mér Framh. á bls. 15. Vitið þér ...? að Canadamenn nota talsím- ann allra þjóða mest? Að meðaltali notar hver Canada- búi símann 511 sinnum á ári, en næstir koma íslendingar, sem nota 486 samtöl á mann. — Bandaríkin hafa allra þjóða flesta talsíma, 66— 67 milljón tæki, en það er meira en helmingur allra talsímatækja í ver- öldinni. að árið 1474 verpti hani í Basel í Sviss eggi? En það hafði hann ekki átt að gera, enda gerði hann það ekki oft- ar. Hana-garminum var sem sé stefnt fyrir galdra, og dæmdur til dauða og brenndur að viðstöddum miklum mannfjölda á torginu. að smádýr og þörungar, sem festast á skipsbotna, kosta útgerðarfélögin stórfé? f hitabeltinu dregur þetta sem svarar 5/1000 úr hraða skips á sól- arhring, svo að eldsneytiskostnaður- inn hækkar um 50% á hverjum 6 mánuðum. — Á leiðinni frá Cape Town til London verður 7.500 tonna vöruskip fyrir yfir 1000 punda aukn- ingu á eldsneytiskostnaði, vegna gróðursins, sem festist á það. — Og svo kemur kostnaðurinn við að taka skipin á þurrt og hreinsa botninn. otioíííiooíjíiíltiíiísoísoíiíiíiíioöoooooíiíxioíiíioíiísíiísöíisiíioíiíiooísíiíiíiíxsoíx

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.