Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4
4 FALKINN Kurdar hafa löngum verið taldir blóðþyrstastir allra Vestur- Asíuþjóða og um skeið urðu Armenar einkum fyrir barðinu á þeim. BARBRO KARABUDA, sænsk kona, gift tyrkneskum manni, hefur skrifað einkar fróðlega bók, „Turkiet — mitt andra hemland“, og þaðan er eftirfarandi þáttur, sem bregð- ur upp fróðlegum svipmyndum úr Iífi og siðum Ivurdanna. Hjátrú og bidðhefnd í Kurdistan — Ekkert. Það var pískrað um þetta um stund, en enginn vildi segja frá því. Ekki orð. Það varð að halda því leyndu, þessu sem Mehmet hafði gert, og í slíkum namus-tilfellum fær lögreglan aldr- ei að vita neitt. Namus þýðir ættar- heiður, og hann verður að virða. Morð, sem framið er út af ættar- heiðri, verður að fara leynt — jafn- vel svarnir fjandmenn verða að þegja yfir þvi. Tarik þykir vænt um, að við sýn- um kúrdiskum málefnum áhuga. — Þessa stund hef ég þráð lengi, segir hann. — Að hugsa sér að við skul- um sitja hér saman og vera að gera áætlun um að ferðast heim til min! En þ'ið megið ekki vera hrædd við skammbyssuna. Það er nauðsyn að vera vopnaður heima, því að maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma . . . Þú, Gúnes, er það sem við köll- um Tyrkja. Ég veit, að það getur verið heitt í þér blóðið, ef svo ber undir. En það er of mikið af heitu blóði i okkur Kurdunum. Ómögulegt að vita, hvenær sýður upp úr. — Bræður mínir hafa aldrei sett upp skó, hvorki sumar né vetur, En þeir geta slegizt, og skammbyssu eiga þeir. — Ykkur hættir víst til að grípa til skammbyssunnar, öllum í fjöl- skyldunni? — Við erum ekki einir um það. Við erum nánast friðsamlegir í sam- anburði við nágrannana okkar. — Nú gerir þú að gamni þínu? — Fjarri fer því. Uppi í fjöllun- um við Lice liggja ellefu morðingj- ar í fyrirsát. Þeir eru alvopnaðir og lögreglan getur aldrei gómað þá. Fólk úr þorpinu færir þeim mat. — Fólkið er þá á þeirra bandi og móti lögreglunni? ■piG hitti Tarik, gamlan kunningja, siðan hann var við nám í París, í Maras. Hann er ósvikinn Kurdi, en nú var hann aftur kominn í sitt rétta umhverfi og tekið upp sína gömlu siði — og hugsunarhátt, að nokkru leyti. Við skiljum hvort ann- að jafn vel fyrir því, eða kannske betur, þvi nú sé ég ástæðuna til þess hve einkennilegur og eftirtektar- verður hann er. Við förum að tala um skammbyssuna, sem Tarik sýnir mér. — Ég geng alltaf vopnaður, segir hann. — Það er nauðsynlegt. Ég verð alltaf að vera á verði, því fað- ir minn drap Ibrahim nágranna sinn, og sonur Ibrahims skaut bróður minn fyrir tveim árum. Milli fjöl- skyldanna er hatur, sem aðeins verður slökkt með blóði. Tarik brosir. Hann er ekta Kúrdi frá Lice, sem er fyrir norðan Diyar- bakir. Hann handleikur skammbyss- una og þiggur köku, sem Gunes, maðurinn minn, réttir honum: -— Þetta ættahatur er svo gam- alt, að enginn veit hvenær það byrj- aði, segir Tarik. — Og það verður víst langt þangað til það deyr út. Ég hafði heyrt talað um svona blóðhefndir á Korsika og hef orð á því. Tarik stingur vopninu í vasann og heldur áfram: — Afi minn var myrtur af ætt- ingja Ibrahims, og pabbi náði hefnd- um er hann drap Ibrahim. Við höfð- um ekki búizt við að bróðir minn yrði myrtur — því að hann kunni hvorki að lesa eða skrifa, og vitið var ekki á marga fiska. Allir héldu, að þeir ætluðu að stúta mér, því að ég var sá eini í fjölskyldunni, sem hafði stundað nám og þess vegna mestur matur í mér. Ibrahimsfólkið mun hafa verið á þeirri skoðun líka. En einn góðan veðurdag lenti þeim saman í skömmum, bróður mínum og Mehmet Ibrahimssyni, og bróðir minn dró upp skammbyssuna. Meh- met skaut hann, því að hann átti hendur sínar að verja. Hann var Það er gott að já að hvíla „hestapostulana“ á göngujerð um Kurdistan. — Greinarhöj. snarast á bak úljaldanum. í kajjihúsi í Kurdistan. Karlmenn skemmta gest- unum með dansi og trumbuslœtti. dæmdur í 18 ára fangelsi, en svo náðuðu þeir hann. — Var það lögleg náðun? — Seisei-já, en hann pabbi get- ur látið setja hann í fangelsi hvenær sem er. Því að Mehmet er morðingi. Hann drap hana systur sína, því að einhver sagði honum, að hún hefði gefið manni hýrt auga á götunni, þegar maðurinn hennar var ekki heima. — En hvað sagði maðurinn henn- ar, þegar hann kom heim og frétti að mágur hans hefði drepið konuna hans?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.