Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 6
6 FALKINN Stúlka, sem orð- ið hefur eitrinu að bráð. Augun daufleg og star- andi, andlitið slappt og syfju- legt. snúð sinn, svo að verzlunin er freist- andi fyrir þá, sem svífast einskis til þess að græða peninga. Leiðir eiturverzlunarinnar eru svo flóknar, að lögregla eins ein- staks lands getur sjaldnast rakið þær eða lokað þeim. Þess vegna setti UNO á laggirnar eiturvarna- nefnd sína, og aðallega þess vegna stofnuðu lögreglustjórnir margra landa til samvinnu, sem nefnist Int- erpol. Þar starfa karlar og konur, en þar eru ekki nema fáir útvaldir, sem vita að hverju fólkið starfar. Oftastnær hefur það eitthvað ann- að starf að yfirskyni, til þess að villa á sér heimildir. Frásagnir þær, sem fara hér á eft- ir, eru allar byggðar á staðfestum • skýrslum frá þessu fólki, og réttar- höldum yfir smyglurum. •— Og nú byrjum við fyrstu söguna. AMERÍKUMAÐUR í PARÍS. Enginn veitti sérstaka athygli herðabreiða manninum, sem þramm- aði upp Champs Elysées að járn- brautarstöðinni við L’Etoiler. Fólk HVÍTÆ EITRIÐ /. á gangstéttarveitingastöðunum, sem leit á hann, hefur líklega hugsað sem svo: — Amerískur túristi. Það hefði getað rétt til um þjóðernið, en ekki ástæðuna til Parísardvalarinn- ar. Því að það eina, sem John T. Cus- ack langaði til að sjá í París, var mesti heróínkaupmaður Evrópu — í handjárnum! Cusack leynilögreglumaður frá ,,American Bureau of Narcotics" hafði komið fljúgandi til Parísar fyrir nokkrum vikum til þess að hafa hendur í hári franskra bófa, sem höfðu skipti við stallbræður sína í USA. Þeir seldu ógrynni af eitri, 11—13 kíló á mánuði •— nægi- lega mikið til að eyðileggja mörg hundruð eða þúsund forvitin ung- menni. Eiturbófarnir hafa enga sam- vizku af að steypa þessum ungling- um í ævarandi glötun. Þeir hugsa aðeins um peningana — um lúxus- bílana, sumarbústaðina og minka- feldina handa frillunum sínum, sem þeir geta keypt fyrir gróðann. Þegar Cusack hvarf úr sólskin- inu niður í dimmuna í jarðgöngun- um var hann að hugsa um, að Baráttan gegn eíturlyfjunum Sagan segir frá gömlum Englend- ingi, sem var að kveðja ungan son sinn, er var að fara til Englands. ,,My son, make money — honestly if you can, — but, my son, make money“, sagði hann: — Sonur minn, græddu peninga, heiðarlega, ef þú getur — en, sonur minn, græddu Notkun eiturlyf ja hefur lengi verið landlæg víða í Austur- löndum, en fer nú óðum í vöxt með vestrænum þjóðum, bæði í Evrópu og Ameríku. Hér er um svo alvarlegan vágest að ræða, að Sameinuðu þjóðiTnar hafa sérstaka nefnd starfandi til þess að hnekkja leyniverzl- uninni með eiturlyf. Starfar hún í samvinnu við alþjóða- lögregluna, „InterpoI“, og verður allvel ágengt, þótt langt sé ennþá í land þangað til eit- urlyfjabröskurunum, hættu- legustu glæpamönnum verald- ar, verður útrýmt. Fyrir nokkru kom út bók, sem vakið hefur verðskuldaða athyglii. Hún heitir „Under- cover Agent — Narcotics“, og er eftir Derek Agnew. í greina- flokki hér í blaðinu verða gefin nokkur sýnishorn af því, sem bókin segir frá um baráttuna við eiturlyfjasmyglarana. peninga! Gamli maðurinn er sýnis- horn þeirra mörgu aurasjúku sálna, sem meta peningana svo mikils, 'að betra sé að pretta og brjóta lög en að vera án þeirra, en það er hugs- unarháttur, sem hefur þróazt svo mjög á síðustu mannsöldrum, að hrappar, sem auðgast hafa á svik- um og prettum og glæpsamlegum kaupskap, líta niður á heiðarlega kaupsýslumenn. Fégræðgin þykir fín, — það er fínt að vera ríkur, og skammsýnn almúginn skríður fyrir fjárplógsmönnunum, jafnvel þó að hann vissi, að þessir sömu menn hafa auðgazt á fyrirlitlegum verkn- aði. En fyrirlitlegasti glæpur, sem hugsazt getur er sá, að verzla með eitur. Að lenda í klóm eiturbraskara er margfalt hryllilegra en að verða morðingja að bráð, því að þá er dauðdaginn snöggur og kvalalaus, en sá sem verður eiturlyfjunum að bráð á fyrir höndum hörmungar og kvalir, sem ekki verður með orðum lýst, áður en dauðinn miskunnar sig yfir hann. — Eitursmyglararnir í skuggahverfum stórborganna, sem sitja um unglinga til að venja þá á heróín, til þess að geta okrað á lyfinu til þeirra síðar, eru hættu- legri glæpamenn en morðinginn, sem notar skammbyssu eða hníf til að svifta menn lífi. í Bandaríkjunum einum eyða eit- urlyfjaneytendur meira en 300 mill- jón dollara á ári í heróín (afbrigði af morfíni). Þetta eitur kaupir fólk á götunni fyrir einn dollar grainið (grain er 0.065 gramm). Álagningin á eitrið frá því að það var framleitt í Asíu nemur 1.000 af hundraði. Þann gróða fá smyglararnir fyrir Með þessum tœkjum er hráu morfíni breytt í heróín.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.