Fálkinn


Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3
FALKINN 3 Flugflotinn eykst Önnur Cloudmaster-flugvél Loftleiða er nýlega komin til landsins, og hefur þá enn nýr og glœsi- legur farkostur hætzt í flugflota íslendinga. Vél- in hefir hlotið nafnið Snorri Sturluson, en fyrri Cloudmastervélin er Leifur Eiríksson. „Snorri“ var tœpa 9 klukkutíma frá New York, og hefur flugvél í eigu íslendinga aldrei flogið þá vega- lengd á skemmri tíma. Flugstjóri var Jóhannes Markússon. Loftleiðir eiga nú tvœr Skymaster- flugvélar auk hinna nýju Cloudmastervéla og hafa einnig haft í þjónustu sinni leiguflugvél- ar frá Braathen- hinum norska. Mun nú í ráði að selja aðra Skymasterflugvélina. Myndin hér að neðan er af „Snorra Sturlu- syni“ á sveimi yfir Reykjavík. Gamli Þór á siglingu út ísafjarðardjúp. Landhelgisgæzlan 40 ára 26. marz s.l. voru liðin 40 ár frá því að fyrsta björg- unarskipið og jafnframt varðskipið, sem íslendingar eignuðust, kom til landsins. Var það Þór, eða gamli Þór, eins og hann var síðar nefndur, sem Björgun- arfélag Vestmannaeyja hafði fest kaup á í Danmörku. Það var mikið átak fyrir Vestmannaeyinga fyrir 40 árum að ráðast í kaup á þessu skipi, en nauðsynin var svo brýn, að segja má að þeir hafi staðið sem einn maður, og hver og einn, sem aflögufær var, lagði sitt af mörkum. Þór kom að tilætluðum notum með að veita aðstoð þeim bátum, sem þess þurftu og einn- ig varði hann miðin fyrir ágengni erlendra togara, sem sýndu litlu bátunum stöðugt ofríki. Björgunarfélag Vestmannaeyja annaðist rekstur Þórs fyrstu árin, en 1926 tók ríkið við skipinu. Fyrsti formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja var Karl Einarsson sýslumaður og alþingismaður, en aðrir í stjórn Jóhann P. Jósefsson, kaupmaður, síðar alþingis- maður og ráðherra, Sigurður Sigurðsson, skáld og lyfsali, Jón Bunriksson kaupfélagsstjóri og Gísli Lárus- son kaupfélagsstjóri. Þeir Karl og Jóhann eru nú einir á lífi. — Fyrsti skipherra á Þór var Jóhann P. Jóns- son, sem verið hafði liðsforingi í danska sjóhernum. Gamli Þór þætti ekki veglegt skip nú, en með honum var lagður grundvöllurinn að landhelgisgæzl- unni, sem nú síðustu ár hefur sýnt hvers hún er megnug í baráttu við erlent ofbeldi. Norsk listvefnaðarsýmng Um þessar mundir stendur yfir í Þjóðminjasafn- inu listvefnaðarsýning Statens Kvinnelige Industri- skole í Osló. Helen Engelstad skólastjóri kom hing- að með sýninguna í boði Þjóðminjasafnsins, og hef- ur sett hana upp. Munir þeir, sem á sýningunni eru, eru fyrst og fremst unnir úr ull af hinu norska fjárkyni, sem nú er fremur lítið um þar í landi. Er ull þessi sama kyns og ullin af íslenzka fénu og þykir mjög góð til listvefnaðar. Allir munirnir á sýningunni eru „frumsamdir“ af nemendum fyrrgreinds skóla, sem sjálfir skapa verkið frá upphafi, teikna það og vinna að öllu leyti. Á sýningunni eru ofnir saumaðir hlutir, efni, prjónles og dúkar, auk fagurra ofinna listmuna, svo sem hökla og fleiri muna kirkjulegs eðlis. — Meðal sýningargripa er teppi, sem Vigdís Kristjáns- dóttir hefur ofið. Gerði hún það þegar hún var nemandi skólans, en hann mun fremsti skóli á Norðurlöndum fyrir listvefnað, listiðnað og handíð- ir kvenna. Á myndinni eru sendiherrahjón Norðmanna, Bjarne Börde og frú, frú Helen Engelstad og Krist- ján Eldjárn, þjóðminjavörður. r' : ? ;

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.